Dagur - 05.01.1952, Page 2

Dagur - 05.01.1952, Page 2
2 D A G U R Laugardaginn 5. janúar 1952 AÐ NORÐAN UnnÉð að björgun muna fyrir væntanlegt héraðssafn r Avarp sent til fjölda heimila við Eyjafjörð Nýtt ár. Um þessi áramót hefur verið bjartara í ríki náttúrunnar hér nyrðra en í huga mannfólksins. Sólgliti hefur slegið í tind Kald- baks og Vaðlaheiðarbrún, en mörgum hefur samt verið dimmt fyrir augum er þeir hafa litið fram á veginn. Menn hafa ekki kviðið harðleikni frá náttúrunni. Hún hefur brosað við þeim. En þeir hafa óttast óáran í mann- fólkinu. Enn grúfir dökkt ský ör- yggisleysis og ófriðarhættu yfir þjóðunum. Þrátt fyrir mikinn viðbúnað lýðræðisþjóðanna er enn langt í land að hann sé örugg vörn gegn árásar- og ofbeldis- hættunni úr austri. Raunar mun vonlítið að frelsa þjóðirnar frá stríðsóttanum meðan ofbeldis- hyggja og virðingarleysi fyrir einstaklingunum er hið ráðandi afl í víðlendum ríkjum og nær að skjóta rótum mitt á meðal frjálsra einstaklinga, sem ekki eru uppfræddir við ofstækis- og formyrkvunarkenningar gírugra heimsvaldasinna. Meðan komm- únisminn hefur lífsskilyrði hjá frjálsum þjóðum, meðan erlendir vald- og landræningjar eru til- beðnir sem verndarar friðar og mannréttinda, meðan viljinn til þess að selja frelsi sitt og barna sinna fyrir málsverð fangahúss- ins er við líði, verður ófriðvæn- legt í mannheimi. Hið nýja ár ef undir þessi örlög selt. Þess vegna er drungalegra að sjá fram um stafn en efni standa annars til. Vemdun frelsisins veldur efnahagsörðugleikum. Efnahagsörðugleikar þeir, sem þjá alþýðuheimili vestrænna þjóða um þessi áramót, hafa ekki komið yfir þau með vindi og veðrum, heldur eru þeir skapaðir af ófriðarhættu þeirri, sem stafar frá einræðisi’íkjunum. Frelsið er öllu dýi-mætara í augum vest- rænna þjóða. Það verður að vemda og verja, hvað sem það kostar. Og það kostar mikið þeg- ar ofbeldismennirnir, sem á sækja, eru fjölmennir, vel vopn- xxm búnir og óvandir að meðöl- um. Varnarviðbúnaður lýði’æðis- ríkjanna kostar mikið. Ofbeldis- ógnun kommúnismans stöðvaði friðsamlega efnahagsþróun þess- ara þjóða. Höndin sem stýrði plógnum vai-ð að hefja vopna- smíð. Lífsþægindin, sem sást hilla undir, verða að bíða meðan hættxmni er afstýrt. Milljónir al- þýðuheimila báðum megin Atl- antshafsins búa í dag við þrengri kost en ella vegna þess að vernd- un frelsisins kostar efnahagslegar fórnir. Þannig hefur kommún- isminn farið að því að lækka lífs- stig milljóna manna í mörgum þjóðlöndum. Hann viðheldur ótt- anum í hjörtum fólksins og þrengir efnahag þess. Það er ekki að fxxrða þótt boðendur þessarar miðaldahyggju séu stoltir af af- rekunum! Þrengra fyrir dyrum. Þessi „blessun" kommúnism- áns hefur líka náð til okkar. — Sumt fólk vill að vísu kenna rík- isstjói-ninni um allt, sem aflaga fer, og hirðir þá lítt um hvort or- sakanna er að leita utan eða inn- an landssteinanna. En málin ei'u því miður ekki svo einföld. Tengsl okkar við það, sem gerizt í Evrópu, verða ekki til lengdar dulin. Þegar sagt er,' að fólki hér sé dimmt fyrir augum, er það lít- ur fram á veginn um áramótin, stafar dimman ekki aðeins fi'á óti-yggu útliti í heimsmálunum, heldur líka af því, að menn sjá fi-am á þrengri efnahag vegna aukinnar, utanaðkomandi