Dagur - 23.04.1952, Side 1

Dagur - 23.04.1952, Side 1
12 SIÐUR Framsóknarmenn! Munið árs- hátíð Framsóknarfélags Akur- eyrar að Hótel KEA laugard. 3. maí næstkomandi. XXXV. árg. Dagu N ■ Akureyri, miðvikudaginn 23. apríl 1952 Framsóknarmenn! Munið út- breiðslufund Framsóknarfél. í bæ og sýslu að Hótel KEA sunnud. 4. maí næstk. — Sjá nánar í greinargerð í blaðinu. 17. tbl. Áilt í einu mikill aíli á línu á miðuir. Húsvíkinga -10 þúsynd kíléorömm í róðri Fréttaritari blaðsins í Ilúsavík símar: Lítið hefur verið farið á sjó að undanförnu héðan frá Húsavík, enda hefur afli verið sáralítill. En sl. sunnudag kom m.b. Sæborg, skipstjóri Karl Aðalsteinsson, úr róðri með 10 þúsund kg. af ágæt- um fiski, og er þetta meiri afli en komið hefur á land úr einum róðri hér um mörg undanfarin ár. Aðrar fréttir. Hinn 19. þ. m. var verið að losa sat úr e.s. Hafstein við bryggju í Húsavík. Slóst full saltskúffa í einn verkamanninn, sem vann í lest skipsins, Magnús Bjarnason, Húsavík, og lærbrotnaði hann. ■— Karlakórinn Þrymur hafði sam- söng í samkomuhúsinu í Húsavík laugardaginn 19. 'ápríl. Söngstjóri var Sigurður Sigurjónsson, en við hljóðfærið Steingrímur Birgisson. Söng kórinn 12 lög, eftir innlend og erlend tónskáld. Var húsfylir á söngskemmtuninni og söngnum ágætlega fagnað af áheyrendum. Varð kórinn að endurtaka mörg laganna á söngskránni. — Sunnu- daginn 20. þ. m. sýndi leikflokkur úr Mývatnssveit sjónleikinn „Mann og konu“ tvisvar sinnum í Húsavík. Leikstjóri er frú Ingi- björg Steinsdóttir. Leiktjöld mál- uðu Jóhannes Sigfinnsson bóndi á Grímsstöðum í Mývatnssveit og Jóhann Björnsson, Húsavík. Að- sókn að leiksýningunum var ágæt og var leiknum og leikendum vel tekið. Mjög miklum erfiðleikum var það bundið fyrir leikflokkinn að komast til Húsavíkur vegna snjóa. Síðastliðna mánudagsnótt hélt flokkurinn heimleiðis og komst til Skútustaða eftir 7 klst. ferð í stórhríð á Mývatnsheiði. — Sjötugur varð 21. þ. m. Grímur Sigurjónsson járnsmiður í Húsa- vík. Var gestkvæmt á heimili hans þann dag og bárust honum margar kveðjur og gjafir. Grímur er vel kynntur og hinn mætasti borgari. Kona hans er Jakobína Kristjánsdóttir. í dag (þriðjudag) er kominn hér mikill snjór og samgöngur um héraðið eru orðnar mjög erf- iðar aftur. Eysfeinn Jónsson ráðherra flytur ertndi á fundi Frðimóknarfélag- anna um aðra helgi Árshátíð Framsóknarfélags Akureyrar verður haldin laugardaginn 3, maí Eysteinn Jónsson fjármálaráð- lierra er væntanlegur í lieimsókn til Framsóknarfélaganna í bæ og héraði um aðra lielgi og mun Akureyrarhær gerist aðili að stofnun byggða- safns fyrir Eyjaf jarðar- liérað Bæjarráð Akureyrar hefur lagt til við bæjarstjórnina, að Akur- eyrarbær gerist aðili að undir- búningi að byggðasafni fyrir Eyjafjörð og Akureyri, en KEA og, sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu hafa áður samþykkt að gerast að- ilar að slíkum undirbúningi. — Leggur bæjarráð til, að bærinn tilnefni Vigfús L. Friðriksson, Ijósmyndara sem aðalmann af sinni hálfu í undii'búningsnefnd, en Benedikt Steingrímsson, fyrr- um skipstjóra, til vara. flytja erindi um stjórnmál á sam- eiginlegum fundi félaganna, sem haldinn verður að Hótel KEA sunnudaginn 4. maí næstk. kl. 4 síðdegis. Eru allir Framsóknarmenn og stuðningsmenn flokksins í