Dagur - 14.11.1951, Síða 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 14. nóv. 1951
ÍÍ555555545Í55555555555555555555555555555555555555555ÍÍ5555555554555^
Þorp í álögum
Saga eftir Julia Truitt Yenni
12. DAGUR.
Wvwv'
Nýkomið
Epli
kr. 10.00 pr. kg.
Gráfíkjur
kr. 10.00 pr. kg.
Maðurinn minn,
JÓNAS ÞÓR, verksmiðjustjóri,
sem andaðist á heimili okkar þann 6. nóv., verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. þ. m. klukkan 2 e. h. —
Blóm og kranzar afbeðnir samkvæmt ósk hins látna.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta Sjúkrahús
Akureyrar njóta þess.
Vilhelmína Sigurðardóttir Þór.
(Framhald).
Hún strauk fellinguna af blað-
inu. Rósa starði á bókina og
blaðið. Hún rak augun í ljósmynd
undir fyrirsögninni: Frá bóka-
markaðinum. Og andlitið kom
henni kunnuglega fyrir sjónir og
þar að auki stóð skýrum stöfum
á bókinni að hún væri eftir Faith
Goodbind. Rósa fann blóðið stíga
sér til höfuðsins og hún vissi að
Fern hlaut að sjá það og þar með
fá staðfestingu á því, að fréttin
kom Rósu alveg á óvart. Hún
heyrði þegar hið innra með sér
sigurhreiminn í rödd Fern: „Eg
vissi, að þú mundir verða hissa!“
Reiði kviknaði í brjósti hennar,
hægt fyrst, en með vaxandi ákafa.
Hún sagði ekkert, því að hún
kom ekki upp orði án þess að
opinbera, hvernig henni var inn-
anbrjósts. Hún horfði stöðugt á
bókina og blaðið.
Setningar og setningabrot úr
umgetningu blaðsins liðu fyrir
augu henni: „------Bærinn, sem
við öll vildum gjarnan hafa átt
heima í og óskum öll í hjarta
okkar að finna aftur------------
Ungfrú Goodbind skrifar um líf-
ið í smábænum með skilningi og
hlýhug---------Hún á sjálf heima
í þorpinu Ármóti---------“
„Sjáðu,“ sagði Fern um leið og
hún ýtti bókinni yfh> borðið til
hennar, „þetta er Ijómandi falleg
útgáfa.“
Rósa starði á myndina á bók-
arkápunni. Hún opnaði bókina og
leit yfir titilblaðið. Innan á það
var prentað: „Til minngar um
Singleton Goodbind." Ennfrem-
ur: „Allar pei'sónurnar, sem fram
koma í þessari sögu, eru tilbúnar
af höf. Ef einhver þeirra líkist
einhverri ákveðinni persónu
einhvers staðar, er slíkt einvörð-
ungu tilviljun.“
Rósa las þetta hægt. Fern hélt
áfram að masa við hlið hennar.
Rósu fannst eins og fluga væri að
suða í hlustinni á sér.
„-------Það er eg viss um, að
Amos Tucker hefur vitað þetta,
ha, ha, ha, en að þú skyldir ekki
vita það, Rósa, það finnst mér slá
öll met, ha, ha, ha--------“
Ekkert af því, sem á eftir fór,
var fyrirfram ákvarðað af Rósu.
Hún lagði út á óvissa braut af
innri þörf og tilvísana, hún talaði
hverja setningu jafnskjótt og hún
kom henni í hug, en það, sem
hratt þeim fram í huga hennar
var reiðin, sem nú sauð og vall
inni fyrir.
„Jú, víst varð eg undrandi,"
sagði hún hægt og gætilega. —
„Undrandi á því að hún skyldi
samt sem áður ákveða að gefa
þetta út.“
En Fern lofaði henni ekki að
komast lengra áleiðis í bráðina.
„Góða Rósa,“ sagði hún, „það
þýðir ekkert fyrir þig að segja
.mér ,að þú hafir vitað þetta áð-
ur. Þú varst svi mér eins hissa og
eg var.“
„Já, eg var hissa,“ sagði Rósa.
„Eg hélt að hún hefði meira------
jæja látum það vera héðan af.“
Rósa færði sig í átt til bjór-
stallsins, rétt eins og málið væri
útrætt.
Fern greip bókina á borðinu og
hljóp á eftir henni.
„Hvað ertu eiginlega að fara,
Rósa?“ spurði hún með ákafa.
