Dagur - 25.06.1952, Síða 2

Dagur - 25.06.1952, Síða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 25. júní 1952 Kjörseðillinn á sunnudaginn Forsetakjör 1952 Ásgeir Ásgeirsson Bjarni Jónsson Gísli Sveinsson Þannig lítur hann úr kjörseðillinn, sem kjósendum verður fenginn í hendur við forsetakjörið á sunnudaginn kemur. Hann er ákaflega enfaldur og óbrotinn og kosningin eins einföld og verið getur. Menn setja X framan við nafn þess manns er þeir kjósa. Nokkrar ungar hænur til sölu. Afgr. vísar á. Skinnhanzki, rauður að lit, tapaðist í fyrradag frá Nýju kjötbúð- inni upp í Gilsbakkaveg. — :• Skilist'vinsaml. á afgr.1 Kags- Tannsmiðanemi óskSst. á. tannlækningastof u. •Kurt Sonnenfeldt. Mafgt fólk sótti Jónsmessuhá- tíð kvenfél, Framtíðarinnar hér á Akureyri um sl. helgi, þrátt fyrir óhagstætt veður og 'fóf’ húhffám. samkv. - dagskrár-Mmr ^ júkrahús-; inua hafa safnast talsvert fé |yríi-' þetfa fránrtak kvéúþjó'ðarinnar.'' Minningarsjóður Þorst. J. Halldórssonar Skólameistari Menntaskólans hefir tjáð oss eftirfarandi: Við skólaslit láðist að geta um verðlaun úr Minningarsjóði Þor- steins J. Halldórssonar, en verð- laun eru veitt úr sjóði þessum í fyrsta sinn í ár, og hlaut þau Stefán Stefánsson, stúdent, frá Fagraskógi. Sjóðurinn er til minningar um Þorstein J. Hall- dórsson frá Brekku í Svarfaðar- dal. Hann varð stúdent frá M. A. vorið 1943, en varð bráðkvaddur skömmu eftir próf. Þorsteinn var hinn mesti atgervismaður til sál- ar og líkama. Bekkjarsystkini hans og foreldrar stofnuðu sjóð- inn, og skal veita úr honum verð- laun nemanda úr 6. bekk, er skarar fram úr í námi og líkams- atgervi. Gróðursetningu trjáplantna er nú að verða lokið og hefur gengið vel, þrátt fyrir vorkuldann. Það, sem afgangs er af garðplöntum hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, verður selt næstu daga að Aðal- stræti 62. Auglýsið í DEGI Ánægjlegir tónleikar frk. Guðrúnar Kristinsdóttur Hin unga listakona frk. Guðrún Kristinsdóttir (deildarstj. Þor- steinssonar hér í bæ) hafði pí- anótónleika í Nýja-Bíó sl. föstu- dag. Voru viðfangsefnin eftir Bech, Schumann, Mendelsshon, Debussy og Chopin. Þessir tón- leikar staðfestu það, að frk. Guð- rún er mjög efnilegur píanóleik- ari og hlaut hún forkunnargóðar móttökur áheyrenda í þetta sinn. Hún hefur þegar tileinkað sér furðu mikla tækni og túlkun hennar á viðfangsefnunum var þannig, að hún hreif áheyrendur. Bárust henni blómvendir og varð að lokum að leika aukalög. Fyrsta kaupfélagið stofnað í Færeyjum Kaupfélög hafa ekki verið starfandi í Færeyjum, en ýmsir góðir Færeyingar hafa lengi haft áhuga fyrir að koma félagi á laggirnar. Hinn 3. apríl s. 1. var svo stofnað í Þórshöfn „Havnar Keypsamtök“ og eru félags- menn 115. Félagið gekk þegar í danska samvinnusambandið FDB og mun taka upp nána samvinnu -.yið, það. Sfuðningsmenn Ásgeiís Ásgeirssonar í Eyjafjarðarsýslu! Ef þér þurfið aðstoðar eða upplýsinga við l-kjördaginn, þá snitið yður til skrifstofunnar | að Hótel Norðurlandi á Akureyri. Símar: 1500, 1214 og 1399. Undirbúningsnef ndin. Málningu og málningarvörur Byggingarvörur Gler Veggfóður, enskt og finnskt Listmálaravörur Útlend og innlend lökk, t. d. frá A. Stelling... Gólfgljáa , , Húsgagnagljáa Bílagljáa Pólítúr og margt fleira. Allar algengar járnvörur Smíðaáhöld og verkfæri, t. d. frá: Millers Falls Record Bahco og fleiri Bifreiðavörur: Lucas rafmagnsvörur í enska bíla Rafmagnsvörur í ameríska bíla Dunlop hjólbarða Ýmiss konar önnur tæki Garðáhöld Solo-bátavélar Sleipner-bátavélar AXEL KRISTJANSSON H.F Brekkugötu 1 — Sími 1356 (áður húsakynni Pöntunarfél. Verkalýðsins)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.