Dagur - 19.06.1952, Blaðsíða 2

Dagur - 19.06.1952, Blaðsíða 2
2 D AGUR Fimmtudagimi 19. júiií 1952 JÓNÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR Frá bókamarkaðinum Dagskrármál landbúnaðarins: Þverá MINNINGARORÐ Föstudaginn 30. maí þ. á. var til grafar borin að Þverá í Laxár- dal í Suður-Þingeyjarsýslu Jón- ína Guðjónsdóttir, sem vei’ið hafði þar heimilisföst frá síðustu aldamótum eða fulla hálfa öld. Hún var fædd á Ljótsstöðum í sömu sveit hinn 29. janúar 1856 og því á 97. aldursári, er hún lézt. Faðir hennar var Guðjón Jóns- son, f. í jan. 1830, er bjó á Ljóts- stöðum allan sinn búskap, en fluttist með Jónínu að Þverá árið 1900 og átti þar heima, að einu ári undanteknu, þar til hann andað- ist í janúar 1931, er hann var því sem næst 101 árs gamall. Faðir Guðjóns var Jón Bjarnason bónda í Víðum í Reykjadal, Ól- afssonar. Móðir Guðjóns var Guðrún Guðmundsdóttir, bónda á Ófeigsstöðum og Hafralæk, Þorsteinssonar bónda í Hriflu, Hjaltasonar prests í Nesi, Þor- grímssonar prests á Hálsi, Jóns- sonar prests á Þóroddsstað, Þor- grímssonar prests á Möðruvöllum og síðar á Þóroddsstað (1674— 1679), Ólafssonar mektarbónda að Héðinshöfða. Standa að þeim ættlegg margar merkar ættir. Guðjón ólst upp sem tökubarn og fór á mis við fræðslu í æsku. Lærði þó snemma að lesa og draga til stafs. Hann var eðlis- greindur maður, en einangrun og látlaust strit einyrkjans settu mark sitt á hann. Hann var talinn einkennilegur maður í orðum, og hygg ég, að allmargir gamlir tals- hsettir hafi horfið með honum í gleymskunnar djúp. Hann var með áfbrigðum vandaður maður, grandvar og hjartahlýr, og svo barngóður var hann, að tæplega er hægt að hugsá sér betra. Hann las mikið blöð og bækur hin síð- ari ár, unz hann missti sjón. 1912 lá hann þunga legu og komst aldrei á fætur eftir það, því að fæturnir biluðu. Lá hann svo rúmfastur eftir það, að mestu blindur. Gat þó lengi prjónað. Hann var ætíð glaður og hress í anda, spurði margs og fylgdist með öllu, sem gerðist á heimilinu, úti og inni og almennum tíðind- um og jafnvel stjórnmálum. Hann kunni mikið af vísum, kvæðum og sálmum og var mjög söngelsk- ur. Hann kunni frá ýmsu að segja frá fyrri árum. Sagði hann mér til dæmis, að tengdamóðir sín, Guðrún Bergþórsdóttir, hefði sagt sér, að á siglingaleysisárun- um fyrir og eftir aldamótin 1800 hefði verið svo mikill skortur á járni, að menn hefðu smíðað Ijái úr tré (eikarljái) til að slá með á votengi, aðallega fergin. Var þetta einkum í Kelduhverfi. Hefi ég hvergi annarstaðar séð eða heyrt getið um þessa eikarljái, en efa ekki, að Guðjón hefir farið rétt með þetta. Guðjón sagði mér, að gamla konan hefði hermt eftir, það sem ljáimir sögðu, þegar slegið var. Járnljáirnir sögðu: „issum-hvissum“, en eikarljáirnir sögðu: „urrum-skurrum“. Guðjón var gæddur frábærri reikningsgáfu og hafði yndi af að reikna í huganum. Hann sagðist hafa lært ungur að leggja saman og draga frá, en margföldun og deilingu lærði hann aldi-ei nema af sjálfum sér. En til dæmis um reikningsgáfu hans var