Dagur - 19.06.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 19.06.1952, Blaðsíða 8
8 Fimmtudaginn 19. júní 1952 Togaraútgerðin greiðir hluthöfum 5 % arð fyrir síðastliðið ár Frá aðalfundi Útgerðarfélags Akureyringa h.f. Aðalfundur Útgerðarfélags Ak- ureyringa h.f. var haldinn sl. laugardag og var vel sóttur. For- maður félagsstjómar, Helgi Páls- son bæjarfulltrúi, setti fundinn, en fimdarstjóri var kjörinn Erl- ingur Friðjónsson. — Formaður flutti skýrslu um rekstur félags- ins á sl. ári, ræddi aðstöðu félags- ins í dag og fraintíðarverkefni. Á 6. þúsund tonn. Togaramir þrír voru gerðir út allt árið og öfluðu vel, enda hafa þeir alla tíð verið meðal afla- hæstu skipa flotans. Þeir fóru samtals 54 veiðiferðir á árinu, 20 með ísfisk til Bretlands, 23 í hræðslu, 7 í saltfisk og 4 fyrir innlend frystihús. Aflinn var samtals: Harðbakur 5378 lestir, Kaldbakur 5330 lestir og Sval- bakur 5033 lestir. Kaupgreiðslur félagsins á sjó og landi námu TVz millj. króna. 5% arður. Samþykkt var tillaga stjórnar- innar um að greiða hluthöfum 5% arð íyrir sl. ár, og nemur sú upphæð um 155 þús. kr. Óskað var að hluthafar, sem eiga að fá meira en 500 kr. greiddar í arð, taki hlutabréf í félaginu fyrir arðinum. Framkvæmdir. Félagið hefur haldið áfram að byggja fiskverkunarstöð sína á Oddeyri og vinna þar margir menn að staðaldri. Félagið keypti húseignina Gránufélagsgötu 4 á sl. ári og er flutt þangað með skrifstofur sínar. Munu netaverk stæði félagsins einnig fá húsrúm þar..Vinnulaun í landi námu um 1,5 millj. króna. Erfiðari afkoma. Enda þótt félagið greiði hlut- höfum arð fyrir sl. ár, var upp- lýst á fundinum, að afkoman var mun erfiðari sl. ár en áður, aðal- lega vegna stóraukins kostnaðar við alla útgerð. Hafa útgerðar- vörur flestar stórhækkað í verði. Upplýst var að aflaverðmæti tog- aranna nemi: Kaldbakur um 20 millj., Svalbakur 12,7 millj. og Hai’ðbakur 6,5 millj., fram til sl. áramóta. Fimm ár eru síðan Kaldbakur hóf veiðar. Almenn ánægja. Á fundinum ríkti almenn ánægja yfir hag og rekstri félags- ins og hlutu framkvæmdastjór- inn, Guðmundur Guðmundsson, stjórnin og hinir duglegu og afla- sælu skipstjórar togaranna, Auð- unssynir, verðskuldað lof og þakklæti fyrir frammistöðuna. Kvenfélagið Framtíðin efnir nú mn helgina til fjölbreyttra Jóns- messuhátíðahalda á túnunum sunnan við sundlaug bæjarins, til ágóða fyrir sjúkrahúsið nýja. Hafa konurnar lagt fram mikið undirbúningsstarf og vænta þess að bæjarmenn fjölmenni á hátíð- ina og njóti þess, sem þar verður á boðstólum. Hátíðin hefst á laugardagskvöld kl. 8.30. Koma þar þá fram Lúðrasveit Akureyrar, Karlakór- Islenzk-amerískt félag stofnað Sl. mánudagskvöld var hér hald- inn stofnfundur Islenzk-amerísks félags, sem hyggst vinna að menn- ingarlegúm og viðskiptalegum tengslum íslands og Bandaríkjanna í samvinnu við Islenzk-ameríska fé- lagið