Dagur - 19.06.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 19.06.1952, Blaðsíða 4
4 D AGUR Fimmtudaginn 19. júní 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNOKRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Þjóðhátíðin og þjóðarsagan FLESTAR FRJÁLSAR ÞJÓÐIR - og raunar einnig ýmsar hinna, sem ekki njóta fulls frelsis eða sjálfsforræðis — eiga sér sinn þjóðhátíðardag og halda hann hátíðlegan ár hvert. Með nokkrum rétti má segja, að við íslendingar eigum tvo slíka 'minningar- daga frelsisbaxáttunnar og fullveldisins — 1. desem- ber og 17. júní — þótt sá fyrrnefndi sé nú óðum að þoka úr scssi fyrir hinum síðarncfnda scm almennur hátfðisdagur þjóðarinnar allrar, svo sem og eðlilegt og skylt er. Því víst cr })að rétt, sem drepið var á í prédikun þjóðhátíðarnjessunnar hér uppi á hátíðar- svæðinu sl. þriðjudag, að þessi j)jóð á sér þegar helzti marga frídaga, þótt prédikarinn bætti því raunar við, að ekki teldi hann þá eftir cða sæi neinum ofsjónum yfir jieiyi persónulega, en hitt gengi sér á stundum, nærri hjarta, hvcrsu illa væri á þeim haldið;— liversu litlar liátíðir og lítt lieilagir helgidagarnir mórgu væru í raun og. sannleika, cins og nú er oftast að farið hér — og sjálfsagt víða annars staðar — í þeim etnum. ÁTTA AR eru nú liðin, síðan lýðveldi var stofnað á Islandi og þjóðin heimti frelsi sitt aftur úr-gréípúm. erlendra Jijóða. Og enda J>ótt rúmum aldarf jórðungi væri bætt við það tímatal og reiknað frá 1. desember 1918, cins og gera má með nokkrum rétti að því, er viðkemur hinu síðara atriðinu, er þessi nýi kapítuji þjóðarsögunnar j)ó enn aðeius upphafið og harla skammvinnt skeið, ef mælt er á alin kynslóðanna, sögunnar og reynslunnar, svo sem og cðlilegt er og íullkomlega réttmætt. Jiegar slík atriði ber á góma. Jafnvel þótt einstaklingur ætti í hlut, en ekki heil þjpð, er J)ó lýðveldis-tímabilið, j)að hið síðara og nýja, áðeins stutt og hraðfleyg stund, og érvarlegt væri að byggja á Jteirri reynslu, sem Jiegar er fengin af full- veldinu, nokkra þá spádóma eða ályktanir, sem vcru- legt mark sé á takandi. En enda J)ótt svo sé, má J)ó mcð gildum rétti segja, að sú saga, sem J)cgar hefur gerzt, og reynslan, sem þegar er fengin, bendi að mörgu leyti í alveg ákveðnar áttir í ýmsum greinum. EKKI GEFST hér tóm til að draga nokkrar álykt- anir af Jiessum vísbendingum reynslunnar og sf>g- unnar. En óhætt er Jm> að segja J>að mikið, að yfirleitt bendi J>ær upp á við og fram á leið. Þjóðin hefur rétzt alveg. furðulega fljótt og eindregið úr J>cim harða kút, sem undangengið, aldalangt niðurlæg- ingarskeið hafði keyrt hana í. Og cngin fjarstæða er að kveða svo að orði, að meiri og markverðari saga hafi gerzt á þessu örstutta skeiði en allar ]>ær aldir, sem við höfðum áður búið í þessu landi — á sviði tækni og verklegra framfara a. m. k., á vcttvangi byggingalistarinnar, búskaparháttanna og hvers kon- ar atvinnuþróunar annarrar, svo að dæmi séu nefnd. Og alveg hið sama verður óneitanlega uppi á ten- ingnum ,þegar litið cr til ýmissa annarra þátta þjóð- lífsins, jafnvel skyggnzt inn á svið þeirra mála, sem eðli sínu samkvæmt hljóta þó jafnan að lúta öðrum og íhaldssamari, hægskreiðari og stórum :afstæðari lögmálum á ýmsa lund, svo sem þróun lista, vísinda og æðri menntunar. Um ytri lífskjör og hag fólksins er hægt að ræða, og jafnvel sanna bæði eitt og annað i því sambandi. En