það, að þegar hann var kominn undir ní- rætt, blindur í rúminu, hafði hann það sér til dægrastyttingar, þegar fólkið var við héyskap og lítill tími til að sitja á tali við hann, að reikna ýmislegt í hugan- um. Meðal annars, sem hann reiknaði þá, var það,, hve margar sekúndur hann væri búinn að lifa, hve margir þumlungar væru til sólarinnar ög margt annað álika erfitt. Leysti hann þessar þrautir því nær úndántekningar- laust rétt út frá þeim forsendum, sem fyrir hendi voru. Dáðust margir að þolinmæði hans og minni. Guðjón var alla tíð fátækur, en hann var oftast einyrki. Hann var dýravinur og átti góðar skepnur einkum kindur. Lengi þötti hann mjög snjall að venja fjárhunda. Kona Guðjóns og móðir Jónínu sál. var Guðrún Einarsdóttir, og var Guðjón síðari maður hennar. Faðir hennar var Einar bóndi á Litluvöllum, Sigmundsson bónda á Grænavatni, Þorgrímssonar bónda í Baldursheimi Marteins- sonar. Kona Einars á Litluvöllum og móðir Guðrúnar á Ljótsstöðum var Guðrún Bergþórsdóttir hreppstjórá á Oxará, Jónssonar bónda á Snæbjarnarstöðum, Bergþórssonar. Kona Bergþórs á Oxará var Guðrún dóttir Einars Jónssonar bónda í, Skoruvík og Bjargar Illugadóttur frá Efrihól- um. (Einar hét réttu nafni Árni Jónsson, sbr. Konráð Vilhjálms- son: Horfnir úr héraði, bls. 159.-) Kona Sigmundar á Grænavatni var Helga, dóttir Jóns Einarsson- ar í Keykjahííð og ’konu hans, Bjargar Jónsdóttur, prests á Völlum, Halldórssonar. Bróðir Guðrúnar á Ljótsstöðum var Bergvjn jSnarssoir, faðir Baldvins Bárðdítls skálds'og organleikara. Margt merkra manna er í þes£- um settum^jjg— má--néfna áf frændum Jónínu t. d. Stephan G. Stephansson,. Jón.: Swinssom (Nonna), Jón Stefánsson (Þorgils Gjallanda), Jón á Arnarvatni, Sigurð í Yztafelli, JakobHálfdan- arson, Benedikt á Auðnum og marga fleiri gáfumenn. Jónína ólst upp, svo sem títt var •’um ~bömv fátæMmgcr árþeiTQ árum, við fremur þröngan kosf, nlÖd^ v&myfj erfv gott atlæti o| áájúð* fíiteldi’énná. Hún var ein af 5"*afsý.strúm, én auk þeirra voru allmörg börn Guðrúnar a*f fyiira .hjónabandi. Tækifæri til menntunar voru sem engin, en heima lærði hún snemma að lesa og skrifa. Hún var mjög bók- hneigð og unni fögrum ljóðum og hafði mikið yndi af söng og hljóð- færaslætti. Hún var gædd mikl- um fegurðarsmekk og hafði óvenjugott lag á að halda öllu snyrtilegu og viðkunnanlegú í kringum sig, þótt fátæklegt væri, og að klæðast smekklega og snyrtilega. Hreinlæti hennar var við brugðið. Hún giftist aldrei, og heimili hennar var alla tíð í Lax- árdal á fæðingarbænum, Ljóts- stöðum og á Þverá, en eitt ár átti hún heima á Brettings- stöðum í sama dal. Hún unni mjög vandamönnum sínum, eink- um föður sínum, sem orðinn var ekkjumaður löngu áður en þau fluttust að Þverá. Annaðist hún hann og hjúkraði honum af hinni mestu ástúð, pieðan hann lifði. , Á Þverá óíust upp mörg börn, bæði fyi;r.og síðai’, roeðan Jónína lifði þar. Öll hændust þau mjög að henni, óg’tók hún'þau að sér sem önnur móðir. Hefi ég enga betri barnföstru þekkt, enda elskuðu Eörnin-hana og virtu, og hún elskaði börnin, eins og móðir elskar böm sín. Allir, sem þekktu Jónínu, hlutu að elska hana og virða fyrir mannkosti hennar og göfgi. Trygglyndari og vinfastari mann^ veru er víst örðugt að hugsa sér. Geðprýði hennar, Ijúfmerinska og háttprýði var öllum til fyrir- myndaiy Hún var mikill dýraviné ur og hún unni fögrum blómum og yfirleitt öllu því, sem fagurt var. 