í Reykjavík og The American Scandinavian Foundation í Netv York. Formaður Islenzk-ameríska félags- ins í Reykjavík, Vilhjálmur Þór forstjóri, er gekkst fyrir stofnun fé- lagsins, lýsti tilgangi þess. Eru stofn- endurnir um 70 talsins. Undirbúningsnefnd félagsstofn- unarinnar hafði boðið á fundinn fulltrúum frá sendiráði Bandaríkj- anna og varnariiðinu, og voru mætt- ir Mr. Sidney Sober, sendifulltrúi, J. E. McGaw, hershöfðingi, dr. Ol- son, blaðafulltrúi sendiráðsins, og nokkrir aðrir gestir. Avörpuðu þeir Mr. Sober og hershöfðinginn fund- inn. I stjórn hins nýja félags voru kjörnir þessir menn: Haukur Snorrason ritstjóri, formaður, séra Pétur Sigurgeirsson, varaformaður, Jónas G. Rafnar alþm., gjaldkeri, Geir S. Björnsson prentsm.stjóri, ritari, og meðstjórnendur Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri, séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, Sverrir Ragnars framkv.stjóri og Jón Egils framkvæmdastjóri. I íundarlok fiutti Bragi Sigur- jónsson ritstjóri erindi um ferð sína til Bandaríkjanna nú fyrir skömmu. inn Geysir og fimleikaflokkur. Þá verða opnuð tjöld á hátíðasvæð- inu og þar fást alls konar veit- ingar. Þar verða ennfremur tvö spákonutjöld og svo hið vinsæla Tivoli-tjald, og býður upp á margvísleg skemmtiatriði. — Á sunnudaginn hefst hátíðin klukk- an 1.30 með leik Lúðrasveitarinn- ar. Þá flytur frú Laufey Pálsdótt- ir, formaður Framtíðarinnar, ávarp, þá verður guðsþjónusta og prédikar séra Pétur Sigurgeirs- son undir berum himni. Þá mun Fjölbreytt JónsmessuhátiS til ágóða fyrir sjúkrahúsið um næstu helgi 71. aðalfundur K. Þ. haldinn í Reynihlíð um helgina 71. aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga var haldinn að Reynihlíð við Mývatn á laugardaginn og sunnudaginn var og sátu hann 91 fulltrúi auk félagsstjómar, kaup- félagsstjóra og endurskoðenda, en auk þess komu á fundinn margir gestir. Heiðursgestur fundarins í til- efni af 70 ára starfi félagsins, var Sigurður Bjarklind, fyrrverandi kaupfélagsstjóri. Karl Kristjánsson, formaður félagsstjómar, flutti skýrslu fé- lagsstjórnar og minntist 70 ára starfs félagsins í setningarræðu. Þórhallur Sigtryggsson kaup- félagsstjóri flutti ársskýrslu sína og endurskoðendur greinargerð um reikninga. Vörusala félagsins sl. ár var 13,2 millj. kr. og samþykkti fund- urinn að endurgreiða 4% í stofn- sjóð félagsmanna ,af ágóðaskyld- um viðskiptum. Félagsmenn eru nú rúmlega 1420. Á laugardagskvöldið skemmtu sameinaðir kirkjukórar Reykja- hlíðar- og Skútustaðasókna full- truum og gestum með söng undir stjórn Sigfúsar Hallgrímssonar. Ennfremur lásu upp Amfríður Sigurðardóttir, skáldkona, og Sólveig Stefánsdóttir, húsfreyja í Vogum, frumsamin ljóð, og Ingi- björg Steinsdóttir leikkona skemmti með upplestri. Pétur Jónsson, gestgjafi í Reynihlíð, las upp minningaþátt, ritaðan af Ás- rúnu Árnadóttur frá