dýrtíð- ar. Brezkir stjórnmálamenn hafa brýnt það fyrir þjóð sinrti nú, að ef takazt eigi að forða henni fi-á í-ýi-nun lífskjaranna, veiði hún að framleiða meira í ár en í fyri-a. Þennan tón virtizt skorta í ávöx-p okkar forustumanna nú. Og dimmast viiðizt það útlit nú, að framleiðsla landsmanna eigi ekki fyrir sér að váxa' að magni og veiðmæti, heldur dragazt saman. Útgerð fiskiflotans viiðizt óti-ygg. Samdráttur í iðnaði rýrir þegar hlut þjóðai'búsins. Á þessum sviðum þarf glögga yfirsýn og ör- ugg handtök. Iðnaðurinn og bærinn. Ei-fiðleikar iðnaðai-ins viiðazt alvarlegasta vandamálið fyrir þetta bæjarfélag, er menn horfa fram á veginn. Efnahagsleg af- koma bæjarfélagsins hvílir að verulegu leyti á heilbrigðum iðn- i-eksti-i. Mikill fjöldi manna á lífsafkomu sína undir gengi þessa atvinnuvegai-. - - Nok-kur hluti þeirra erfiðleika, sem steðja hér að, eru heimatilbúnir og á færi þings og stjórnar að ryðja þeim úr vegiJ Á það -hlýtur að verða lögð áherzla hér með vaxandi þunga, að það verði gert. Enn er hljótt um þessi mál syðra,*en sú þögn hlýtur að verða rofin innan skamms. Fjárhagsáætlanir. Um áramótin hafa borgarar hér og í Reykjavík haft næði til að hugleiða fjárhagsáætlanir bæj- ai-félaganna og álögur þær, sem þeim er ætlað að bera. Það stingur í augun, að útsvars- upphæðin syðra er hlutfallslega miklu hæn-i en hér, þrátt fyrir svipaða útsvarsstiga. Þetta mirm- ir á, að eldar fjái-aflans brenna misjafnlega glatt á landi hér. Það eru ekki lítil fríðindi að geta lagt útsvar á nær alla innflutnings- verzlun landsins og hafa alla þjóðina þannig sem gjaldþegna bæjarsjóðs. Endun-eisn fjárhags landsbyggðax-innar verður aldx-ei venileiki meðan þannig er á málum haldið. Eða hvenær hefur skattlenda auðgazt af drottnum sínum? Sagan kann mörg dæmi um auðuga landsdrottna og fá- tæka leiguliða. Gott herbergi til leigu í Skipagötu 2. — Sérinngangur. Páll Tómasson. I STUTTU MALI SNEMMA í desember land- aði togarinn „Austfirðingur“ 4.636 kössum af fiski í Aber- deen og seldi aflann fyrir 10.490 sterlingspund. Fishing News segir frá því, að þennan dag hafi 14 skip landað í borg- inni, en afli „Austfirðings“ hafi verið 69 tonnum meiri cn afli allra hinna skipanna sam- aiilagt. UM ÞAÐ BIL helmingur brezku togaranna, sem sækja á fjarlæg mið, eru nú búnir nýrri fiskþvottavél, sem brezk ur togaraskipstjóri hefur fundið upp. Segir Fishing News þvottavél þessa hafa reynst ágætlega og togarasjó- menn ánægða með hana. ¥ BREZK FISKVEIÐABLÖÐ kvarta nú sáran yfir ásókn er- lendra togara á Moray-firði í Skotlandi og segja, að tog- veiðar þarna ógni efnahagsaf- komu vélbátaflota heima manna. í þessu sambandi hef- ur komið fram sú krafa í Fishing News, að landhelgis- línan við Skotlandsstrendur verði dregin undan yztu an- nesum, en fylgi ekki strand- línunni! M. ö. o. að sii aðferð verði viðhöfð, sem Bretar vilja ekki þola okkur og þoldu ekki Norðmönnum, fyrr en dómurinn í Haag féll. Um- mælin í Fishing News eru frá 8. des. sl., eða áður en Haag- dómurinn var kveðin nupp! ¥ NYLEGA voru tveir skozk- Ir fiskimenn dæmdir í 40 daga fangelsi hver fyrir að hafa veitt sex laxa ólöglega. Þeir höfðu fengið þá í net í skozk- um firði og hirt þá í stað þess að sleppa þeim