Dagur - 14.05.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 14.05.1952, Blaðsíða 8
8 Dagur Miðvikudaginn 14. maí 1952 Árásarmennirnir frá 30. marz 1949 hafa hlotið dóma í Hæsfaréffi Fengu allt að árs fangelsi og sumir sviptir kosningarétti og kjörgengi ævilangt Hæstiréttur hefur kveðið upp dóma yfir árásarmönnunum, er stóðu fyrir óeirðunum við al- þingishúsið 30. marz 1949 og hlutu þeir ajlþunga dóma enda þótt flestir dómarnir væru eitt- hvað léttir frá því í undirrétti. Alls voru ákærðir 24 menn en af þeim voru 4 sýknaðir. í undir- rétti voru 3 sýlmaðir. Tveir menn voru dæmdir í 12 mánaða fang- elsi, þrír í sjö mánaða fangelsi, þrír í sex mánaða fangelsi og einn í fimm mánaða f angelsi. Einn var dæmdur í 30 daga varð- hsdd og tveir í fésektir aðeins. Sumir dómanna eru skilorðs- bundnir. Átta hinna ákærðu voru sviptir kosningarétti og kjörgengi ævilangt. Þessir hlutu dóm: Stefán Ög- mundsson, 12 mán., Alfons Guð- mundson 12 mán. skilorðsbundið, Jón K. Steinsson, 7 mán., sviptir kosningarétti og kjörgengi til op- þnberra starfa. Magnús Jóel Jó- hannsson, 7 mán., sviptur réttind um. Stefnir Óláfsson 7 mán., svipt ur réttindum. Jón Múli Árnason, 6 mán., sviptur réttindum. Magn- ús Hákonarson, 6 mán., skilorðs- bundið, Stefán Sigurgeirsson, 6 mán. sviptúr réttindum. Garðar Halldórsson, 5 mán., skilorðs- bundið. Kristján Guðmundsson, 4 mán., Ólafur Jensson 4 mán., Jóhann Pétursson 3 mán. Skil- orðsbundinn dóm, fangelsi 3 mán. hlutu: Árni Pálsson, Gísli ísleifs- son, Guðmundur Helgason og Páll Theódórsson. Hálfdan Bjarnason hlaut 30 daga varðhaldsdóm, skilorðsbund inn. Hreggviður Stefánsson var sýknaður, en hafði verið dæmdur í 3 mán fangelsi í undirrétti. Fésektir hlutu Stefán Magnús- son og Guðmundur Jónsson. Allir hinir sakfelldu eiga heima í Reykjavík. Sr. Friðrik Friðriksson væntanlegur til bæjarins Dr. theol Friðrik Friðriksson er væntanlegur til Akureyrar n. k. föstudagskvöld með e.s. Esju. Kemur hann til að heim- sækja hið nýstofnaða K.F.U.M. á Akureyri. Allir drengir frá 9 ára aldri, piltar og ungir menn verða vel- komnir á fundi félagsins n. k. sunnud. í kristniboðshúsinu Zion þar sem hann mun tala. K.F.U.M. mun einnig halda almenna samkomu á sama stað á sunnudagagskvöldið kl. 8.30. Foreldrar drengja og pilta í K.F.U.M. eru sérstaklega hvattir til að sækja samkomuna. Sakborningunum var gert að greiða allan kostnað af rekstri málsins, en ríkissjóður greiðir kostnað vegna þeirra, er sýknað- Norður-Þingeyingar gefa myndarlega til sjúkrahússins ' Á meðal góðra gjafa, sem sjúkra- húsinu nýja hafa borizt nú nýlega og yfirlæknirinn kvittar fyrir ann- ars staðar í blaðinu í dag, eru kr. 15.450.00 frá íbúum Presthóla- hrepps og kr. 7.375.00 frá íbúum Öxarfjarðarhrepps 1 Norður-Þing- eyjarsýslu. Þá nemur söfnun í Skriðuhreppi í Eyjafjarðarsýslu kr. 5.920.00. Aðrar nýlegar gjafir: Verzlunar- mannafélagið á Akureyri kr. 5000, Kven félagið í Húsavík og Verka- kvennafélagið þar kr. 4000.00, söfn- un í Tjörneshreppi kr. 1240.00, hlutafélagið Hansa í Reykjavík kr. 500.00. Frá fundi Framsóknarmanna síðastliðinn sunnudag Myndin er frá fundi Framsóknarmanna á Hótel KEA s.l. sunnud. Eysteinn lónss. ílytur ræðu. Fjöldi manna sótii samkomur Framsóknarmanna m síMiiia helgi Nokkrir nýir félagar bættust Framsóknarfélagi Akureyrar á fundinum á sunnudaginn Hinar fýrirhuguðu samkornur | laugardagskvöldið, og