'Hún'éískaði dalirm, þar sem Árbók Tryggingarstofn- unar ríkisins 1943—1946. Árbók Tryggingastofnunar rík- isins fyrir árin 1943—1946 er kom in út. Er hún mikið rit, tæpar 200 blaðsíður að stærð og hefur að geyma geysimikinn fróðleik um rekstur og hag stofnunarinnar, svo og þeirra sjóða, sem undir hana heyra; ennfremur um heil- brigðismál, slysfarir og fleira. — Árbók Tryggingarstofnunarinnar kom fyrst út á fimm ára afmæli stofnunarinnar, árið 1941, og náði þá yfir árin 1936—1939. Sérstakar árbækur komu síðan út fyrir ár- in 1940, 1941 og 1942, en þá varð hlé á, og nú er þráðurinn tekinn upp að nýju. Þessi nýja árbók er í sama formi og hinar fyrri. Hún nær til ársins 1946, en það ár urðu miklar breytingar á trygg- ingarlöggjöfinni, þar sem hin nýju lög um almannatryggingar gengu í gildi 1. janúar 1947. í ár- bókinni má sjá þau áhrif, sem heimsstyrjöldin hafði í för með sér fyrir tryggingarstarfsemina, með því að bera saman síðari ár við árið J.938, en það ár er tekið með í árbókinni til samanburðar. Gert er ráð fyrir að næsta árbók náði yfir árin 1947.—1950, og að þar verði gerð grein fyrir löggjöf- inni um almannatryggingar og þróun þessara mála, á því tíma- bili. Árbókinni er skipt í þrjá aðal- kafla. Fyrsti kafli fjallar um rekstur Tryggingarstofnunarinn- ar, en hann skiptist í eftirfarandi undirkafla: Sameiginlegur rekst- ur, Slysatryggingadeild, Sjúkra- Úryggingadeild, Ellitryggiúgádáild i (elilaun og örorkubætur og Líf- eyrissjóðúr íslartds), sérstakir líf- eyrissjóðir (Lífeyrissjóður emb- ættismanna, sem nú heitir I.íf- eyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóðúr barnakennara,Líf- eyrissjóður ljósmæðra og Lífeyr- issjóður hjúkrunarkvenna). Ami- ar kafli fjallar um orsakir örorku á íslandi. Er þetta mikil og fróð- leg ritgerð, en hana hefur Jóhann Sæmundsson prófessor ritað. í þriðja og síðasta kaflanum eru fylgiskjöl .listar yfir lög um al- þýðutryggingar og lög í nánu sambandi við þau, og loks reikn- ingar Tryggingarstofnunar ríkis- ins árið 1943 til 1946. í bókinni er mikill fjöldi skýrslna, töflur og línurit. Er þetta hin fróðlegasta bók. Bókina samdi Sölvi Blöndal hagfræðingur í samráði við for- stjóra og starfsmenn Tryggingar- stofnunarinnar, hvern á sínu sviði. hún lifði alla ævi, þessa litlu, un- aðsfögru sveit, einhvern fegursta og friðsælasta blett á okkar fagra landi. Jónína var fínbyggð kona, en hún hélt furðanlegri heilsu og óskertum sálarkröftum nokkuð fram yfir níræðisaldurinn. Síð- ustu árin hnignaði henni, og sein- asta árið lá hún rúmföst, þrotin að kröftum, unz lífið smáfjaraði út og hún sofnaði síðasta blund- inn eftir langt og fagurt