Dagur - 05.01.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 05.01.1952, Blaðsíða 5
Laugardaginn 5. janúar 1952 D A G U R 5 FéliasmáliráðuneyfiS gengsl lyrir gagngerðri athugun á fjármálum kaupstaðanna Sparnaðaraefnciir hafa starfað í ö!l- um kanpstöðum að iindanförau Nekkrar niðurstöðiir úr athugun á rekstri Ákureyrarbæjar í tilefni af aukaniðurjöfnun þeirri, er framkvæmd var í Reykjavík í ár, og almennu fjár- hagsástandi bæjarfélaganna, gekkst félagsmálaráðuneytið fyr- ir því, að gerðar voru ýmsar at- huganir á rekstri bæjanna nú fyrir áramótin, með það fyrir augum ao finna leiðir til sparn- aðar og aukinnar hagsýni. Ráðu- neytið ritaði öllum bæjarstjórn- um bréf 2. nóv. sl. og segir þar meðal annars. Bréf félagsmálaráðuneytisins. Það hefur komið mjög greinilega í ljós nú í ár, að kaup- staðirnir eiga flestir í verulegum fjárhagsörðugleikum, og á fundi er bæjarstjórar kaupstaðanna áttu með sér nú fyrir skemmstu, komu fram tillögur og áskoranir til ríkisstjórnar og Alþingis um að hlutast til um að greitt verði fram úr fjárhagsvandræðum kaupstaðanna með ýmsu móti — Er því full nauðsyn á, að fram fari, áður en sérstakar ráðstaf- anir verða gerðar af því tilefni, gagngerð athugun á fjárreiðum kaupstaðanna. Með vísun til þessa leggur ráðuneytið h'ér með fyrir bæjar- stjórnina að láta nú í nóvember- mánuði framkvæma athugun á rekstri bæjarsjóðs og bæjarstofn- ana með það fyrir augum að draga úr útgjöldum við rekstur- inn svo sem fært þykir. Ráðuneytið telur að athugun þessi verði bezt framkvæmd með þeim hætti, að bæjarráð eða fjár- hagsnefnd velji þrjá mefin, er staðgóða þekkingu hafa á mál- efnum kaupstaðarins, í nefnd til þess að hafa athugunina á hendi. Nefndinni ber að afla sér ná- kvæmra upplýsinga um rekstur bæjarsjóðs, stofnana hans og fyrirtækja og ræða við forstjóra og stjórnir fyrirtækjanna og gera að því búnu tillögur til stofnan- anna sjálfra og bæjarráðs og fastanefnda bæjarins um sparnað í rekstri, eða breytingar og um- bætur, sem nefndin telur rétt að reyndar verði til sparnaðar.... Það, sem stefna ber að, er al- hliða sparnaður í starfsmanna- haldi, skrifstofukostnaði, bifreiða notkun, húsnæði fyrir skrifstofur eða aðra starfsemi, samfærsla á skyldum stofnunum og störfum og sérhvað annað er hefur í för með sér beinan eða óbeinan sparnað á fé fyrirtækjanna eða bæjarsjóðsins. Þá skal og látin fram fara gaumgæfileg athugun á þvi, með hverjum hætti ýmsum stærri verkefnum, er bæjarstjórnin annast, svo sem gatnagerð og við- haldi gatna, götuhreinsun, sorp- hreinsun, byggingaframkvæmd- ir og annað það, sem mikið fé kostar árlega, verði bezt fyrir komið og kæmi þar á meðal til álita, hvort ekki ætti að bjóða slík verk út í ákvæðisvinnu, a. m. k. að einhverju leyti, ef því verð- ur við komið. Ennfremur að at- huga gaumgæfilega framfærzlu- kerfið og sambandið milli þess annars vegar og Tryggingar- stofnunar ríkisins og Sjúkrasam- lagsins hins vegar, með tilliti til nánara samstarfs milli þessara aðila og sparnaðar á opinberu fé.“ í fi'amhaldi af þessu tilkynnir ráðuneytið að það muni hér eftir, ársfjórðungslega, krefja bæjar- stjórnir skýrslna um, hvernig út- gjöldum er háttað í sambandi við fjárhagsáætlunina. Akureyrarnelndin. Bæjarráð skipaði 8. nóv. sl. þessa menn í Sparnaðarnefnd: Sverri Ragnars, Baldur Guð- laugsson, Sigurð M. Helgason og Eyjólf Árnason. Nefndin hóf starf 10. nóv. og skilaði ýtarlegu áliti dags. 16. des., og var það til um- ■ ræðu í bæjarstjórn fyrir nýjár.! Verður hér á eftir drepið á nokk- ur aðalatriði úr áliti nefndarinn- ar. Skrifstofur bæjarins. í álitinu