Dagur - 05.01.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 05.01.1952, Blaðsíða 7
Laugardaginn 5. janúar 1952 D A G U R 7 frá Eeykjaíióli Hann er til moldar borinn í | dag. Ekki var hann mikill fyrir mann að sjá, lægri meðalmanni, og mátti ekki grennri vera, en harðskarpari mann til allra verka hef eg naumast þekkt. Það var líkt og þessi fremur smái maður væri af stáli gjör. Eg man hann fyrst er faðir minn, þá búsettur vestur í Skaga- firði, fékk hann haust eitt um aldamótin til smíða og lagfær- inga undir veturinn. Hann ham- aðist frá morgni til kvölds svo sem ætti hann líf að leysa. Við drengir stóðum yfir honum og störðum undrandi á aðfarimar. Svo er kvöld var komið og hann var kominn inn í baðstofu, hafði hann ávallt tíma til að tegla eitt og annað, úr spýtukubbum er hann hafði inn með sér, með sporjámi sínu handa okkur strákum, sem vel var þegið og okkur þótti nauðsynlegt. Aldrei hafði eg slíkan snilling séð með sporjárn. Mér þótti sem hann mundi alla hluti gert geta með þessu litla áhaldi. Guðmundur var ekki marg- máll, en okkur drengjum fannst sem hann skildi okkur vel. Hann svaraði ótal spumingum okkar, við vinnu sína, með fáum orðum en greinagóðum og við skildum hann, er hann talaði um verkfæri sín og áhöld, sem voru okkur ókunn og vöktu forvitni okkar. Hann var mér alltaf frá þessu hausti eins konar töframaður, fullur fróðleiks, fáorður að vísu, en hann vissi ávallt rneira en hann sagði okkuf. Fyrir það var hann mér enn hugstæðari. Eftir að Guðmundur giftist og fói' að búa hafði eg enn af honum nokkur kynni og undraðist hann máske enn meir en áður. Hann var hamhleypa við heyskap og sláttumaður svo af bar. Eg starði oft á hann á teignum, eins og fyrr við smíðarnar, dáðist að sláttulagi hans og undraverðri lipurð. Að sjá hann slá í þýfi var unun, líkt og að horfa á leikfim- isíþróttir nú til dags. Hingað til Akureyrar flutti hann fyrir röskum tíu árum, þreyttur og slitinn. Hann hélt þó ekki að sér höndum, heldur tók til við smíðar og smfðaði aðallega líkkistur. Eg kom ósjaldan á verkstæðið til hans og mér sýnd- ist svo, að sama væri kapp hans sem áður. Eg minntist notalega bernsku minnar þá eg, smár drengur, tvísté yfir honum og safnaði hefilspónum í litla lófa. Eg gat ekki stillt mig um stund- um að grípa fallegan spón og bregða upp í mig. Þá brosti Guð- mundur hlýlega til mín. Eg sá það á enni hans og augum. Yfir- skeggið huldi munnbrosið. Fá- máll var hann sem fyrr, en hlýr og notalegur. Guðmundur Guðmundsson var vel gefinn til vits og verka,-sár- vandaður og strangheiðarlegur. Hlédrægur var hann og enginn mælgismaður, geðríkur þó, en stillti skap sitt hverjum manni betur. Eg kveð hann með þakklæti og vinsemd. Mér finnst sem nokkurt brot af mínum beztu árum hverfi í gröf með þessum gamla og góða sveitunga mínum. Á gamlársdag 1951. Sveinn Bjarman. Guðmundur Guðmundsson var fædduL' að Flatatungu í Skaga- firði 20. október 1880. Faðir hans var af ágætum skagfirzkum bændaættum en móðir hans svarfdælsk. Mun hann og séra Friðrik Friðriksson verið hafa þrímenningar. Hann giftist 1907 Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum, og hófu þau búskap að Goðdölum. Fluttust þaðan að Bi’ekku við Víðimýri, en þaðan að Reykjar- hóli í Seyluhreppi 1916. Þau brugðu búi 1935 og fluttust til Sauðárkróks. Hann lærði smíðar hjá Þorsteini Sigurðssyni tré- smíðameistara á Sauðárkróki og leysti þar sveinsbréf um 1904. Hingað fluttist hann 1941. