Dagur - 29.11.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 29.11.1951, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 29. nóvember 1951 DAGUR Jón Benediktsson, prentari: SUMAR GENGUR í GARÐ. fþróttamál IV. — Ak. 1950. Hér hef ég eignazt eigulegt kver. — Er þar skemmst frá að segja, að allur handgerður frá- gangur kversins, bæði hið ytra og innra, er með þeim ágætum, að ekki verður á betra kosið eftir fegurðarskyni þess, er þetta ritar. Enda hafa hér engir liðléttingar um fjallað og ekki heldur kastað höndum til verksins. Verður fyrst stuttlega að því vikið, hve' valinni sveit manna hefur verið hér stefnt að verki — auk höfundarins sjálfs, sem öll- um nálægum er kunnugt, að ekki má vamm sitt vita: Á hlífðarkápuna hefur teiknað hin listræna frænka mín í Fjör- unni, frú Elísabet Geirmunds- dóttir. Er þar annars vegar íþrótiarleg mynd af höfundinum, ungum, sýnilega nýstignum upp úr sundlaug, og er hann að þerra brjóst sitt. f svip myndarinnar lýsir sér ágætlega hugsjónarfesta hans. En hins vegar á myndinni getur að líta allsnakta sundmey, er stendur á kletti við bládjúpan vatnsflöt og blikandi, — albúna og mjúklega sveigða til sund- steypingar. Þó er eins og henni sé um og ó að hverfa ofan í bláar bárur, — eins og þeirxi hafmey, er ekki tímdi að taka þegar kafið, af því að hún litur á hlið við sig ungan, mennskan mann í gervi þess sveins, er hún getur sér beztan kosið. Litmynd þessa af íþróttamann- inum (höfundinum) gerði hinn alkunni ljósmyndasnillingur Ed- vard Sigurgeirsson, og eru fleiri prýðilegar myndir í kverinu frá hans hendi. En auk hans eiga þar myndir: okkar víðkunnu ljós- myndarar, Jón og Vigfús — og einnig Hörður Sigurgeirsson, sem hér kannast margir við. — Grunnmyndina á síðum megin- málsins gerði Jónas S. Jakobsson. En myndamótin hefur gert Ólaf- ur J. Hvanndal, hinn alkunni brautryðjandi í íslenzkri mynd- mótagerð. Áðurnefnd hlífðarkápa er prentuð sem prófverkefni af hin- um unga og framavænlega full- trúa í Odds-prentverki, Geir S. Björnssyni, sem all-líklegur er til að verða þriðji snillingurinn í karllegg á þessu sviði. Kver þetta er að mestu leyti handbrotið af prentmeynni, ung- frú Kristbjörgu Ásbjarnardóttur, og verður naumast fundið ná- kvæmara handbragð. Þá er og vert að geta þess, að heiti bókarinnar hefur Jakob Árnason, ritstjóri, teiknað. En hann er löngu víðurkenndur fyr- ir fagra og praktuga pennadrætti sína og hefði eflaust getað skráð fögur og lýst handrit í fornum Stíl. En hvað er svo að segja um hið Innra efni — eða innviðu — nokkurra vandaðra auglýsinga- blaða) er aðeins tvær litlar arkir, sem eru þó að nokkru leyti settar úrvals-myndum og sígildum,list- fengum erindum íslenzkra bók- mennta, sem hvort tveggja er valið og hnitmiðað til siðlegrar og þjóðlegrar vakningar. En efni og aðalstefna hins ritaða orðs frá eigin brjósti höfundar er að sjálfsögðu hið sama og áður í hinum þremur undanförnu kver- um, e'r höfundur hefur valið hið sameiginlega heiti fþróttamál, og sem þetta kver telst enn til. Höf. er enn við sama heygarðshornið. Efnið er herhvöt og lögeggjan til árnaðar