Dagur - 22.12.1951, Síða 4

Dagur - 22.12.1951, Síða 4
4 D A G U R Föstudaginn 22. desember 1951 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Aígreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. &$«$ÍS$Í45Í$$$$S$«SÍ$*SSS3S$Í$5S5$$Í$5$SS53S$$;Í Skynsamlegar umræður um siglingamál SÍÐASTI „ÍSLENDINGUR“ tekur að ræða siglinga- og umhleðslumál Eimskipafélags íslands í nýrri tóntegund og er það vel, því að flest er rétt hermt í frásögn blaðsins um þessi málefni og sannast vonandi á blaðinu hið fornkveðna, að batnandi manni er bezt að lifa. Hingað til hafa málgögn Sjálfstæðisflokksins yfirleitt tekið illa í allar ábendingar í sambandi við fyrirkomulag siglingamálanna og innflutningsverzlunarinnar — einkum þó Morgunblaðið — og hér á árunum var ísl. afundinn og úrillur vegna stöðugrar gagnrýni hér í blaðinu í sambandi við þessi mál. í stað þess að taka undir gagnrýnina — sem studdi eitt mesta hagsmunamál landsbyggðarinnar — tók a. m. k. einn íslendingsritstjórinn þann kost, að gera mál- ið tortryggilegt með því að deila á siglingar SlS- skipanna. í síðasta tbl. fsl., er hins vegar svo til orða tekið, að umhleðslufyrirkomulag Eimskipa- félagsins hafi verið „biturt vopn í höndum SÍS við að ná siglingunum undir sig, og er því Eimskipa- félag íslands að því leyti að vinna á móti sjálfu sér með umhleðslufyrirkomulaginu.“ Kveður hér við annan tón og bendir til þess að lífsreynslan hafi orðið höf. góður kennari. HÖF. BENDIR réttilega á, hverjar fjárfúlgur umhleðslan í Reykjavík hafi af landsfólkinu, því að aukafragtirnar, umhleðslan, hafnarkostnaður syðra, vöruskemmdir o. s. frv., hljóti að lokum að koma fram í hærra vöruverði. Blaðið rekur það og, að ráðamenn höfuðstaðarins séu ekkert sér- lega áhugasamir fyrir breyttu fyrirkomulagi, því að verzlunarólagið veitir bæjarbúum mikla at- vinnu, færir hafnarsjóði tekjur og bæjarsjóði möguleika til að leggja útsvör á nær alla inn- flutningsverzlun landsmanna. Og um heildsalana syðra segir þetta aðalblað Sjálfstæðisflokksins hér: „Hitt er svo aftur skiljánlegt, að heildsalarnir í Reykjavík kæri sig ekki um annað fyrir- komulag, því að augljóst er, að þeir mundu missa margan spóninn úr aski sínum, kæm- ust siglingamar í eðlilegt horf.“ Er þetta skörulegt mælt þar í sveit og mundi mega til stórtíðinda teljast ef slík ummæli sæust í Morgunblaðinu. En á því kann nú kannske að verða einhver bið. AÐ ÖLLU SAMANLÖGÐU er þessi siglinga- málagrein virðingarverð tilraun til þess að setja þjóðarhagsmuni ofar flokkshagsmununum. Verzl- unarstéttin hér sér og skilur mæta vel, hvar skór- inn kreppir í verzlunarmálunum og að núv. fyr- irkomulag innflutnings- ogsiglingamála er sniðið eftir hagsmunum gróðamanna í höfuðstaðnum og tekur ekki minnsta tillit til þeirrar nauðsynjar landsbyggðarinnar, að hún geti haft verzlunar- sambönd beint við útlönd. Með núverandi fyrir- komulagi er hvers konar heildverzlun nær því ógerleg utan Reykjavíkur og sá arður sem bæir og sveitarfélög ættu með réttum hætti að hafa af heilbrigðri inn- og útflutningsverzlun, hefur ver- ið af þeim tekinn og fluttur í bæjarsjóð höfuð- staðarbúa. En fyrst ve’rzlunarstéttin skilur þessi atriði, mun það naumast dyljast henni, hvaða öfl það eru, sem halda verndarhendi yfir þessu rangláta kerfi og stimpast gegn hverri tilraun til úrbóta. Það eru sömu öflin, sem vinna að því af talsverðum dugnaði að reyna að gera siglingar samvinnuskipanna tortryggilegar. Þó eru ferðir þessara skipa oftast eina beina sambandið, sem margir verzlun- arstaðir hafa við útlönd. Höf. ís- lendingsgreinarinnar ætti að reyna að fá inni með athuga- semdir sínar í Morgunblaðinu. Hann mundi þá sjá upplit þeirra afla, sem vilja vernda einokun- araðstöðu höfuðstaðarbúa í sigl- ingum og verzlun og gera lands- byggðina að ófrjálsri skattlendu höfuðstaðarvaldsins. ' FOKDREIFAR Stoltir herrar. FYRIR NOKKRU skýrði Al- mannatryggingablaðið hér okkur frá því, að umsetning trygging- anna hefði numið 145 millj. kr. á