Dagur - 16.07.1952, Blaðsíða 2

Dagur - 16.07.1952, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 16. júlí 1952 Baldur Guðlaugsson endurskoðandi Styrkir úr Sáttmálasjóði Dagskrármál landbúnaðarins: Nýjar rannsóknir varðandi Fæddur 30. ágúst 1912 — Dáinn 24. júní 1952 MINNINGARORÐ Baldur Guðlaugsson, gjaldkeri hjá bæjarfógetanum á Akureyri og löggiltur endurskoðandi var til grafar borinn laugardaginn 5. júlí. Hann andaðist á Jónsmessu- daginn, öllum óvænt og í fullu fjöri. Hann var að aka heim í bílnum sínum frá störfum dags- ins, er hann hné örendur. Mér hefur aldrei borizt óvænt- ari frétt en andlát Baldurs. Nokkrum stundum áður höfðum við ekið saman í bílnum hans, báðir glaðir og reifir. Við höfð- um ýmsar ráðagebðir á prjónun- um, er snertu framtíðina og hina líðandi stund. Okkur fannst allt slétt og fellt eins og við vönduð reikningsskil og hví ætti mér að hafa dottið í hug, að einmitt hjá Baldri skyldi dauðinn gera „strik í reikninginn"? Kunningskapur okkar Baldurs byrjaði 1929 eða fyrsta árið er eg dvaldi á Akureyri. Við vorum þá nágrannar úr Innbænum. Hann var þá nemandi minn. Síðar urð- um við samstarfsmenn hjá KEA og kunningsskapur okkar varð nánari. Eftir það vann Baldur í mörg ár með mér að skattstörf- um, unz hann fyrir 2 árum setti upp skrifstofu og fékk löggild- ingu sem endurskoðandi. Hinn 23 ára kunningsskapur okkar Baldurs var fyrir löngu orðinn að vináttu. Þessi fáu kveðjuorð mín eru því saknaðarorð eftir góðan vin genginn. Eg hafði svo oft leit- að til Baldurs með aðstoð og hjálp og nú sakna eg hans því meir, því betur sem eg fæ metið störf hans. Hinn 30. ágúst næstk. hefði Baldur orðið fertugur. Var eg í gamni og alvöru búinn að lofa honum skálaræðu. „Má ei maður í moldar-fjötrum fram yfir líf líta.“ Baldur gegndi mjög umfangs- miklu og ábyrgðarríku starfi sl. 6 ár. Er mér kunnugt, að hann rækti það starf með slíkum ágæt- um, að á betra varð ekki kosið. Hann átti létt með að vinna, var lipur í afgreiðslu og röskur. Hann var vinnuglaður og átti_ óvenjulétt með að umgangast töl- , ). , r . . , ur rett. Þ.vi/var sýp .gott að>vinúa með honum. Fyrir utan aðalstarf var Baldur sístarfandi. Má segja, að honum félli aldrei verk úr hendi. Hann gerði miklar kröfur til sín sjálfs, slæptist ekki og stundaði ekki óreglu. En hann gerði miklar kröfur til lífsins á móti og hann naut þess innilega að fá hið bezta út úr tilverunni. Oll tilvera Baldurs var mótuð af hraða og röskleika. Hann fór ungur út í hringiðu lífsins og ók hratt lífsbraut sína, sem reyndist styttri en öll rök stóðu til. Eg sé nú líf Baldurs fyrir mér sem leik- þátt ,efnisríkin og hraðan, unz tjaldið fellur. Baldur var nýbúinn að eignast nýtt heimili. Hugur hans dvaldi öllum stundum við að gera það sem fegurst og vistlegast. Var gott að koma þar heim. Framtíðin var skipulögð og virtist brosa við. Fjölskyldan treysti á örugga for- ustu góðs heimilisföður. Baldur var kvæntur Önnu Bjömsdóttur úr Olafsfirði. Börn- in eru 5, 2 synir 17 og 15 ára, annar í 5. bekk og hinn í 3. bekk menntaskólans. Dæturnar 3, sú yngsta á 1. ári. Guðlaugur, faðir Baldurs, dvelur einnig á heimilr inu, nú 76 ára, og á hann nú á bak að sjá báðum sonum sínum. Þung byrði er lögð á herðar frú Önnu. Stendur hún nú ein uppi með barnahópinn. En hún hefur tekið andstreyminu æðrulaust. Framtíðarvonin eru synirnir tveir, vel gefnir og efnilegir. Baldur var vinsæll maður í þessum bæ. Jarðarför hans var fjölmenn og