Dagur - 25.06.1952, Síða 4

Dagur - 25.06.1952, Síða 4
4 Ð A GU R Miðvikudaginn 25. júní 1952 DAGUR RitStjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgrciðshi, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. ■Skrifstofa í'Hafnarstrœti 88 — Simi 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudcgi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Úrskurður þjóðarinnar Á SUNNUDAGTNN kemur gengur þjóðin í fyrsta skipti að kjörborðinu til þess að kjósa sér forseta samkvæmt stjórnarskrá ríkisins. Lýkur þar með kosn- ingabardaga, sem orðinn er lengri og harðari en flestar slíkar orrustur, sem hcr hafa verið háðar í seinni tíð, og er sú forsaga <>11 knnn og þarf ekki að-, rekja hana. Það eitt skal liér um það sagt, að allur sá málatilbúnaður hefur verið með öðruúi hætti en flestir kjósendur höfðu hugsað sér að verða mundi í sambandi við hið fyrsta þjóðkjör forseta. Hér í blaðinu var fyrir liingu lrent á, að hentasta aðferðin við slíkan kosningaundirbúning væri prófkósnillg um land allt í tæka tíð. Við prófkosninguna mutidu menn tefla fram síriunt sjónarmiðum og frambjóðendum og takast á á þeim vettvangi, en urn forsetakosning- una sjálfa mundi þá að líkindum ríkja mikltt meiri eining en nú er orðið. Þessi tillaga hefur engan byr fengið á opinberum vettvangi, en víst er, að margir kjósendur mundu hafa fagnað því, að þessi kosning hefði verið undirbúin með þessum liætti. — Slíkur undirbúningur er líka fullkomlega lýðræðislegur. Menn verða að gæta þess, að lýðræðislegir stjórnar- hættir felast ekki aðeins í því að fá að kjósa á kjör- degi, heldur er snar þáttur þeirra að fá að taka þátt í vali frambjóðenda. Þannig er nú t. d. tinnið að undirbúningi forsetakjörsins í Bandaríkjunum. Hver flokksntaður lcggur þar fram sinn skcrf tij þess að velja frambjóðanda flokksins áður en til sjálfrar' forsetakosningnrinnar kemur. ÞAÐ ER OF SEINT að harma orðinn hlut, en lært geta menn af reynsiunni, og víst mun það skoð- un mikils fjölda kjósenda af öllum flokkum, að bezt mundi fara á því að haga undirbúningi þjóðkjörs forseta öðruvísi næst er það ber að liöndum. Ekki er heldur ólíklegt, að þessi forsetakosning verði til þess áð hraða endtirskoðun stjórnarskrárinnar, og er þá vissulega*ekki til einskis barizt. ‘Endurskoðtinin heftir fengið lítinn byr hjá Alþingi og pólitísku flokkunum fram til þessa, en nú kann að koma annað hljóð í þann strokk. Ef kjósa á forseta eftir pólitískum litarhætti og flokkslegum límim einvörð- tmgu, munu margir telja að hentugast sé að gjöra víðtækar breytingar á ákvæðunum um vald þessa æðsta embættismanns þjóðarinnar og fá honum þá í hendur framkvæmdastjóravald í þjóðfélaginu, eitt- hvað í líkingu við það, sem Bandaríkjaforseti hefur eða forsætisráðherra okkar við núverandi skipan. En meðan stjórnarskráin segir fyrir um það að sá maður, er gegnir emijætti forseta íslands, sé váldalítill og eigi að gegna óhlutdrægu þjóðhöfðingjastarfi, verður engin flokkslcg eining sköpuð um framboð, sem ekki eru rækilega undirbúin með prófkosningum, svo sem tiæmin nú sanna. í þessum forsetakosningum 'kjósa menn forseta eftir því, hverjum þeir treysta bezt til þess að-rælcja slíkt hlutverk með sæmd og verða þar að sjálfsögðu að fara eftir sannfæringu sinni en ekk-i fyrirmælum