Dagur - 29.11.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 29.11.1951, Blaðsíða 6
D A GUR Fimmtudaginn 29. nóvember 1951 Þorp í álögum Saga eftir ]ulia Truitt Yenni <%?& ^j^ 14. DAGUR. (Framhald). nema eðlilegt, að menn færi að gruna hitt og þetta og hugsa allt mögulegt. í Ármóti var Rósa Silvernail eina manneskjan, sem ógerlegt reyndist að fá til þess að ræða um bókina og efni hennar. —o— Eva Larch skildi við litla manninn snotra, kvaddi hann vinsamlega við dyrnar, en hún hafði ekki hugmynd um, hvort hann hét Hampton, Barceley eða eitthvað allt annað. Hann hafði endilega viljað koma inn, hann hafði ætlazt til að sér yrði boðið, en henni hafði ekki dottið slíkt í hug, þó að hún væri annars gest- risin, henni hafði meira að segja tekizt með lægni að láta manninn fara með þeirri tilfinningu, að hann hefði eiginlega engan tíma til þess að tefja, hann hefði allt annað að gera. Hún horfði á hann hverfa út um dymar, svo sneri hún sér við og gekk upp stigann. Langur spegill í gylltum ramma var á veggnum á móti. Hún var djúpt hugsandi, og allt í einu, án þess áð hún vissi af, blasti við henni stúlka hinum megin. Henni fannst það vera einhver ókunnug, einhver ung stúlka, jafnvel henn- ar eigin móðir eða Lydía frænka á löngu liðnum árum, þegar þær höfðu gengið þennan sama stiga, þegar hún og Vronnie voru krakkar og húsið nýbyggt og fullt af lífi. Hún horfði örskamma stund á sína eigin mynd, eins og á vofu, svo hristi hún höfuðið, lyfti höndunum til þess að taka af sér litla hattinn og strauk fingrunum gegnum hárið. Hún reyndi að brosa, áður en hún gekk inn á litla herbergið. Jónatan Bricker sat í stólnum sínum undir glugganum, eins og hún vissi, og hann hálfreis upp, en hún hraðaði sér til hans, setti báða hendur á axlir honum og ýtt honum aftur í stólinn. Hann sat um stund þögull og starði á gólfið. Eva sagði: „Þykir þér það miður?" Hann svaraði ekki, en seildist aftur fyrir sig og greip aðra hönd hennar. Hún stóð þannig langa stund fyrir aftan hann, en svo settist hún í hinn "stólinn við gluggann. „Jónatan," sagði hún, blítt og rólega, „þú — þig hlýtur að hafa grunað það, — fólk hefur vitað það — alltaf — í raun og veru hefur þettá ekkert leyndarmál verið, Lucy vissi það, og eg vissi, að hún vissi það." „Eg veit það." Hann stóð upp og starði út um gluggann, bakið var bogið, eins og það hefði þunga byrði að bera. „Eg veit ekki eiginlega, hvers vegna þetta ætti að breyta svo miklu. En það er samt eitthvað, eg veit ekki hvað. Á meðan hægt er að-------" „Eg veit. Á meðan hægt er að látast ekki vita að allir viti." „Já, líklega er það það." „Lastu hana?" „Já, en það erum ekki við, sem komum þar við sögu ,ekki frekar við en einhverjir aðrar persón- ur, einhverjar allt aðrar. Það er bara...." Hann sneri sér við og leit á hana, og öll sú friðsæla ham- ingja, sem þau höfðu átt saman í þessu herbergi í mörg ár, var horfin, og þau vissu það bæði. „Hið raunverulega líf er dá- lítið öðruvísi en sögubækurnar segja frá því," sagði hann. „Ef allt ætti að faraeins og í sögun- um, þá þyrftum við ekki að gera annað en að kasta öllu öðru frá okkur og hverfa eitthvað burt saman. Þannig er þessi hnútur venjulega leystur i flestum skáldsögum." „Já," sagði Eva, og hún hugs- aði óttaslegin: Eg get það ekki. Eg he£ aldrei hugsað um þaS áð- ur, en eg veit, að eg get það ekki. En Jónatan sagði hljómlausum rómi: „Við höfum ekki aðskilinn fjárhag, hún á allt að hálfu við mig. Og svo yrði eg að hætta í