Dagur - 05.01.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 05.01.1952, Blaðsíða 6
6 D A G UR Laugardaginn 5. janúar 1952 Þorp í álögum Saga eftir Julia Truitt Yenni jjU~. 17- DAGUR Vel meðfarin Silver Cross barnakerra til SÖlll. Sverrir Pálsson, Möðruvallastr. 10. Sími 1957. Húsnæði ÝMÍSLEGT FRÁ BÆJARSTJÓRN BÆJARRÁÐ HEFUR — í tilefni erindis er því hefur borizt —• skorað á verksmiðjustjórn SÍS að láta bæjarbúa framvegis sitja fyrir atvinnu við verksmiðjm' þess í bænum. Erindi þessu og sam- þykkt mun einkum stefnt að Glerárþorpsbúum. — Bæjarráð treyst- ir sér ekki til að mæla með því að bærinn hefji atvinnubótavinnu fyrir bílstjóra. Bílstjórafélagið hafði sent tvö erindi um málið. —• Bæjarstjórn hefur hafnað forkaupsrétti sínum að býlinu Melum. ----o--- (Framhald). Afl það, sem leyst hafði verið úr læðingi í Ármóti tók á sig æ ófrýnilegri mynd. Það nálgaðist æ meir, að verða áþreifanlegt, óhugnanlegt og nær því óttalegt Það virtist snerta alla bæjarbúa á einhvern hátt. „Jæja, svo að þarna kom lausn- in,“ sagði Lem Miller við konu sína. „Þannig fórstu að því að koma þeim í lóg!“ Hún kipptist til, þar sem hún sat í stólnum. ,,Eg veit ekki hvað þú ert að tala um.“ „Þú veizt það fullvel. Mig grunaði alltaf að þú eyddir ekki öllum peningunum. Það gat varla verið. Ekki er sú dýrðin viðhöfð hér heima.“ „Þú ert ekki með sjálfum þér, Lem,“ sagði Pearl. En svipur henr.ar bar vott um innibyrgðan ótta og hann hafði aldrei fyrr séð votta fyrir öðru en viljafestu og sjálfsánægju þar. „Eg veit að vísu, að þú grefur þá. ekki í jörð eða holar þeim í kjallarann eins og vitlausa kerl- ingin í bókinni. Líklegast þekkir hún þarna, sem skrifaði söguna, ekkert til þín. En þetta rann allt upp fyrir mér, þegar eg las bók- ina. Eg sá í einu vetfangi, hvern- ig þú hefur farið að öll þessi ár. Hefur komið peningunum ein- hvers staðar, svo að einhver geti fundið þá þegar við erum bæði dauð.“ „Þú talar eins og þú sért með óráði,“ sagði hún. En hendurnar, sem héldu á prjónunum, skulfu. En stundum var andi'úmsloft- ið léttara en hjá þeim Lem og Pearl. „Skrítið er það,“ sagði Dolly Stillwell og horfði hvasst á nál- araugað, sem hún var að reyna að þræða, „að hún skyldi alltaf muna eftir að láta kvenmanninn kalla það „gistihús", finnst þér ekki?“ Sigurhrósið var löngu gufað upp úr andlitinu á Fern Ferris. Hún var grá og guggin í framan. „Hvers vegna skrítið?“ spurði hún. „Bara skrítið — það er allt og sumt,“ svaraði Dolly og brosti ofurlítið tvírætt. Fern leit þykkjulega til henn- ar. Tungan var þurr og henni fannst sífellt hún ganga með grjót í maganum. Hún hefði get- að bent á, að ef maddaman á Páfastöðum í bók Faith Good- bind, virtist bera ofurlítinn keim af móður hennar heitinni, mátti eins benda á, að presturinn með whisky-nefið væri meira en lít- ið líkur afa Anny, bæði að útliti og daglegri hegðan. En baráttu- viljinn hafði yfirgefið hana. Mæðan hafði setzt við völd. Það fór að líkum, eftir atburði síðustu daga. Henni varð hugsað til morg- unsins í Saddlers-veitingastofu og hún reyndi að rifja upp, hvað hún hafði sagt við Rósu Silver- nail og hverju Rósa hefði svarað. En hún mundi ekki orð. Hún vissi það eitt, að eitthvert ógn- arlegt afl hafði verið leyst úr læðingi og nú virtust engin tök að stöðva það á miskunnarlausri rás þess.... —o— Gamli John Cartwright var alltaf síðastur til að hætta störf- um og halda heim. Hann lagði síðustu hönd á eikarkistuna, sem hann var að smíða. Amos stóð við teikniborðið sitt og horfði á gamla manninn snur- fusa smíðisgripinn og að lokum grípa snjáða frakkann sinn og hattkúfinn. „Eg held hún verði góð,“ sagði hann. „Veit þó ekki hvernig þeim geðjast að því að hafa hana úr eik. Fólk er svo skrítið. En smíðin er gallalaus. Það ábyrgist eg.“.: ' " , ' „Þakka þér fyrlr, John.