annarra. Það var réttmætt, sem Bcrnharð Stefánsson alþm. sagði um þetta efni í síðasta tölu- blaði, enda á það mikinn hljómgrunn meðal iaiuls- manna: „Væri ekki skynsamlegast, eins og í pottinn er búið, að við kysum forseta liver cftir sinni sann- færingu og létum svo hvcrt annað í friði?" Með þessu hugarfari gengur liinn óbreytti kjósandi að kjör- borðinu á sunnudaginn, til þess að gegna þar þjóð- félagsskyldu í samræmi við beztu sannfæringu og án alls ilivilja í garð nokkurs ’nianns. Hann mun einnig fús að ihlíta þcim úrskurði, sem þjóðin sjálf fcllir á sunnudag- inn og mun sýna hinum væntan- lega forseta íslands fulla virðingu og trúnað, hver svo sem hann verð- tir. Urskurði þjóðarinnar verður. ekki áfrýjað. Hótanir um að hon- um verði ekki unað, falla máttlaus- ar til jarðar. Þær eiga engan hljóm- grunn í brjósti almennings. FOKDREIFAR Norræn mál og mállýzkur og íslenzkt málanám. Þorst. Þ. Víglundsson skólastj. í Vestmannaeyjum, skrifar blað- inu: „f FOKDREIFUM 24. tbl. „Dags“ er minnzt á viðtal, sem átti sér stað milli mín og eins af ,;sunnanblöðunum“, þegar eg kom úr Noregsför minni. Mér ber að þakka þéssa grein í „Degi“. Eg þakka þann skiln- ing og velvildarhug, er þar birt- ist um gildi menningarlegra sam- skipta milli frændþjóðanna. Eg þakka einnig þá athygli, sem vakin er á þeirri sannfæringu minni, að tímabært sé fyrir okk- ur íslendinga að hefja nýnorsku- nám -í almennum framhaldsskól- um hér og leggja niður dönskuna,: sem er íslenzkum æskulýð hvim- leið. Tvennt er það þó, sem mér gremst í umræddri grein. í fyrsta lagi eru mér gerðar þar getsakir. Mér á að ganga það eitt til um skoðun mína á -nýnorskunáminu að „launa gistivmáttu“ Norð- manna. f öðru lagi virðist gægj- ast Jrar fram sú skoðun, að það hafi verið lítill sómi „sunnan- blaðinu“ að birta svo fráleita skoðun. sem þessa. Eg undrast þetta, svö frjálslyndur sem mér hefur jafnan fundizt ritstjóri „Dags“ vera. HÖFUNDUR greinarinnar í F'okdreifum telur nýnorskunni það til foráttu, að hún sé „mörg mál“ eða „málagrautur11, eins og hann orðar það, Að vísu er það satt, að margar eru mállýzkur í Noregi. Hvaða tungur eru það, sem ekki eiga sín afbrigði, sínar mállýzkur? íslenzkan ein mundi svarið ef til víll verða. Ekki ber þó fræðimönnum okkar alveg saman um það. Eru ekki mál- lýzkur í Danmörku? Hvað segj- um við um józkuna, fjónskuna, sjálenzkuna og „hrognamálið“ í Höfn, eins og einn Dani kallaði það í mín eyru? Eru ekki mállýzkur í Svíþjóð? Hvaða hugtök félast í orðunum skánska, smálenzka, dálamál, Vermalandsmállýzka? Þó eru danskan og sænskan fastmótuð mál í skrift. Það er rétt og satt hjá höfundi Fökdreifa. En það er nýnorska eða hin eiginlega norska einnig að verða, þó að fastmótun hennar sé miklu yngri en hinna málanna. HVAÐA NÝNORSKT skrif- mál er það, sem kennt er í öllum barnaskólum norskra sveita eða í helmingi af ölliim barnaskólum landsins? Mér er ekki annað kunnugt, en áð það sé fastmótað norsk mál, sann-norskt mál. Hvaða norsk mál er kennt í öll- um lýðháskólum Norðmanna? Eg veit ekki annað betur, en að það sé fastmótað norskt móður- mál, sama málið og eg notaði í fyrirlestrum mínum í fjölda byggða og borga um þvert og endilangt landið og skildist alls staðar vel. ■ Hvers konar norsku tala prestarnir í um