hátíðleg. Sól, sumar og blómaangan hvíldu yfir síð- ustu för hans suður í kirkjugarð- inn. Eg er Baldri þakklátur fyrir samveruna og samstarfið. Hann fór héðan beint frá starfi dagsins. Eg vona það, að þegar hann kom á „lífsins land“ þá hafi hann fengið nýtt starf og fái nú „meir að starfa guðs um geim“. Iðju- leysi væri honum ekki að skapi. Friður sé með sálu hans. Blessun guðs sé með fjölskyldu hans. K. G. Barnareiðhjól (Þríhjól) fyrir 4—6 ára, Verð kr. 300.00. N ý k o m i ð ! VERZLUNIN VÍSIR Strandgötu 17 — Sími 1451 Fordbíll til sölu. Tækifærisverð. — Upplýsingar hjá Guðmundi Jónassyni, sími 1301 Frá sendiráði Dana í Reykjavík hefur blaðinu borizt eftirfarandi: Á fundi mánudaginn 9. júní 1952 úthlutaði hin danska deild Sáttmálasjóðs eftirfarandi styrkj- um til eflingar dönsk-íslenzku menningarsambandi. Styrkirnir verða greiddir á tímabilinu júní— desember 1952: María H. Ólafsdóttir til náms við listháskólann 300 kr. — Ólöf Pálsdóttii' til náms við listháskól- ann 300 kr. — Bragi Ásgeirsson til náms við listháskólann 300 kr. — Ragnar Björnsson til náms við tónlistarskólann 200 kr. — Soffía Guðmundsdóttir til náms við tón- listarskólann 300 kr. — Guðrún Kristinnsdóttir til náms við tón- listarskólann 200 kr. — Ólafur Eiríksson til náms við iðnskóla 300 kr. — Gunnar Bjarnason til náms við iðnskóla 300 kr. — Egill Marteinsson til náms við iðnskóla 200 kr. — Anna Viggósdóttir til náms við tannsmíðar 300 kr. — 27 kennaraskólanemendur í Reykjavík til ferðalaga í Dan- mörku 2700 kr. — Agnete Loth til ferðalaga á íslandi 2500 kr. — Dansk organist- og kantorsam- fund af 1905 til ferðalaga á ís- landi 1000 kr. — Else Hansen styrkur til farkennslu á íslandi 4ÖÓÖ kr. — Samtals 29000 kr. kynákvöröun Fyrir stiittn síðan birtist grein í danska búnaðarblaðinu „Uge- skrift for Landmænd“, eftir A. Th. Riemann, dýralæknir, sem hann kallar: Er hægt að hafa áhrif á kyn afkvæmanna í sam- bandi við gerfisæðingu? Hér á eftir verður getið nokk- urra atriða úr grein þessari. Fram til þessa tíma hefur það yfirleitt verið talið að kynákvörð- un væri erfðafræðilegt atriði í sambandi við kynsbogteinana. — Hingað til hafa menn ekki þekkt nein vísindaleg ráð til að hafa áhrif á kyn afkvæma manna né æðri dýra, enda þótt þekkt séu mörg húsráð í því efni, bæði varðandi menn og skepnur, sem vísindin hafa þó ekki gert mikið með. Það eru þó þekkt ýms dæmi hjá lægri dýrum, að fyrir utanaðkomandi áhrif, hefur verið hægt að, ákveða og ráða hvort karl- eða kvendýr fæðast. Ymsai' kenningar hafa verið uppi um, að ýmiss konar ytri áhrif gætu haft á áhrif kynákvörð unina. Er þar m. a. nefnt: veðr- átta, vindátt, loftþrýstingur, loft- raki, afstaða tunglsins o. fl. Þá er það og einnig ekki óalgeng skoð- un, að því sé haldið fram, að ung- ir feður eignist fremur stúlku- börn, en aftur á móti gamlir feður sveinbörn. Kvígur eiga oftar naut en kvígukálfa. Feitar mæður eiga oftar kvenkynsafkvæmi, en aftur á móti eiga magrar mæður oftar karlkynsafkvæmi. — Á stríðsáu-.: únum fæddust tihölulega fleiri sveinbörn en stúlkubörn í þeim löndum, sem harðast voru úti í stríðinu, þar sem næringarskort- ur var mikill. Enda þótt þessi atriði, sem hér hafa verið nefnd, hafi í vissum tilfellum stoð í veruleikanum, þá hefur þó ekk- ert þeirra reynst öruggt í sam- bandi við kynákvörðun. Eins og kunnugt er frá erfða- fræðinni, er um að ræða tvenns konar sæðisfrumur hjá spendýr- um, aðrar sem innihalda X og aðrar Y. Kynákvörðunin