Dagur - 25.06.1952, Side 8

Dagur - 25.06.1952, Side 8
8 Dagur Miðvikudaginn 25. júní 1952 18 votheysturnar byggðir hér í Eyjafirði á vegum Samvinnu- byggingaféiagsins á s. I. ári Frá aðalfundi félagsins síðastliðinn föstudag Brefa véfengjð réft Islendinga fil hinnðr nýju Iðndhelgi Senda tiýja arðseiidingn og áskilja sér rétt til skaðabóla fyrir afskipti af skipum, sem þeir telja utan yfirráðasvæðis ísiands Aðalfundur Samvinnubygginga- félags Eyfirðinga var haldinn hér á Akureyri sl. föstudag. Flutti formaður félagsins, Árni Jónsson, tilraunastjóri, þar skýrslu um starfsemina á sl. ári. Samkvæmt henni voru byggðir í héraðinu 18 votheysturnar á veg- um félagsins, þar af 6 fullháir. Kostnaður við fullháu turnana varð um kr. 20.500.00, en á lægri turnana (6—7 m.) um 11.500 kr. Er allur kostnaður þá reiknaður með nema vinna við að grafa fyr- ir turunum. Stærstu kostnaðar- liðir eru sement, járn, timbur i þak og stokka og svo vinnulaun. Sé kostnaðinum deilt niður á hvern hæðarmetra í turninum, kostar hann í 12,5 m. turnunum um 1600 kr., en um 1800 kr. í hin- um minni. Kostnaður á rúmmetra verður um 120 kr. í stærri turn- unum og 145 kr. í minni turn- um. Færri turnar í sumar. Utlit er fyrir að minna verði um turnabyggingar í sumar og valda því fjárhagsörðugleikar bænda og erfiðleikar að fá lánsfé. Hafizt var handa um turnabygg- ingar í héraðinu um sl. helgi og liggja fyrir pantanir í 5 tuma. Sama tilhögun verður -höfð í sumar og í fyrra með mannahald við þessar byggingar. Þrír fastir menn vinna að turnasteypunni. Kostnaður er áætlaður lítið eitt hærri nú vegna þess að akstur og vinnulaun hafa hækkað. Flokkspóíitískar útvarpsumræður lun forsetakjörið Þau undarlegu tiðindi hafa gerzt í útvarpsráði, að samþykkt er þar að láta pólitískar umræður um forsetakjör fara fram í út- varpinu á föstudagskvöld og er útvarpstímanum skipt jafnt í milli pólitísku flokkanna í land- inu, 30 mínútur handa hverjum. Þetta þýðir í framkvæmdinni, að stuðningsmenn eins frambjóð- andans, Gísla Sveinssonar, fá engan málsvara í umræðunum, stuðningsmenn annars — Ásgeirs Ásgeirssonar — aðeins Ya tímans og þó aðeins þeir stuðningsmenn hans, sem í Alþýðuflokknum eru, kommúnistar fá jafnlangan tíma þótt þeir hafi engan sérstakan kandídat í kjöri, en stuðnings- menn séra Bjarna Jónssonar fá umráð yfir Vz útvarpstímanum. H'vað sem um þetta fyrirkomulag má segja, er eitt víst: það er ekki lýðræðislegt og lítt í samræmi við yfirlýstar starfsreglur út- varpsins. Ódýrustu hlöðurnar. í lok skýrslu sinnar sagði Árni Jónsson: „Eg tel illa farið að lánsfjárekla skuli þurfa að vera orsök þess að hændur geta ekki notað sér hraðsteýpumót við vot- heysturnabyggingar, því að á annan hátt verður tæplega byggt ódýrara yfir hvérn töðuhest, ef miðað er við fullháa turna. í þess stað byggja nú margir litlar vot- heysgryfjur, sem sennilega eru dýrari sé miðað við rúmmál og auk þess eru þær ekki nærri því eins vandaðar og varanlegar.“ Fróðlegar umræður um land- helgismál Islands og fiskveiðar Breta fóru fram í spumingatíma í brezka þinginu eigi alls fyrir löngu og er greint frá þeim í Fishing News, sem hingað hefur nýlega borizt. Kom þar fram sú skoðun Breta, að hrezkir togarar munu flytja að landi 25.000 smálestum minna magn af fiski á ári eftirleiðis en áður vegna hinnar nýju landhelgi. Einn þingmaður vildi vita hvort brézka stjórnin gæti ekki hannað íslenzkum fiskiskipum að sækja á brezk fiskimið. Sýnir þessi spurning fáfræðina um þessi málefni, sem ríkir meðal sumra brezkra ráðamanna. 