bæ og héraði velkomnir á þennan fund. Ársliátíð laugardaginn 3. maí. Laugardagskvöldið 3. maí n.k. verður árshátíð Framsóknar- félags Akureyrar haldin að Hótel KEA og verður Eysteinn Jónsson gestur félagsins á hátíðinni og mun ávarpa samkvæmisgesti. — Þótt þetta sé árshátíð Framsókn- arfélags Akureyrar eru félagar hinna Framsóknarfélaganna í bænum að sjálfsögðu velkomnir á hátíðina, svo og Eyfirðingar, sem taka vilja þátt í þessum fagnaði með bæjarmönnum. Nánara fyr- irkomulag verður auglýst í næsta blaði. 35 verkðmenn hér í bæ hafa mótmælf lögleysum Verkamannaféfagssfjórnarinnar Sir Stafford Hinn kunni brezki stjórnmála- maður og fyrrv. ráðherra, Sir Stafford Cripps, andaðis^ í sjúkrahúsi í Sviss sl. mánudags- kvöld, eftir langvarandi veikindi. Hann var einn málsnjallasti og menntaðasti forvígismaður Verka mannaflokksirís um langt skeið og mikilsmetinn, eigi síður af and- stæðingum en flokksbræðrum. — Snjóýtur og fjöldi verkamanna við að halda opnum f jall- vegiim á Vesturlandi 1 grein um samgöngur á landi á Vesturlandi, í Tíman- um 17. þ. m., er skýrt frá því, að vegamálastjórnin hafi í all- an vetur reynt að halda opn- um veginum um Bröttubrekku og um Kerlingarskarð, til Stykkishóms, og hafi notað til þess „snjóýtur og fjölda verkamanna“. Þessar upplýs- ingar varpa nokkru ljósi á við- horf vegamálastjórnarinnar til samgönguleiðarinnar hér aust- ur yfir Vaðlaheiði. Enda þótt einmunatíð væri hér allan marzmánuð og snjóléít, var engin tilraun gerð til þess að halda opnum Vaðlaheiðarveg- inum. Snjóskaflinn í háheið- inni var látinn útiloka eðlileg- ar samgöngur í milli Þingey- inga og Eyfirðinga. Þetta ger- izt á sama tíma og vegamála- stjórnin ver stórfé til þess að halda opnum fjallvegum sumi- anlands, þar á meðal vegum eins og Bröttubrekkuvegi og Kerlingarskarðsvegi, og notar til þess „snjóýtur og fjölda verkamanna" og að sjálfsögðu stórfé. Þessi frétt í Tímanum sýnir ljóslega að allt annað j viðhorf er ríkjandi gagnvart Vaðlaheiðarvegi hjá forvígis-' mönnum vegamála, en gagn- vart sambærilegúm fjallaveg- um sunnan- og vestanlands. — Kommúnistar halda fast við ákvarð- aiiir sínar um brottrekstraiia Málinu verður skotið til Álþýðusam- r bands Islands Þrjátíu og fimm fullgildir félaesmenn Verkamannafélaa's Akureyrarkaupstaðar hafa með bréfi til félagsstjórnarinnar harð- lega mótmæt þeim úrskurði að 18 tilteknir félagsinenn skuli fram- vegis ekki njóta fullra réttinda í félaginu, enda telja þeir þessar aðgerðir félagsstjórnarinnar ský- laust brot á lögum félagsins. Mál þessi voru til umræðu á sérstökum fundi í félaginu sl. sunnudag og var þar mættur ful- trúi frá Alþýðusambandi íslands, Jón Hjálmarsson. Á fundi þessum fengu kommúnistar aðgerðii' sín- ar samþykktar með 45 atkv., en 38 greiddu atkvæði á móti. Kommúnistar meinuðu þeim mönnum, er þeir hafa ólögle'ga svipt réttindum, að taka þátt í at- kvæðagreiðslunni. Var því lýst yfir á fundinum, að máli þessu mundi skotið til Alþýðusambands íslands. Mótmæli félagsmanna. í bréfi hinna 35 félagsmanna til félagsstjórnarinnar, segir svo: „Við undirritaðir fullgildir meðimir í Vei-kamannafélagi Ak- ureyrarkaupstaðar mótmælum algerlega sem lögleysu þeirri ákvörðun félagsins, er tekin var á fundi 23. marz sl., um að víkja 18 meðlimum úr félaginu. Byggjum