Dagur - 16.07.1952, Page 1

Dagur - 16.07.1952, Page 1
DAGUR keinur ekki úí í næstu viku vegna sumarleyfa. XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 16. júlí 1952 29. tbk Þessa mynd tók sænski ljósmyndasmiðurinn og rithöfundurinn Jöran Forsslund um mánaðamótin júní—júlí í fyrra. Þá var snjór í fjöllum, en ekki samt eins mikill og nú. Þetta sumar er, það sehi af er, miklu kaldara en síðastliðið sumar. Erlendu samvinnumennirnir fengu hér fsgurf veSur og hiýjar vsðtökur Lofuðu framtak samvinnufélaga norðanlands Fulltrúarnir á Alþjóðabingi samvinnumanna, sem lialdið var í Reykjavík, komu í skyndiheim- sókn hingað norð'ur sl. miðviku- dag og dvöldu hér fram yfir há- degi á fimmtudaginn. Flugvélar þær, er fluttu þá norður, ásamt fulltrúum SÍS, komu á Melgerðisflugvöll laust fyrir klukkan 11 um morguninn og voru þar mættir fulltrúar frá KEA og SÍS hér á Akureyri. Var ekið beint af flugvellinum í Vaglaskóg og þar snæddur há- degisverður í boði SÍS. Helgi Pét- ursson framkvæmdastj. útflutn- ingsdeildar SÍS stjórnaði hófinu og bauð gesti velkomna, en Sir Harry Gill, forseti Alþjóðasam- bandsins, hafði orð fyrir gestun- um. Til Mývatns. Frá Vaglaskógi var haldið til Reykjahlíðar við Mývatn og þar setin kaffiveizla í boði SÍS, að gistihúsinu Reynihlíð eftir að brennisteinshverirnir austan Námaskarðs höfðu verið skoðað- ir. Veður var hið fegursta í Mý- vatnssveit og hrifust gestirnir mjög af hinni sérkennilegu nátt- úrufegui’ð héraðsins. Frá Reykja hlíð var ekið í Vaglaskóg og þar snæddur kvöldverður í boði SÍS. Þar voru ræður fluttar -— m. a. talaði þar Baldur Baldvinsson f. h. K. Þ. í Húsavík. — Geysir kom og söng nokkur lög úr utan- fararprógrammi sínu, undir stjórn Ingimundar Árnasonar, við mikla hrifningu gestanna. Seint um kvöldið var ekið til Akur- eyrar og gistu fulltrúárnir á Hótel KEA og í nýju heimavist- inni. Verksmiðjur SIS heimsóttar. Um morguninn fóru gestirnir í heimsókn í verksmiðjur SÍS og fylgdu starfsmenn þar þeim um fyrirtækin og útskýrðu allt, er fyrir augun bar. Reyndu gest- irnir að nota hinn stutta tíma hér til þess að kynnast starfsemi samvinnufélaganna og höfðu margir orð á, að óviða mundi samvinnustarfsemin setja svip sinn á bæjarfélagið í jafnríkum mæli og hér. í boði KEA. Um hádegi settust .fulltrúarnir að veizluborði á Hótel KEA og var Kaupfélag Eyfirðinga gest- gjafinn og Jakob Frímannssön kaupfélagSstjóri veizlustjóri. — Bauð hann gestina hjartanlega velkomna norður hingað og lýsti ánægju eyfirzkra samvinnu- manna yfir þessari virðulegu heimsókn. Af gestanna hálfii flutti Sir Harry Gill, forseti Al- þjóðasambandsins, aðalræðuna, og lýsti hrifningu sinni yfir því, sem hér hefði fyrir augun borið og kvað það sér og öðrum sam- vinnumönnum til uppörfunar og írezkt blað sskar íslendinga w landhelgisbrot tostungur á reki Skjálfandaflóa Segir Suðuresjamenn krefjast enn stærri land- helgi og togveiðar jiegar stundaðar innan nýju landhelgislínunnar a Laust fyrir sl. mánaðamót fann trillubátur frá Flatey á Skjálfanda dauðan rostung á