Dagur - 14.05.1952, Blaðsíða 2

Dagur - 14.05.1952, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 14. maí 1952 116 börn luku barnaprófi - 776 börn í Barnaskóla Akureyrir sl. vetur Laugardaginn 10. maí var Barnaskóla Akureyrar slitið. Skólastjóri Hannes J. Magnússon flutti ræðu og gaf ítarlega skýrslu um starf skólans á skólaárinu. Alls höfðu 776 börn stundað nám í skólanum, og skiptust þau í 30 deildir, en auk þess 118 börn í smábamaskóla, er starfar á veg- um skólans undir stjórn Hreiðars Stefánssonar. Bamaprófi luku 116 börn og af þeim fengu 14 ágætiseinkunn. Heilsufar hefur verið gott í skólanum, enda hefur fjöldi barna notið þar ljós- baða og um 500 börn hafa neytt lýsis í skólanum í allan vetur. Tekin var upp kennsla í bast- vinnu í 5. bekk og fullunnu börn- in um 500 muni yfir veturinn. Frá Barnaskóla Húsavíkur Barnaskólanum var slitið 30. apríl s.l. 143 börn stunduðu nám í skólanum í vetur, í sex deild- um. 15 börn luku barnaprófi. í skólaslitaræðu sinni gat skóla- stjóri þess meðal annars, að Kven félag Húsavíkur hefði gefið skól- anum vönduð ljóslækningatæki, skömmu eftir áramótin. Voru þau tekin j n'otkun .18. febrúar og starfrækt til skólaloka. Alls nutu ^85 börn Ijóslækninganna. Skólinn tók upp þá nýbreytni í vetur að efna til skíðamóts, þar sem^verðlaun voru veitt fyiir beztan árangur. Á þessu fyrsta verðlaunamóti skólans voru veitt þrenn verðlaun (bækur) fyrir beztan árangur samanlagðan. En framvegis er ráðgert, að nem- endur keppi í fjórum flokkum og þá veitt þrenn verðlaun í hverjum flokki, (falleg, áletruð spjöld), og auk þeirra litlir far- andbikarar, eða skildir. Skólinn væntir, að þetta stuðli að aukn- um áhuga bama og ungmenna hér fyrir hinni hollu og fögru skíðaíþrótt, sem enn er of lítið •Stunduð, bæði hér og víðar. Þá tók skóhnn einnig upp þá nýbreytni að heilsa sumri með samkomu í samkomuhúsinu. Skólastjóri flutti ávarp, kórar skólans sungu mörg lög og tíu börn lósu upp vor- og sumarljóð. Síðan voru sýndar kvikmyndir og dansað. Eins og kunnugt er, var hafin sundlaugarbygging hér í Húsá- vík í ágúst síðast liðið sumar. Skólabörn og kennarar héldu tvær hlutaveltur í vetur til styrkt ar því þarfa fyrirtæki. Alls söfn- uðust tæpar 3.000 krónur. Hinar venjulegu samkomur skólans, sem haldnar eru um mánaðamótin febr. og marz, til styrktar ferðasjóði bamanna, tók ust vel og fengu ágæta dóma. Bamastúkan, sem starfrækt er af öllum föstum kennurum skól- ans, og sem nær öll bömin. taka þátt í, starfaði vel í vetur, eins og undanfarið. Einn fjölsóttur foreldrafundur var haldinn á vegum heimar. Að loknum skólaslitum, kl. 16, var opnuð sýning á handavinnu, teikningum, skrift og vinnubók- um nemenda. Var þar margt at- hyglisvert að sjá. Sýningin var opin í tvo daga, eins og undan- farin ár, og vel sótt að vanda. Vorskólinn hófst 3. maí. Hann sækja nú 76 börn. Sundnámskeið hófst á Laugum 5. maí og sækja það 27 börn frá Húsavík. í lok ræðu sinnar ávarpaði skólastjóri hina brautskráðu nem endur og lagði áherzlu á gildi vinnunnar fyrir einstaklinginn og hamingju hans. Margt gesta var við skólaslitin. Sunnudaginn 4. maí hafði skól- inn sýningu á handavinnu nem- enda, svo og teikningum og vinnubókum, og sótti hana mikill fjöldi bæjarbúa. Innlimun Glerárþorps áftur á dagskrá Méirihluti bæjarráðs Akur- eyrar hefur nú samþykkt að verða við óskum Glerárþorpsbúa um sameiningu við kaupstaðinn ef nokkur skilyrði verða uppfyllt. Vill meirihluti að jarðirnar Ytra- Krossanes pg Kífsá og allar jarðir þaðan og að Glerá vei'ði lagðar undir lögsagnarumdæmi Akur- eyrai\. Ennfremur að fyrir liggi yfirlýsing’ vegámálastjórnar að þjóðvegurinn frá nýju Glerár- brúnni upp á aðalveginn verði kostaður af ríkinu og ríkið greiði eftir’sém áður helmirig kostnaöíu- við stníði 'GléYárbrúarinnar. Krabbameinsfélag > sloínað Stofnfundur Krabbameinsfél- ags Akui-eyrar var haldinn á föstu^agskvöldiS var og mætti próf. Níels Dungal á fundinuiri, flut,t;..mÍQg -fr.