Dagur - 27.02.1952, Side 4

Dagur - 27.02.1952, Side 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 27. febrúar 1952 5 D A G U R 8 Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingár, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á liverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlt'. Prentverk Odds Björnssonar h.f. i Máttur Imgsjóna } í*EGAR litið er til baka til áranna 1882 og 1902 — mestu merkisáranna í sögu íslenzkra sam- vjnnumála — undrast menn þá miklu bjartsýni, sem einkenndi starf brautryðjendanna, er stofn- settu Kaupfélag Þjngeyinga og Samband íslenzkra samvinnufélaga. Lítill hópur bænda, úr afskekkt- um byggðum, byrjar byggingu stórvirkis. Með tvær hendur tómar er hafizt handa um að leysa verzlun héraðsins úr viðjum einokunar, og þegar það verk er komið vel áleiðis, er baráttan helguð því verkefni, að láta úrræði samvinnunnar ná til verzlunar allra landsmanna. Þá er Sambandið stofnað. Brautryðjendur Kaupfélags Þingeyinga urðu að byggja allt frá grunni. Þeirra ævistarf hafði verið búsýsla og hörð lífsbarátta. Verzlunar- mál voru þeim af eðlilegum ástæðum fremur ókunn. En slíka e'rfiðleika létu þeir ekki á sig fá. Dirfska og hugkvæmni þessara manna sést-e. t. v. ’bezt í þeirri framkvæmd Jakobs á Grímsstöðum og Benedikts á Auðnum, að stofna til stórfelldra viðskipta á þeirra tíma mælikvarða við enskan kaupmann, með bréfaskriftum frá afskekktum, ís- lenzkum dalabyggðum. Sama bjartsýnin ríkti, þegar fulltrúar þi'iggja lítilla félagasamtaka ákváðu að stofna „Sambandskaupfélagið“ á fund- inum á Yztafelli 20. febrúar 1902. Tímaritsgreinar Péturs Jónssonar og allt, sem fram fór á fundin- um, sýnir ljóslega, að upphafsmennirnir ætluðust ;il að þetta samband félaganna yrði, er tímar liðu, sam band kaupfélaganna um land allt. Þeir treystu því, að Eyfirðingar og Austfirðingar mundu brátt bætast í hópinn, og svo önnur kaupfélög landsins. Þeir trúðu því, að samvinna kaupfélaganna gæti, ains og samvinna einstaklinganna, gert stórvirki. í raun og veru var aðstaða félaganna, sem stóðu að stofnun Sambandsins, mjög erfið. Þau voru þannig í sveit, að í fljótu bragði mátti virðast fremur ólíklegt, að þau gætu haft forustuhlutverk um andurreisn í verzlunai'málum fyrir alla lands- byggðina. Tvö þeirar áttu heimili við hafnleysi og hið þi'iðja var ekki einu sinni staðsett í aðalhöfn ■Motðurlandsins hér á Akureyri, heldur bjó við ! erfíða aðstöðu hér út með sjó. Aðalstöðvar þessara samiaka og forustumenn þeirra voru fjarri sjálf- | um verzlunarstöðunum, búsettir fram til dala, ; önnum kafnir við erfiða búsýslu. Allt þetta hefði :mátt ætla að dygði til þess að kollvarpa fyrirætl- i unum hinna bjartsýnu manna, ekki sízt þar sem : ráðagerðir þeirra allar og framkvæmdir sættu | harðvítugri andspyrnu hins gróna verzlunarvalds | * landinu, er setti fyrir þá fótinn bæði heima og j ei'lendis, er færi gafst. Staðreynd er samt, að þótt djarflega virtist teflt á stundum, og áhorfendum | sýndist grunnurinn vera ótraustur og ólíklegur til und'rstöðu fyrir stórvirki, varð frumherjunum að trú sinni. Ráðagerðir þeirra og áætlanir stóðust raun reynslunnar og lífsbaráttunnar. Draumar þeir rættust miklu fyrr en ætla