var hún á- Framsóknarmanna i btc og hi'-raöi | gætlcga sótt, eftir því sem gerist um um sl. helgi urðu mjög fjölmennar °g sýndu glöggt, að menn láta sig boðskap Framsóknatf lokksins miklu skipta og leggja eyru við lillögum hans í þjóðmálum. ÁRSHÁTÍÐIN Árshátíð Framsóknarfélags Akur- eyrar var haldin að Hótel KEA á Athyglisverf starf í verknámsdeild í Gagnfræðaskóla Ákureyrar Mjög myndarleg handavinnusýning skólans Handavinnusýning Gagn- fræðaskóla Akureyrar var opin almenningi til sýnis á sunnudaginn var, og kom fjöldi gesta í skólann til þess að skoða handavinnuna. Á sunnudagsmorguninn bauð Þorst. M. Jónsson skólastjóri frétta- mönnúm, bæjarstjóra, þingmanni kaupstaðarins og fleiri gestum, þar á meðal Eysteini Jónssyni fjármála- ráðherra, er hér var staddur, að skoða sýninguna. Flutti hann við það tækifæri erindi um verknám í skólum og reynsluna af starfi verk- námsdeildar í Gagnfræðaskólanum á liðnum árum. Það kom fram í ræðu skólastjór- ans, að hann taldi aukið verknám í skólum hina merkustu nýjung í uppeldismálum og rétt stefnt að auka verknámið eítir því sem á- stæður leyfa, svo sem gert hefur verið hér. Hann taldi reynsluna sýna', að ekki þyrfti síðður góðar gáfur og hæfileika til að stunda verknám en bóknám, svo að í lagi væri. Vaxandi áhugi virtist og vera fyrir verknámi, eftir því sem að- staða til kennslunnar batnaði, t. d. með útvegun nýrra kennslutækja o. s. frv. Þá skýrði skólastjórinn ýtar- lega frá verknámskennslunni í skól- anum og afrekum nemenda. í verk- námsdeild pilta voru 56 nemendur Kennarar voru Guðmundur Frí- mann og Guðmundur Gunnarsson. Námsgreinar voru trésmíðar og bók- band. Kennslustundir samtals 42 á viku. Verkefni pilta urðu alls 588, einna lengst á rekspöl í jressu efni. bundnar bækur og smíðisgripir. Vinnuverðmæti pilta, mjög hóflega metið af kennurunum er 22 þús. kr. 1 verknámsdeildinni nutu 66 stúlkur kennslu og 59 í bóknáms- deild handavinnukennslu. Verkefni voru 802 og vinnuverðmæti mjög lágt metið til peningaverðs 81 þús. kr. Kennarar stúlkna voru Freyja Antonsdóttir, Kristbjörg Kristjáns- dóttir og Bergþóra Eggertsdóttir. Vakti skólastjóri athygli á því, að vinnuverðmæti fiemenda (efni ekki talið með) væri eins mikið og laun allra handavinnukennar- anna. Mest vinnuafrek. hafði Val- gerður Frímann sýnt. Unnið fyrir 1725.00 kr. Handavinnumununum var kom- ið fyrir til sýnis í mörgum skóla- stofum, og vakti sérstaka athygli kjólasaumur og hvítsaumur stúlkna og bókband og húsgagnasmíði pilta. Var líkast því að koma inn í vel birga kjólaverzlun að koma inn í sýningarstofuna. Auk kjólanna var þarna alls konar arin'ar fatnaður og margs konar hannyrðir og hjá pilt- um ýmsir smíðisgripir og bundnar bækur. Virtist mönnum vinna <>11 vönduð og bera vott um hæfni og smekkvísi kennara ög nemenda. Þetta mun mesta handavinriusýn- ing, sem sézt hefur í skóla hér, enda er verknámsdeild Gagnfræðaskólans sífellt að færa út kvíarnar og þoka starfi deildarinnar í það horf, sem fyrirhugað var með riýju fræðslulög- unum. Mun þessi skóli kominn slíkar samkomur. Voru gestir á ann- að hundrað talsins. Félagið bauð tíl samkomunnar þeim Eysteini Jóns- syni, ráðherra, og Sigurjóni Guð- mundssyni, framkv.stjóra flokksins, og eftir að veizlustjóri, Jóhann Frí- mann, skólastjóri, formaður félags- ins, hafði ávarpað samkomuna und- ir borðum og boðið heiðursgestina velkomna, flutti Eysteinn