um sjálfan kjarna málsins, innri menningu og þroskastig fólksins í landinu, verður hins vegar naumast rökrætt með líklegum árangri, hvað J>á heldur nokkuð sánnað eða fullyrt — og J>að af þcirri einföldu ástæðu, að enn er á ]>vf sviði engin viðhlítandi né algild mælistika fundin, hvorki hér né annars staðar í heimi. Og frá J>eim sjónarhóli séð getur J>að því.bæði verið réttmætt og eðlilegt, nú sem _áður, hér sem annars stað- ar,lað. segja og spyrja með skáldinu: .I’ví jafnvcl í fornöld sveif lmgur eins hátt — og hvar er J>á nokkuð, sem vinnst?" VIÐ VERÐUM ÞVÍ aðeins að vona — og treystum ]>ví raunar í lengstu liig — að einnig að J>essu leyt-i hafi ýmislegt markvert og þroskavænlegt áunnizt, samfara hin- um stóríelldu ytri framförum, þótt ekkert verði um J>að sannað né full- yrt. En á J>að skal svo að lokum lauslega bent, að enda þótt hin ytri þróun hafi á hinu stutta fullveldis- skeiði verið svo ör og gagnger að ýmsu leyti, að kalla mætti byltingu eða kraftaverk, ef miinnum J>óknast að nefna hlutina svo altækum en |)ó afstæðum nöfnum — væri J>að þó auðvitað full fjarstæða að J>akka [>essa J>róun frelsinu og fullveldlnu einu saman, því að margar aðrar stoðir hafa undir hina nýju — og á margan hátt — tiltölulega glæsilegu þjóðfélagsbyggingu runnið. — Og vissulega lifir allur heimurinn — en ekki íslendingar cinir — nú á öld hraðans, tækninnar og hinna stór- stígu efnislegu eða ytri ]>róunar. En jafnsatt er hitt, að fullveldið og frelsið eiga }>ó vafalaust diýgsta og sterkasta þáttinn í haldreipi }>ví, sem J)jóðin hefur að undanförnu handstyrkt sig upp eftir úr feni niðurlægingarinnar og stuðzt við á göngu sinni og þroskaviðleitni fram á leið. FOKDREIFAR Rottueyðing. Magnús Kristjánsson, Aðalstr. 12 hér í bœ, skrifar blaðinu á þessa leið: „STJÖRNU APÓTEK KEA auglýsti í Degi 2. apríl s., að það hefði á boðstólum nýtt rottueitur. Þetta efni er amerískt og heitir „Warfarin". Datt mér í hug, að þetta væri skrumauglýsing, J>ví að til margra ára hafa menn ver- ið að burðast með ýmsar tegundir af eitri, til útrýmingar á þessum allra skæðasta óvini mannsins í heimi dýranna, sem eyðieggur milljónir eða tugmiljóna króna af verðmætum á ári hverju fyrir okkur. Ennfremur verstu smit- berar, sem Ifyrii'finnast. Þessar eiturtegundir, sem hing- að til hafa vei'ið notaðar, eru Stryknin,,arsenik, baríumkarbo- nát, strándTáúkúr, antú o. fl. Öll þessi efni eru hættuleg, bæði mönnum og húsdýrum og mjög kvalafull, en ef rottum er gefið þetta nýja efni, virðist svo, að þær taki ekki neitt út, heldur smá dofna þær ,og sofna að síð- ustu, það er að segja ef blöndun- in er rétt. v Dagur hefur áður skýrt frá þessu nýja eitri og þýtt grein eftii' Paul de Kruif, þár sem hann skýrði nákvæmlega frá uppfinn- ingunni og hvernig bezt væri að nota efnið. Eg fór því til Jóns Steingrímssonar og óskaði eftir því að hann prófaði þetta efni í húsinu, sem eg bý í. í þessu húsi hef eg búið í þrjú ár, og alltaf hefur það verið fullt af rottum, þrátt fyrir margendurteknar eitranir. Jón Steingrímsson, sem sér um rottueitranir hér á Akureyri, tók mér vel, en var þó trúlítill á að þetta eitur væri betra, en það eit- ur, sem hann hefur notað undan- farán ár. Lét hann mig þó hafa duglegan skammt, blandaðan mais og rúgmjöli. Fyrstu og aðra nóttina var allt étið upp, en þriðju nóttina mjög lítið snert við því. Eftir fáeina sólarhirnga var húsið