mátti. í dag — á 70 ára afmæli Kaupfélags Þingeyinga og 50 ára afmæli Sambands ísl. samvinnufélaga — eru glæstustu vonirnar, sem frumherjarnir gerðu sér um liðsinni samvinnustefnunnar við endurreisn íjárhagslegs sjálfstæðis og menningarlegs og póli- iísks fullveldis þjóðarinnar, orðnar að veruleika? Saga samvinnumálanna á íslandi, sem enn er ekki piikið lengri en mannsævi, er óumdeilanlega einn bjartasti kafli Islandssög- unnar. ÞAÐ ER STUNDUM sagt, þeg- ar bjartsýnismanni verður að ósk sinni, að hann sé heppinn. Voru forustumenn Þingeyinga heppn- ir? Er það leyndardómurinn við hina merku þróunarsögu ís- lenzkra samvinnumála? Sam- vinnustefnan á íslandi var hepp- in, að í einu héraði á landinu skyldu finnast svo margir sam- hentir úrvalsmenn, sem raun varð á, á örlagastundu. En það var ekki heppni, sem hratt fram- kvæmdamálefnum kaupfélag- anna til raunhæfra átaka í lífs- baráttu þjóðarinnar. Það var máttur hugsjónarinnar sem var orkugjafinn. Það var ekki von um daglaun eða veraldlega upp- hefð, sem hvatti þingeysku leið- togana til átaka, heldur eldmóður hugans, brennandi þrá að gera þjóð sinni gagn og óbilandi trú á því, að leið samvinnunnar væri í senn réttlátasta og skynsamleg- asta leiðin til endurreisnar. En um leið og forustumenn þing- eysku kaupfélaganna lögðu grundvöllinn að þeim fram- kvæmdum, sem lengi áttu að standa í landinu, með stofnun K. Þ. og S. í. S., gróðursettu þeir í héraði sínu til frambúðar anda samvinnu og samhjálpar. Sam- vinnustefnan hefur allt frá ár- dögum átt sína traustustu for- svarsmenn meðal Þingeyinga og þar í sveit lifir hugsjón Jakobs á Grímsstöðum, Benedikts á Auðn- um og Péturs á Gautlöndum áfram til ómetanlegs styrks fyrir samvinnustarfið þar og annars staðar á landinu. SAGA Kaupfélags Þingeyinga og saga Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga er talandi dæmi um mátt hugsjónarinnar. Það er stundum sagt, að peningar séu mikið afl, og víst má það satt vera. Hitt er þó ljóst, að þau spor, sem dýpst hafa verið mörkuð í sögu þjóðanna, bera ekki lögun krónu eða dollars, heldur mynd hugsjónamannanna, sem sáu fag- urt takmark rist eldrúnum við sjóndeildarhring og eyddu æv- inni til þess að leiða þjóð sína að því, þótt það starf veitti þeim sjálfum ærið oft litla þóknun í veraldlegu mauði. Slíkt 'var við- horf þeirra brautryðjenda, er vís- uðu veginn fyrir 70 og 50 árum síðan og slíkt er viðhorf beztu manna samvinnustefnunnar og allra annarra hugsjónastefna enn í dag. FOKDREIFAR Betra lag á flugpósti. NÝLEGA birtist hér í blaðinu allharðorð ádeiluklausa á póst- húsið í Reykjavík í tilefni af því að bréf, sem póstlagt var í Rvík á sunnudag, kom ekki hingað með flugvél á mánudag og yfir- leitt enginn póstur með þeirri flugvél. Settur póstmeistari í Reykjavík, Magnús Jochumsson hefur nú sent blaðinu athuga- semd og greinargerð um þetta efni og segir þar á þessa leið „Það er rétt, og skal hér með viðurkennt, að enginn póstur fór með flugvélinni nefndan dag, mánudaginn 4. febr., ef eftir- greindum ástæðum. Laugardaginn 2. febr. að kvöldi var gengið frá öllum pósti, sem fyrir lá til Akureyrar og hann af- hentur á sunnudagsmorguninn 3. febr. í flugvél, sem þá flaug norður. Kl. 