Dagur - 14.11.1951, Síða 2
2
D A G U R
Miðvikudaginn 14. nóv. 1951
JÚNAS ÞÓR, verksmiðjusljóri Gefjunar
Þegar ættingjar, vinir og sam-
ferðamenn Jónasar Þór minntust
70 ára afmælis hans nú í haust,
og jafnframt 35 ára starfssögu
hans á Gefjun bar stóran
skugga á: Jónas hafði verið sjúk-
ur í nokkra mánuði og var þá
vitað, þeim er bezt til þekktu, að
síðasta stundin nálgaðist óðfluga.
Fregnin um andlát hans kom því
ekki á óvart ættingjum hans né
vinum. Hinzta stundin mun held-
ur ekki hafa mætt honum óvið-
búnum. Löng sjúkdómslega, sem
hann bar með karlmennsku og
miklu æðruleysi, mun þó ekki
hafa verið aðal undirbúnings-
skólinn, heldur mjög þroskuð
kristin lífsskoðun hans og sterk
trú á næsta tilverustig, sem mót-
azt höfðu æ fastar á langri ævi
og veittu honum innri styrk og
frið. Hann mun ekki hafa yfir-
gefið þetta tilverusvið með
kvíðnum huga, heldur hafa geng-
ið á guðs síns fund öruggum
skrefum hins sterka trúmanns.
Þannig hlýtur að vera gott að
Ijúka löngum og dáðríkum
starfsdegi.
Mér var Jónas Þór kunnugast-
ur og minnisstæðastur, sem ötull
framkvæmdarstjóri stórfyrirtæk-
is og hugkvæmur og sívakandi
forustumaður á sviði ullariðnað-
ar landsmanna. Hvoru tveggja
þessara hlutverka gegndi hann
með miklum ágætum og þarf
ekki að svipast lengi um til þess
að sjá árangur þessara starfa
hans, því að hann blasir við
hverjum manni. En svo fjölhæfur
var Jónas, að önn hversdagsins,
vélaskrölt og verksmiðjureykur,
megnuðu ekki að byrgja honum
útsýn til fjölmargra annarra mál-
efna, er hann taldi þjóðinni til
gagns og sjálfum sér til þroska.
Hann var einn af stofnendum
ungmennafélagshreyfingarinnar
og kosinn í fyrstu stjórn UMFA
7. janúar 1906. Mun andi þess
félagsskapar hafa búið með hon-
um alla ævina. Hann kom mjög
við sögu guðspekifélagsskaparins
hér og var um langt skeið for-
'maður stúkunnar. Einnig mun
hann hafa verið einn af stofn-
endum og aðal-forustumönnum
Co-frímúrarareglunnar hér í bæ.
Rotaryfélagi var hann af lífi og
sál og forseti Rotaryklúbbs Ak-
ureyrar um eitt skeið. Hann
gerðist snemma áhugamaður um
skógræktarmál og lét þá ekki
standa við orðin ein, eins og við
margir hinir, heldur studdi hann
það málefni með ráðum og dáð
og gerði hér ýmsar merkilegar
tilraunir með erlendar trjá- og
blómategundir. — Hann var mjög
söngelskur. Tók mikinn þátt í
hinu merkilega brautryðjenda-
starfi karlakórsins Heklu og var
einn þeirra „Heklunga“, sem fóru
í fyrstu söngför íslenzkra kóra,
sem farin hefur verið til útlanda.
Þá var hann og stofnandi og um
mörg ár einn af aðal„kröftum“
Lúðrasveitar Akureyrar.
Á sviði framfara- og atvinnu-
mála var hann þó kunnastur og í
sambandi við þau mun hans
lengst verða minnzt.
Fyrir utan forustu sína í ullar-
iðnaðinum, gerðist hann einn af
forvígismönnum þess, að hér bar
stofnuð dráttarbraut fyrir skip.
Hann var einn af stofnendum
Flugfélags íslands. Um eitt skeið
fékkst hann nokkuð við skipaút-
gerð. Rafmagnsmál bæjarins lét
hann sig miklu skipta og um
mörg undanfarin ár hefur hann
verið í rafmagnsnefnd Akureyr-
ar.