eins og lög mæla fyrir unx lax, sem veidd- ur er í sjó. Lögbannað er einn- ig hér á landi að veiða lax í sjó, en hver hefur heyrt þess getið, að þeim ákvæðum sé framfylgt hér? -K UM ÁRAMÓTIN tilkynntu brezkir bílaframleiðendur verðhækkun ó bílum sínum mn T5—150 sterlingspund á bíl, eftir teg., vegna aukins framleiðslukostnaðar. ¥ í JÓLAHEFTI sænska sam- vinnublaðsins Vi er grein eftir Jöran Forsslund ritstj. um KEA og samvinnuna í Eyja- firði'og fylgja margar myndir. Forsslund leggur áherzlu á, að Eyfirðingar liirði uppskeruna af crfiði sínu sjálfir en láti aðra ekki gera það fyrir sig. Hann hcfur hrifizt mjög af hinu víðtæka samvinnustarfi hér, af fegurð bæjar og héraðs og kynnum sínum við ýmsa menn í bæ og sveit. ¥ í FRÉTTABLAÐI SÞ segir, að í Asíu búi helmingur mann kynsins, en hljóti aðeins 1/10 hluta þeirra tekna, sem mann- kynið vinmir sér inn. Norð- ur-Ameríka aftur á móti fær 45% teknanna, en þar býr að- eins 1/10 hluti mannkynsins. Meðaltekjur á mann í nokkr- um löndum eru, talið í Banda- ríkjadollurum: USA 1100 dollara, Ástralía og Nýja-Sjá- land 560, Evrópulönd samtals 380, Sovét-Rússland 310, Suð- ur-Ameríka 170, Afríkulönd 75 og Asíulönd 50. Á sl. vori var að forgöngu stjórnar KEA hafizt handa unx undirbúning að stofnun byggða- safns í Eyjafirði og var Snorri Sigfússon námsstjóri fenginn til þess áð hrinda málinu af stað. Fékk hami umboðsmenn fyrir málið í hverjum hreppi og ritaði auk þess hvatningu um málefnið hér í blaðið. Nú hefur Snorri ný- lega sent ávarp til fjölda hús- ráðenda í héraðinu og er það birt hér á eftir. í ávarpinxi segir Snorri á þessa leið: „Skylda eldri kynslóðarinnar. Eins og ykkur er kunnugt, hef- ur upp á síðkastið nokkuð verið rætt um nauðsyn þess að foi’ða frá glötun ýmsum áhöldunx og munum, er sett hafa svip sinn á athafnalíf og menningu feðra okkar og mæðra allt fram á þessa öld, en eru nú að þoka fyrir öði'u nýrra, gleymast og týnast. Það á ekki að þurfa að benda á það, sem allir vita og sjá, að eldri kynslóðin ein stendur enn föstum fótum í lífi og sögu fyri-i tíma, að þessu leyti, en hin yngri er kom- in í nýjan heim, sem er að mörgu gjörólíkur hinum fyrri ,og þekkir hann ekki, að kalla má, nema af afspurn, og þó enn síður, er tím- ar líða. Það er því skylda hinnar eldi-i kynslóðar og jafnframt menningarleg nauðsyn, að reyna nú . að bjax-ga frá glötun sem flestu og mestu af minjum fyi-ri tíma, og ganga til þess björgun- arstarfs með þegnskap og dugn- aði, og er þó máske fullseint að yerki verið, enda hafa möi-g hér- uð landsins hafizt handa fyrir nokkru og sumum oi-ðið mikið ágengt. Starf nágraiinanna. Nági-annaþjóðir okkar hafa fyr- ir alllöngu staðið í svipuðum sporum. En þær hafa ráðizt í þetta björgunarstarf af glöggum skilningi og miklum dugnaði. Um það bera nú vott hin fjölmörgu héi-aðasöfn um öll Norðurlönd, auk hinna stærri safna. Þær hafa bjai-gað sínum arfi, er samtíð og framtíð munu jafnan geta skilið og metið. Við höfum bjargað, á sinni tíð, norrænum, andlegum arfi, sem nú er mikils metinn, og nú vei-ðum við að sýna í verki, að við kunnum einnig að meta þennan arf, svo framarlega sem við viljum halda virðingarsæti í samnoi-rænni menningarsókn. Hvað höfum við gert? Undirritaður léði máls á því