9 á mánudagsmorgun kom sendimaður flugfélagsins að sækja póst, en þá lá enginn póst- ur fyrir tilbúinn í neinni deild, en verið var að lesa í sundur póst úr bréfakössum frá sunnudegi og aðfaranótt mánudags. Flugfélagið þarf að fá póstinn ekki seinna en kl. 9, en þá er oft ekki lokið við sundurlestur bréfa úr póstkössum bæjarins, og svo var í þetta sinn. Það er því eins og verið hefur, nokkur hætta á að slík bréf geti orði ðeftir, eins og hefur sýnt sig í þetta skipti. Eg hef því gert ráðstafanir til, að á þeim takmarkaða tíma, sem fyrir hendi er, frá því póstur er tekinn og þar til vélin fer, verði sent með það, sem hægt, er rneð góðu móti að ná í, á flugafgreiðsluna, en það verður vitaskuld ekki ör- uggt, að allt komist, því að vélin bíður ekki.“ Þessi skýring pósthússins er góð og gild og er þakkarvert að reynt skuli eftirleiðis að hafa betri skipan á þessum málum. Þess er mikil þörf. Það getur verið þýðingarmikið atriði fyrir þetta hérað og fleiri, hvort póst- ur kemur með eða ekki ef flug- ferð fellur. Ef ferð er slept, kunna að líða margir dagar áður en næst gefur norður í landi. Skólar og bóklestur. Á MEÐAL margra athyglis- verðra hugleiðinga Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu, í síðasta eint. „Landvarnar“, er þessi, um skóla og bóklestur: „f þúsund ár lásu unglingar og börn bækur í heimahúsum eða heyrðu sögur sagðar og fengu þaðan menningu sína, ljóðhneigð og stílfærni. Nú taka skólarnir við börnum og unglingum, halda þeim fast að meira eða minna leiðinlegum kennslubókum, yfir- heyrslum og prófum, bekk úr bekk. Hárfínar skýringar á sam- tengingum og forsetningum eru vinnufrek verkefni í móður málskennslu. Þessir nemendur hafa ekki tíma til að lesa þrosk andi bækur. Auk þess þréytast þeir á eilífum skyldukynnum við leiðinlegar bækur og fá þá hug- mynd, að allar bókmenntir séu eins og hinar hversdagslegu lexí- ur þeirra. Mjög lítið ber nú á ungum höfundum, sem rita fall ega íslenzku. Ekki mun skorta hæfileika, enda sýnir unga kyn- slóðin virðingarverðan dugnað við ýmiss konar tæknistörf. En málið er undirstaða alls þjóðlífs. Annað hvort verður æskan að kynnast með eigin lestri og at- hugun því bezta úr þúsund ára bókmenntum eða skrílmenning afmáir séreinkenni þjóðarinnar. Enginn váfi er, að ryðja verður úr öllum skólum landsins miklu af fánýtri fræðslu, þar á meðal íslenzkri 1 málfræði og óþörfum reikningi, en lesa í þess stað í tímum í skólunum það bezta í ís- lenzkum bókmenntum og ræða um efni þess með skynsamlegum hætti. Úr því að skólarnir taka æskuna til menningar frá heim- ilunum verða þeir að sýna mátt sinn í verki. Enginn nemur sitt móðurmál , ef hann les aðeins kennslubækur og blöð.“ Snorralaug í Reykjavík anorralaug við Snorrabraut í Reykjavík tók tii starfa í sl. viku og vekur athygli kvenþjóðarinnar um land allt, þótt reykvískar konur einar geti not- fært sér laugina. í Snorralaug eru 18 „Laundromat“ þvottavélar frá Westhinghause verksmiðjunum bandarísku, og .að auki tvær stórvirkar vindur og þurrkvél. Vélar þessar fá húsmæður leigðar í þvottahúsinu til þess að þvo og vinda og þurrka þvotta sína fyrir viðráðanlegt gjald. Það er Samb. ísl. samvinnufélaga, sem hefur stofnsett