Dagur


Dagur - 23.04.1952, Qupperneq 6

Dagur - 23.04.1952, Qupperneq 6
D AGUR Miðvikudaginn 23. apríl 1952 f;555555555555555S5555555555555555S55555555555555^ DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kcmur út á hverjum miðvikudcgi. Argangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds. Björnssonar h.f. Pólitískur áhugi æskunnar ÞEGAR ÁRSÞING sambands ungra jafnaðar- manna í Danmörk kom saman nú fyrir nokkrum dögum, birti framkvæmdastjóri sambandsins skýrslu, sem mikla athygli vakti. Hann skýrði frá því að félagsmönnum samtakanna hefði fækkað á síðasta starfsári. Menn geta gert sér í htigarlund, hvaða áhrif slík tilkynning um minnkandi veldi pólitískra samtaka hefði haft hér á íslandi. Mestar líkur eru til þess að upplýsingum þessum hefði verið „slegið upp“ í andstæðingablöðum og þær taldar sönnun um minnkandi gengi viðkomandi, pólitísks flokks. Viðbrögð dönsku blaðanna hafa ekki orðið með þessum hætti. Upplýsingar þessar hafa hrundið af stað mjög athyglisverðum umræð- um um pólitískan áhuga æskumanna. Jafnaðar- mannaforinginn danski hélt því nefnilega fram, að niðurstaðan væri ekkert einsdæmi fyrir jafnaðar- mannaflokkinn, heldur væri hér um að ræða eitt dæmi um minnkandi, pólitískan áhuga æsku- manna almennt. Allir flokkarnir dönsku mundu hafa svipaða sögu að segja, hvort sem þeir vildu viðurkenna það eða ekki. Hann taldi fram ýmsar ástæður fyrir þessari þróun, en veigamesta þá staðreynd, að flokkslínurnar eru ekki lengur hreinar í dönskum stjórnmálum. Samsteypu- stjórnir og samningar flokkanna hafa deyft eggjar flokksvopnanna. Menn vita ógerla lengur, hver ber ábyrgð á framvindu sögunnar. Stefnumálin eru orðin óglögg. Það er svo langt orðið síðan að taka varð af þeim broddinn til þess að geðjast öll- um aðilum samsteypustjórnarinnar. Ástandið í innanlandsstjórnmálunum er í augum ungra manna orðið einna líkast landslagi í þoku. Það má greina hóla og hæðir hér og þar, en allt er þar með annarlegum hætti. Slík útsýn vekur enga hrifn- ingu í brjósti ungs manns. Hann sér þar fá kenni- leiti, sem honum geðjast að. Utkoman er sú, að hann beinir áhugamálum sínum í aðrar áttir. Þjóð málin verða honum meira eða minna fjarlæg. MARGIR ANDSTÆÐINGAR jafnaðarmanna viðurkenna að þessi reynsla sé ekki þeirra einka mál, heldur sé hér drepið á mikið þjóðfélagslegt vandamál, sem gerir vart við sig hjá öllum lýðræð- isflokkunum, ekki aðeins í Danmörk, heldur mörgum löndum um Vestur-Evrópu. í stórum dráttum má segja, að þess sjáist stærst merki í þeim löndum, sem hafa tekið upp „réttlæti" hlut fallskosninga og uppbótarfyrirkomulags, en minnst merki þar, sem menn hafa haldið sér við hreinar kosningar í kjördæmunum og hinar hi'einu flokkslínur, sem af því spretta. Hvað segja fslend ingar um þetta? Þekkjum við ógerla það ástand. sem hinn danski jafnaðarmannaforingi var að lýsa? Til munu vera þeir flokksmenn, sem neita því að pólitískt áhugaleysi fylgi íslenzkri æsku dag. Það má nefna tölur um félagatölu æskúlýðs- samtaka flokkanna, sem benda ekki til hnignunar Og satt má það vera, að til séu gildar félagaskrár pólitískra æskulýðsfélaga. Samt mun það margra álit, að stjórnmálin í dag laði ekki hugi æsku- manna til starfs og dáða, og þrátt fyrir