í vor, að beiðni stjól-nar Kaupfél. Eyfirðinga, að reyna til að koma þessu starfi af stað. Eg skrifaði þá stutta greinargerð í blaðið Dag, þar sem eg hreyfði málinu. Jafnframt fékk eg mann í hverj- um hreppi á kaupfélagssvæðinu til að litast um í sinni svéit og hvetja menn til athugunar og söfnunar. Og með þessu blaði, sem á að komast inn á sem allra flest heimili á kaupfélagssvæð- inu við Eyjafjörð, vil eg minna menn á það, að taka virkan þátt í þessu starfi, láta af hendi það, sem talið er rétt að geymist af munum og minjum frá atvinnu- og menningarlífi fyrri tíma, en sem nú er að hverfa eða alveg hoi-fið úr notkun, og koma því til safnandans í hi-eppnum, sem eg vona, að menn viti um, því að þeir hafa áður verið auglýstir, eða gei-a honum viðvart, eða mér. Mun þá verða festur miði við hvern hlut, er greinir frá hvaðan hann er, og jafnframt getið sögu hans, ef þörf þykir. Er svo ætl- unin að fá valinn mann í vor til að líta á það, sem safnast hefur, geyma það, sem geyma þarf, en skila liinu. Björgunarstarf. Á þessu stigi málsins er aðeins um björgunai-starf að ræða. En að sjálfsögðu er ætlunin að koma hér upp byggðasafni fyrir Eyja- fjöi’ð með því, sem safnast, og mun síðar ákveðið hvar það skuli vera. Um leið og nú er skorað á alla þá, sem þetta blað lesa, að hefjast handa þegar í stað, vil eg minna á það, að tryggasti vegur- inn til að vai-ðveita mun, er að koma honum á safn, eða í-áðstafa honum þangað að eiganda látn- um, því að það er allsendis óvíst, að erfinginn líti sömu augum á vai-ðveizlu hans og eigandinn nú, enda er slíkt alkunn saga og ekki óeðlileg, oft og tíðum. Það er von mín, að þetta bjöi-g- unarstax-f gangi vel í vetur, og að myndai-legt byggðasafn fyrir Eyjafjörð verði til sem fyrst.“ Góður íslendingur! Fjögur undanfarin ár hef eg unnið að því, að hjálpa eldri ís- lendingum hér í Danmörk til heimsóknar á íslandi. Skilyrði til þess að verða þeirrar hjálpar aðnjótandi, er það eitt, að hafa dvalið hér í landi minnst 25 ár samfleytt. Það leiðir af sjálfu sér, að þetta fólk hefur ekki fjái-hags- lega tök á því að takast slíka ferð á hendur á eigin ramleik, enda ílest af því komið yfir sextugt. Því hef eg safnað fé meðal ís- lendinga hér í Danmörk til ferð- arinnar heim, en á íslandi til ferðarinnar út aftur og til vasa- peninga á íslandi, en viðkomandi leitar til ættingja eða vina á ís- landi um samastað meðan á heimsókninni stendur. Væri það útilokað, að þér vild- uð styx-kja þessa starfsemi mína með fjárframlagi eftlr efnum og ástæðum? Eldri íslendingar hér bera þá ósk heitasta í brjósti, að sjá ísland enn einu sinni, áður en héi-vistum lýkur. En eina leiðin til þess er sú, að íslendingar hér og á íslandi í'étti þeim hjálpar- hönd, og á þann hátt sem eg nú hef nefnt. Viljið þér vera með? Ef svo er, sem eg vona fastlega, þá gerið svo vel að snúa yður til hr. Guð- brands Magnússonar, forstjóra Áfengisverzlunar ríkisins, eða hr. Vallýs Stefánssonar, ritstjóra Moi-gunblaðsins. Báðir þessir menn taka nxeð þökkum við gjöfum, smáum sem stórum, til þessarar stai-fsemi. Mér væri kært, ef þér vilduð leggja þessu starfi lið! Kaupmannahöfn, 9. des. 1951. Virðingarfyllst. Þorfinnur Kristjánsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.