Dagur - 14.05.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 14.05.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 14. maí 1952 DAGUB 5 Fishing News leggur 8 spurningar fyrir íslendinga - vil! birta svörin Flestar spurningar út í hött - og iandhelgis- málum íslands óviðkomandi Félag ísienzkra rithöfunda krefst aukinnar bókmenntafræðslu í skólum og útvarpi Athyglisverðar ályktanir frá aðalfundi félags- ins, sem haldinn var í lok aprílmánaðar Hið kunna brezka fiskveiðablað Fishing Nevvs gerir landhelgismál íslands að umræðuefni í rit- stjórnargrein nú fyrir skemmstu og segir þar m. a., að þörf sé á að fá upplýst ýmis atriði í sambandi við landhelgina og fiskveiðar Breta. Segir ritstjórinn að í hverri viku séu mörg eintök blaðsins send íslenzkum lesendum, m. a. til fyrirtækja og embættismanna íslenzku ríkisstjórnarinnar. Spyr blaðið síðan, hvort í þessum hópi séu ekki einhverjir, sem vilji svara spurningum þess og gefur í skyn, að það muni gjarnan birta svörin, enda mundu brezkir fiski- menn teija feng að þeim. Síðan leggur blaðið 8 spurningar fyrir íslendinga, og eru þær þessar: Spurningarnar. 1) Ef, eins og íslendingar halda fram, ekkert er því til fyrirstöðu að brezkir togarar veiði fjær íslandsströnd (en áður), hvert hlutfall góðs veiði- tíma ætla þeir að togarar okkar geti fengið miðað við.veiðitím- ann meðan gamla línan gilti? Er ósanngjarnt, með tilliti til veðurfarsins við ísland, að halda því fram, að veiðibann í landvari muni stytta veiðitíma skipa um a. m* k. einn þriðja? 2) Hversu mörg fiskimið við ísland eru nú opin (fyrir brezk skip) sem eru a) innan 100- faðma línu og b) 200-faðma línu? 3) Þegar frá er talin hinar venjulegu göngur hinna ódýr- ari fisktegunda, hvern góðfisk geta brezk skip búizt við að veiða utan 200 faðma dýpis? 4) Gera íslendingar í raun- inni ráð fyrir að leit að miðum á meira en 300 faðma dýpi sé fjárhagslega möguleg? 5) Hverjir kenndu íslenzkum fiskimönnum tækni við tog- veiðar og hverjir fundu og könnuðu meira en helming fiskimiðanna umhverfis strend- ur fslands? 6) Talsmenn fslendinga hafa nýlega lýst yfir, að þeir geti, ef þörf krefur (enda þótt þeir byggi að verulegu leyti á brezk um markaði) selt alla fiskfram- leiðsluna utan Bretlands. Ef við viðurkennum þetta mögulcgt, hvert verð fá fslendingar þá fyrir fiskinn á öðrum mörkuð- um miðað við það verð, sem þeir hafa fengið í Bretlandi? 7) Með því að Stóra Brctland býður tvímælalaust upp á stærsta fiskmarkað í Evrópu, fyrir góðfisk, og þar sem það er almennt viðurkennt, að Norð- ursjórinn er þegar of hart leik- inn til þess að vera vettvangur stórútgerðar, hvar ætla íslend- ingar að brezk fiskiskip geti veitt það magn af góðfiski, sem þarf til þess að fullnægja kröf- um heimamarkaðsins? 8) Nær hin nýja lína út fyrir hin þekktu hrygningarsvæði, og er sanngjarnt að segja að hún loki mörg hundruð fer- mílna svæði, þar sem sjaldgæft er að fá smáfisk í vörpu? Spurt út í hött. Þannig eru spurningar blaðsins og munu flestar koma íslending- ur undarlega fyrir sjónir. Þær em raunverulega landhelgismál- um íslands óviðkomandi flestar, en snerta það vandamál Breta, að afla nægilegs fisks fyrir heima- markað sinn, þar sem það er stað- reynd, eins og segir í blaði þessu, að Norðursjórinn og önnur heimamið þeirra eru þurrausin. Þannig stefnir einnig hér við land og það er til þess að sporna við því, sem landhelgisreglugerð- in nýja er sett. Landgrunnið er akur íslenzku þjóðarinnar, sem hún þarf að vernda og rækta, ef hún á að geta lifað í landi