Jónsson snjallt og mjög adivglisvert erindi um Framsóknarflokkinn og bæina og nauðsyn jress, að frjálslynt fólk og andvígt öfgunum til hægri og vinstri, stæði saman í flokki og ynni í sameiningu að framkvæmd frjáls- lvndrar umbótastefnu, sem miðuð væri við þjóðina alla en ekki ein- staka hópa. Var gerður mjög góður rómur að ræðu ráðhérrans. Síðar um kvöldið sungu nokkrar ungar stúlkur létt lög við gítarund- irleik. Nefna þær sig „Leiksystur" óg eru að verða mjög vinsæll skemmtikraftur í bænum. Var jreim ágætlega fagnað. Síðan var fluttur ,,útvarpsþáttur“ frá Akureyri, eftir hinn góðkunna húmorista Baldur Eiríkssoii, og vakti hann mikinn lilátur, enda bráðsnjall og fyndinn. Síðan var stiginn dans til kl. ,2. af miklu fjöri, við undirleik liljóm- sveitar José Riba. Voru allir samkomugestir á einu máli, að þessi árshátíð hefði tekizt vel og orðið til uppörvunar og skemmtunar íyrir Jjátttakendur.. FUNDURINN Framsóknarfélögin i bæ og sýslu stóðu að fundinum að Hótel KEA á sunnudaginn kl. 4. Var hann á- gætlega söttur. Voru fundarmenn á Jrriðja hundrað talsins. Eftir að formaður Framsóknarfé- lags Akureyrar hafði sett fundinn og tilnefnt Þorstein M. Jónsson skólastjóra til fundarstjóra, flutti Eysteinn Jónsson ráðherra mjög ýtarlegt og fróðlegt erindi um stefnu Framsóknarflokksins í Jsjóð- málunum. Var Jrað bæði sögulegt og fræðilegt yfirlit um stefnu og störf flokksins, og brá ráðherrann upp mynd af því þjóðfélagi, sem flokkurinn vill koma hér á, þjóðfé- lagi, sem hefur samvinnuhugsjón- ina og sannvirðisgrundvöll vinnu og afraksturs að leiðarsteini. Var máli ráðherrans ágætlega tekið af fundarmönnum. Heimsókn ráðherrans og lunda- höld Jressi hafa orðið til styrktar og uppörvunar fyrir flokksstarfið hér, og kunna Framsóknarmenn honum beztu þakkir fyrir komuria. Söngmót að Laugum 22. júní í sumar Kirkjukórarnir í Suður-Þing- eyjarprófastsdæmi undiríiúa nú söngmót, sem fyrirhugað er að Laugum 22. júní næstkomandi. Samband kirkjukóranna var stofnað sumarið 1950, og hélt það fyrsta söngmót sitt að Húsavík þá um haustið, við mikla þátttöku og almenna hrifningu. — Þetta verður því annað í röðinni. í sam- bandinu eru alls 11 kirkjultórar. Tóku 8 kórar þátt í söngmótinu að Húsavík með samtals nálega 200 félögum. Allt útlit er fyrir, að þátttaka verði ekki minni í mót- inu í sumar. Eru því líkur til, að þar syngi 200 manna blandaður kór allstóra söngskrá, auk þess sem kórarnir syngja sérstaklega. Fulltrúi söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar í prófastsdæminu er Jónas Helgason söngstjóri að Grænavatni. Hefur hann í vetur heimsótt allmarga af kórum sam- bandsins og verið á æfingum hjá þeim. Stjórn Kirkjukórasambands Suður-Þingeyjarprófastsdæmis skipa nú: Páll H. Jónsson söng- kennari, formaður, séra Friðrik A. Friðx-iksson prófastur, ritari, Sigurður Guðmundsson gjald- keri, Jónas Helgason söngstjóri og Finnur Kristjánsson kaupfél,- stjóri. Kii-kjukórasambandið gerðist aðili að stofnun Kii'kjukórasam- bands Xslands á sl. sumri. „Fást“ í bíó Skjaldboi'garbíó er um þessar mundir að sýna kvikmyndina „Faust“ sem gerð er eftir heims- frægu leiki'iti Goethes og söngv- um Gounods. Myndin er ítölsk- amerísk fx-amleiðsla, skipuð ágæt um ítölskum söngvurum, og eins og að líkum lætur hin merkasta kvikmynd. Myndin verður sýnd aðeins í örfá skipti enn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.