reki skannnt frá eyjunni, en með því að skepnan virtist löngu dauð og tekin að úldna, töldu báíverjar fundinn cinskis . \úrði og létu skepnuna sigla sinn sjó. En skömmu síðar kom að rostungnum reknetabátur- inn Víkingur frá Ilúsavík og haíði rostunginn þá rekið í nánd við Lundey. Reyndu bát- verjar að ná haúsnum af dýr- inu, en vegna erfiðra áðstæðna tókst þeim það ekki. Tóku þeir þá það til bragðs að saga af því aðra tönnina, cn hin var brotin. Náðu þeir tönninni og höfðu heim með sér, en skepnan flaut burt og hefur ekki sést síðan. Tönn þessi cr 13J/3 tomma að lengd, mjög falleg. Mjög sjald- gæft mun að rostungar komi á bessar slóðir og liefði verið fengur að því fyrir náttúru- gripasafnið að fá þótt ekki væri nema liausinn af dýrinu. Lílc- legt má telja að dýrið reki ein- livers staðar á Norðausturlandi og ætíu þeir, sem yrðu varir við það, að láta forstöðumenn safnsins vita, eða sniia sér ti' Kristjáns Geirmundssonar hér á Akureyri. hvatningar. Hann kvað þeim tíma hafa verið vel varið, sem farið nefði til Norðurlandsfararinnar og mundi hún sér og öðrum gest- um seint úr minni líða. í sama streng tóku fulltrúar frá Sovét- Rússlandi, Búlgaríu, Tékkóslóva- kíu og Hollandi og svo Helgi Pét- ursson, framkv.stj. hjá SÍS, sem þakkaði KEA rausnarlegt boð og alla fyrirgreiðslu hér. Stigu full- trúarnir síðan í bifreiðar og óku suður, með viðkomu í Bifröst í Borgarfirði, þar sem Vilhjálmur Þór forstjóri beið þeirra og sátu þeir þar kvöldverðarboð SÍS, en komu til Reykjavíkur um nótt- ina. Merkileg heimsókn. Þessi fyrsta heimsókn fulltrúa samvinnumanna í ICA tókst giftusamlega og varð landi og þjóo til sóma. Ber þar fyrst og íremst að þakka SÍS, sem sá um móttökurnar hér og gerði þær mýndarlega og smekklega úr garði. En við hér nyrðra getum vel unað við ckkar hlut og er óhætt að fullyrða ,að Norðurland eignaðist marga nýja aðdáendur í þessari för og starfsemi KEA og SÍS hér aukna viðurkenningu. Seint í síðar.tliðnum mánuði birti brezka íiskveiðatímaritið Fishing News svohljóðandi fyrir- sögn yfir þvera forsíðuna: Disturbing Ruinours from Ice- land — eða, Iauslega útlagt: Truflandi sögusagnir frá íslandi. í forustugrein, sem á eftir fer, segir, að brezkir togaraskipstjór- ar flytji þær fréttir heim, að Suðurnesjamenn séu þegar farnir að krefjast enn meiri útfærzlu landhelginnar og íslendingar séu þegar farnir að veiða með botn- vörpu á því svæði, sem bannað hafi verið skipum allra þjóða með nýju landhelgisreglugerðinni. Vondir Suðurncsjamenn. Ritstjórnargrein þessi er á þessa leið í lauslegri þýðingu: — Skipstjórar, sem nýlega eru komnir heim til Hull og Grimsby skýra svo frá, að þeir hafi heyrt í útvarpinu íslenzka frásögn af því, að íslenzkir grunnmiða- fiskimenn héldu fast fram kröfum um að svæðið frá stað, sem er fjórar mílur frá yztu skerjum Eldeyjarboða til staðar fjórar mílur undan Stálbergi, verði lokað. Og þeir vilja að erlendum skipum vprði bannað að veiða á svæði innan línu frá Eldeyjar- boða til Vestmannaeyja. Flestir þeir fiskimenn, sem krefjast þessarar