„Hvað áttu við?“
„Eg er ekkert að fara og ekk-
ert sérstakt að segja. En mundu
það, Fern, að ef þessi kvenmaður
hefði sérlegar ástæður til þess að
flytja hingað og snuðra hér í
bænum, þá vakti eg athygli þína
á því.“
Fern horfði á hana stórum
augum. Skilningurinn á orðum
hennar var dálitla stund að grafa
um sig .„Þú átt við — nei, Rósa,
það gétúr ekki verið. Hvernig
gæti hún skrifað um fólkið hér í
Ármóti, hún þekkir engan?“
Rósa svaraði ekki heldur, horfði
á hana með meðaumkunar- og
fyrirlitningarsviþ, en Fern hélt
áfram að malda í móinn.
„Hún býr ekki einu sinni í
(Framhald). -
Skálar
fyrir Westinghouse og
Englisli Electric hræri-
vélar.
Kaupfélag Eyfirðinga
Véla- og varahlutadeild.
Nýja kjötbúðin.
Kennsla!
Kennsla: Stærðfræði, enska,
danska og fleira kemur til
gi'eina.
Afgreiðslan veitir nánari
upplýsingar.
Peningaveski,
brúnt, tapaðist s. 1. föstu-
dag í Miðbænum. Vinsaml..
skilist á afgr. Dags, gegn
fundarlaunum.
Til sölu:
Lítið notuð, brún gabar-
dineföt. Verð kr. 500.00.
Einnig gabardinefrakki,
Verð kr. 600.00.
Upplýsingar í síma 1726.
Létt atvinna
óskast. — Tilboð sendist
blaðinu sem fyrst.
Húsgögn
Matborð (stækkanleg), stól-
ar (bogið bak), úr góðri eik,
til sölu. 4 stólar og borð
kr. 1900.00.
Húsgagnavinnustofa
Haraldar 1. Jónssonar,
Oddeyrargötu 19.
Sími 1793.
Sú, sern tók
silki-„skýluna“ í misgripum
á Hótel Norðurlandi s. 1.
laugardagskvöld.skili henni
strax í Bókabúð Axels. —
Annars verður hún sótt.
Tek að mér að sníða
dörnu- og telpukjóla. Er við
rnilli kl. 3—7.
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Fjólugötu 13 (vesari dyr).
Herbergi,
í Oddeyrargötu, til leigu.
Þorst. Þorstcinsson,
Norðurgötu 60.
Til sölu:
2 st. hjólbarðar, 750x20.
Jón Ólafsson, Gilsá.
Bifreiðaeigendur!
Við tökum upp varahluti í Chevrolet næstu
daga. Pantið þegar það, sem ykkur vantar.
Kaupfélag Eyíirðinga
Véla- og varahlutadeild.
Jarðarför
ÖNNU SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR,
sem lézt að heimili sínu, Naustum við Akureyri 6. þ. m., fer
fram Iaugardaginn 17. þ. m. og hefst með bæn frá heimili
hennar ldukkan 12.30 eftir hádegi.
Vandamenn.
Jarðarför
MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
sem lézt 5. þ. m., hefst með bæn að heimili hinnar látnu,
Fróðasundi 10B, þann 15. b. m. kl. 1.30 e. h.
Fyrii' hönd ættingja og vina.
Hulda Ragnarsdóttir.
Hjartanlega þakka ég ölliim þeim, sem heiðruðu mig
og glöddu með heimsóknum, skeytum og gjöfum d átta-
tíu ára afmœli rninu 4. þ. m. — Guð blessi ykkur öll.
ELINRÓS BJÖRNSDÓTTIR.
Hjartans þahklœti til ættingja og vina, sem á allan
hátt sýndu mér vinsemd og kœrleili á sextugsafmœli
minu, 5. þ. m.
Guð og gæfan fylgi ykkur öllum.
Daniel Júliusson, Syðra-Garðshorni.
Innilegt hjartans þakklœti fyrir alla vinsemd okkur
auðsýnda á fimmtiu ára hjuskaþarafmœli okkar.
Kristín Sigfusdóttir. Pálmi Jóhannesson.
Skíðasleðar
mjög vandaðir
VÖRUHÚSIÐ H.F.
Kynbóíanauf fil sölu
Vil selja svartan nautkálf, fæddan í október sl.
Móðir: Gráskinna á Galtalæk við Akureyri.
Faðir: Loftfari. — Verð um kr. 2000.00.
Árni Jónsson, tilraunastjóri.
DUKAR
Kaffidúkar, mislitir, á kr. 48.50
Borðdúkar, hvítir, á kr. 51.00
Servíettur
! Vefnaðarvörudeild
.***********+*4**+***+***,****,f**,t,»*t,*++****************