sínu. íslendingar geta ekki fórnað framtíð bama sinna af ímyndaðri góðsemi við Breta. Við eigum því ekki að vísa skipum þeirra á fiskimið né heldur eigum við að ábyrgjast þeim ákveðið magn af góðfiski, þótt slíkt gæti verið heppilegt fyrir fiskimarkaðinn þar í landi. Landhelgislínan nýja er byggð á réttindum fslands til grunnsins hið næsta landinu. Þar eru uppeldisstöðvar fisksins, sem afkoma þjóðarbúsins hvílir á. — Ránveiði á þessum slóðum stefnir þessari undirstöðu í voða og hef- ur miðað augljóslega í þá átt að undanförnu. Umhugsunarefni fyrir Breta. Spurningar Fishing News eru tilvalið íhugunarefni fyrir brezka útgerðarmenn, en þær eru ís- lendingum að mestu óviðkom- AÐALFUNDUR Félags ís- lenzkra rithöfunda, sem haldinn var 27. apríl s.l. skoraði á fræðslu málastjórnina, að fyrirskipa strax á næsta skólaári meiri kennslu í skólum landsins í bókmenntum þjóðarinnar, fornum og nýjum. Ennfremur skoraði fundurinn á forráðamenn ríkisútvarpsins, að bókmenntakynning og bók- menntafræðsla verði þar aukin frá því sem nú er, og loks var skorað á stjórnir allra félaga- samtaka, að þær beittu sér fyrir því, að íslenzkar bókmenntir fái meira rúm sem skemmti- og fróð leiksefni á fundum þeirra og samkomum en almennt hefur tíðkast. Ályktanir Félags íslenzkra rit- höfunda fara hér á eftir orðrétt- ar: „Félag íslenzkra rithöfunda lítur á það sem óyggjandi stað- reynd, að bókmenntir vorar hafi gert þjóðina þess megnuga að varðveita tungu vora og menn- ingu á liðnum öldum og fram á þennan dag. Vér teljum og víst, að íslenzk tunga og menning' fáí því aðeins iifað ög blómgast í framtíðinni, þrátt fyrir náin og sívaxandi samskipti við erlend- ar stórþjóðir, að bókmenntirnar verði Islendingum framvegis sami andlegi lífgjafinn og verið hefur hingað til. — Vér teljum því mjög mikilvægt, að þjóð vor hafi í heild sem allra nánust kynni af bókmenntunum, forn- um og nýjum, og að lifandi áhugi á vexti þeirra og þróun verði glæddur eftir föngum. Af framáhgreíndum ástæðum Sundnámskeið fyrir börn, sem í 6. 5., og 4. bekkjum Bamaskóla Akureyrar á síðastliðnum vetri og ekki hafa enn lokið sundprófi barnafræðslunnar fer fram í sund laug bæjarins alla virka daga til 30. maí n. k. Tilhögunin er sem hér segir: Kl. 8—8.30 6. bekkir. Kl. 8.30—9 5. bekkur úr 2. st. og 5. bekkur úr 15. stofu. Kl. 9—9.30 5. bekkur úr 7. st. Kl. 9.30—10 5. bekkur úr 6. st. andi. Þær byggjast á þeim stóra misskilningi, að brezkir togarar hafi rétt til þess að stunda rán- veiði i skjóli framandi stranda, enda þótt slík veiði stefni í voða afkomu þeirra þjóða, sem hin fjarlægu lönd byggja. Spurningar sem þessar hefðu verið skiljan- legri á öldinni sem leið, þegar máttur en ekki réttur, gilti í samskiptum þjóða. En það er a. m. k. von frjálsra manna alls staðar, að sá hugsunarháttur sé ekki ráðandi á þessum hjara heims á sjötta tug tuttugustu ald- arinnar. hefur Félag íslenzkra rithöfunda samþykkt á aðalfundi sínum 27. apríl, 1952 eftirfarandi áskorun: 1) Félagið skorar hér með á fræðslumálastjórnina að fyrir- skipa þegar á næsta skólaári meiri kennslu í skólum lands- ins en hingað til hefur verið í bókmenntum þjóðarinnar, forn- um og nýjum, og að lestur ís- lenzkra bókmennta verði stór- um aukinn. í framhaldsskólum verði enn fremur fluttir fyrir- lestrar um íslenzkar bókmennt- ir og skáld, rithöfundar og leik- arar verði fengnir til bókmennta kynningar. II. Félagið skorar á ráðamenn Ríkisútvarpsins, að bókmennta- kynning og bókmenntafræðsla verði þar mjög aukin frá því sem nú er. — Ennfremur, að ís- lenzkir