við mótmæli okkar á þeim for- sendum, er nú skal greina: í 5. grein félagslaganna eru greinileg og tæmandi ákvæði um það, undir hvaða kringumstæð- um menn geti ekki haldið áfram að vera meðlimir félagsins, en sú grein hljóðar þannig: „Enginn má vera í félaginu, sem er atvinnu- rekandi eða verkstjóri í það stór- um stíl ,að hann geti haft áhrif á kaupgjald eða lengd vinnutíma." — Engin önnur ákvæði eru í lög- unum, sem takmarka rétt manna til að vera í félaginu, nema þeir hafi gerzt brótlegir við félagið skv. 10. grein. Þegar svo greini- lega er tekið fi-am í lögum félags- ins hverjir geti ekki verið full- gildir meðlimir þess, þá segir sig sjálft að þeir meðlimir, sem ekki koma undir þau ákvæði nefndrar greinar, geta verið í féláginu með fullum réttindum samkv. núgild- andi lögum þess.“ Allt lannþegar. Enn segir svo í bréfinu: „Hin tilfærða ástæða fyrir brottvikn- ingu þessara 18 manna er sú, að þeir hafi hætt verkamannavinnu um lengri eðu skemmri tíma og tekið upp vinnu i annarri starfs- grein Þessi ástæða varðar á eng- an hátt við lög félagsins og er því haldlaus með öllu. Aðrar ástæður fyrir brottvikningu hafa engar verið tilgreindar. Ekki hafa hinir umræddu 18 menn verið sakaðir um nein brot gegn lögum félags- ins, og að einum undanskildum, sem rekur bifreiðastöð, eru allir þessir menn algerir launþegar. Af þessu sést að brottrekstur þessara manna úr Verkamanna- félaginu er með öllu óheimill." Nefndarálitið var tillaga til lagabreytingar. Að lokum segir svo í bréfi þessu: „Það er svo annað mál, að nefnd sú, er kosin var á síðasta aðalfundi og gera átti tillögur um það, hvaða stöðu þeir menn skuli framvegis njóta innan Verka- mannafélagsins, sem nú eru hætt- ir að stunda verkamannavinnu, hefur nú skilað áliti sínu. Álit nefndarinnar er bersýnilega til- laga til breytingar á lögum fé- lagsins, enda er það skýrt tekið fram í sjálfu nefndarálitinu. Það er skilyrðislaus ’kiafa okkar, að með tillögu nefndarinnar verði í einu og öllu farið samkvæmt lög- um félagsins, og ailar aðgerðir, sem í sambandi við álit nefndar- innar hafa verið hafnar, verði afturkallaðar nú þegar, þar sem tillagan hefur enn ekki hlotið lög- lega afgreiðslu. Vei'ði þetta ekki gert, krefjumst við þess að félags- fundur verði haldinn svo fljótt sem við verðui' komið, og eigi síð- ar en að 5 dögum liðnum og verði þetta mál aðalaefni fundarins.“ — Þannig hljóðar bréf það, er 35 félagsmenn sendu félagsstjórn- inni í sl. viku. Fundurinn. Fundur só, er þeir kröfðust að haldinn væri, kom saman á sunnudaginn. sem fyrr segir, og úrskurðuðu kommúnistar í félags stjórninni, að þeir menn, sem félagsstjórnin hafði svipt rétt- indum, skyldu ekki fá að greiða (Framhald á 8. síðu). Ingibjörg Steingrifflsdóttir heldur söngskemmtuii Ingibjörg Steingrímsdóttir söng- kona heldur söngskemmtun í Nýja-Bíó hér í bæ næstk. föstu- dagskvöld kl. 9 e. h. og leikur dr. Urbancic undir a píanó. Þetta eru fyrstu hljómleikar ungfrúarinnar hér heima eftir að hún lauk námi erlendis, en hún hefur áður hald- ið hljómleika í Reykjavík og á ísafirði. Styrktarfélag fatlaðra og lani- aðra. Vilja ekki fleiri stuðla a<5 því að koma slíkum félagsskap á stofn? — Áskriftarlisti liggur frammi á skrifstofu Dags.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.