alveg rottulaust og í þrjár vikur aldrei sést rotta hér nálægt. Eg hef séð í íjárhagsáætlun bæj- arins 1949, að þá hafi verið áætl- aðar þrjátíu þúsund krónur til rottueyðingar og er það mikið fé. Tel eg víst, að ef þetta nýja eit- ur yrði notað, þó dýrt sé, mætti lækka þennan útgjaldalið til muna með breyttu skipulagi. Mín reynsla er þessi, að eg tel þetta eltúr óbrigðult. Skora eg því á bæjarstjórnina og Jón Stein- grímsson að nota eingöngu „War- farum“ þegar eitrun hefst á þessu ári. Ennfremur vil eg beina þessu máli mínu til dýraverndunar- félagsins til athugunar." Lystigarður, ánamaðkar og laxveiðimenn. Þura frá Garði skrifar blaðinu eftirfarandi pistil og er allþung- orð í garð laxveiðimanna. Hún segir: ÞAÐ ER EKKI ósjaldan að tal- að er og skrifað um hina miklu garðamenningu Akureyrarbæjar, skrúðgarða við heimahús, skóg- arbrekkur og síðast en ekki sízt Lystigarðinn. Eigi væri það ólíklegt að þeir, sem alast upp við blómaskrúð og bjarkailm yrðu fyrir siðbætandi uppeldislegum áhrifum af um- gengni sinni við þessa dýrð, og má svo vera um einhverja. En eftir sjö sumra starf við Lysti- garðinn, hefur mig undrað hve mikið vantar á, að íbúar þessa bæjar skilji gildi hans og kunni að nota sér hann á réttan hátt, eða skilji hlutverk hans. Gæti jafnvel hugsast að til væri fólk, sem hugsaði sér garðinn aðallega sem barnaleikvöll, stökkpall eða hlaupabraut hálfþroskaðra ungl- inga. En til þess er hann of dýr í rekstri, enda ekki til þess skipu- lagður. Þá er og einn flokkur manna, sem virðist líta svo á, að garðurinn sé til að nokkru leyti fyrir þá og þeirra sport, og haga sér eftir því með frekju og skiln- ingsleysi, en það eru þeir, sem kalla sig laxamenn, eiga fína bíla eða bifhjól og getá skroppið út úr bænum um helgar í veiðiár. Væri þó kannske réttara að kenna J>á vlð ánamaðka en lax, J>ví að talað er að þar séu ekki allar ferðir til fjár og sportið aðallega að drekkja ánamöðkum. Nú sný eg máli mínu að þess- um Lystigarðsplágum og skemmd arvörgum, því að þeir eru marg- brotlegir við garðinn, lög og regl- ur. í fyrsta lagi fyrir að fara inn í garðinn í leyfisleysi eftir lokun- artíma og níða niður girðingar og traðka niður gróður garðsins og gljúpan jarðveg eftir regn, og þegar garðinum þarf frekast að hlífa við ágangi. — í öðru lagi að tína þar ánamaðka í leyfisleysi, sem þar eiga að vinna sitt hlut- verk fyrir gróður garðsins, og í þriðja lagi er stundum umgengni í garðinum eftir J>ennan nætur- „klúbb“ neðan við allar hellur, t. d. gengið þvert og endilangt yfir blómabeð og bekkir ataðir mold og mosa. Gæti maður ætlað, að þar hefðu verið klaufdýr þau er heimskust eru talin, en ekki menn. Þá er eitt ótalið. Eg held að prestar vorir og barnavernd ættu að taka til athugunar, það for dæmið, sem þarna er gefið börn um þeim, sem fljóta inn í skjóli þessara manna og stunda þessa þokka iðn, og eru þar með vanin á yfirgang, brjóta settar reglur og ■rugla hugtök þeirra um mitt og J>itt, sýna lítilsvirðingu anna striti og sljófga réttlætismeðvitund þeirra og óvirða þann reit, sem ætti að vera bæjarins stolt og gleði. — Þura Árnadóttir. Blind verkakona vinnur betur en 15 sjáandi í dönsku blaði var nýlega frásögn af starfi blindra, sem er athyglisverð. Hún er á þessa leið: í verksmiðju nokkurri, sem framleiðir leikföng. eru starfandi tvær blindar verkakonur og það hefut nú verið staðfest og sannað, að