það bil helming allra kirkjusókna í Noregi, þar sem prédikað er á nýnorsku eða 'landsmáli. Fast- mótað norsk og hljómfagurt mál. í hvers konar norsku taka stú- dentar próf í norskum mennta- skólum, þeir, sem vélja nýnorsku að aðalmáli? Mér er ekki annað ljóst, en að það sé fastmótað norskt móðurmál. Hvers vegna erum við íslendingar svo að særa unnendur sann-norska móður- málsins með því að kalla ný- norskuna „málagraut“. Viljum við láta fara niðrandi orðum um, okkar tUngu? Okkur ber að líta á móður- málsátökin í Noregi með velvild og dæma þau af sögulegum skiln- ingi — . Norðmenn bjuggu öldum sam- an við danska móðurmálskúgun, eins og frændur ökkar Færey- ingár hafa jafnan orðið að gera. Danir reyndu á allar lundir að þrengja dönskunni inn á tungu norsku þjóðarinnar. Norðmenn: stóðu höllum fæti gegn kúgun þessari, m. a. sökum skorts á norskum bókmenntum. (Bókum skrifuðum á sann-norsku máli.). Dönum tókst þessi kúgun í borg- um Noregs. Norsku bændurnir stóðu hins vegar fast um norska menningu eins og bændurnir okkar og búalið hefur gert um menningu okkar frá landnáms- tíð.- í borgum Noregs er málið víðast norskuskotin danska. Þar hefur um langan aldur þótt ,,fínt“' að tala dönsku og semja sig að danskri menningu, rétt eins og þegar íslenzkar frúarteprur kenna sig við tengdaföður sinn heldur en að semja sig að ís- lenzkum þjóðársið um nafn sitt, af Jjví að það lyktar danskt og „fínt“ að vera „son“. Já, við fs- lendingar þekkjum allra þjóða bezt þennan óþjóðlega hugsuriar- hátt, þessa dönsku smitun ann- ars vegar og minnimáttarkennd- ina og skort á þjóðlegum metn- aði hins vegai’. Við höfum því góð skilyrði til að skilja Norð- menn í þjóðernisbaráttu þéirra, skilja unnendur sann-norskrar menningar og móðurmáls. Móðurmálsbaráttan í Noregi snýst ekki um það, hvað sé ný- norska og hvað sé dansk-norska. Stríðið stendur milli norskunnar, sem lifað hefur á tungu norskra bænda og búaliðs frá fornum tímum, en tekið þó miklum breytingurh, og hinnar norsku- skotnu dönsku, sem Dönum tókst að þvinga inn á tungu norskra. borgarbúa á stjórnartímum sín- um. NÝLEGA samþykkti Stórþingið að stefna skyldi að því, að koma einu skrifmáli til ríkis í landinu og skyldi það mál byggjast á norskum málrótum, hinni eigin- legu norsku. Þessi samþykkt olli því m. a., að norskir rithöfundar, sem skrifa norskuskotna dönsku,; sögðu sig úr lögum við hina, sem skrifa vílja bækur sínar á norsku og eru samþykkir Stórþinginu, að eitt skuli skrifmálið vera í landinu byggt á norskum mál- rótum. Já, ég hefi látið þá sannfæringu mína í ljós, að við íslendingar eigum að hætta að kenna dönsku í almennu framhaldsskólunum okkar og taka upp nýnorsku í staðinn. Danskan er okkur erfitt mál til framburðar. Það er ný- norskan ekki. Nýnorskan lærist á mikið styttri tíma en danskan, allt að helmingi styttri. Nýnorsku getum við notað í samskiptum okkar við Norðmenn og Svía eða um 10 milljónir manna. Nýnorsk- an mundi leiða æskulýðinn okk- ar smámsaman til lesturs og (Framhald á 7. síðu). Meira um rabarbara, spinat, oxalsýru og kalkþörf Eigi alls fyrir löngu var hér í blaðinu greinar- korn, tekið úr einu af dönsku dagblöðunum, þar sem bent var á, að enda þótt rabarbaragrautur sé góður matur og vinsæll á sumrin, fylgir honum ókostur, sem allir