hjálpartæki á borð við togleðursdúkkur, búktal, trúðasýningar og annað af því tagi, sem sum stjórnmálafélög treysta á til þess að örva fundarsókn, sé sú raunin á, að samsteypustjórnafyrirkomu lagið og samábyrgðin hafi deyft pólitískan áhuga unga fólksins og hrundið okkur mjög í sömu slóð og frændum okkar í Danmörk að Dessu leyti. Það er ekki ýkja langt síðan að pólitískir umræðufundir ungra manna voru algeng fyrir- bæri: Þá var nægilegt aðdráttar- afl til fundarsóknar að heyra ræðumann berjast fyrir stefnu- máli flokks. Nú má undantekn- irrgu kallá, ef efnt er til slíkra funda. Ungir menn taka sjaldan sátt í umræðum um opinber mál blöðunum. Athyglisverð ábend- ing um viðhorf manna er, að það jykir nú líklegast til þess að örva áhuga fyrir nýju blaði, að ötul- lega sé tilkynnt að stjórnmál séu iví óviðkomandi. HIN MÁLEFNALEGA deyfð er enn eitt atriði, sem snertir end- urskoðun stjórnarskrár lýðveld- isins og styður þá nauðsyn að hér ríki einfaldara og ábyrgara stjórnarform, en það, sem við bú- um við í dag. Hið raunverulega lýðræði á í vök að verjast á tím- um samstjórna og samábyrgða. Það hefði t. d. vafalaust verið hollara fyrir lýðræðið og hinn pólitíska áhuga, að þjóðin hefði sjálf fengið að kjósa sér forseta nú — í stað þess að hann verði fenginn henni af forráðamönnum flokkanna, sem líklegt má telja. Stuðningur við ákvarðanir, sem fólkið á engan þátt í að taka, vek- ur ekki pólitískan áhuga í brjóst- um ungra manna. Við slík skil- yrði á lýðræðið erfið þroskakjör. FOKDREIFAR Hvernig farið er með okkur. UM ÞESSAR mundir situr á rökstólum nefnd, sem hefur það verk að vinna, að endurskoða skattalög landsins með það fyrir augum m. a. að færa þau til ein- faldara forms. Vel má vera að einhverjir geri sér von um skatt- Jaekkun í sambandi við þessa end- urskoðun, en eg skal strax játa, að eg er ékki meðal þeirra bjart- sýnismanna. Margir telja, að ekki sé minni þörf á nefnd til að end- urskoða gildandi tollalöggjöf, enda eru sum tollákvæði furðu- legri en fólk gerir sér grein fyrir. Yfirleitt hafa menn ekki hug- mynd um, hvernig farið er með þá og í hvert form sumt af verzl- uninni er komið. Menn spyrja eftir vörunni í búð. Nú fæst hún oftast, og er það gott og blessað, en dýr er hún. Sumir sjá fram á að þeir muni ekki endast ævin til þess að safna fé til þess að kaupa ýmsa hluti, er gaman væri að eignast og ekki virtist fjarlægt fyrir svo sém 20—30 árum. Ein er sú vara, sem talin er til lúxus- varnings á fslandi og hefur sá hugsunarháttur lengi loðað við hér. Það er hljóðfæri hvers kon- ar. Lengi var á þeim innflutn- ingsbann. Nú mun því aflétt, en ekki skyldu menn hrósa sigri fyr- ir því. Engin meðalmaður á fjár- málasviðinu getur leyft sér meira en dagdrauma í sambandi við góð heimilishljóðfæri. Er þó auðvelt að rökstyðja, að músik sé enginn lúxus og kunnátta í hljófæraleik sé ekki svo mikil hér, að ástæða sé til þess að leggja stein í götu þeirra, sem vilja eitthvað á sig leggja til þess að veita börnum sínum tækifæri til þess til dæmis að læra að spila á píanó og læra að meta góða tónlist með sjálfs- námi. En nú virðast flestir treysta á menningarstarfsemi út- varpsgrammófónsins og láta sér í léttu rúrni liggja aðrá tónmennt, og er ekki fremd að