segir m. a. á þessa leið: „. . . . Nefndin átti viðtal við bæjarstjóra og bæjargjaldkera. í því viðtali upplýstist, að húsnæði það, sem bæjargjaldkeri hefur nú til umráða, sé algjörlega óviðun- andi vegna þrengsla, svo að sjá yrði fyrir rýmra húsnæði þegar á næsta ári. Þrengslin í skrifstof- unni valda því, að áliti bæjar- gjaldkera, að nú sé jafnvel ekki unnt að anna þar þeim störfum, er undir skrifstofuna heyrðu, og væri dæmi þess, að slík störf væru unnin úti í bæ með að- keyptri vinnu, svo sem skriftir vörugjaldareikninga fyrir hafn- arsjóð. Gerðu þeir, bæjarstjóri og bæjai’gjaldkeri jafnvel ráð fyrir því, að leigja þyrfti dýrt húsnæði fyrir skrifstofurnar í 3—4 ár a. m. k., þar sem eigi væri von til að bæjarsjóður eignaðist eigið húsnæði fyrir skrifstofur sínar fyrr. Af þessu tilefni drap nefnd- in á þann möguleika, sem ao vísu he^fur verið minnzt á áður, að reynt yrði að bæta þannig starfs- skilyrðin í núverandi skrifstof- um, að viðhlítandi yrði næstu ár, eða þar til bæjarsjóður hefði byggt yfir skrifstofurnar. Með þetta fyrir augum óskaði nefndin eftir því við byggingafulltrúa bæjarins, i samráði við bæjar- stjóra og bæjargjaldkera, að hann gerði uppdrátt af húsnæðinu með nauðsynlegum breytingum. Breytingin er aðallega í því fólg- in, að skrifstofa bæjarstjóra flytzt í húsnæði bæjargjaldkera og öf- ugt, og auk þess séu gerðar minni háttar breytingar og lagfæringar í skrifstofunum. Af þessari tilhögun telur nefnd- in að leiði, að allt skrifstofufólkið starfi undir verkstjórn bæjar- gjaldkera, og telur nefndin að starfsskilyrðin í skrifstofunum batni til muna og starfskraftarnir notist betur ,og komist verði hjá að leigja dýrt húsnæði." Löggæzla. Um kostnað við löggæzlu segir m. a. að annar kostnaður en laun lögregluþjóna sé tæpur 30 þús. kr. Nefndin bendir á, að fata- styrki lögregluþjóna eigi ekki að greiða í peningum, nema tryggt sé að um kaup einkennisbúninga hafi verið að ræða. Nefndin ítrekar samþykkt bæjarstjóra- fundarins sl. haust, að ríkið greiði allan kostnað við löggæzlu og þessum lið verði létt af bæj- arsjóðum. Þrifnaður. Athugandi er, hvort ekki megi bjóða út eitthvað af þeirri vinnu, sem undir þennan lið heyrir, í ákvæðisvinnu. Bæjarverkfræðingur telur, að með núverandi fyrirkomulagi megi nýta betur mannafla þann, sem vinnur með sorphreinsunar- bifreið bæjarins, þannig að hann komi að einhverjum notum við götuhreinsun jafnframt starfa sínum. Jarðeignir og fasteignir. Tekjur af jarðeignum árið 1950 voru samtals kr. 103.344.48. Bærinn hefur í þjónustu sinni einn smið, sem annast viðhald húseigna bæjarsjóðs, undir stjórn bæjarstjóra. Hann hefur starfað árið um kring, en vinnur fyrii' tímakaupi. Hann hefur stundum þurft að taka mann sér til aðstoðar. Smið- urinn hefur bækistöð fyrir starf sitt í Rauða-húsinu við Skipa- götu. Alls er kostnaður af húseignum kr. 109.725.00, en engar afskriftir eru færðar. Tekjur eru kr. 67.871.00. Kr. 60.000.00 af tekjunum eru leigur eftir íbúðir, þar af ca. kr. 15.000.00 frá styrkþegum bæjarins, en það er fært sem framfærslustyrkur. Samkv. fram anrituðu er hallinn á þessum lið kr. 41.800.00. -— Nefndin telur þennan halla vera óeðlilegan, og telur æskilegt að reynt verði að draga úr honum. í sambandi við þetta ber að gæta þess, að meg- inið af húsunum eru gömul og þarfnast mikils viðhalds, og sumt af leigjendunum, sem greiða leig- una sjálfir munu ekki hafa efni á að borga háa leigu. Álit nefndar- innar er, að allmargar eiguvnar séu verulega lægri en gerist í sambærilegu húsnæði hjá öðrum, þótt tekið sé tillit til húsaleigu- laganna. Eftir