textar verði samdir við þau erlend dægurlög, sem flutt eru í útvarp. III. Félagið skorar á stjórnir allra félagssamtaka, sem hafa einhvers konar fræðslu og skemmtistarfsemi með höndum, að vinna að því, að íslenzkar bókmenntir fái meira rúm sem skemmti- og fróðleiksefni á fund um þeirra og samkomum en al- mennt hefur tíðkazt hingað til. IV. Félagið skorar á íslenzka bóksala að vanda sem bezt val á starfsfólki sínu og taka upp þá reglu, sem gildir víða erlend- is, að einungis það fólk, sem hef- ur nokkra bókfræðilega og bók- menntalega þekkingu til að bera, verði ráðið til staraf í bókaverzl- unum“. Kl. 10—10.30 5. bekkur úr 8. st. og 4. bekkur úr 3. stofu. Kl. 10.30—10.45 4. bekkur úr 4. stofu. Kl. 10.45—11 4. bekkur úr 13. stofu. Kl. 11—11.15 4. bekkur úr 1. st. Kl. 11.15—11.30 4. bekkur úr 10. stofu. Kl. 1.30—2 5. bekkur úr 2. st. og 5. bekkur úr 15. stofu. Kl. 2—2.30 5. bekkur úr 7. st. Kl, 2.30—3 5. bekkur úr 6. st. Kl. 3—3.30 5. bekkur úr 8. st. og 4. bekkur úr 3. stofu. Kl. 3.30—4 4. bekkur úr 4. st. K1 4.30—5 4. bekkur úr 1. st. Kl. 4—4.30 4. bekkur úr 13. st. Kl. 5—5.30 4. bekkur úr 10. st. Það skal tekið fram að á laug- ardögum eftir hádegi fer engin sundkennsla fram, og börn fá þá ekki aðgang að lauginni. Vegna þrengsla í klefum er nauðsynlegt að bömin hraði sér, er þau afklæðast og gangi vel frá fötum sínum. Börnin verða að mæta stund- víslega og mega alls ekki slæpast við sundlaugina að loknu sundL H V Ö T Er víkingar sigldu að sólríkri ey var sumar í lofti og angan af landi. Þeir höfðu ekki annað en ferðlítið fley, er fannönnum urðu þá tíðum að grandi. Island þá nefndu þeir eyjuna þessa við elskuin það nafn og það munum við blessa. Nú eigum við gangmikil glæsileg fley með gufuafl, talstöð og hlaðin af vörum, Er sigla um höfin að sólfagri ey með syni vors lands, sem eru í förum. Guð blessi för okkar fámennu þjóðar til farsældar leiði þau, hollvættir góðar! Hér grænkaði skógur úr fjöru til fjalls er frumbyggjar komu og námu hér landið. Þeir hjuggu ’ann og brenndu og unnu til alls er aðeins var til þess áð veita ’onum grandið. En svona var hugsunin áður á öldum, að eyða því fagra, þess sárlega gjöldum. Nú glitrar hvert blómstur á grænkandi hól í góðviðri vorsins um friðsælar nætur. Það lifnar að nýju, sá kvistur er kól ó, komið og reisið hið máttvana á fætur! Um heiðloftin kvakandi söngfuglar sveima, þeir sækja okkur heim, til að elska og dreyma. Hvar er nú, æska, J)ín árvakra hönd? Því ísland þig kallar til starfa og dáða. Og frjómoldin angar frá fjalli að strönd, þín fyrirhöfn borgast við akrana sáða. Þú vormaður fslands, á verði skalt standa, sérð vonirnar rætast við störf þinna handa. Því landið það virðir hvert vel unnið starf ef verðu því líf þitt hvert einasta dægur. En niðjarnir taka það aftur í arf, því æskan er máttug ef viljinn er nægur. — Guð blessi landið á ókomnum árum og auðgi þann gróður er liggur í sárum. Hvar sem þú ferðast tim framandi lönd mun farsæld þín bíða í landinu heima. O lát ekki, viniu- minn, bresta þau bönd við brjóst þeirrar móður, er enginn má gleyma. Þín verkefnin bíða til sjávar og sveita, þeir sofa ekki á verði, er hamingju leita. Ó bindist þið samtökum, sáið í reit á sólríku vori í hlíöinni heima! Því þá verður fögur og frjósöm hver sveit, þín framtök mun sagan að eilífu geyma. Þá gróandi skógur og grundimar mætast, mun gullöld að nýju, ef vonimar rætast. HALLDÓR JÓNSSON frá Gili. Sundnámskeið fyrir efri bekki Barna skólans hefst í dag

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.