sl. ári, og leyndi sér ekki stolt- ið í frásögninni: Þetta er upphæð sem slagar hátt upp í hálf fjárlög ríkisins! Þingmenn sitja á rök- stólum mánuðum saman og ræða fjárlögin. í fjárlagafrv, er að finna rekstursáætlanir ríkisstofn- ana, þar er greint frá starfs- mannahaldi þeirra og ýmsar aðr- ar upplýsingar gefnar um hag þeirra og rekstur. Á þessu er þó ein stór undantekning. Á fjár- lagafrv. er ein stór upphæð, sem ekki er sundurgreind. Hún er til tryggingastofnunar ríkisins. í frv. eru engar upplýsingar um rekstur þessa fyrirtækis, hlið- stæðar upplýsingum um aðrar ríkisstofnanir. Áður en einn af þingm. Framsóknarflokksins krafðizt upplýsinga um þessí efni á Alþingi í fyrirspurnartíma, var rekstur þessa fyrirtækis hul- inn myrkri í augum almennings. Fólk þekkti kröfurnar um sí- hækkandi iðgjöld, lakar fyrir- mælin um bætur, en lakast skipulag stofnunarinnar og rekstur, helzt af augljósum dæm- um um óhagsýni í rekstri, eins og t. d. hér í bæ. Það er engu líkara en stofnun þeási njóti al- gerrar sérstöðu gagnvart fjár- veitingavaldinu og þurfi ekki að gera þá grein fyrir fjármálum sínum, sem aðrar stofnanir, a. m. k. verður ekki annað ráðið af fjárlögunum. Hún virðizt semja sin fjárlög sjálf og ráðsmennskast með milljónatugi af almannafé til margvíslegrar lánastarfsemi (t. d. til síldarverksmiðja og bæj- arútgerða) á sama tíma og þing- menn sveitast við að skipta fjár- veitingum til fjölda málefna og verður þá ekki alltaf mikið í hlut. Þegar allir græða. A HVERJU ARI er skýrt frá því Almannatryggingablaðinu hér, að tryggingarnar hafi greitt fólki hér um slóðir stórum meira fé en þær hafi tekið í iðgjöld. — Ti-yggingablaðið í Reykjavík endurprentar þessar upplýsingar jafnharðan og hneykslast jafn- fram stórlega á því vonda fólki, sem ekki beygir höfuð í lotn- ingu fyrir þessum fræðum. Þetta eru að vísu ákaflega notaleg fræði. Eitt fyrirtæki boj'gar alltaf miklu meira út en það fær inn! Þetta eru hagvísindi, sem fleiri þyrftu að læra, ef þau fá staðizt reikningsskap reynslunnar, en það er nú einmitt þar, sem skór- inn kreppir. Einhvers staðar er maðkur í mysunni. Eða „græða“ öll bæjar- og sýslufélög landsins með þessum hætti og kannske ríkissjóðu rlíka? Annars er það táknrænt um leyndina og skipu- lagið, að þessar fréttir eru ekki birtar í formi fréttatilkynninga til almennings í gegnum blöð og út- vai'p ,heldur er þeim laumað inn- an um pólitískan áróður og skæting, sem einn af starfs- mönnum fyrirtækisins hér hefur fyrir iðju að skrifa, væntanlega tómstundaiðju? Greinarmunur frelsis og ófrelsis. í EINNI af tómstundum sínum komst þessi höf. m. a. að þeirri niðurstöðu, að enginn munur væri á því, er Almannatrygging- arnar hækka iðgjöld sín og ið- gjaldatöxtum hinna frjálsu tryggingafélaga í landinu, en þeir eru einnig breytingum háðir. — Þetta er allgott sýnishorn hugs- unarháttarins hjá ýmsum ríkis- rekstrar- og þvingunarpostulum. Þeir þykjast ekki sjá þann regin- mun, sem er á tryggingafyrir- tæki, sem hver einasti landsmað- ur er bundinn við með lögum og notar refsingar og lögtök til að ná sköttum sínum, og hinni frjálsu tryggingastarfsemi, sem býður vöru sína til kaups á frjálsum markaði og enginn er skuldbundinn að kaupa. Frelsi og ófrelsi eru hugtök, sem virðazt dálítið laus í reipunum í kollin- um á þeim, sem hafa varpað öll- um áhyggjum sínum, efnalegum og andlegum, upp á fjarlægt rík- isvald og sjá lijálpræðið hvergi nema L skauti þess. — En sú hyggja er nú á undanhaldi í þjóðfélaginu og er það vel. Það er því óvíst að það þyki sæmandi í þjóðfélagi framtíðarinnar, að opinber stofnun, sem ráðs- mennskast með 145 millj. króna og meira af almannafé, geri ekki skilmerkilegar grein fyrir starf- semi sinni á opinberum vett- vangi en tíðkast hefur til þessa. Og vonandi er sú tíð ekki langt undan, að það hætti að þykja smekklegt og viðeigandi, að þeim fáu upplýsingum, sem fyrir hendi eru, sé dreift innan um skæting og pólitískan áróður, sem sumir starfsmenn þessa ríkisfyrirtækis