útfærzlu eiga heima á strönd Reykjanesskagans. Ekki söguburður einn. — Eg hef (segir ritstj. Fishing News) rannsakað gaumgæfilega fregnir þessar og hef komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé rétt að hafna þeim sem óraunhæfum söguburði. Það er svo langt frá því að ísland hafi komið á sam- komulagi við brezku útgerðina að líklegra er að innan tíðar verði brezkum skipum bannað að veiða á öllum (leturbr. brezka blaðsins) beztu fiskimiðunum. Aðdróttun um landhelgisbrot. Enn segir ritstj. Fishing News: — Til þess að gera málið enn verra viðfangs, er svo það, að ýmsir brezkir skipstjórar halda fast við þá fullyrðingu, að íslend- ingar séu þegar farnir að stunda togveiðar á því svæði, sem bann- að er togurum allra þjóða. Mér bykir ekki fýsilegt að taka þess- ar fregnir sem góða og gilda vöru án frekari sannana — afleiðing- ai-nar eru of skaðlegar til þess að ^ hægt sé að staðfesta þær af frá- sögn nokkurra skipstjóra — en j jafnfráleitt er að láta sem þessar sögusagnir séu ekki til. Ef brezka ríkisstjórnin getur sannað, að ís- lendingar stundi togveiðar innan hins friðlýsta svæðis, verður það til þess að styrkja mjög málstað Breta ef — og þegar — málið verður lagt fyrir alþjóðadómstól- inn í Haag.... í lok greinarinnar sendir ritstj. svö þeim brezkum þingmönnum kveðju, sem hafa leyft sér að nefna að íslendingar vinni að því að vernda fiskistofn sinn, og spyr hvort þeir herAr haldi, að fiskur- inn syndi með vegabréf og vís- umáritun. ,,Ef nokkur vara er í raun og sannleika alþjóðleg, er það uppskera hafsins,“ segir hann að lokum. Verður þessum skrifum ekki mótmælt? í grein þessari er þannig á mál- um haldið, að ærin ástæða virðist til þess að af íslands hálfu sé slík- um skrifum mótmælt. Aðdrótt- anir blaðsins eru í senn ógeð- felldar, ósannar og ókurteislegar. Og ekki launa brezkir togara- skipstjórar laklega margs konar fyrirgreiðslu, er þeir hafa notið og njóta hér við land, er þeir bera slíkar sögur heim og þylja þær fyrir tortryggna og hvatvísa rit- stjóra. Síldveiðin erni lítil — Akraborg hæst Síidveiðin er sáralítil það sem af er vertíðinni og miklu minni en i fyrra. Sl. laugardagskvöld var bræðslulsildaraflinn orðinn aðeins 17.874 mál, en í fyrra á sama tíma 61.146 mál. Þá var einnig búið að salta í tæplega 16 þúsund tunnur, en nú nær ekkert, en að- eins um 3 þús. tunnur farið til frystingar og í niðursuðu. Aðeins 11 skip hafa nú fengið 500 mál eða meira, en voru 60 um sama leyti í fyrra. Aflahæst er Akra- borg frá Akureyri, með 1442 mál og tunnur. IVæturíerðir milli Akur eyrar og Rvíkur haínar Hingað var væntanlegur nú í morgun fyrsti næturáætlunarbill- inn, og er þar með náð nýjum á- fanga á áætlunarbílleiðum lánds- ins. Hinn nýi svefnvagn Norður- leiða h.f. er stórt stökk fram á við tæknilega séð í íslenzkum áætlun- arbílabyggingum, og eru miklar vonir tengdar við þetta nýja skipu- lag á bílferðum á þessari fjölförnu leið. Líklegt er, að 2—3 nætur- ferðir verði í viku hverri i sumar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.