æviskeið. Af systkinum Jónínu lifir yngsta systirin, Guðný, háöldruð. Hún er kona Friðriks Kristjáns- sonar frá Fossseli. Þau eiga nú heima í Húsavík. Sonur þeirra er Jón Þ. Buch bóndi að Einarsstöð- um í Reykjahverfi. Allir, sem kynntust* Jónínu, hljóta að sakna hennar, en sár- astur mun þó söknuður þeirra, sem hún fóstraði og nutu móður- legrar umönnunar hennar, er þeir voru börn. Blessuð. sé minnmg hennar. Áskell Snorrason. Mjólkurkæling og gæði mjólkurinnar Mjólkurkæling og gæði mjólkuri Eitt af vandaniálum landbún- aðarins og þá sérstaklega á mjólkurframleiðslusvæðunum, er kæling mjólkurinnar. Eins og kunnugt er, hefur kælingin mjög mikil áhrif á gæði mjólkur og mjólkurafurða. Þótt hreinlæti við mjaltir og hirðingu mjólkuríláta sé í bezta lagi, getur ónóg kæling valdið slæmri flokkun. Þegar hlýnar í veðri á vori og í hitum á sumrin fer jafnan svo, að all- margir mjólkurframleiðendur fá mjólk sína í 3. og 4. flokk. Hita- breytingin og þar með ónóg kæl- ing er í þessum tilfellum mjög greinilcg. í mjólkursamlögunum er mjólk- Þá er rétt að benda á það hér, að kælingarspursmálið gildir alla mjólk, bæði ógerilsneydda og gerilsneydda. Þegar gerilsneydd mjólk súrnar eða skemmist hjá neytendum, er orskanna venju- lega að leyta í ónógri kælingu. Mjólkin er e. t. v. látin vera í eld- húshita klukkutímum saman. Þeir, sem vilja halda gerils- neyddri mjólk óskemmdri í opn- um ílátum frá degi til dags, verða að geyma hana á köldum stað. Þá vil eg benda á eitt ennþá í sambandi við mjólkurkælingu, en það er munurinn á að kæla í vatni og lofti og í því sambandi vil eg einnig vitna í tilraunir prófessors Kjergáard Jensens. Mjólk kæld í vatni Mjólk kæld í lofti Hiti mjólkur Hiti vatns Hiti mjólkur Hiti lofts Sett í kæli 32.5° Eftir 1 kl. 15.0° Eftir 2 kl. 13.0° Eftir 3 kl. 12.25° Eftir 4 kl. 11.75° Eftir 5 kl. 11.0° Eftir 6 kl. 10.75° in metin eða flokkuð eftir sýru- stigi hennar. Frá hverjum fram- leiðanda er tekin prufa af mjólk- inni og saman við injólkina er sett sérstakt litarefni, sem hefur þann eiginleika að aflitast fyrir áhrif sérstakra enzynefna er bakterí- urnar í mjólkinni mynda. Því fleiri sem bakteríurnar eru í mjólkinni, því fljótar eyðist litar- efnið. Mjólkurprufurnar eru sett- ar í smá glös, sem látin era vera í 30.—40° heitu va(nfj en þessijiiti eír hinn ákjósanlé’gastffýýr þiðít’-. ðríuvöxtinn eSá fjölgunina í mjólkinni, m. ö. o. mjólkurpruf- an er geymd við eins slæm geymsluskilyrði og :verst verður á kosið. Til þess að mjólkin standist I. fl. þarf hún að haldast óskemmd í 5(4 klst. Aflitist mjólkin eftir 2—5(4 klst. fer hún í II. flokk. í III. fl. fer hún, ef af- litun skeður eftir 20 minútur til 2 klst. Sú mjólk, sem komin er sýnileg skemmd í innan 20 mín., fer í IV. flokk. Þessi litunarað- ferð, „reduktaserannsókn", er talinn góður mælikvarði á mjólk- urgæðin. Eftir henni er mjólkin verðfelld. Hún segir til um í stór- um dráttum um bakteríufjölda i mjólkinni. Danir hafa gert fjölmargar rannsóknir til að upplýsa það, hver áhrif kælingin