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Var Sigrún elzt, gift Pálma Þorsteinssyni frá Hjalta- stöðum í Skagafirði, nú búsett í Reykjavíkur, næstur Bjöm lög- reglumaður hér í bæ og yngstur Aðalsteinn lögfræðingur er and- aðist 1945. Guðmundur andaðist hér í sjúkrahúsinu sl. Þorláksdag, 23. f. m. - Fjárhagsáætlun bæjarins (Framhald af 1. síðu). þús., lán til Laxárvirkjunar 500 þús., lán til flugvallar (fyrsta greiðsla af 500 þús.) 160 þús., endurbætur á íþróttahúsinu 40 þús., útgáfa Sögu Álasunds, vinabæjar Akureyrar, o. fl., 45 þús., til verkfærakaupa 50 þús., til dagheimilisins Pálmholt 15 þús., óvænt og óviss útgjöld 150 þús., til Sunnudagaskóla 5 þús., til SÍBS 10 þús., til Skákfélags 2 þús., til íþróttabandalags Akur- eyrar 10 þús., til skógræktar 15 þús., til Mæðrastyrksnefndar 6 þús., Skautafélag 1500 hundruð, skátafélögin 3 þús., Svifflugfélag 3 þús., Heimilisiðnaðarfél. 3 þús., lúðrasveit 10 þús., söngfélögin 1500 kr. hvert, leikfélagið 6 þús., Lystigarðurinn 30 þús., mann- talskostnaður 6 þús. Tekjur aðrar en útsvör. Við athugun á fjárhagsáætlun, einkum tekjuliðum hennar og samanburði þeirra á sl. árum, virðist margt benda til þess að tekjur, aðrar en útsvör, séu of lágar og hafi ekki fylgt þeirri þróun, sem orðin er í peninga- málunum. Má í því sambandi benda á, að svo virðist sem tekj- ur bæjarins af lóðum sínum og jarðeignum nemi aðeins 120 þús. kr. árlega og fasteignaskattar samtals aðeins 290 þús. kr. Hlut- ur bæjarsjóðs af skattgreiðslum bæjarmanna til ríkisins virðist vera einar 13 þús. kr.! Sýnist þörf á að taka þessa liði alla til sérstakrar athugunar. Athugun á rekstri bæjarins. Bæjarstjórn hefur nú fengið til athugunar álit Sparnaðar- nefndar, sem skipuð var í nóv. sl., og eru þar ýmsar ábendingar um sparnað og aukna hagsýni í rekstri bæjarins. Er nánar að þeim vikið annars staðar í blað- inu. r - Alit sparnaðar- nefndar (Framh. af 5. síðu) ur nefndin rétt að þetta sé athugað nánar. Verð á grjótmulningi hér mun vera svipað og í Reykjavík. Bæjarverkstjóri hefur skýrt frá því, að hann telji hægt að vinna bæjarvinnuna ca. 10—15% ódýr- ari, ef ekki þyrfti að vinna hana að töluverðu leyti sem atvinnu- bótavinnu. Telur hann m. a. mögu- leika á að bjóða eitthvað af henni út í ákvæðisvinnu, svo sem t. d. gangstéttagerð og jafnvel sorp- hreinsun. Bærinn rekur steinsteypuverk- istæði, þar sem tveir menn vinna að jafnaði að vetrarlagi, og eru þar steyptar hellur, kantsteinar og rennusteinar, en rör eru hins veg- ar aðkeypt, og þannig samið við verktaka, að hann hafi jafnan fyr- irliggjandi ákveðið magn af ýms- um rörtegundum. Nefndin telur ekki ástæðu til, eftir fengnum upplýsingum, að gera athugasemd- ir við þetta fyrirkomulag. Bærinn rekur vísir að viðgerð- arverkstæði á bifreiðum og áhöld- um bæjarins í brakkahúsi á Gler- áreyrum og hefur aflað sér í því skyni nokkurra verkfæra. Sumar stofnanir bæjarins, t. d. rafveitan, hafa samið við ákveðið bifreiða- verkstæði í bænum um viðgerðir á bifreiðum sínum með forgangs- rétti, og láta því eigi gera við bif- reiðar sínar á verkstæði bæjar- ins. Nefndin er sammála um að leggja til, að verkstæði þetta verði rekið til að annast ýmiskonar við- gerðir og viðhald