þær skila miklu betri afköstum, en félagar }>eirra, sem eru alsjáandi. — Ónnur þessi blinda kona hefur um eins árs skeið gætt skurðavélar nokkurrar, með þeim árangri, að fyrirtækið hefur ekki þurft að leggja til hliðar sem gallaða vöru nema 1,5% af því, sem hún skilar, en eðlileg hundraðstala er 8% hjá alsjáandi fólki. Enn- þá merkilegra má telja það, að hin blinda starfs- stúlka gat leyst af hendi verkefni, sem 15 alsjáandi stúlkum hafði mistekist. Verksmiðjan lét þessar 15 stúlkur reyna nýja og fremur erfiða aðferð við að bora göt, en borarnir brotnuðu í höndum þeirra. Hér var um mikið nákvæmnisverk að ræða. Blinda stúlkan gat aftur á móti borað 3000 göt áður en nokkuð kom fyrir borinn í höndum hennar. For» stöðumaður fyrirtækisins hefur ritað danska blindrasambandinu um málið og gefið þeim skýrslu um árangurinn. Hið danska blað bætir því við þessa frásögn, að mörg önnur fyrirtæki hafi, eftir að kunnugt var um þessar tilraunir leikfangaverksmiðjunnar, látið þess getið, að þessi reynsla sé mjög samhljóða því, sem þar hefur gerzt, ef blindu fólki hafi verið feng- in nákvæmnis handverk að leysa. Danska blindra- vinafélagið hefur nú gefið frásögn þessa út í bækl- ingsformi. Það er uppörfun fyrir þá, sem blindir eru, að heyra um þessar athuganir í Danmörku. Það fólk, sem þar er greint frá, leystir af hendi þýð- ingarmikið hlutverk í þjóðfélaginu, þrátt fyrir að J>eir eiga við stórfellda erfiðleika að etja umfram okkur, sem sjáandi erum. íslenzkur heimilisiðnaður Síðastliðið haust stofnuðu Heimilisiðnaðarfélag íslands og Ferðaskrifstofa ríkisins til félagsskapar er nefnist íslenzkur heimilisiðnaður. í. H. hefur lát- ið gera heimilisiðnaðarmerki og eru þeir heimilis- iðnaðarmunir, sem fullnægja ákveðnum kröfum um gæði merkt með því. Kaupendurnir eiga svo að geta treyst því, að merkt heimilisiðnaðarframleiðsla sé góð vara. Svipað fyrirkomulag hefur alllengi ver- ið á döfinni hjá FÍI. Ársþing FÍI 1950 kaus sérstaka vöruvöndunai'nefnd til þess að gera tillögur um fyrirkomulag þessara mála hér. Síðasta ársþing FÍI samþykkti ályktun þess efnis, að tímabært væri að frjáls samtök iðnaðarframleiðenda og neytenda- félaga létu gera merki til þess að merkja með viður- kennda innlenda framleiðslu. Barnahjálpin Hin alþjóðtega barnahjálp SÞ hefur í ár sett sér það háa mark, að hjálpa samtals 103 millj. börnum og mæðrum. Einn liður hjálparstarfsins er að berj- ast á móti berklum hjá börnum og er ætlunin að láta skoða 59 millj. börn í þessum tilgangi, en 23 milij. á að skoða vegna hitabeltis-húðsjúkdóma,sem læknast með pencillin. Um 20 millj. barna á að bólusetja gegn malaríu. Að auki sér UNICEF, eins og stofnunin er kölluð, um matargjafir handa 3 millj. barna. Hjálparstarf þetta er útbreiddast nú á þurrkasvæðinu í Norður-Brasilíu. Börn í belgíska Kongó eiga að fá mjólk til þess að spoma gegn hættulegum sjúkdómum, sem stafa frá skorti. Unn- ið er að því að benda frumstæðum þjóðum á að rækta matjurtir, sem eru kaloríuríkar. Munið að pottarnir eiga að vera eins hreinir að utan og að innan. Ef stálull er notuð til að hreinsa þá, verður verkið létt og fljótlegt. -------o------ Amerískur uppeldisfræðingur heldur því fram, að rangt sé að klæða tvíbura eins. Segir slíkt geta verkað truflandi á sálarþroska þeirra og stuðlað að því að draga úr sjálfstæðiskennd þeirra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.