upplýsingum, sem nefndin hefur fengið, munu leig- ur ekki hafa verið hækkaðar að fullu eftir húsaleiguvísitölu. Garðrækt og fegrun bæjarins. Stjórn þeirra mála, er undir þennan lið heyra, annast garð- yrkjuráðunautur bæjarins. — Helztu liðir starfans eru: garð- yrkjulönd bæjarins, vinnsla þeirra og útlán, eftirlit og viðhald á opinbei'um og almennum svæð- um og kartöflugeymslur bæjar- ins. Garðaleigur voru kr. 14.492.25. Tekjur af kartöflugeymslu kr. 14.279.50. Samtals kr. 28.771.75. Árið 1951 voru garðaleigur hækkaðar úr kr. 0.15 pr. m2 í kr. 0.20 pr. m2. Mun gert ráð fyrir því, að helmingur þessa gjalds sé landleiga og helmingur fyrir vinnslu. Garðyrkjuráðunautur telur, að allt gjaldið hafi aðeins nægt fyrir vinnslu landsins á þessu ári. Kostnaður við þennan lið var samtals kr. 122.636.27. Móti koma tekjur, svo sem vinna við lóðir einstaklinga o. fl. kr. 27.927.95. Fært á reikning bæjarsjóðs 1950, sem gjöld, kr. 94.708.32. Garðyrkjuráðunautur hefir bent nefndinni á, að vinnslukostnaður fari síhækkandi, og þar sem gjaldið hrekkur nú aðeins fyrir vinnslukostnaði, virðist nauðsyn- legt að hækka gjaldið eitthvað á næsta ári. Plæging garðlandanna fer fram að töluverðu leyti með aðkeypt- 'um verkfærum, sem kostuðu kr. 55.00 og kr. 70.00 á klukkustund 1951. Garðyrkjuráðunautur benti nefndinni á, að æskilegt væri að bærinn eignaðist plóg og herfi, svo að hann gæti notað sína eigin dráttarvél við vinnsluna. Telur hann að hægt hafi verið að fá þessi tæki á sl. vori fyrir kr. 24.000.00 og hefði verið bæði hagræði og sparnaður að kaupa þau. Þá hefur garðyrkjuráðunautur tjáð nefndinni, að hann geti spar- að alímikið í plöntukaupum, ef hann fær að koma upp gróður- húsum. Nefndin álítur að þetta sé rétt athugað. Nýbyggingar og bygginga- meistarar. Tveir fastráðnir byggingameist- arar eru hjá bænum. Þeir standa fyrir öllum nýbyggingum bæjar- ins og er launum þeirra deilt á byggingarnar sem þeir annast. Nefndin telur áríðandi að áherzla sé lögð á að gera sem hagfelldust innkaup á bygging- arefnum, svo sem með útboðum o. s. frv. Á undanförnum árum mun ekki hafa verið um það að ræða, að hægt væri að koma bygging- um í ákvæðisvinnu. Nefndin legg ur til að byggingameisturunum verði sagt upp starfi, jafnskjótt og eigi verða nægileg verkefni fyrir þá hjá bænum. Eldvamir. Ýmis útgjöld brunamála, önn- ur en laun, voru samtals kr. 22.181.66. Til mála hafa komið breytingar á fyrirkomulagi eldvarnamála, sem nauðsynlegar þykja til meira öryggis, og til þess að lækkun ið- gjalda fáist. Er það mál nú til athugunar hjá bæjarráði og sér nefndin ekki ástæðu tií áð taka afstöðú til þess. Fáist ekki viðunandi samkomu- lag við Brunabótafélag Islands um þessi mál, leggur nefndin til, að reynt verði að fá sett lög um frjálst útboð brunatrygginga á Akureyri. Framfærslumál. Ýmis útgjöld framfærslumála, önnur en laun og styrkir, var sámtals kr. 5.208.22. Sjálfsagt þykir, að framfærslu- fulltrúi hafi á hendi innheimtu framfærsluskulda og barnsmeð- laga. Útgjöld bæjarsjóðs vegna barnsmeðlaga eru þegar orðin mjög þungbær og aukast stöðugt. — MeÖlagsskuldir einhleypra barnsfeðra um Sl. áramót voru ca. 475.000.00. Barnsmeðlög sömu manna árið 1951 verða ca. kr. 186.000.00. Þar að auki eru ný tilstofnaðar barnsmeðlagsskuldir og gamlar og nýjar bamsmeð- lagsskuldir fjölskyldumanna. — Virðist höfuðnauðsyn, að þessum útgjöldum sé haldið niðri eins og tök eru á, og eldri skuldir inn- heimtar, og er sennilega ekki um önnur úrræði að ræða, en að Ak- ureýrarbær verði með einhverju móti að fá aðgang að vinnuhæli fyrir barnsfeður, sem ekki