Dagur - 16.01.1952, Side 1
Kaupsýslu- og iðnaðarmenn!
Auglýsingar í Degi lesa
fleiri Akureyringar og
Eyfirðingar en í nokkru
öðru blaði.
Ferð til Miðjarðarhafsins er
er meðal margra ágætra
vinninga í blaðahapp-
drætti Framsóknarmanna.
Frestið ekki að kaupa miða!
XXXV. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 16. janúar 1952
3. tbl.
Truman flytur Bandaríkjajjingi ársskýrslu
í sl. viku flutti Truman Bandaríkjaforseti þjóðþinginu hina árlegu skýrslu um hag landsins (State of
thc Union message). Meðal áheyrenda hans voru Churchill forsætisráðherra og Eden utanríkisráð-
herra Breta. Truman taldi að endurvígbúnaður Bandaríkjanna og samstaða Atlantshafsríkjanna hefði
bægt mestu stríðsliættunni frá. Myndin sýnir forsetann í ræðustóli í þinghöllinni í Washington. —
Notadrjúg fiskiniið em Brejtum
að eilífu töpuð”
Erlendis gert ráð fyrir, að íslendingar stígi
fyrstir skrefið í landhelgismálinu
Fiskimálaráðstefna að liefjast í London
Til verkamaima
íogarasjómenn segja upp samn-
írá 15. íebrúar n. k.
Áustfirðingar eru ekki með
Dönsk og ensk blöð og tímarit
rita nú allmikið um landlielgis-
málin, og kemur hvarvetna fram,
að við því er búizt, að landhelgin
verði síækknð til mikilla muna
við ísland, Grænland og annars
staðar, þar sem góð fiskimið eru,
en landhelgi verði lítil. Kemur
fram í þessum skrifum, að fsland
munf sennilega stíga fyrsta
skrefið.
Ráðstefna í London.
Það er nú unnið að því í Eng-
landi að fá ríkisstjórnina þar til
þess að kalla saman evrópska
fiskiráðstefnu um stærð land-
helginnar. Var talið, að enska
stjórnin vildi sérstaklega komast
að samkomulagi við ísland, Nor-
eg og Danmörk í fiskiveiðamál-
unum.
Nú er fiskiveiðaráðstefna þessi
í þann veginn að hefjast, og eru á
henni þrír fulltrúar frá íslandi.
Að henni lokinni verður önnur
ráðstefna í Kaupmannahöfn, þar
sem lönd, sem hagsmuna eiga að
gæta um stækkun landhelginnar,
ráða ráðum sínum.
Gerbreytt viðhorf.
Enska tímaritið Fishing News
ræðir þessi mál meðal annarra,
og segir Haagdóminn valda ger-
breyttum viðhorfum. Englend-
ingar segja einnig, að dómurinn
veiti íslendingum og Dönum full-
komið tilefni til þess að koma í
framkvæmd nýrri stefnu í land-
helgismálum. Við Grænland
verði landhelgin sjálfsagt færð
svo langt út, að innan hennar
lendi mörg ágætustu fiskimið
heimsins, og hin notadrýgstu
fiskimið við strendur íslands séu
brezkum togurum að eilífu glöt-
uð. Loks muni Danir sjálfsagt
loka rauðsprettumiðum við Dan-
mörk.
Ilvað gerir ísl. ríkisstjórnin?
Er þess nú af mörgum beðið
með eftirvæntingu, hverju fram-
vindur og hvað stjórnarvöldin
aðhafast.
ERKIBISKUPINN af Kant-
araborg hafði þetta að segja
við landa sína í tímariti kirkj-
unnár í sl. mánuði, er hann
ræddi veðurfar í Bretlandi og
kvartanir fólks í sambandi við
óstöðugleika þess: „Líf okkar
og skapgerð mundi vera fá-
tækari á margan hátt án
þeirrar stöðugu agasemi, sem
hið óútreiknanlega óstöðug-
lyndi veðurfars okkar leggur
okkur á herðar.“
á Akureyri frá
J
vÍMmmiðlunar-
nefnd
Til þess að komast hjá seinlegri
og ógeðfelldri yfirheyrzlu, jafnan
í viðurvist óviðkomandi, við
vinnumiðlunarskráningu, þar
sem henni er nú ætlað að fara
f ram (bæ j arst j óraskrif stof unni),
verða vinnuumsækjendur látnir,
hvor fyrir sig, fylla út eyðublað á
skráningarstaðnum með neðan-
greindum spurningum:
1. Tala og aldur skjdduómaga
umsækjanda?
2. Vinnutekjur umsækjanda síð-
astliðnar 4 vikur?
3. Vinnutekjur konu hans, sama
tíma, og barna innan 16 ára?
4. Hjá hverjum var greind vinna
umsækjanda?
5. Hjá hverjum var greind vinna
konu hans og barna?
6. Aðrar tekjur síðastliðnar 4 vik-
ur og hve miklar?
7. Síðasti tekjurskattur vinnuum-
sækjanda?
8. Býr umsækjandi í eignar- eða
leiguíbúð?
Hafið þessar upplýsingar til-
búnar og tiltækar með ykkur á
skráningarstaðinn, svo að af-
greiðslan geti orðið liðleg og
fljót.
Með skylduómögúm umsækj-
anda er átt við börn hans hjá
honum innan 16 ára og ósjálf-
bjarga foreldra hans og konu
hans, er hjá honum búa.
