Dagur - 19.06.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 19.06.1952, Blaðsíða 6
DAGUR Fimmtudaginn 19. júní 1952 Álmenn fjársöfnun fil þess að byggja yfir íslenzku handritin r Avarp til Islendinga Fyrir skömmu hófst fjársöfnun í því skyni að byggja hús yfir væntanlegt handritasafn á fs- landi. Að tilhlutun Stúdentafé- lags Reykjavíkur hafa ýmis félög og samtök heitið þessu máli lið- sinni og hafa myndað nefnd, sem hafa á með höndum almenna fjársöfnun meðaLþjóðarinnar. Á þessu sumri má gera ráð fyr- ir því, að til úrslita dragi um það, hvort íslendingar fái afhent sín fornu handrit frá Danmörk. Það er utan verkahrings fjársöfnun- arnefndar, hvort íslendingar fall- ast á þá málamiðlun, sem tungið kann að verða upp á, eða ekki. Á hitt vill nefndin leggja ríka áherzlu, að íslendingar geri nú þegar þær ráðstafanir heima fyr- ir, sem viðeigandi mega teljast í því skyni að talca á móti þeim þjóðardýrgripum, sem þeir telja sína veigamestu. Fyrsta skrefið í því efni verður hiklaust að telja það, að nægilegt fé verði fyrir hendi til þess að reisa handrita- safninu vegleg húsakynni og sjá því fyrir nokkru stofnfé til áhaldakaupa. Landsnefndin er þéirrar skoð- unar, að bezt fari á því, að ís- lendingar reisi slíkt hús sjálfir án þess að þurfa í því efni að leita til fjárveitingavaldsins. Tal- ið hefur verið, að tíu króna fram- lag frá hverjum íslendingi myndi nægja til þess að reisa bygging- una. íslendingar hafa oft sýnt höfðingsskap, þegar minni kröfur voru gerðar til þjóðarsóma og oft og tíðum safnað miklu fé á skömmum tíma. Reynslan hefur orðið sú, að undirtektir hafa orðið mjög góð- ar við fjársöfnun þessa. Hafa mörg sveitarfélög lofað að leggja fram fjárhæðir. Auk þess hafa einstaklingar og félagshópar þeg- ar látið mikið fé af hendi rakna. Um leið og landsnefndin tekur nú til starfa, heitir hún á liðsinni allra góðra íslendinga og skorar á þá að láta samskot þessi ganga fljótt og vel, svo að til sóma megi verða. F. h. Stúdcntafél. Reykjavíkur Páll Ásg. Tryggvason. F .h. Alþýðusambands íslands Ólafur Pálsson. F. h. Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Arngrímur Kristjánsson. F. h. Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands Guðbjartur Ólafsson. F. h. félags ísl. iðnrekenda Pétur Sæmundsson. F. h. Félags ísl. stórkaupmanna Egill Guttormsson. F. h. Kvenfélagasamb. íslands Guðrún Pétursdóttir. F. h. Landssamb. iðnaðarmanna Eggert Jónsson. F. h. Landssambands íslenzkra útvegsmanna 1 Ingimar Einarsson. F. h. Sambands ísl. sveitarfél. Eiríkur Pálsson. F. h. Samb. smásöluverzlana. Jón Ó. Hjörleifsson. F. h. Stéttarsambands bænda Sæmundur Friðriksson. F. h. Verzlunarráðs Islands Eggert Kristjánsson. F. h. Vinnuveitendasamb. fsl. Barði Friðriksson. F. h. Ungmennafélags Islands Stefán Ólafur Jónsson. (Sign.). Sveskjur Kr. 10.50 Blandaðir ávextir Kr. 21.00 Þurrkuð Epli Rúsínur, steinlausar og með steinum. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildf og útibú. Capers Salad Cream Heinz Mayonaise Heinz Sandw. Spread Sætur Pickles Appelsínumarmelaði Jarðarberjasulta Tómat Purre Tómatsósa. Kaupfélag Eyfirðinga N ýlenduvörudeild og útibú „Perso" þvottalögur í 3 pela flöskum. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild og útibú. Útlent kex í pökkum og lausri vigt. Margar tegundir. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú. Síldveiðar Nokkra fullgilda háseta vantar til síldveiða á m.s. Sæfinn EA 9. Sími 1546. Fjármark mitt er: Vaglskorið aftan hægra og hálftaf framan vinstra. — Brennimark: Brtin. Valgarður Kristinsson, Brún, Akureyri. Sveitarsýningar á hrossum verða haldnar á sambands- svæði Búnaðarsambands Eyja- fjarðar sem hér segir: Hrafnagili: Miðvikudaginn 2. júlí fyrir sveitirnar austan fjarðarins og framan Akur- eyrar að Akureyri meðtalinni. Reistará: Fimmtudaginn 3. júlí fyrir sveitrinar utan Ak- ureyrar. Ráðunautur Búnaðarfélags íslands í hrossarækt mætir á sýningunum. Stjórn Bi'maðarsambands Eyjafjarðar. Ráðkona Kona óskar eftir ráðskonu- stöðu í bænum. Má vera létt vist. Sérherbergi. Afgr. vísar á IBUÐ, 2 herbergi og eldhús, til sölu. Afgr. vísar á. Stofu-klukkur, mjög vandaðar og glæsi- legar, nýkomnar. Guðbr. Samúelsson, úrsmiður. Hood sióstíevél fullhá Skódeild KEA. Svefnpokar Bakpokar Tjöld Ferðaprimusar Járn- og glervörudeildin THEÓDÓRA GUÐRÚN BJARNADÓTTIR lézt að heimili okkar, Spítalaveg 9, föstudaginn 13. þ. m. — Jarðarförin er ákveðin frá heimili okkar föstudaginn 20. júní og hefst kl .2 e. h. Fyrir hönd vandamanna. Theódóra Tómasdóttir. Ásgeir Árnason. Jarðarför móður okkar, KATRÍNAR MARKÚSDÓTTUR, sem lézt 14. þ. m. að heimili sínu, Ásgarðsvegi 15, Húsavík, fer fram þriðjudaginn 24. þ. m. frá Lögmannshlíðarkirkju kl. 13.30 eftir hádegi. Fyrir mína hönd, systkina minna og annarra vandamanna. Bjarni Ásmundsson. Seiss QJion Myndavélar Járn- og glervörudeild. »##»############»##########i y#############################################################!1 Ferðatöskur (5 stærðir) Kaf f itöskur 1 Járn- og glervörudeild. /########################################################^####' 1 Saumvélar fótstígnar. Járn- og gleruörudeild. Happdræftislán Ríkissjóðs Ekki hefir enn verið vitjað eftirtalinna vinninga í B-flokki Happdrættisláns ríkissjóðs, er útdregin voru þann 15. júlí 1949: 10.000 krónur: 12973. 5.000 krónur: 53912. 2.000 krónur: G052, 17085, 104235. 1.000 krónur: 6014, 32528, 74657, 138103. 500 krónur: 2242, 9233, 22571, 23284, 250G4, 25173, 32070, 32222, 36279, 38163, 40181, 45370, 56427, 58478, 58533, 59311, 71104, 72335, 76670, 78774, 88012, 102539, 108188, 110186, 122304, 132921, 142339, 145248. 250 krónur: 819, 10781, 15314, 17456, 18496, 20863, 24527, 25196, 29544, 32132, 32357, 36571, 39248, 39418, 39485, 40133, 40735, 45374, 49827, 53865, 55174, 58803, 58810, 59818, 62520, 62728, 66952, 70021, 70151, 71276, 71567, 73177, 74230, 77757, 85516, 86979, 91559, 92141, 92959, 93803, 94693, 96559, 98453, 103484, 105004, 109565, 112805, 122230, 131734, 138429, 141673, 143165, 145363. Sé vinninga þessara ekki vitjað fyrir 15. júli 1952, verða þeir eign rikissjóðs. Fjármálaráðmicytið, 11. júní 1952. '„#»««#«»»##«#««*«»W»»««W«***««»**«***»*W************>>*I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.