bankanum. Svo eru lögin þannig, að það yrði líklega ekki mikið eftir áf mínum hluta að lokum, ef , hún kærði sig um." Hann brosti vandræðalega. „Og við er- um eldri en við vorum einu sinni, Eva mín." Evu tókst að brosa til hans hlýju brosi. „Það er allt í lagi, Jon." „Líklega væri heppilegast, að eg kæmi ekki fyrst um sinn, þangað til þetta er liðið hjá — og...." Hann roðnaði og leit undan. Hún vissi, að honum fannst hann tala eins og lítilmenni, og hún flýtti sér að reyna að eyða þeirri tilfinningu. „Láttu þér ekki einu sinni detta annað í hug. Þú getur ekkert annað gert, eins og á stendur." — Hún sagði nokk- ur mild og róandi orð, til þess að reyna að eyða sektartil- finningunni og koma huga hans í jafnvægi aftur. Hjarta hennar varð þungt af sorg, er hún hugs- aði til þess ,að héðan í frá yrði það ekki hún, heldur Lúcy, sem hefði tækifæri til þess að hugga hann, laga hálsbindið hans o. s. frv. Nú myndi Lucy, grimm og bitur, dvelja í návist hans öllum stundum, og gjallandi hlátur hennar myndi sí og æ kveða við eyrum hans. Hann fór. Eva horfði á eftir honum, en sneri sér svo við og gekk aftur inn í herbergið. Hún sat í langan tíma og reyndi að Ljósaperur 15, 25, 40, 60, 75. 100, i50o°;200wolta. Járn- og glervörudeildin Sænsk vöfflujárn Eld-straujárnasett Hnífar í kjötkvarnir Járn- og glervörudeild. Barnavagnar Kerrur Járn- og glervörudeildin Barnaspaðar Járn- og glervörudeildin SKÆRI Járn- og glervörudeildin SAGIR Járn- og glervörudeildin Jaffa- appelsínusafi Matarolía Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. SARDINUR í olíu og tómat. Kr. 3.00 dósin. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. horfast í augu við það, sem kom- ið hafði fyrir, hún reyndi að komast að einhverri niðurstöðu um það, hvað hún gæti nú gert. (Framhald). Jarðarför móður minnar, MARGRÉTAR HELGADÓTTUR, sem andaðist að heimili sínu, Rauðumýri 11, þann 26. þ. m., fer fram frá Munkaþverárkirkju þriðjudaginn 4. des. kl. 1 e. h. Fyrir hönd aðstandenda. Gunnar E. Aðalsteinsson. Jarðarför GUÐRÚNAR JÓNASDÓTTUR, Sámsstöðum, sem andaðist 22. þ. m., fer fram að Munkaþverá föstudaginn 30. þ. m. kl. 1 e. h. -^ Garðar Halldórsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SIGURÐAR HRÓLFSSONAR skipstjóra frá Jökulsá. Vandamenn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför MARGRÉAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Aðstandendur. fN#s#sr^#*s#N#sr***s»*^ Til sölu s#s#n#s#n#s#^*s#s#%#^*s##s#s#s#^#s#*#s#s##s#-# f###w#*##*w<. eru hlutabréf (helzt ölj^ í. starfandi verzl- unarfyrirtæki í bænum. Þeir, sem hafa áhuga fyrir þessu og öska frekari upplýs- inga, póstleggi nafn sitt í umslag merkt: Upplýsingar 26, Akureyri. Takið eftir! Getum þvegið allan þvott, sem hægt er að ganga frá í þurrkrúllu. Einnig blautþvott (þveginn og undinn). Afgreiðsla í þvottahús- inu Fróðasundi 4, opin alla virka daga frá 28. þ. m., kl. 10—12 og 17—18. Laugardaga frá kl. 10-12. Uppl. í síma 1689 milli kl. 12-13. Virðingarfyllst, Erik Kondrup. G. Berg. ^r*^*s#-#^r#sr#N#sr.r#Nr.#4r.#-,js#^ #S##S#S#S#S#S#S l ####^#W####W##W###^WW#####/###/*#####^##^^ Þilplötur — Gaboonplötur 19 og 22 mm fást í z Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. ;• Akureyri — Sími 1489 i I HUSGOGN BORÐSTOFUSETT, úr eik og birki. Einstök BORÐSTOFUSETT og STÓLAR, SKRIFBORÐ, eik og birki. SVEFNHERBERGISSETT, úr birki. Húsgagnavinnustofa Ólafs Ágústssonar & Co.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.