Garði. Á sunnudaginn hélt fundurinn áfram og voru þá rædd ýmis mál og ályktanir gerðar. Var sam- þykkt að efna til almennrar sam- vinnuhátíðar í héraðinu í sumar í tilefni af 70 ára starfi fálagsins. Fjallkonan koma fram og loks syngja þeir Sverrir Pálsson og Jóhann Konráðsson nokkur lög. Tjöldin verða opin allan daginn til veitingasölu og margs konar skemmtana. Kaffisala er báða dagana í Gagnfræðaskólahúsinu. Jónsmessuhátíðir Framtíðar- innar hafa jafnan þótt hin betza skemmtun og tilbreyting í bæjar- lífinu. Auk þess sem menn skemmta sér þar á heilbrigðan hátt, leggja þeir einu okkar mesta nauðsynjamáli lið. Sækið því há- tíðina um helgina og styðjið nýja sjúkrahúsið! Góðir vestur-íslenzkir gestir Hingað eru væntanleg í kvöld Guðmundur J.ónasson fiskkaupinað- ur frá Winnipeg og frú hans. Munu þau dveljaíhér í nokkra daga. Guð- mundur er framkvæmdastjóri og eigandi Keystone Fisheries Ltd. í Winnipeg, sem er þekkt fyrirtæki. Hann er og kunnur fyrir þátttöku í starfi Þjóðrækn isfélagsins vestra og starfi Evangelisk-lútherska kirkjuié- lagsins. Þessum góðu gestum mun verða vel fagnað hér nyrðra. Rannsóknaskip þriggja þjóða hefja athuganir á göngu Norðurlandssíldar Skipin hittast á Seyðisfirði 25. þ„ m. María Júlía hélt af stað frá Reykjavík laust eftir sl. mánaða- tnót í rannsóknarleiðangur vest- ur og norður fyrir land. Fyrst gerði skipið sjórann- sóknir í Faxaflóa, en síðan er kannaður sjórinn út af Vest- fjörðum. Þá voru teknar sneiðar norður í haf, út af Húnaflóa, Siglufirði og Melrakkasléttu. Síð- an var haldið frá Langanesi til Jan Mayen og þaðan verður siglt suður um hafið eftir 9. lengdar- baug. Skipið kemur til Seyðis- fjarðar 25. júní. Norska rannsóknarskipið G. O. Sars lagði af stað í rannsóknar- leiðangur frá Álasundi 23. maí. Tilhögun leiðangursins er þann- ig, að fyrst er haldið norður með Noregsströndum til þess að rekja mörkin milli strandsjávarins og úthafssjávarins. Þegar kemur norður til Lofoten er farið til Jan Mayen, en þaðan haldið beint í norður þangað til komið er að ís- röndinni. Þaðan er svo haldið til Svalbarða. Síðan er siglt í suður- átt og lýkur ferðinni á Seyðis- firði 25. júní. Þá lagði „Dana“ af stað frá Færeyjum upp úr hvitasunnu, en hafði áður verið rúman mánaðar- tíma að rannsóknum í Norðursjó. Hún á að kanna úthafið milli ís- lands og Noregs frá Færeyjum norður á móts við Austfirði og lýkur hún störfum á Seyðisfirði 25. júní. Tilgangur rannsóknanna er fyrst og fremst leit að Norður- landssíldinni, þar sem hún er á ferð um hafið. Ennfremur eru gerðar víðtækar sjó- og svif- rannsóknir til þess að átta sig á því, hvernig straumar liggja og safna gögnum til að draga af ályktanir um síldveiðahorfur við Norðurland á komandi sumi-i að svo miklu leyti sem það er hægt. Oll skipin verða á Seyðisfirði 25. júní og verður þá borinn sam- an árangurinn sem náðzt hefur