og frama íþróttahöllinni á Akureyri og verðugir lofstafir til stuðningsmanna og vélunnara þeirrar stofnunar — án þess þó að nokkurs staðar kenni hnjóðs til þeirra, sem hjá sitja, og er slík hófsemi jafnan einkenni höfðinglyndra hugsjónamanna. Oll hafa þessi smárit haft á sér ákveðin einkenni íslenzkrar mál- vöndunar, og ekki kennir þess sízt í því riti, sem hér er til um- ræðu. Kemur það einkar vel fram í þessu kveri, hve höfundi er orðið tamt að orða hugsun sína fagurlega og af fullri vand- virkni., Má það undrun sæta, hve svo önnum kafinn maður við miskunnarlausa prentvélina hef- ur náð rótgróinni leikni í að rita gott mál s— þrátt fyrir litla æf- ingu. Hann verður að teljast með þeim, sem bezt fara með málið, og ætti hann að neyta þess meira framvegis en enn hefur getað orðið, Þess skal að lokum getið, að Þórarinn Loftsson, bókbands- meistari, héfur innbundið kverið af ótvíræðri smekkvísi. Konráð Vilhjálmsson. á ævintýrinu um, eða í sambandi við „Glerbrotið undir garðinum", sem í sjálfu sér er þó skáldlegasta og e. t. v. fallegasta sagan í bók- inni. En þar er fullorðnu mann- eskjunní, eða þeirri, sem segir sög'una, algerlega ofaukið, því að hún dregur að vissu lgyti fjöður yfir þá sálrænu staðreynd, hve börnum er eiginlegt, að gera koma brúðkaupsveizlur rausnar- legar og mannmargar, þar sem heldri menn sveitarinnar leiða hesta sína saman í þrætum og slagsmálum. Margt er aðhafst og sagt, sem á að fara huldu höfði og þolir ekki dagsljósið, en allt kemst það upp, því að ljósið er myrkrinu sterkara. Hnýtur þar margur um misjöfnur almanna- jafnvel glerbrotið að táknrænu rómsins og slúðursögur óvand- umhverfi mikilla umsvifa. Mundi ekki fara betur á, ef sagan byrj- aði ofur einfaldlega, eitthvað á þessa leið: Einu sinni var dreng- ur (stúlka), sem fann glerbrot undir túngarðinum, og glerbrotið varð að — o. s. frv. Annars er ævintýrið einkar fagurt og lær- dómsríkt, prýðilega sagt og kem- ur víða við. Þetta er heilnæm bók fyrir börn, og á útbreiðslu fyllilega skylda. Bókin er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar af alkunnri vandvirkni, enda er ytri frá- gangur allur hinn snyrtilegasti. Björgvin Guðmundsson. Árni á Arnarfelli og dætur hans. Eftir Sí mon Dalaskáld. Þeir lifa lensgt, sem vaxa eftir dauðann í verkum sínum. Einn af þeim er Símon Dalaskáld, umrenningurinn, sem varandlega vanhirtur í lifanda lífi. Fáir skildu hann og þess vegna var hann eins konar skógarmaður al- menningsálitsinst Gáfur hans og fjölhæfni fengu ekki að njóta sín, en sum verka hans geymdust, þótt maðurinn félli. Þegar þeir, sem vit höfðu á, fóru að rannsaka slitin og snjáð handrit Símonar, kom í ljós, að hér hafði ekki verið andlegur amlóði á ferðinni, ekki einu sinni venjulegur maður, heldur allgott skáld ,bæði í bundnu og óbundnu máli. Sagan „Árni á Arnarfelli" er eina skáldsagan, sem til er eftir Símon. Og þó að hún sé ekki stórbrotið listaverk á mælikvarða nútíðarmanna, er þetta þó stór- verk, þegar miðað er við allar aðstæður höfundar. Hann les Hugrún: Hvað viltu mér? Bókaútgáfan Norðri. Þetta er áttunda bókin, sem