25.000 tonn. Samkvæmt frásögn Fishing News féllu orð á þessa leið í brezka þinginu: Majór Anstrut- her-Gray spurði landbúnaðar- (og fiskveiða) ráðherrann, hvort hann vildi gera áætlun um árlegt tap brezkrar útgerðar vegna hinnar nýju landhelgisreglugei-ð- ar íslands. Ráðherrann, Sir Thomas Dugdale, svaraði á þessa leið: ,;Það er ekki unnt að gera nákvæma áætlun um fiskmagnið, sem brezk skip hafa aflað á þeim miðum, sem nú hefur verið lokað, en það var sennilega um 25.000 tonn á ári og sennilega heldur meira. Nokkuð af þessu tapi mun þó verða bætt af skipum, sem veiða utan hinnar nýju landhelg- islínu.“ Sami þingmaður spurði enn: „Með tilliti til þeirrar stað- reyndar, að hér er um háar tölur Helskotin álft við Eyjafjarðarárbrýr í fyrrákvöid fannst nýskotin álft dauð við austustu Eyja- f jarðarárbrúna. Eru horfur á að hún hafi verið nýiega dauð, er að var komið. Þeíta landsvæði allt er friðað fyrir skotum, auk þess er nú varptími fugianna og slíkur veiðiskapur með öllu ósæmilegur. Fyrir nokkrum dögum var hafin skothrið úr fólksbíl héðan úr bænum á andahóp skannnt sunnan við Brunná og lá ein önd helsár eftir, en skotmennirnir óku sem hraðast í bæinn. Menn, sem verða varir við slíkar aðfarir ættu tafariaust að kæra þær til yfirvaldanna, svo að ábyrgð verði komið fram á hendur þeim, sem rjúfa friðunina. að ræða, vil eg gjarnan spyrja hæstvirtan ráðherra, hvort hann geti fullvissað þingheim um að síðasta orðið hafi enn ekki verið sagt við íslenzku ríkisstjórnina í tilefni af þessu máli?“ Ráðherr- ann fullvissaði þingmanninn um að því mætti hann treysta, enda væri nú verið að undirbúa nýja orðsendingu til íslenzku ríkis-. stjórnarinnar (hún er nú nýlega komin fram hér heima). íslenzk fiskiskip og brezk fiskimið. Annar þingmaður, G. R. Ho- ward að nafrú, spurði þá, hvort ráðherrann vildi talra til athug- unar að koma á refsiaðgerðum í einhverju formi gegn íslenzku ríkisstjórninni, ef svör hennar yrðu ekki viðunandi, til dæmis eins og að takmarka möguleika íslenzkra skipa að veiða undan brezku ströndinni? Sýnir þessi spurning alveg furðulega fáfræði um þau málefni, sem um er deilt. En ráðherarnn neitaði að gefa nokkrar frekari upplýsingar. Ferðaáætlun FA næstu daga Farið verður í kvöld að Kristnesi, Grund og í Leyningshó'a. A laugar- daginn austur um Köldukinn og Áðaldal að Laxárfossum og svo upp í Mývatnssveit og gist þar. Á sunnu- dag verður farið austur að Grírns- stöðum og ef til vill að Dettifossi. Hinn 5. júlí er áætiuð ferð til Suð- urlands og austur að Kirkjubæjar- klaustri, ef nægileg þátttaka verður orðin fyrir lok þessa mánaðar. Brezka ríkisstjórnin hefur 'sent íslenzku ríkisstjórnmni nýja orð- sendingu varðandi hina nýju landhelgislínu fslands og er þar enn lýst yfir þeirri skoðun Breta að aðgerðir fslendinga séu ekki í samræmi við alþjóðalög og því bætt við, að Bretar áskilji sér rétt til skaðabóta ef íslendihgar liafi afskipti af brezkum skipum, sem að áliti Breta eru í úthafinu, þ. e. utan 3 mílna landhelgi. Er þetta siðast talda atriði nýtt í málinu. Ekkert er þó um það sagt í orð- sendingunni, hvað Bretar hyggist fyrir í sambandi við málið, en ekki er ólíklegt að þeir muni skjóta því til alþjóðadómstólsins í Haag. íslenzka ríkisstjórnin hafði ekki svarað þessari síðustu orðsendingu Breta er síðast fréttist, en vafalaust verður þess ekki langt að bíða og var svar ís- lands raunar þegar skilmei’kilega túlkað í orðsendingu þeiíri, er send var héðan 12. maí sl. Orðsending