og gefin út tilkynning strax að fund- inum loknum, þar sem sagt verð- ur frá því hvar síld hefur fundizt, og hvernig ætla megi að horfurn- ar séu. Þetta er í fyrsta skipti er þrjár þjóðir samstilla krafta sína til þess að kanna hafsvæðið sem Norðurlandssíldin gengur um rétt áður en síldveiðar við Norð- urland eiga að hefjast. Ef veðurskilyrði verða sæmi- leg og ef hepþnin er með má vænta nokkur sárangurs, er ætti að geta orðið síldarútveginum til ómetanlegs gagns, eigi aðeins næsta sumar, heldur og fram- vegis. Forystumenn rannsóknarskip- anna eru Unnsteinn Stefánsson, Finn Devold og Erik Bei’telsen. - Menntaskólinn (Framhald af 1. síðu). Sigríður Helgadóttir, Ak. I. 6.73 Sigríður Jónsdóttir, Ak. I.G.41 Sigrún Brynjólfsdóttir, Ef. I. 7.07 Sigurður Richardsson, Rvík 11.5.64 Stefán A. Jónss., A.-Hún. (usk.) 1.6.50 Þóra Davíðsdóttjr, S.-Múl. 11.5.85 Þór. l’étursson, S.-Þfng. (usk.) II. 5.67 Þórey Kolbeins, Vestm: 1.6.83 Þórir H. Einarsson, A.-Hún. 1.6.62 Örn Þór, Rvík 1. 6.01 Stœrdfra’ðidcild: Daníel Gestsson, Seyðisf. 1.6.71 Edda Emilsdóttir, S.-Múl. • II. 5.00 Gissur Pétursson, Ak. I. 6.09 Guðm. Samúelsson, Akran. II. 5.53 Gunnar Bahlvinsson, Ak. I. 7.24 Gult. Sigurbjarnarson, S.-Múl. I. 6.46 Haraldur Jónasson, S.-Þing. 11.5.89 Hákon Hertervig, Sigluf. II. 5.44 Hreggviður Hermannsson, Ef. 11.5.63 Hörður Þormar, S.-Þing. 1.7.18 Ingi Erlendsson, Rvík I. 6.04 Ingi Þorsteinsson, Rvík (usk.) II. 5.10 Jóhann Níelsson, Nesk. 1.6.16 Jón Jóhannesson, S.-Þing. I. 6.91 Jónas Jónsson, S.-Þing. II. 5.67 Jónas Oddsson, Ak. I. 6.69 Kristín Þorsteinsdóttir, EfT II. 4.84 Magnús Hallgrímsson, Ak. I.6.9I ólafur Asgeirsson, Borg. II. 5.57 Ölafur Stefánsson, Borg. I. 6.46 Ragnar Júlíusson, Ak. 11.5,79 Sigm. Guðbjarnason, Akran. 1.7.25 Sigurður Emilsson, Hafn. 11.4.65 Stcfán Guðjohnsen, Rvk (usk.) III. 4.34 Stcfán Stefánsson, Ef. I. 7.10 Tryggvi Þorsteinsson, Vestm. 1.6.71 Þorgeir Þorgeirsson, Strand. I. 6.02 Þórarinn Þórarinsson, N.-Þing. II. 4.96 Bílaversfæðið Þórshamar er affur fekið fil sfarfa á Gleráreyrum Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hér í bæ er nú aftur tekið til starfa í húsakynnum fyrirtækis- ins á Gleráreyrum. Verkstæðið eyðilagðist af eldi í október í fyrra og hefur síðan verið unnið að endurbyggingu þess. í vetur starfaði- verkstæðið í bráðabirgða húsnæði, í bílayfirbyggingar- verkstæði KEA. Hið nýja verk- stæðishús er reist á grunni hins gamla en er stærra um sig og allt hið vandaðasta. Enn skortir verulega á að smíðinni sé að fullu lokið og var unnið af kappi þar ytra í gær, er Dagur kom þangað í stutta heimsó.kn. Verkstæðið er þegar vel búið að vélum og tækjum og leggur kapp á að bjóða bifreiðaeigend- um góða þjónustu. Framkv.stjóri fyrirtækisins er Kjartan Jó- hannsson, en formaður stjórnar- innar er Stefán Ái’nason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.