En aðalstarf hans var á Gefj-
un, og þar hefur hann reist sér
minnisvarða, sem lengi mun
standa.
Þegar litið er til þess, hvernig
umhorfs var í ullariðnaði lands-
manna 1916 og hvemig ástandið
er þar í dag, er augljóst, að fram-
þróun í þessum iðnaði hefur
orðið meiri en í flestum öðrum
iðngreinum og er hér þó um að
ræða erfið og flókin viðfangs-
efni, þar sem ekki var mögulegt
að byggja á erlendri reynslu,
nema að takmörkuðu leyti, vegna
sérkenna íslenzku ullarinnar.
Hefur Jónas Þór leyst þar af
hendi brautryðjendastarf, sem
iðnaður þessi mun byggjast á
enn um langan aldur.
Þegar Jónas tók við verk-
smiðjustjórninni 1916 var hagur
verksmiðjunnar þröngur og trú
forustumanna fyrirtækisins á
framtíðargildi þess átti í vök að
verjast. Jónasi Þór tókst að
breyta þessu á fáum árum. Obil-
andi trú hans á gildi ullariðnaðar
fyrir afkomu og heilbrigði þjóð-
arinnar hafði áhrif á samstarfs-
menn hans og jók þeim dug. Trú
þessi var aldrei reist á óraunhæf-
um dagdraumum, heldur á
praktískri þekkingu og reynslu
mjög hugkvæms manns. Jónas
kom fljótt fram með nýjungar í
framleiðslunni og vakti á ný at-
hygli og trú þjóðarinnar á Gefj-
unarvörum. Hann lagði áherzlu á
meiri fjölbreytni í framleiðslu en
áður hafði þekkzt og gerði meiri
kröfur. til vandvirkni og afkasta
en áður hafði tíðkast. Einkenni
starfrækslu verksmiðjunnar á
fyrstu árum Jónasar entust alla
tíð meðan hans naut við og eru
nú orðin hluti af dýrmætri
„tradition" fyrirtækisins, sem
haldið verður í heiðri um ókomna
tíð.
Fyrsta tæknilega umbótin á
vélakosti Gef-junar, -sem verulega
munaði um, vajr þegar Iðunnar-
verksmiðjan í Reykjavík var
keypt 1920 og flutt hingað. Jónas
sá um þau kaup, annaðist um-
búnað vélanna syðra og vann
meginverkið við uppsetningu
þ'eirra hér.
Onnur þáttaskil urðu í sögú
fyrirtækisins 1930, er Samband
ísl. samvinnufélaga keypti verk-
smiðjuna.
Þá fékk Jónas stóraukin tæki-
færi til þess að endurbæta haná,
eins og hugur hans stóð til, því að
samvinnusamtökin voru staðráð-
in að efla ullariðnaðinn og full-
komna. Næstu ár lét hann gera
merkilegar tilraunir erlendis með
vinnslu íslenzku ullarinnar og
ferðaðist oft utan í þeim erindum
og til frekari lærdóms.
Stofnun kambgarnsdeildarinn-
ar voru enn ein þáttaskil í sögu
Gefjunar og má þá segja, að nýtt
tímabil hefjist í sögu íslenzks
ullariðnaðar .Síðan rak hver um-
bótin aðra og nú síðast bygging
hinnar stóru ullarþvottastöðvar
og loks endurbygging verksmiðj-
unnar sjálfrar, sem enn stendur
yfir, er gera mun Gefjun að einu
stærsta og nýtízkulegasta verk-
smiðjufyrirtæki landsins.
Jónasi Þór myndi engin þökk
á því, að honum einum væru
eignaðar alþar þessar framfarir.
Hann hafði sér við hlið marga
ágæta samstarfsmenn og hann
hafði að bakhjalli voldug félags-
samtök, sem vildu efla þennan
iðnað, og treystu forsjá hans og
kunnáttu. En því verður aldrei
í móti mælt, að án forustu Jónas-
ar, áhuga hans fyrir fram-
kvæmdum og trúar hans á gildi
íslenzku ullarinnar, mundi þess-
um áfanga ekki vera náð. Hér
hefur því verið unnið starf fyrir
þjóðina alla. Gildi þess fyrir
þennan bæ er þó mest og aug-
ljósast.