því ástandi. EN SVO horfið sé aftur að píanóunum og heimilunum, þá er svo komið, að sú gamla tízka, að góð heimili eignuðust píanó og þar þröskaðist sjálfstætt músíklíf, er úr.sögunni og það er pólitík ríkisvaldsins, sem er dragbíturinn þarna. Hér fer á eftir útreikning- ur á því hvað vandaður flygill kostar fyrir venjulegan íslending, þegar búið er að hlaða á hann öllum sköttum og skattaviðbót- um. Þetta dæmi lýsir vel ástand- inu. Flygill er að vísu ekki heim ilispíanó við margra hæfi, en þótt ódýrara tæki sé tekið til dæmis breytast hlutföllin ekki. Flygill, innkaupsverð í Danmörk, nettó....... Umbúðakassi Flutningsgjald d. kr. 7.125.00 350.00 300.00 Á gengi 236/30 ísl. kr. 60% bátagjaldeyris skattur.........ísl. kr. D. kr. 7.775.00 18.372.32 11.023.39 Tízkusýning Magasin Bu Nord (Niðurlag). Dragtir úr prjónacfnum — ný efni í kjólum. Þá koma dragtir úr prjónaefnum (jersey) léttar og smekklegar, hentugar að því leyti, að gott er að nota þær fyrir útiklæðnað yfir sumarið og sem vetr- arkjóla, þegar vetur gengur í garð. Yms ný efni, sem við höfum ekki heyrt um áður, nema óljóst frá Par- ísarsýningunum, eru hér kynnt í öðrum hópi sum- arkjóla. Eg kann ekki að nefna þau því miður, en þau eru í hefti frá verzluninni nefnd „sea island cotton“, „california twill“ og fleirum slíkum ónefn- um. Organza, Shantung, gaberdine, pinhead, otto- man ,poblin, gros grain eru allt nöfn á efnum, sem mikið koma hér við sögu að ógleymdu taftinu og tjullinu, ullinni og silkinu. Ómögulegt er annað en að veita því athygli, hve háir kragar virðast mikið notaðir og uppslög á ermunum. Þetta gengur alls staðar, enn sem komið er, bæði á sportfatnaði og sumarkjólum. Síddin er svipuð og hún hefur vei'ið undanfai'ið eða um 35 cm. frá gólfi. Hvítir, lausir kragar og uppslög sjást á nokkrum kjólanna, við suma eru notaðar litlar alsilkislæður, sem hnýttar eru í hálsinum utanverðum (ekki beint að framan), með einlitum kjólum eru notuð blóm, og breið belti skjóta einnig upp höfðinu sem aðalskraut á kjól. Kr. 29.023.39 Verðtollur 50% af kr. 14.697.85, 45% aukatollur af kr. 6.467.05, vöru- magnstollur, 0/25 á kg.,..........samt. 21.277.40 Samt. kr.50.674.11 Söluskattur, 7.7% .... 3.091.83 eða hljóðfærið í skipi við bryggju í ís- lenzkri höfn samt. kr. 53.704.94 Þar ofan á bætast svo hafnar- gjöld, uppskipun og svo væntan- lega einhver álagning. Þarf ekki að rekja þessa sögu lengur til þess að sanna, að fyrirtæki á borð við þetta er venjulegum íslend- ingum algerlega ofviða, og skiptir þá ekki verulegu máli, hvort rætt er um flygil eða bara heimilis- píanó. Upphæðin hleypur á tug- um þúsunda hvort sem er. En eru hljóðfæri lúxus? Má unga fólkið í þessu mikla skólaskyldulandi ekki nema neitt um hljómlist af eigin raun og með eigin erfiði? Það sýnist vei'a skoðun þeirra, sem i'áða. En er það skoðun þjóð- arinnar? Ef það er ekki skoðun hennar, hvers vegna lætur hún þá fara svona með sig? Hvenær koma benzínpening- arnir? BÓNDI í héraðinu hefur beðið blaðið að koma þessari spurningu á framfæri: Hvénær koma ben- zínpeningai-nir? Ríkið á að end- urgreiða bændum hluta benzín vei'ðs af benzíni því og olíum, er fer til ýmiss konar búvélarekst- urs, svo semidráttarvéla, mjalta- véla o. s. frv. Bændur