hafa ekki áttað sig á. Oxalsýran í rabarbaranum eyðir kalkinu í fæðunni og er full þörf að bæta þann missi, sennilega ekki hvað sízt hér á íslandi. Nú hef eg komið auga á greinarkorn um þetta sama efni í danska samvinnublaðinu „Samvirke" í sl. mánuði. Þar svarar sérfræðingur nokkrum spurningum um þetta efni og leyfi eg mér að snara spurningum og svörum á íslenzku hér á eftir, til umhugsunar og leiðbeiningar fyrir íslenzk- ar húsmæður: Spurning: í hvaða algengum fæðutegundum finnst oxalsýran aðallega? Svar: Sérstaklega í rab- arbara og pínati. Spurning: Er oxalsýra skaðleg? Svar: Oxalsýra er eitur. En kalkið í fæðunni upphefur sýruna þannig, að hún þarf ekki að gera neinn skaða, en það kalk, sem til þessa fer, fer þá líka til spillis fyr- ir líkamann. Spurning: Hve mikið af kalki eyðist af oxalsýr- unni þegar við borðum einn vel fullan disk af rab- arbaragraut? Svar: Um það bil hálft gramm, eða svipað magn og líkaminn fær þegar'við drekkum V2 lítra af nýmjólk. Spurning: Hvað gerizt ef oxalsýran eyðir mest- öllum kalksöltum líkamans? Svar: Tennur og bein verða veikari fyrir en ella og eðlilegur þroski getur truflast. Spurning: Hvaða fæðutegundir eigum við eink- um að nota til þess að vinna gegn þessum „kalk- þjófnaði“ oxalsýrunnar? Svar: Osta og mjólk. Spuming: Hvernig er á annan hátt hægt að hindra skaðleg áhrif oxalsýrunnar þegar maður borðar rabarbara eða spínat? Svar: Það er til dæm- is hægt að nota kalcíum-kloríd upplausn. 40% upp- lausn er góð, fæst í lyfjabúðum. Notið 1 matskeið af þessai’i upplausn í 1 kg. af spínati eða rabai’bara, látið sjóða með litla stund síðast. Þvottasnúrur, beljur og svín í „landi Iífsgleðinnar‘“ Ekki þarf að rifja upp fyrir lesendum kvenna- dálksins tilvitnanir í grein frú Lydíu Kirk, sem birtar voru hér í þættinum í sl. mánuði. Frúin dvaldi árum saman í Moskvu og var þar húsmóðir á stóru heimili. Hún skrifaði ættingjum og vinum bréf heim til Bandaríkjanna og þessi bréf voru síðan tekin saman í grein í ameríska kvennahlaðinu „Ladies Home Journal11 og var greinin nefnd „Tíe- port from Moscow". Áskell Snorrason tónskáld, sem nýlega dvaldi nokkra daga austur í Rússlandi, tók nærri sér ýmislegt sem frúin sagði um það, sem fyrir augun bar austur þar. Skrifaði stóra grein í Verkamanninn og sagði að þvottasnúrur (sem frú Kirk minntist á) fyrirfinndust ekki í gjörvallri Moskvuborg. í tilefni af þessu birtist hér í blaðinu árétting um þetta efni, byggð algjörlega á nefndri grein í „Ladies Home Journdl11 og með þessu efni dálítil götusena frá Moskvu. Mynd þessa fékk Dag- iur einnig í þessu eintaki af „Ladies Home Journal“. Pi’ýddi hún upphaf greinar frú Kirk og var fyrir- sögn greinarinnar „Report from Moscow“ prentað þannig, að síðasta orðið kom yfir myndina ofan- verða að mestu leyti. Nú kann Dagur engin ráð til þess að nema letur brott af myndum og lét því þessa mynd í prentmyndagerðina, þótt hluti hinnar ensku fyrirsagnar greinarinnar (prentaður með rauðu letri) fylgdi með. Nú hefur þetta orðið stórkostleg sönnun þess að eitthvað sé bogið við myndina! í annarri stórri grein, sem Áskell skrifar um þetta merkilega mál allt í síðasta Verkamann segir: „Það hefur verið skrifað eitthvað á hana (myndina), sem (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.