Jónas Þór naut lítillar annarrar
skólagöngu á ævinni en í skóla
starfsins og reynslunnar, en
menntun hans þar entist honum
vel. Hann var mjög vel að sér á
mörgum sviðum, las mikið og
braut mál til mergjar sjálfur.
Hann var sjálfstæður í skoðun-
um og fór ekki ævinlega alfara-
leiðir, var hispurslaus í tali og
framkomu, en þó hlýr og tillits-
samur. Hann naut óskoraðs
trausts hinna mörgu samstarfs-
manna sinna og' allra annarra er
honum kynntust.
Jónas Þór var korninn af ágæt-
um og sterkum bændaættum og
mun hafa talið sér það til gæfu.
Hann mat mikils hið bezta í lífi
og háttum menningarheimila í
sveit og mundi hafa kosið að sjá
þjóðlífið sveigjast meira í átt til
þess að tileinka sér ýmsar forn-
ar dyggðir í störfum. En hann var
jafnframt framsýnn og framsæk-
inn og fullur áhuga fyrir nýjung-
um og framförum. Þannig var
samtvinnað í skapgerð hans og
skoðun hið ramíslenzka og hið
heimsborgaralega viðhorf, enda
var hann maður víðförull.
Með Jónasi Þór er fallinn einn
af merkustu mönnum þessa bæj-
arfélags, maður, sem vann hér
mikið dagsverk og skilur hér eft-
ir varanlegan minnisvarða. Eg
vil fyrir hönd samvinnumanna,
bæjar.og héraðs, votta minningu
hans virðingu og þökk og senda
Laust fyrir síðastliðin aldamót
vann ungur og umkomulítill
drengur fyrir sér inn í Saurbæj-
arhreppi. Hann var af góðu bergi
brotinn, þótt skapadísirnar
yndu honum ekki langrar dval-
ar í föðurgarði í æsku. Oft var
þessi drengur kalduþ klæðlítill
og svangur, eins og altítt var um
unglinga í sveit á þeim árum.
Vinnuharka var þá mikil víðast
hvar og kom jafnt niður á ung-
um sem öldnum, enda ekki um
annað að gera, ef menn áttu að
geta haldið velli í lífsbaráttunni
við þær aðstæður, sem þá voru
fyrir hendi almennt.
Ekki naut þessi drengur neinn-
ar skólagöngu í æsku, en lærði
þó lestur, skrift og reikning í
ígripum, þegar á unga aldri, og
ávann sér þar með lykilinn að
sannri menntun, sem hann seinna
meir vissulega ávann sér, þótt
skólaganga yrði aldrei löng, enda
munu meðfæddar gáfur og and-
legt atgerfi, ásamt dugnaði, áhuga
og þekkingarþorsta, hafa gert
honum létt fyrir við allt sjálfs-
nám.
Þessum dreng, Jónasi Þór,
kynntist sá, er þessar línur ritar,
fyrst löngu seinna, er hann var
orðinn verksmiðjustjóri og
þekktur borgari þessa bæjar. Eg
var þá nýkominn tihlandsins eftir
tæpi'a fimm ára útivist og átli fáa
kunningja hér í bæ til þess að
tala við um áhugamál mín. Varð
mér all tíðfarið á fund Jónasar,
er eg fann að var fullur af
áhuga fyrir hvers konar fram-
faramálum og auk þess gaman-
samur og yfirlætislaus maður.
Fjöllesinn og prýðilega skáld-
mæltur, sem hann hafði þó ekki
hátt um. Þrátt fyrir mikið ann-
ríki vai' alltaf liægt að ná tali af
Jónasi, og al»af var hann á
skrifstofunni næstum nótt og
dag. Enda óx og dafnaði fyrir-
tæki það, er hann veitti forstöðu,
dag frá degi, en út í það mál skal
ekki farið hér.
Sem kunnugt er, var stofnað
skógræktarfélag á Akureyri vor-
ið 1930. Var þá skógrækt hér
mjög í kalda koli og áhugi og
skilningur lítill á því mikla
þjóðþrifamáli, ef undanskildir
eru örfáir menn, sem nú eru
sumir hverjir komnir undir
græna torfu. Er elcki að orðlengja
það, að Jónas Þór var einn af 12
stofnendum Skógræktarfélagsins,
ástvinum hans innilegar samúð-
arkveðjur.