þetta nýja fyrirtæki til hagræðis fyrir reykvísk heimili. Full- trúar kvenfélaganna í höfuðborginni skoðuðu þvottahúsið í sl. viku og luku á það lofsorði. Fyrir- tækið er nú tekið til starfa og verður fróðlegt og lærdómsríkt að sjá, hvað reynslan segir um þessa tegund þvottahúsa hér á landi. Erlendis hafa slík þvottahús rísið upp á síðustu árum, en reynslan murt hafa verið nokkuð misjöfn. Fæst munu þó hafa haft á að skipa svo nýtízkulegum og fullkomnum vélum sem hin nýja Snorralaug. Laundromat-vél- arnar amerísku eru fullkomlega sjálfvii'kar og hætta á skemmdum vélanna vegna kunnáttuleysis í meðfei'ð því minni en á ýmsum vélum, er útheimta meiri leikni í meðferð. Með þessum hætti vei'ður það á færi miklu fleiri heimila en áður að notfæra sér hina fullkomnustu þvottatækni og frá þjóð- félagslegu sjónai-miði er þetta þvottafyrii'komulag hagkvæmara en að hvert heimili festi fé í dýrri, sjálfvirkri þvottavél, sem ekki er svo notuð nema sjaldan. Konur úti á landi munu bíða fregna af stai’frækslu hiixs nýja þvottahúss með eftirvænt- ingu og jafnframt hugleiða möguleika á því að slík- um stofnunum verði komið á fót víðar en í Reykja- vík. HREINSUN SNYRTITÆKJA. I síðasta þætti var rætt um hreinsun púðurkvasta, og fleiri snyrtitæki, sem þai'f að hi-einsa. Venjulegar hárgreiður er bezt að þvo úr volgu vatni, blandað með salmíaksph'itus. Nylongi’eiður má þó þvo úr sjóðandi vatni. Þeir, sem nota nylongreiður — og þær gerast nú æ útbreiddari — ættu að gera sér það að í'eglu, að skola þær úr sjóðandi vatni daglega. Þá er öruggt, að gi'eiðan er hrein og ætti slík fullvissa vitanlega jafnan að vera fyrir hendi áður en maður notar hái'gl'eiðu. (Vitið þér að það má beygja ny- longreiður í hring og jafnvel leggja þær saman, án þess að þær brotni? Ekkei't gei'ir það heldur til þótt nylongreiða gleymist í fötum, sem send eru í hreins un. Gi'eiðan þolir þá meðfei'ðina ágætl.). Hái'bux'sta er bezt að hreinsa eins og venjulegar hái'greiður, í volgi'i salmíaksblöndu, en gæta þess, ef skaftið er úr fínu efni, að það skemmist ekki. Svampar vilja oft vei'ða fitugir, þótt reynt sé að halda þeim hrein- um. Þá er gott að þvo í salmíaksblöndu eins og greiðui-nar. Gúmmísvampa er þó bezt að þvo í ediksblöndu. UM SKÓKAUP. f síðasta hefti sænska samvinnutímaritsins Vi, er fylgiblað, sem fjallar eingöngu um skókaup, gefið út í samráði við skófatnaðarvei'ksmiðjur sænska samvinnu sambandsins. Þar er mai'gt fróðlegt og gagnlegt sagt um skófatnað og m. a. þessar ráðlegg- ingar, sem segja má að séu algildar: Skófatnaðarkaup er alvax'leg athöfn, hrapið því ekki að þeim að óhugsuðu máli. Það er auðvelt að gera léleg kaup og láta stjói’nast af í’áðleggingum annarra. En „kúnstin“ er að kaupa þá skó, sem falla rétt að manns eigin fæti. Það þarf æfingu að læra þetta, en það horgar sig að hugsa um það, heilsunnar og þægindanna vegna. Hversdagsskórnir þurfa umfram allt að vera þægilegir og rétt lagaðir. Minna gerir til þótt valið á spai'iskónum hafi mistekizt. Setjið ævinlega upp báða skóna áður en þér gei’ið kaupin. Fætui'nir eru sjaldnast nákvæmlega jafn stórir. Vinstri fótur er oftast stærri en hægri (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.