Hugrún skáldkona sendir frá sér á síðastliðnum 10 árum, lítil bók en lagleg, átján smásögur fyrir börn og unglinga, flestar fremur stuttar og að því leyti mjög miðaðar við barnanna hæfi. En það er mikill vandi að yrkja fyrir born, enda raunar fárra rithöf-!ekki erlend mál og fyrirmyndir unda meðfæri svo að vel sé. Um þessar sögur er það að segja, að þær eru allar fallegar, og í gegn- um þær allar gengur göfgandi þráður, svo sterkur, að hann, fyrst og fremst, einkennir þessa bók. Auk þess eru sumar sögurn- ar allvel sagðar, svo sem: „Þegar brauzt upp á endann á jörðinni", „Davíð", „Heimsókn prestsins", „Langrækni" o. fl., sem líklegt er að vinni hylli barnanna á svipað- an hátt og ýhisar sögur Bernsk- unnar hans Sigurbjörns gerðu á sínum tíma og er þá nokkuð sagt. Hins vegar mætti e. t. v. segja um sumar sögurnar, að þær skorti nokkuð á nægilega aðlað- andi framsetningu á barnslega kversins? Lesmálið sjálft (innanvísu. Á það einkum við upphafið fáar í íslenzkri skáldsagnagerð og ekki er undir hann tyllt. Hann fer því sínar eigin götur og kem- ur því betur í ljós, hver maður- inn var. Saga þessi, sem . er alllöng, kemur víða við, enda eru per- sónur hennar margar og er það eitt út af fyrir sig ekki vanda- laust að koma því öllu saman, svo að vel fari. Sagan lýsir sveitalífi, fólki og hugsunarhætti þess laust fyrir síðustu aldamót og er það ekki allt fagurt, sem gerist, þó að nútímanum farizt ekki að dæma hart. Mest áber- andi í sögunni eru ástamál, þrautseigir biðlar. ,svik og von- brigði, en líka tryggð, festa og aðra manna. Og þegar kjósa þarf prestinn, falla atkvæðin ekki eft- ir trúarskoðun og áhuga fólksins kirkjumálum, heldur er at- kvæðum smalað og mönnum mútað og vírðast flestir falla fyr- ir freistingunni, enda eiga slægir menn í hlut, sem ekki vanda meðulin. Er Jón í Fossbrekku þar fremstur í flokki, en hann á að teljast ein af aðalpersónun- um og eru þó góðir partar í hon- um, að minnsta kosti gagnvart unnustu sinni. Einstaka persóna er með ólík- indum, eins og t. d. Kvehna- Grímur, sem er gerður mjög spaugilegur í kvonbænum sín- um. Margir munu hafa gaman af að lesa sögu þessa og þá_skemm- ir það ekki bókina, að Snæbjörn Jónsson skrifar formálaað henni. A. M. R. Úr fóruiu Jóns Arnason- ar. Sendibréf. — Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Hlaðbúð. — Reykjavík 195Q—'51. Ekki leikur það á tveim tung- um, að Þjóðsögur Jóns Árnason- ar eru einn af mestu dýrgripum bókmennta vorra. Er ekki aðeins, að þar sé um mikla efnisauðlegð að ræða, heldur eru líka sögurn- ar margar hverjar ágæta vel rit- aðar og niðurskipan efnisins og athugasemdir Jóns Árnasonar allt sem skilmerkilegast. Hafði Jón úr miklu að velja, enda var hann glöggur á sögur, sem kjarni og safi var í. Segir Finnur Sig- mundsson það réttilega, að Jón hafi eigi aðeins fundið sagnaefn- in, heldur einnig snjalla sagna- menn, sem gæddir voru stílgáfu og frásagnarsnilld, sem blundaði í brjóstum þeirra, án þess að þeir vissu sjálfir af. Verður það seint fullþakkað, að hann réðst í það merkilega verk að safna sögum þessum, áður en þær týndust