Jónas Þór var fæddur 8. sept-
ember 1881 að Hofsá í Svarfaðar-
dal. Foreldrar hans voru merk-
ishjónin Þórarinn bóndi þar,
Jónasson í Sigluvík, Jónssonar,
og Olöf Þorsteinsdóttir hrepp-
stjóra í Oxnafelli, Einarssonar
Thorlacius prests í Saurbæ. Jón-
as ólst upp með foreldrum sínum
að Hofsá og í fram-Eyjafirði og
fluttist með þeim til Akureyrar
rúmlega tvítugur að aldri. Hann
tók við verksm.stj. í Gefjun 1916
og gegndi verksmiðjustjórastörf-
um þar til dauðadags. Árið 1916
kvæntist hann Helgu Kristins-
dóttur frá Samkomugerði og
eignuðust þau hjón 4 börn, sem
öll eru á lífi. Konu sína missti
hann árið 1928. Árið 1937 kvænt-
ist hann í annað sinn, gekk að
eiga Vilhelmínu Sigurðardóttur
verzlimarstjóra hér í bæ, og lifir
hún mann sinn. Jónas Þór.var
sæmdur riddarakrossi Fálkaorð-
unnar árið 1937. Hann andaðist
að heimili sínu, Brekkugötu 34
hér í bæ, hinn 5. þ. m.
Jakob Frímannsson.
og efa eg að sá félagsskapur hefði
komizt á laggirnar þá strax, hefði
hans ekki notið við. Býst eg við
að fáum sé ljóst hvílíkum erfið-
leikum það var bundið að stofna
til slíks félagsskapar á þeim tíma,
er fjárkreppa var í uppsiglingu,
og framkvæma þó það, sem gert
var fyrsta áratuginn af fámenn-
um og félausum félagsskap.
Bjargaði það þó málinu, að félag-
ið eignaðist þá strax nokkra vel-
unnara, sem bæði fórnuðu fjár-
munum og erfiði í þágu þess. Var
Jónas Þór einn þessara manna.
Sátum við saman í stjórn Skóg-
ræktarfélagsins fyrsta áratuginn.
Var framúrskarandi gottaðvinna
með Jónasi vegna víðsýni hans
og glöggs skilnings á hverju við-
fangsefni. Þá var og ást hans á
gróðri og ræktun landsins heill-
andi. Hafði hann bjargfasta trú
á því, að hægt væri að umskapa
íslenzkar sveitir og klæða þær
skógi. Sjálfur fékkst Jónas við
tilraunir með aldinrækt, og náði
þar athyglisverðum árangri.
Þá gei'ði Jónas Þór merka til-
raun með býflugnarækt hér á
Akureyri, fyrir nokkrum árum,
og enda þótt tilraun þessi félli
niður, taldi Jónas að hún hefði
leitt í ljós, að mikil líkindi væru
til þess að hér á landi mætti
stunda býflugnarækt með góð-
um árangri. Eg get þessa hér að-
eins til þess að sýna áhuga og
ósérplægni þessa önnum kafna
og aldurhnigna manns, sem aldr-
ei virtist neitt skeyta um eigin
hag, en alltaf var með hugann
fullan af mai'gvíslegum framfara-
málum.
Nú er Jónas Þór horfinn héðan,
en minningin um góðan dreng og
merkan mann deyr aldrei. — Ef
til vill eigum við eftir að hittast
aftur á fjarlægari stjörnu, þar
sem þörf er á að planta trjám og
prýða umhverfið.
J. R.
—o—
Akureyrarkaupstaður hefir vax-
ið ört á undangengnum árum.
Ibúatala bæjarins mun nú nema
um 7000 íbúum, en var fyrir
nokkrum árum aðeins helmingur
þeirrar tölu. Mörgum mun verða
á að spyrja: Hvaða orsakir liggja
að þessari öru fólksfjölgun í þess-
um bæ, þegar margir aðrir bæir
Kynni mín af Jónasi Þór
á landinu á sama tíma ýmist
standa í stað, eða íbúum þeirra
fækkar?