óðlegfc --erindi um - uíxiiC Uxuiijil KJfX krabbamein og lækningu þess óg sýri'di ‘ ákuggamyndir. Var að þyí búpu ákveðið ,að. sitofpa Krabbá- meinsfélag og skráðu sig 50 féí- agsmenn. Þeim Jóhanni Þorkels- syni héraðslækni Jakob Fri- mannssyni framkv. stj. og Stef- áni Guðnasyni lækni, var falið að kalla saman fvamhaldsstofnfund. Félagsstofnun þessi er þess verð að menn gefi henni gaum. Þörf er. á að ráenn styrki það stóra mál, sem krabbameinsvai-n- ir eru og gangi i félagið. ■ Bygging endurvarps- stöðvarinnar að hef jast Jónas Þorbergsson útvarps- stjói-i var hér á ferð í vikulokin til þess að semja um byggingu stöðvarhúss endurvarpsstöðvar innar nýju, sem reisa á skammt frá Skjaldarvík í Glæsibæjar- hreppi. Vélar stöðvarinnai- eru hingað komnar sem fyrr er frá greint hér í blaðinu og mun bygging stöðvarhússins í þann. mund að hefjast. Sér Guðmund- ur Maguúson byggingameistari um þær fi*amkvæmdir. Stöðin mun væntanlega geta tekið til starfa á öndverðu næsta ári. UR tapaðist sl. sunnudag í Nýja- Bíó (svölunum). Finnand'i skili því vinsamlegast á af greíðsTu T)ags.' Fyrsta flokks ávextir! RÚSÍNUR í pk. og lausri vigt KÚRENNUR í pökkum SVESKJUR í pk. og lausri vig't ÞURRKUÐ EPLI í lausri vigt APRICÓSUR í lausri vigt BLANDAÐIR ÁVEXTIR í lausri vigt GRÁFÍKJUR í lausri vigt DÖÐLUR í pk. og lausri vigt SUCCAT góð tegund APPELSÍNUR væntanlegar Vöruhúsinu hi. Hreinlæfis- vörur Flestar tegundir til hreingerningar fást nú í Vöruhúsið h.f. Yítis-sódi nýkominn D.D.T. SKORDÝRAEITUR einnig sprautur. GERMIDIN „V“ sótthreinsunarvökvi <, er nú fyrirliggjandi. Vöruhúsið h.f. Gummislöngur %” og 1” fyrirliggjandi Verðið mjög lágt! Vöruhúsið h.f. Gummistígvél Lágt verð! Vöruhúsið h.f. Skæri Hnífar HJARTANS ÞAKKLÆTI sendi eg öllum þeim, sem | sýndu mér vinarhug á sjötugsafmœli mínu. Guð blessi ykkur öll! Dóróthea Þórðardóttir, Þórunnarstr. 106. INNILEGT HJARTANS ÞAKKLÆTI mitt til barna minna, tengdabarna, venzlafólks og vina, fyrir heim- sóknir, gjafir, skeyti og blóm á 70 ára afmœli mínu, 4. þessa mánaðar. Óska ykkur öllum gleði og farsœldar á komandi árum. Ytra-Gili, 7. maí 1952. Kristján Pálsson Skjóldal. TILKYNNING Frá og með laugardeginum 17. maí verða bifreiða- verkstæði vor og smurstöðvar opin eins og undanfarin sumur á laugardögum. B. S. A. verkstœði h.f. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar h.f. Bifreiðaverkst. Jóhs. Kristjánssonar h.f. Lúðvík Jónsson & Co. Bílaverkstœðið Víkingur. Sumarkjólaefni mjög fjölbréytt úrval. Verð frá kr. 28.50 metrinn Vöruliúsið h/f Damask LÉREFT, hvítt og mislitt LAKALÉREFT STOUT LÉREFT, röndótt og rósótt Vefnaðarvörudeild. BURSTAR: Fataburstar Baðburstar Handburstar Skóburstar Áburðarburstar Klósettburstar Ofnburstar Glasaburstar Hestaburstar Fiskburstar Uppþvottabwrstar Þveglar Handskrubbar m. teg. Gólfsópar Gólfskrubbar Götukústar Rykkústar Kalkkústar Jám- og giervörudcild. Sandalar með leður- og hrágúmmí- sólum, hvítir, rauðir og brúnir, nýkomnir. Skódeild KEA. Skódeild KEA. Knattspyrnuskór nr. 38—nr. 44. Skódeild KEA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.