virðazt hafa nægan tíma til þess að sinna og framleiða. Kennslubók í skák eftir Lasker, í ísl. þýðingu Magn- úsar J. Grímssonar, mennta- skólakennara. Emanuel Lasker, höfundur þessarar bókar, er heimsfrægur skákmaður. Um margra áratuga skeið var hann einn allra fremsti skákmaður heimsins, aldrei neð- ar en þriðji á skákmótum og langoftast greinilega efstur. — Heimsmeistari í skák var hann í 27 ár samfleytt og vann öll ein- VÍgi, sem hann háði á þessum tíma, nema þrjú. — Hann er einnig víðfrægur fyi'ir bækur sínar og fyrirlestra um skák, og hafa bækur hans um þau efni verið þýddar á fjölda tungumála og koma stöðugt út í nýjum út- gáfum. Má því vissulega gera ráð fyrir því, að sú von forlagsins, Draupnisútgáfunnai', að ísl. þýð- ingin á þessari alþýðlegu og ágætu skákbók hans, að „hún eigi eftir að greiða för margra á skákbrautinni og auka áhuga manna fyrir þessari geðþekku íþrótt,“ rætist. Nóg skraut — engin jólatré! Örlög jólatrjánna, sem voru á leið til landsins, harma margir. Þeir, sem vanir eru að hafa ilmandi gi'enitré í húsum sínum um hátíðirnar, sakna þeirra að þessu sinni, en um það tjóar ekki að fást, og hver hefði viljað verða til þess, að hin ægilega gin- og klaufnaveiki hefði borizt hingað með jólaglaðni ngi landsmanna? Það hefði orðið lítil gleði af þeim trjám. Mörg undanfarin ár hefur veriða tiltölulega auð- velt að fá jólatré og margir hafa veitt sér það, en jólatrésskraut hefur aftur á móti ekki sézt lengi. Nú snýst þetta alveg við, því að mikið af skrauti er um þessar mundir í verzlunum, en jólati'én bregð- ast. Fjöldi heimila hefur þegar keypt nokkuð af skrautinu, þótt dýrt sé, í þeírri öruggu vissu að trén kæmu síðar. Þykjast þau nú hafa orðið illa úti, að vera búin að leggaj fé í skrautið, sem nú komi ekki að neinu gagni. En það er hægt að nota jóla- trésskraut á greni- og furugreinar. Þar sem til eru stórar, blaðgrænar plöntur, rná koma fyrir léttu skauti á þeim og eins er hægt að hengja eina og eina kúlu eða annað skraut í gardínur og hengi. Það er sjálfsagt að reyna að hafa gleði af skraut- inu, þótt jólatrén vanti. Við vitum ástæðuna fyrir jólatrésleysinu að þessu sinni og sættum okkur að sjálfsögðu við orðinn hlut. Jólatrésskrautið geym- um við vel og vendilega til næstu jóla i þeirri von, að þá muni betur takast. Getum við slegið ögn af? Þessa dagana stendur jóla-annríkið sem hæst, og húsfreyjurnar hafa nóg að sýslsa. En ráðumst við ekki í of mikið? Þau eru óteljandi handtökin, sem húsfreyjan vill koma frá einmitt dagana fyrir jólin. Það er eins og allt þurfi að gera einmitt þá. Það er eðlilegt, að húsmóðirin vilji láta allt líta vel út á jólahátíðinni ,bæði bú og börn, og það er ofur skilj- anlegt, að hún vilji geta gætt heimilisfólkinu á ein- hverju góðgæti einmitt um hátíðina.' En er það ekki rangt og misskilið af henni, að ráðast í svo margt og mikið, að hún sjálf njóti einskis, er hátíðin geng- ur í garð, vegna þreytu, sem annríkið undanfarið hefur valdið? Hvað finnst þér um þetta? Finnst þér nokkurs staðar vera hægt að slá ögn af kröfunum? Hvað finnst þér um hreingemingarnar? Að sjálf- sögðu verðum við að gera hreint og vinna að því, að allt líti vel út. En er ekki óþarfi að taka þetta eins og voi'hreingei'ningu? Nú er dimmasti mánuðurinn og því ekki eins áberandi, þótt allt sé ekki gljáfægt eins og t. d. í marz, þegar dagurinn er ox-ðinn lang- ur og bii'tan töluverð. Þá ætti frekar að gera vel hreint, eða jafnvel í hinum rólega mánuði febrúar. Þessu er aðeins slegið hér fram til umhugsunar, en kannske finnst þér auðveldara að slá af einhvers staðar annars staðar, hver og ein hefur sina skoðun á því, en umfram allt ættum við fremur að slá ein- hvers staðar af kröfunum, heldur en að verða of þreyttar og sljóar, leiðar og ljótar um jólin. ------o——— Með þessu blaði lýkur 9. ári kvennadálksins. —• Hann sendir lesendum sínum innilegar jóla- og nýjárskveðjur og þakkar það liðna. A. S. S.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.