Breta. í upphafi máls síns segir brezka stjórnin, að hún dragi í efa að viðræður þær, sem fram fóru í London í janúar si. milli Ólafs Thors og fulltrúa Breta geti talizt samráð um efni landhelgisreglu- gerðarinnar, með því að ráðherr- ann hafi ekki gefið upplýsingar um einstök atriði hennar. Þá er véfengt að grunnlínan við Faxa- flóa sé dregin í samræmi við al- þjóðalög, en síðan kemur kjarni málsins og segir þá á þessa leið: Vill binda landhelgina við 3 mílur. „Brezka ríkisstjórnin getur heldur ekki fallizt á þá skoðun, sem fram er sett í orðsendingu yðar, herra utanríkisráðherra, að sú regla, sem lengi hefur verið viðurkennd, að engu ríki er heimilt að framfylgja kröfu um stærri landlielgi en þriggja mílna nema það eigi rétt á rýmra svæði vegna hefðar, eigi ekki frekari stoð í þjóðrétti en tíu mílna regl- an varðandi flóa. Að vísu var það skoð.un al- þjóðadómstólsins í hinum nýaf- stöðnu málaferium milli Bret- lands og Noregs, að enda þótt tíu mílna reglunni hafi verið fylgt af ýmsum ríkjum í samningum þeirra hafi regla þessi „ekki öðl- ast gildi almennrar þjóðréttar- reglu.“ Hins vegar hafa meginreglur þriggja mílna víðáttu landhelg- innar verið þáttur almenns þjóð- réttar síðan á nítjándu öld og það er alveg Ijóst, að engu ríki er skylt að samþykkja kröfur, aðrar en þær sem byggjast á lögmætri hefð, sem önnur ríki kunna að gera um ytri takmörk. f orðsendingum, sem ríkis- stjórnir Hollands og Belgíu hafa nýlega sent íslenzku ríkisstjórn- inni hefur það sjónarmið verið staðfest, að efni alþjóðalaga á þessu sviði sé svo sem hér segir: Breeka ríkisstjórnin sér, að ís- lenzka ríkisstjórnin hefur ekki getað vitnað í neina heimild í hinum nýja dómi alþjóðadóms- Lis né neina aðra heimild til stuðnings þeirri skoðun sinni, að henni sé heimilt að færa út land- helgi sína einhliða. Svo sem bent var á í orðsendingu minni dags. 2. maí, er það einnig skoðun rík- istjórnar Svíþjóðar og Danmerk- ur, að slík einhliða útvíkkim landhelginnar sé ólögleg afskipti af úthafi, þar sem þegnum allra landa er heimilt að veiða og sigla án hindrunar. Ollum þjóðum gert jafn undir höfði. Brezka ríkisstjórnin verður því að lýsa yfir því, að henni þykir það mjög miður að íslenzka ríkis- stjórnin skuli ekki vilja gera ráð- stafanir til þess að breyta hinni nýju reglugerð, þannig að hún verði í samræmi við reglur þjóð- aréttarins. Enda þótt brezka rík- isstjómin lýsi ánægju sinni yfir því, að íslenzka ríkisstjórnin ætli einungis að nota hin nýju tak- mörk í sambandi við fiskveiðar og sjái, að þær takmarkanir, sem nú eru í gildi, gera ekki upp á milli fiskiskipa hinna ýmsu þjóða, telur hún nauðsynlegt eftir atvik- um að gera fyrirvara um að hún áskilur sér rétt til skaðabóta frá íslenzku ríkisstjóminni, að því er snertir hvers konar afskipti af brezkum fiskiskipum á svæðum, sem brezka ríkisstjórnin telur vera á úthafinu. ... “ BaMur Guðlaugsson iátinn Þau hörmulegu tíðindi bárust út um bæimi í gærkvöldi, að Baldur Guðlaugsson endur- skoðandi, hefði orðið bráð- kvaddur í bíl sínum hér í mið- bænum. Baldur heitinn var kunnur borgari, starfsmaður hjá bæjarfógeta og löggilíur endurskoðandi, maður á bezta starfsaldri, aðeins 39 ára gam- all, vinsæll og virtur af öllum, er til hans þekktu. Hann lætur eftir sig konu og 5 börn. Bretar segjasf fapa 25.000 fn. af fiski á ári vegna nýju land- helgisreglugerðarinnar Brezkur þingmaður vill láta banna íslenzkum skipum að veiða undan brezku ströndinni!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.