hafa fyi’ir löngu sent skýi'slu um notkun lna á sl. ári til viðkomandi yfir valda, en ekki bólar á aurunum, Þótt ekki sé um stórfé að ræða, munar bændur meira um að eiga það útistandandi svo lengi, held ur en ríkið að greiða það. Blaðið vísar spurningunni til réttra að- ila. Stuttjakkar — dragtir — kápur. Stærðar syrpa af stuttjökkum, sem hér eru kall- aðir „jiggers", eru næst á dagskránni. Oftast eru xeir víðir í bak, margir hvei'jir með ermum, sem ná miðja vegu á milli olnboga og úlnliðs og með stórum uppslögum. Axlasaumarnir eru langt fyrir neðan axlirnar ,sumir hverjir miðja vegu á milli axlar og olnboga. Kragarnir eru uppstandandi, vas- ar, bæði utanásettir og einnig skávasar. Jakkarnir eru notaðir utan yfir kjóla jafnt sem di'agtir. Mikið er af fallegum di'ögtum, en þar ber af svört dragt, enda er hún hingað komin frá París. Hún er með pei-lúásaum á öðrum bai-minum, og hún situr meist- aralega. Víðir sumarfrakkar úr þunnum efnum eru fóðraðir með efni, sem er eins og efni í kjólunum. Regnkápa ein vekur athygli, hún er tvílit, þannig, að framhlutinn er blágrænn, en það, sem aftur snýr, er brúnt. Frakki, sem hægt er að breyta í dragt, er annað undrið. Hann er dökkblár og aðskorinn. Tízkudrósin hneppir honum frá sér frá mittisstað og niður, sveipar þessum hluta pilsins aftur fyrir sig og krækir því á bakinu, en þá kemur í ljós gráleitt, plíserað pils við dökkbláa jakkann. Kostuleg upp- finning! Blúndur og bruðarskart. Nú fer að síga á seinni hlutann. Svartur kjóll með gylltum doppum er eftii'líking af kjól frá kunnum tízkufrömuði í París, Jack Fath. Nokkrir kjólanna eru skreyttir með basti, það eru svissnesk áhrif er okkur sagt og sumir eru með húllsaum á blússunni. Þetta eru fínu kjólarnir, kjólar til að nota við hátíð- leg tækifæi-i. Sumir eru berir að ofan, þ. e. a. s. kjólarnir eru ekki berir heldur konurnar! og nota þær við slíka kjóla litla bólerójakka. Grái liturinn vii'ðist enn sem fyrr ætla að halda velli, töluvert er um bleika liti og rauða og svo að sjálfsögðu svarti liturinn, sem alltaf er notaður á hverju sem gengur. Og nú koma síðu kjólarnir, ball- og samkvæmis- kjólar og þar er mikið um „tjull“ og pilsin vii'ðast margföld. Það brakar í, þegar tízkudrósirnar fara fram hjá. Organza er einnig mikið notað og á þeim kjólum eru stórar „púff“-ermar, sem ná rétt fram yfir olnboga. Stór blóm í mittisstað, lakkbelti, sem breikka að aftan og enda í odd á bakinu eru notuð til skrauts. Blúndur eru notaðar með tafti og palí- ettur á hvítum kjól vekja mikla hrifningu. Öll blússan er saumuð með palíettum og pilsið er gengdai'laust vítt. Og svo hljómar brúðarvalsinn, og þá erum við komin að lokaþættinum. Fyrst kemur brúður í stuttum, ljósbláum kjól, þá ljósgrár, síður, og síðast hið mikla brúðarskart, hvítur „tjull“-kjóll, slör, brúðarvöndur, og hin fagra brúður gengur „kirkjugólfið“ virðulegt og tígulega. Allar tízku- drósii'nar fylgja á eftir í hinum fögru samkvæmis- kjólum. Þær hverfa út úr salnum ein og ein, hljóm- sveitin þagnar, tízkufrúin frá Magasin þakkar gest- unum komuna og sýningunni er lokið. Eg tek boll- ann minn og sýp síðasta sopann, sem er fyrir löngu síðan orðinn kaldur. as.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.