eða brengluðust meir. Því að auk þess sem hann bjargaði mörgu frá glötun, endurvakti hann áhuga og skilning þjóðarinnar á þessum efnum, sem tekinn var að dvína, og varð þetta til þess, að ýmsir komu á eftir. Hin miklu þjóðsagnasöfn vor hefðu nú ekki verið nema svipur hjá sjón, ef Jón hefði ekki riðið svo mynd- arlega á vaðið. Fyrir hans til- verknað hefir því varðveitzt ógrynni af þjóðlegum fróðleik, sögum og ævintýrum, sem bregð- ur margvíslegri birtu yfir örlög og ævikjör íslenzkrar þjóðar, hugsunarhátt hennar og menn- hjartagæzka og í kjölfar þess ingu á liðnum öldum. En hvernig var að þessu verki unnið, hvernig varð þetta merki- lega safn til? Bréfasafn Jóns Árnasonar, sem hér er birt stórt úrval af, bregður skæru ljósi yfir það, með hví- líkri dæmalausri ást og atorku Jón hefur unnið að þjóðsagna- söfnun í naumum frístundum frá margvíslegum störfum öðrum. En hér sannast það sem fyrr, að viljinn dregur hálft hlass. Snilld- arverkin eru ávallt unnin af þeim, sem hafa ást á verkefninu, og telja ekki eftir sér neina fyrir- höfn tíl að leysa það sem bezt af hendi. Hinar geysilegu bréfa- skriftir Jóns til fjölda manna út um allt land, eru út af fyrir sig stórvirki. En í þessum bréfum speglast líka áhugi hans og gér- hygli um þessa hluti. Þessi bók: Úr fórum Jóns Arnasonar, gerir miklu meira en bregða upp skýrri mynd af þess- um manni og störfum hans, þó að hann sé vitanlega miðdepill myndarinnar. Sviðið, sem hún lýsir upp, er miklu breiðara. Hér er um að ræða eins konar skugg- sjá af andlegu lífi samtíðárinnar. Fjöldamargir koma við sögu og þar á meðal ýmsir merkustu menn þjóðarinnar. Eru þetta ekki aðeins bréf Jóns Árnasonar, heldur einnig bréf til hans, rituð af f jöldamörgum ágætum samtíð- armönnum og ýmislegt annað, sem hugurinn dvaldi þá við. Vér kynnumst hugðarefnum þessara manna og skapgerð frá fyrstu hendi. Er það alkunna, að sendi- bréf, einkum þau sem bréfritar- inn hefur aldrei búizt við að kæmu fyrir margra augu, varpa oft gleggra ljósi yfir lundarfar manna, persónueinkenni og áhugamál, en nokkur utanað- komandi lýsing gæti gert. Þau eru því iðulega hin merkilegasta heimild um mennina, auk þess sem þau geyma oft ýmislegan fróðleik, sem hvergi er annars staðar að finna. í þessu safni eru meðal annars bréf til Jóns Sigurðssonar frá: Árna Helgisyni í Görðum, Þuríði Sveinbjarnardóttur, séra Birni Halldórssyni, séra Skúla Gísla- syni, Guðbrandi Vigfússyni, séra Sigurði Gunnarssyni, Benedikt Gröndal, Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum, séra Matthíasi Jochumssyni, séra Páli Jónssyni, séra Sveini Níelssyni, séra Jóni Norðmann, Eiríki Magnússyni í Cambridge, Gísla Konráðssyni, Steingrími Thorsteinssyni, Jóni Tohroddsen," Ólafi Davíðssyni og fleiri þjóðkunnum mönnum, sem öll bregða upp meira eða minna lifandi myndum af þeim og að- stæðum þeim, er þeir búa við. Finnur Sigmundsson lands- bókavörður, sem valið hefur bréfin og_ búið þau undir prent- un, hefur leyst starfið af hendi með venjulegri smekkvísi og ger- hygli. Hefur hann tengt þessar (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.