“ Þegar gamli maðurinn var far- inn, stóð Amos enn við teikni- borðið og dútlaði við myndina á blaðinu. Honum varð hugsað til Johns gamla, til Les Hardy og Dutch Fenstermacher. Allir voru þeir fyrsta flokks húsgagna- smiðii',' en fyrir 10 árum höfðu þeir allir dregið fram lífið við ýmiss konar önnur störf, sem hendi voru næst. Líklegast, hugsaði hann, eru bæir á borð við Ármót til víðs vegar um landið, bæir, sem eitt sinn voru iðandi af lífi og starfi, en höfðu nú — á tíð bíla og járn- brauta, dagað uppi, litu út eins og minnismerki löngu liðins tíma. Á slíkum stöðum lifði gömul handverkskunnátta heilli kyn- slóð lengur en annars staðar, en einnig hér mundi hún hverfa í gröfina með þeim, sem nú voru hnignir að aldri, og glatast að ei- lífu. En þó varla í Ármóti, hugs- aði hann. Að minnsta kosti ekki húsgagnasmíðin, sem hvíldi á gamalli og skemmtilegri hand- verkskunnáttu. Hann fann, að ást hans á Árdalssmiðjunum var ekki aðeins tengd hinum tryggu handverksmönnum. Smiðjurnar voru barn hans — áþreifanleg sönnun um tilgang með hérvist Hans. Stólamir, borðin, kisturnar og aðrir gripir, sérkennilegir að gerð, sterklegir en með mjúkum gamaldags línum, urðu fyrst til á teikniborðinu hans. Hann vissi að þessi varningur var góður — já fyi'sta flokks. Hann vissi líka, að hlutirnir voru ekki aðeins ávöxt- ur hugkvæmni hans og iðjusemi starfsmannanna, heldur beinlínis sprottnir úr jörð Ármótsbæjar. Tveggja til þriggja lier- bergja íbúð óskast nú þeg- ar eða síðar. Upplýsingar gefur Sigurður Jónasson. Sími 1592. Til sölu: Nokkrir pokar af góðum Gullauga-kartöflum á 90 kr. pokinn. Einnig smælki á 25 kr. pokinn. Upplýsingar hjá Jóni Krist- inssyni, rakara. íþróttafélagið Þór. Danskar Súpujiirtir Þurrkað hvítkál Þurrkað rauðkál nýkomið. KJÖTBÚÐIR KEA Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. Hangikjöf og Magál borða allir á Þrettándanum. Sendum heim. KJÖTBÚÐIR KEA Hafnarstræti 89. , Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. Rafvirkjar! Kosning iðnráðsfulltrúa fer fram að Túngötu 2, sunnu- daginn 6. janúar, kl. 2. e. li. Rafpirkjafélag A kureyrar. Á MEÐAL UMSÓKNA, sem bæjarstjórn bárust í des. um fjár- styi'ki á þessu ári, var 50 þús. kr. styrkur vegna fyrirhugaðrar utan- farar Karlakórsins Geysis og 10 þús. kr. til styrktar Golfklúbb Ak- ureyrar, styrkbeiðni frá Olympiunefnd íslands og umsókn um fjár- styrk til minnisvarða Jóns Arasonar á Hólum. Bæjarráð mælti ekki með þessum beiðnum, en endanlegur úrskurður bæjarstjómar er ekki fallinn. ------o------ UNNIÐ ER AÐ ÞVÍ um þessar mundir að setja nýja heilbrigðis- reglugerð fyrir bæinn. Er hún sniðin eftir heilbrigðissamþykkt Reykjavíkur. — Verkalýðsfélögin hér hafa keypt þvottahúsið við Gránufélagsgötu og hafa fengið leyfi bygginganefndar til að gera ýmsar breytingar á því. Húsið er ætlað til fundahalda og annarrar skyldrar starfsemi. —-----o------ Á FUNDI FRÆÐSLURÁÐS bæjarins í des, sl. var mættur full- trúi frá fræðslumálastjórninni, er gengið var frá fjárhagsáætlun Gagnfræðaskólans. Bókað er, að fulltrúinn hafi tekið fram, í sam- bandi við aðra gagnfræðaskóla, og miðað við það verklegt nám, sem framkvæmt er í G. A., telji hann reksturskostnaði mjög í hóf stillt og við lauslegan samanburð virðist hann vera mun lægri en í sam- bærilegum skólum. ------o------- i '• , 1 BÓKASAFNSNEFND hefur lagt til að Davíð Stefánssyni verði greiddar 9000 kr. á ári í grunneftirlaun, frá sl áramótum, vegna bókavarðarstarfsins. — Ráðgert er að gera giðingu umhverfis lóð Húsmæðraskólans. Áætlað til þess verks 48 þús. kr. á rekstursáætlun skólans. Á fundi skólanefndar í des. var til umræðu sá möguleiki, að reka skólann í tvennu lagi, ca. 4% mán. fyrir hvern flokk. Fulltrúi fræðslumálastjóra benti á, að slíkt fyrirkomulag sé andstætt lögum, en þó ekki útilokað að sækja um undanþágu til ráðherra. Skóla- nefndin var sammála um, að sækja um þess konar undanþágu, jafn- vel þótt auglýst yrði fyrst eftir umsóknum um skólavist, miðað við það fyrirkomulag, sem nú er. Til kaupenda Þeir, sem enn liafa ekki greitt blaðgjaldið fyrir síðastliðið ár, mega búast við ví að verða sviptir blaðinu án frekari aðvarana. Enn liggja nokkrar póstkröfur fyrir andvirði blaðsins ógreiddar á póstbúsum víðs vegar um land, og liafa menn látið undir höfuð leggjast að vitja þeirra. Nú eru síðustu forvöð að gera það. Dagur. Hsppdrætti Háskóla íslands Sala miða er liafin. Fastir viðskiptavinir liafa forgangsrétt að miðum sínúm til 10. janúar næstkomandi. Dregið verður 15. janúar. Munið að endurnýja í tíma! Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f. (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.