Menn hafa varla almennt gert
sér grein fyrir því sem skyldi,
hversu farsæld eins bæjarfélags er
oft háð því, að eiga innan sinna
vébanda viðsýna og þróttmikla
einstaklinga. Án þess að vanipeta
félagssamtök og þann mátt, sem
felst í félagssamtökum einstak-
linga, þá má aldrei gleyma því, að
innan félagssamtakanna þarf að
vera framsýn og þróttmikil for-
ysta.
• Akureyri hefir misst einn af sín-
um mætustu sonum á þessu sviði.
Jónas Þór, forstjóri Ullarverk-
smiðjunnar Gefjun, er horfinn yfir
móðuna miklu.
Nafn Jónasar Þór er svo ná-
tengt þeirri þróun, sem orðið hef-
ir í þessum bæ, til aukinnar, far-
sældar fyrir hundruð einstaklinga,
að nú, þegar hann er fallinn frá,
þá gerum við oss ef til vill enn
fyllri greii# fyrir því en áður,
hversu Jónas Þór hefir verið merk-
ur borgari þessa bæjarfélags, og
samhliða góður Islendingur í orðs-
ins beztu merkingu.
Við, sem höfum starfað með
Jónasi Þór, sum um tuga ára og
önnur skemmri tíma, höfum alveg
sérstaka ástæðu til að undirstrika
þau orð, sem hér hafa á undan
verði sögð. Við vitum, að Jónas
Þór hefir lyft svo mörgu Grettis-
taki til þess, að það mætti varpa
aukinni birtu og farsæld inn í líf
meðborgara hans og til farsældar
fyrir þjóðina alla.
Þó við höfum hér undirstrikað
fyrst og fremst þá athafnaþrá og
þann þrótt, sem Jónas Þór var
gæddur í svo ríkum mæli, þá duld-
ist oss eigi, að hæfileikar hans
voru á fleiri sviðum. Oss var full-
kunnugt um það, að Jónas Þór var
listunnandi maður, skáldmæltur
vel, ávallt reiðubúinn að leggja
hverju góðu málefni lið, er til
þjóðþrifa horfði, en auk alls þessa
var hann ávallt leitandi að því,
sem segja mætti að hefði dýpsta
gildi fyrir lif og tilveru hvers hugs-
andi manns; hann var mikill og
einlægur trúmaður.
Jónas Þór hefir alla sína starfs-
tíð verið að leita að meiri og meiri
fullkomnun í ullariðnaði þjóðar-
innar. Við það mál hefir hann eytt
miklum hluta af lífi sínu og lagt
við það þá ræktarsemi, sem hon-
um var svo eiginleg, þegar saman
fóru hugsjóna- og menningarmál.
Á sviði ullariðnaðarins má hik-
laust fullyrða, að Jónas Þór hafi
rutt margar nýjar brautir, og af
einstaklingum þjóðarinnar átt
mestan þátt í að hefja hann til
meira vegs í meðvitund þjóðar-
innar en hann átti um langa tíma
við að búa. Ullariðnaðarmál þjóð-
arinnar voru Jónasi Þór hjartfólg-
in mál, og varla mun þróunar
þeirra mála getið, annan veg en
þann, að nafn Jónasar Þór beri
þar hátt. *—
Mikill harmur er kveðinn að
ástvinum Jónasar Þór og ættingj-
um við fráfall hans. En mikil
harmbót má það vera, að minning
þessa mæta manns mun lifa um
langa ókomna tíma, og við minn-
inguna er sú vrssa tengd, að þetta
bæjarfélag sér á bak einum sinna
beztu borgara. —
Að lokum viljum við, starfslið
Ullarverksmiðjunnar Gefjun, al-
veg sérstaklega láta í ljós okkar
dýpstu hryggð yfir fráfalli Jónasar
þór. Við höfum ákveðið að heiðra
minningu hans á þann hátt, að
gefa hinu nýja sjúkrahúsi bæjar-
ins, sem hér er verið að reisa, 1
herbergi, sem beri nafn Jónasar
Þór.
Blessuð sé minning hans.
Starfslið Gefjunar.