Hafi engar breytingar orðið frá
fyrri vinnumiðlunarskráningu, á
sama ári, t. d. á tölú skyldu-
ómaga umsækjanda, tekjuskatti,
(Framhald á 8. síðu).
f gær sögðu 8 sjómananfélög
upp sanmingum sínum við tog-
araútgerðarfélögin og kernur
uppsögnin til framkvæmda 15.
íebrúar næstkomandi.
Á meðal þessara 8 félaga er
sjómannafélagið hér á Akureyri.
Sameiginleg nefnd þessara félaga
hefur samningamálin til með-
ferðai'.
Austfirðingar ekki með.
Það vekur sérstaka athygli, að
sjómannafélögin á Austurlandi
eru ekki í hópi þeirar félaga, sem
segja upp samningum að þessu
sinni. Eru kommúnistar valda-
mestir í togaraútagerð Norðfirð-
inga ,sem er stærsta togaraút-
gerðin á Austurlandi. Munu þeii'
óttast um að halda togurunum ef
kostur útgerðarinnar er þrengdur
frá því sem nú er. Ekki virðast
slík sjónarmið hafa átt mikil ítök
í huga formanns sjómannafélags-
ins hér, sem jafnframt er stjórn-
armeðlimur í Útgerðarfélagi Ak-
ureyringa h.f.
Bnmaliðið gabbað
- náðist í sökudólgana
Aðfaranótt sl. sunnudags um
kl. 3,30 vai' brunalið bæjarins
gabbað með því að brotinn. var
brunaboði í Hafnarstræti. Voru
þarna að verki þrír ungir menn
og tókst að hafa hendur í hári
þeirra. Verða þeir nú, auk ann-
ars, að greiða kostnaðinn við
þessa kvaðningu brunaliðsins,
sem í þetta sinn mun hafa numið
á annað þús. kr.
„Snæfell“ til Sví|)jóðar
M.s. Snæfell er nýlega farið
héðan til Reykjavíkur. Skipið
lestar síld til Svíþjóðar og mun
flytja timbur heiip.
Mikil aðsókn að
„Grænu lyftunni“
Leikfélag Akureyrar hefur nú
sýnt gamanleikinn „Grænu lyft-
una“ 11 sinnnm við ágæta að-
sókn. T. d. var leikurinn sýndur
við húsfylli um sl. helgi. Næstu
sýningar verða næstk. laugar-
dags- og sunnudagskvöld og er
óráðið, hvort efnt verður til fleiri
sýninga að sinni.
Til tals kom í vetur að taka
sjónleik Matthíasar Jochumsson-
ar um Jón Arason til sýningar
eftir nýjár, undir stjórn Gunnars
Hansen, en nú hefur verið horfið
frá því ráði og er ekki endanlega
ákveðið, hvaða verkefni félagið
tekur fyrir þegar Hansen leik-
stjóri kemur hingað, væntanlega
innan skamms.
Kröfur um lengri hvíldartíma
og bætt kjör.
Kröfur þær, er sjómenn setja
fram hafa ekki verið kunngerðar,
en heyrzt hefur að þær séu m. a.
um lengri hvíldartíma á ísfisk-
veiðum og allmjög bætt kjör á
saltfiskveiðum.
Yfinnönnum sagt upp.
Að tilhlutan Félags ísl. botn-
vörpuskipaeigenda mun yfir-
mönnum skipanna hafa verið sagt
upp starfi frá 15. febrúar. Er svo
að sjá, sem togaraeigendur vilji
vera við öllu búnir ef til stöðvun-
ar flotans skyldi koma í næsta
mánuði.
Vinna við flugvöllinn
hafin á ný
í gær átti að hefjast á ný vinna
við flugvallargerðina á Eyja-
fjarðarárhólmum. Er ætlunin að
nota tímann meðan jörð er frosin
og ryðja burt uppmokstrinum frá
nýja farveginum fyrir árkvíslina,
sem gerður var í fyrra. Vegna
votlendis er óhæg aðstaða að gera
þetta á sumrin. 1—2 jarðýtur
verða notaðai' til þessa verks.
r .........
Akureyri ætlar
að gefa vinabæ sínum
22 {íús. króna bók
Bæjarstjórn Akureyrar gerir
vel til vinabæjar okkar, Ála-
sunds, um þessar mundir. —
Hún hefur gefið út forkunnar
fagurt kynningarrit um Ála-
sund, ev He'gi Valtýsson hefur
ritað, og kostar til þess um 20
þús. kr., en pappirinn gáfu
Norðmenn og iánuðu mynda-
mótin. Á skrifstofu bæjar-
stjóra er um þessar mundir
gej'md bók, sem bærinn
hyggst gefa bæjarstjórn Ála-
sunds í þakklætisskyni fyrir
heimboð það, er Steindór
Síeindórsson þáði hennar
vegna, er Álasund minntist
100 ára aú iælis síns. Er þetta
Flateyjarbók og hefur verið
beírumbætt í Reykjavík fyrir
um 20 þús. krónur, en það
mun verðið á bandinu,
sem sagt er vera silíur-
slegið ailt og hin mesta lista-
smíð. I ráði mun að senda
gjöfina úr landi innan
skamms. Væntanlega leyfa
bæjaryfirvöldin bæjarbúum
að sjá gjöfina — sem minnir
suma meira á afmælisgjafir
Stalíns eða brúðargjafir Elísa-
betar en samskipti norrænna
smábæja — í einhverjum út-
stillingarglugga áður en bókin
hverfur úr bænum.