hefur á geylmsluþol mjólkurinnar. Pró- fessor Kjergárd Jensen gefur upp í nýútkominni búfræðiorðabók — „Landbrugets Ordbog“, — eftir- greindar tölur varðandi fjölda baktería og fjölgun þeirra eftir vissan tíma, þegar geymsluhitinn er mismunandi. Sams konar mjólk var sett við mismunandi hita, og að 18 tímum liðnum voru bakteríurnar taldar í sýnishorn- unum og er bakteríufjöldinn gef- inn upp í 1 rúmsentrimetra af mjólk. Strax að lokinni mjöltun var bakertíufjöldinn: 10° 32.5° 5° 12.25° 27.5° 5.25° 12.0° 24.0° 5.5° 11.5° 20.25° 5.25° 11.0° 18.0° 5.25° 11.0° 17.0° 5.0° 10.50° 16.25° 4.25° Þessar tölur sýna okkur að enda þótt lofthitinn sé 5° lægri en hiti kælivatnsins er hitastigið í mjólkinni hærra eftir 6 kl. við loftkælingu en eftir 1 kl. við vatnskælingu. Ástæðan til þessa er einfaldlega sú, að vatnið er mörgum sinnum betri hitaleiðir en Loft er því einhver versti kælir sem völ er á. Hinsvegar geymist kæld mjólk ágætlega í köldu lofti ekki ^íður en í vatni. 'falið jrj- að ufh 2 kg af vatni 90;. h^itú'þupfi JHÍ að kæla 34° heita mjólk á 1 kl. í 5°. Þá er það mjög áríðandi ao kælivatnið sé að minnsta kosti jáfn hátt eðá hærra en mjólkur- hæðin í mjólko.rílátunum. Sé þessa ekki gætt kælist einungis sá hluti mjólkufinnar-, sem er í hæð kælivatnsins fyrir áhrif vatnsins, en sá hluti mjólkurinn- ar eða mjólkurílátsins^sem uppúr er kólnar aðallega fyrir áhrif loftsins og getuf“því haildist heit- ur mörgum tímum lengur. Mjólk- in getur því beinlínis haldist óskemmd í neðri hluta sama mjólkuríláts á meðan hún skemm ist í efri hluta þess. Þótt hér hafi verið einungis minnst á kælingu mjólkur í sam- bandi við gæði hennar er að sjálfsögðu margt fleira, sem kemur til greina svo, sem allt hreinlæti við mjaltir, hirðing gripanna og hreinsun mjólkur- íláta, en hér verður ekki rætt að þessu sinni um þessa hlið málsins. Eg gat fyrir all löngu síðan hér í þessum þáttum um sótt- hreinsunarefni, sem mjög hefur rutt sér til rúms erlendis hjá mjólkurframleiðendum, en efni þetta var „Cermedin V“. Þetta sótthreinsunarefni fæst nú hér á Akureyri hjá Páli Sigurgeirssyni í Vöruhúsinu og hefur hann auglýst það hér í blöðum fyrir nokkru síðan. Þeir sem enn hafa 1480 í cm3 2100 í cm3 eftir 18 kl. við 9° geymsluhita 5600 í cm3 eftir 18 kl. við 12° geymsluhita 156000 í cm3 eftir 18 kl. við 15° geymsluhita 550000 í cm3 eftir 18 kl. við 18° geymsluhita 6750000 í cm3 eftir 18 kl. við 21° geymsluhita Þessar tölur sýna hversu feikna. áhrif kælingin eða geymsluhiti mjólkurinnar hefur á gæði henn- ar. Þessar tölur sýna ennfremur að fjölgun bakteríanna er tiltölu- lega mjög hæg, þótt geymsluhit- inn sé upp í 12°, en hvað hitinn fer yfir 15° skemmist mjóllcin .ipjög ört. ÞaCi er því nijög piikil- ,vægt í ááróbahdi við íiijólkurkæl- ingu ,að fá hana kælda niður fyr- ir 15° á sem allra stytztum tíma. ekki keypt efni þetta né önnur hliðstæð efni ættu að reyna þau nú í sumar. Lítið herbergi óskast, nielzt í eða við mið- bæinn. AffiT. vísar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.