greiða meðlög skilvíslega. SjúkrahúsiS. Nefndin hefur lauslega athugað rekstur sjúkrahússins. Reksturs- halli þess 1950 var kr. 235.000.00. Þar af greiðir ríkið kr. 80.000.00, en Akureyrarbær hefur greitt kr. 100 þús. Ráðsmaðu sjúkrahússins og for- maður sjúkrahússnefndar áætla reksturshallann 1951 kr. 400—500 þús. Upplýst er af skýrslu land- læknis, að kostnaður við sjúkra- húsið hér hafi verið sá lægsti af opinberum sjúkrahúsum á land- inu. Sjúkrahúsið er nú samnings- bundið fram að næstkomandi ára- mótum um kr. 40.000 daggjald til Sjúkrasamlagsins og kr. 38.00 til ríkissjúklinga. Raunverulegur dag- gjaldakostnaður fyrir s. 1. ár var ca. kr. 46.00, en myndi samkvæmt lauslegri áætlun sjúkrahússnefnd- ar verða ca. kr. 56.00 á yfirstand- andi ári. Sér nefndin -ekki aðra mögu- leika en að daggjöldin verði hækk- uð, einhliða ef nauðsynlegt reyn- ist, til samræmis við þetta, og komi þá til athugunar, hvort fært væri að hækka daggjöld utanbæj- arsjúklinga meira en bæjarbúa, eins og gert er sums staðar á land- inu (t. d. Isafirði). Vinnumiðlunarskrifstofan. Skrifstofan er rekin eingöngu á kostnað bæjarins frá miðju þessu ári. Kostnaður bæjarins af skrif- stofunni nam rúmlega 20.000.00 krónum á árinu 1950, en þá tók ríksisjóður þátt í kostnaði hennar að einum þriðja hluta. Verði skrifstofan rekin á kosnað bæjarins með sama fyrirkomulagi næst ár, má gera ráð fyrir, að hún kosti bæinn ca. kr. 35—40 þús. 279 fólksráðningar voru gerð- ar til langs tíma. — Þar fyrir utan var nokkuð af fólki, sem vinnumiðlunarskrifstofan útvegaði til vinnu nokkrar klukkustundir í senn, unglnigar til sendiferða, o. fl., en slíkt hefur ekki verið skráð í bækur skrifstofunnar. Auk ráðn- ingarstarfseminnar er starf vinnu- miðlunarstjóra fólgið í atvinnu- leysisskráningu fjói;um sinnum á ári, og skýrslugerðum. Forstjóri skrifstofunnar skýrir svo frá, ■ að tvo mánuði úr sumrinu væri lítið eða ekkert að gera. Vegir og byggingamál. Bæjarverkfræðingur telur á- haldaeign bæjarins í ýmsu ábóta- vant. Bærinn á m. a. eina vörubif- reið, en þyrfti að eiga a. m. k. tvær vörubifreiðir. Bæjarverkfræðingur telur enn- fremur, að mjög hagkvæmt muni reynast að bærinn eigi sanddælu til afnota fyrir höfnina, og þó e. t. v. einkum vegna dráttarbrautar- innar, í líkingu við áhald það, sem áætlað er að vinna með við flug- vallargerðina innan bæjarins. — Þrjár stofnanir bæjarins, rafveit- an og bifreiðaverkstæðið, telja s:g þurfa að hafa nokkrar vörubirgðir i sambandi við starfsemi sína. Virðist svo sem ófullkomið eftir- lit sé með birgðum þessara stofn- ana. Leggur bæjarverkfræðingur til, að allar birgðir bæjarins og stofnana hans verði sameinðar á einn stað undir eftirliti og á ábyrgð eins manns, sem ekki hefði önnur störf á hendi. Það er hug- mynd bæjarverkfræðings að flytja gömlu brunastöðina á Torfunefi, í þessu skyni, en það er járnhús, hentugt til flutnings. á einhvern hagkvæman stað. Til þessara nota á bærinn einnig birgðaskemmu á Gleráreyrum. Nefndin er sammála þessari til- lögu bæjarverkfræðings. Verkamannaskýli það, sem nú er í gömlu brunastöðinni, mætti flytja t. d. í „Rauða“-húsið við Skipagötu. Grjótmulningur bæjarins er und- ir yfirumsjón bæjarverkfræðings, en undir vekstjórn bæjarverk- stjóra. Bæjarverkfræðingur telur að hægt væri að gera vinnsluna mun ódýrari með því að fá á- mokstursvél, sem flutt gæti grjót- ið að, þegar malað er á vetrum, og þá sem atvinnubótavinnu. Hækkun á útsöluverði grjótmuln- ings telur bæjarverkfræðingur vafasama úr því sem nú er, þó tel- (Framhald á 5. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.