á áhöldum og bifreiðum bæjarins og stofnana hans, eftir því sem heppilegt þyk- ir, en telur þó ekki rétt að auka verkstæðið sem neinu nemur frá því, sem nú er. Bæjarverkstjóri og bæjarverk- fræðingur benda á skipulagsleysi og of öra útþenslu í byggingarmál- um bæjarins, t. d. að lagnir í göt- ur samkv. fyrra skipulagi sé nú víða inni í miðjum húsalóðum og stór, auð svæði séu meðfram göt- um. Leiðir þetta að sjálfsögðu til mikils kostnaðarauka fyrir bæjar- sjóð. Fasteignir og fegrun bæjarins. Bæjarverkstjóri hefur eftirlit með öllum jarðeignum bæjarins og skrásetningu landanna utan kaupstaðarlóðarinnar. Aðalkostn- aður við eignir þessar er fólginn í skurðgreftri, viðhaldi og bygg- ingu girðinga og vegalagningu. Nokkuð af þessari vinnu mun vera unnið sem atvinnubótavinna, eink- um skurðgröftur, og þá oft við óhagstæð skilyrði. Af þessu leiðir að meira er unnið að þessari vinnu með handafli heldur en ella væri. (Framhald). Rafeldavél, sem ný, til sölu. Afgr. vísar á. Stúlka óskar eftir virinu — lielzt ekki vist. Afgr. vísar á. Seðlaveski fundið 22. desember. Vitj- ist í Munkaþverdrstr. 32. ÚR BÆ OG BYGGÐ □ Rún.: 5952167 — Frl. H—V. Kirkjan. Messað á Akureyri á Þrettándanum, 6. jan., kl. 2 e. h. F. J. R. Akureyringar! Munið eftir að gefa litlu fuglununi. Hjónabönd. Guðrún Lovísa Stefánsdóttir, Akureyri, og Ás- geir Olafsson, Grænumýri, Sel- tjarnarnesi. Gift 24. des. — Anna Kristjánsdóttir, Akureyi'i, og Bjarni Guðjón Bjarnason, matsv., Reykjavík. Gift 25. des. — Guð- rún Árnína Guðjónsdóttir og Guðmundur Reynis Antonsson, velstj., Akureyri. Gift 30. des. — Jónína Guðrún Jóhannsdóttir og Jóhann Gunnar Ragúels Ingi- mundarson, Akureyri. Gift 1. jan. F. J. R. Zíon. Samkomur næstu viku. Sunnud. kl. 10.30 f. h.: Sunnu- dagaskóli. Kl. 8.30 e. h.: Almenn samkoma. (Fórnarsamkoma). — Þriðjudaginn kl. 5 e. h. Fundur fyrir telpur 7—13 ára. — Miðvikud. kl. 8.30 e. h.: Biblíu- lestur. — Fimmtud. kl. 8 e. h.: Fundur fyi'ir ungar stúlkur. — K. F. U. M., Akureyri. Fundur í Zíon næstk. sxmnudag. Y. D. (yngsta deild, drengir í barna- skóla frá 9—13 ára) kl .1 e. h. U. D. (unglingadeild, di-engir og piltar yfir bai'naskólaaldur) kl. 2 e. h. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50 fi-á Rúnu. Mótt. á afgr. Dags. Hjónaefni. Á jóladag opinber- uðu ti'úlofun sína Júdith Sveins- dóttir og Bergsteinn Garðarsson, Glerái'þorpi. — Einnig Þórdís Gísladóttir og Andrés Bergsson, Glerárþoi'pi. Hjúskapur. 27. des. voru gefin saman í hjónaband í Khöfn ung- frú Helga Jónasdóttir (Sveins- sonar læknis) og stud. polyt. Jó- hann Indi'iðason (Helgason'ar rafvii-kjameistara), Akureyri, — Heimili ungu hjónanna er Nor- masvej 27, Valby. Utvarpsfréttamennirnir geta ekki látið vera. Þeir eru að vísu hættir að tala um „al- þýðuherinn“ í Kóreu, en um jólin endurvöktu þeir nafn- giftina „norðanmenn“ í frétta- lestri frá London. Ekki er hér orðaval brezka litvarpsins. Það kallar kommúnista kommún- ista og ekkert annað. í sama fréttalestri var kommúnista- stjómin kínverska ncfnd „kín- verska alþýðustjómiri1. Þctta cr fölsun á orðalagi fcrezka út- varpsins. Stjórn sú er þar yfir- leitt nefnd kommúnistastjórnin kínverska eða Pekingstjórnin. Utvarpsmennimir okkar ættu að breyía formála þeim, er þeir hafa fyrir fréttalestrinum: 1 stað „frétta frá London“ ættu þeir að kynna: Fréttir, í aðal- atriðum efíir brezku útvarpi, endursagöar af íslenzka ríkis- útvarpinu með tilliti til hags- muna kommúnistaflokksins. Fundur verður haldinn í stúk- unni Brynju nr. 99 mánudaginn 7. janúai'. Nánar auglýst í aug- lýsingakössunum. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 60 frá G. K. Móttekið á afgr. Dags. Hjúskapur. Á jóladag voru gefin saman í hjónaband af séra Guðbrandi Bjöi-nssyni í Hofsósi, ungfrú Oddný Angantýsdóttir frá Hrísey og Guðbrandur Bjarna- son, Hólakoti. Látinn er hér í bæ Stefán Stef- ánsson járnsmiður Stefánssonar jái'nsmiðs, ungur efnismaður, eftir langvinnar sjúkdómsraunir. Skrifstofa Framsóknarfélaganna á Akureyri verður ekki opin í janúar. Æskulýðs- q félag Akureyr- /Sfc arkirkju. — ‘11 Yngsta deild. |n$ — Fundur kl. 10.30 f. h. n.k. sunnudag (Þrettándanum). Hvít- smáasveitin. Hjónaefni. Ungfrú Signa Ha!ls- dóttir og Gunnlaugur B. Sveins- son. — Ungfi'ú Hanna Hofsdal og Axel Kvai-an. Ljóslækningastofa Rauðakrcss- ins er opin daglega í Hafnarstr. 100. Hjónabönd. Þann 25. des. sl. voru gefin saman í hjónaband: Ungfrú Aðalheiður Ágústa Ax- elsdóttir og Brynleifur Konráð H. Jóhannesson, bílalakkari. — Heimili þeirra er að Hafnarstræti 37, Akui-eyri. — 26. des.: Ungfrú J óhanna Hei-mannsdóttir og Hannes Björn Kristinsson, efna- fiæðingui'. — Heimili þeiri-a er að Hofteigi 14, Reykjavík. — 30. des.: Ungfrú Kolbi'ún Magnea Kristjánsdóttir og Þoi'valdur Nikulásson, símam. — Heimili þeirra er að Gi'ænumýri 11, Ak. — 1. janúar: Ungfi'ú Guðný Að- alsteinsdóttir og Guðbjörn Pét- ui-sson, starfsm. á Gefjun. — Heimili þeii-ra er að Oddeyrar- götu 12, Ak. Til fermingarbarna. Þau börn, sem eiga að fei'mast á komandi vori í Akui'eyrarkii'kju, eru beðin um að mæta til viðtals í kapellunni, sem hér segir: Til séra Friðriks J. Rafnar vígslu- biskups mánudaginn 7. jan. kl. 5 e. h. — Til séra Péturs Sigur- geirssonar þriðjudaginn 8. jan. kl. 5 e. h. Frá Kristneshæli. Nýlega hafa bókasafninu í Kristneshæli boi'izt 2 rausnarlegar bókagjafir: Fi’á Ái’na Bjarnarsyni bókaútgefanda 75 bindi og Bókaútgáfunni Noi'ðra 20 bindi. Eru þetta allt nýjar og nýlegar bækur og bóka- safninu hinn bezti fengur Sjúkl- ingar í Kristneshæli flytja gef- endum þessum innilegustu þakk- ir, svo og öðrum stuðningsmönn- um bókasafnsins fyrr og síðar og áma þeim alls góðs á hinu ný- byrjaða ári. Bókasafnsnefnd. Góðar smábarnabækur Bókaútgáfan Björk í Reykja- vík hefur sent frá sér 4 ágætar smábarnabækur, mjög hentugar fyrir börn, sem eru að byrja að stauta. Benni og Bára er þeirra stærst, eða 49 bls., með mynd á annarri hvorri blaðsíðu, en lesmál á hinni. Bókin er skrifuð á léttu og einföldu máli og skemmtilega bax-naleg. Enda er hún þýdd af Vilbergi Júlíussyni kennai'a, sem er kuixnur af góðum barnabóka- þýðingum. Þá eru tvær minni bóka: Bláa konan og Græni hatturinn. Þess- ar bækur eru báðar með falleg- um litmyndum og stóru lesmáli. Vilbergur hefur einnig þýtt þessar bækur. Loks er svo Stubbur litli, sem kom út árið 1947, en seldist þá strax upp og er nú út kominn í 2. útgáfu. Þessi skemmtilega smábamabók er einnig þýdd af Vilbergi Júlíussyni og er með fjölda litmynda. Eg tel þessar litlu smábarna- bækur Bjai'kar einkar hentugar fyrir 5—7 ára börn, sem eitthvað eru byrjuð að stauta. H. J. M.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.