er því erfðafræðilega séð, háð því hvor þessara tegunda af sæðisfrumum sameinast eggfrumunni. Samein- ist X-frumurnar eggfrumu verð- ur afkvæmið kvenkyns, en sam- einist Y-fruma eggfrumu verður afkvæmið karlkyns. Vísindamenn og jafnvel stjórnmálamenn hefur dreymt um, að einhvern tíma fyndist aðferð, sem gerði það kleyft, að hafa hemil á því hver sæðisfrumutegundin sameinaðist eggfrumunni hverju sinni. Rannsóknir hafa leitt í ljós, í sambandi við smásjárskoðun, að Y-sæðisfrumurnar eru um 1/1000 mm. minni en X-sæðisfrumurnar. Þessar uppgötvanir gefa tilefni til hugleiðinga um að einhverjir möguleikar muni finnast innan tíðar, til að aðskilja þessar frum- ur á einn eða annan hátt og verði það hægt, er fundin leið til að ráða kyni í sambandi við gerfi,- 'sæðingu búfjárins. Bændur gætú þá, um leið og þeir panta sæðing- armann, pantað sér naut eða kvígu. Áfengissala fyrir 66,5 milljónir króna á síðastliðnu ári Frá Stórstúkuþingi í fyrra mámiði Þing Stórstúku íslands I. O. G. T. hófst í Reykjavík hinn 20. f. m., og var slitið mánudaginn 23. júní. Stórstúka íslands er nú 66 ára að aldri og var þetta 52. þing hennar, því að fyrst í stað var þing ekki haldið nema annað hvort ár. Hagur Góðtemplarareglunnar á íslandi er með svipuðum hætti og verið hefur. Hér eru nú starf- andi 43 undirstúkur, 60 barna- stúkur og 8 þingstúkur. Alls eru félagar Reglunnar um 10.500. Þingið var ekki jafn fjölsótt og oft hefur verið áður, en þó voru þar um 80 fulltrúar, þegar flest var. Erfiður fjárhagur. Stórstúkan berst enn í bökkum fjárhagslega, því að þótt ríkis- styrkurinn hafi heldur hækkað, vegur hitt upp á móti, hvað verð- gildi peninga hefur rýrnað. Mundi margt vera ógert af því, sem koma þurfti í framkvæmd, ef Reglan hefði ekki haft happ- drætti á árinu og fengið nokkrar tekjur af því. Er nú í mörg horn að líta að styðjá þau fyrirtæki, sem Reglan stendur að, svo sem sjómannastofui' á fjórum stöðum á landinu, fangahjálp, blaðaút- gáfu o. s. frv. Dýrar húsbygging- ar eru og hafnar eða standa fyrir dyrum og má þar nefna hið veg- lega hús Reglunnar í Vestmanna- eyjum, sem nú er komið vel á veg, og höfuðstöðvar, sem reisa þarf í Rykjavík. Áfengissala og fangelsanir. Áfengissala í landinu nam árið sem leið 66 milljónum 566 þús. kr. og er það rúmlega 5,6 millj. meira heldur en árið 1949. Slíkur fjár- austur sýnir glögglega að þjóðin er hér á villigötum. En af þessu leiðir fleira, til dæmis 3000 yfir- sjónir unnar í ölæði í Reykjavík og 248 fangelsanir á Akureyri, en kunnugt er að óspektir hafa orð- ið víða um land vegna ölvunar og margar skemmtisamkomur farið út um þúfur þess vegna. Hér er því sannarlega þörf á að reyna að reisa rönd við þessum þjóðar- ósóma. Var mikið um það rætt á þinginu, hvernig þjóðin ætti að hrinda af sér slíkri ómenningu og nokkrar samþykktir gerðar í þá átt. Annars var þingið stórtíðinda- laust. t», —-o— Ýmsir vísindaiiienn halda því fram, að sýrustig í fæðingarveg- inum sé mjög mikilvægt í sam- bandi við kynákvörðun. Þýzkur læknii' heldur því fram, að slím- himnur fæðingarvegsins hjá ung- um stúlkum sé lítið eitt lút- kenndur (bacisk), en sýrist eftir því sem konan eldist. Þessi lækn- ir bendir á, að algengast sé að hjón eigi fyrst dreng, en aftur á móti síðar stúlkur. Rússneskur vísindam. (Schröd- er) hefur reynt að aðgreina sæð- isfrumurnar með rafstraum í gegnum vökva með sæðisfrumum og hefur hann notað kanínur til þessara tilrauna. Hann hafði sæð- ið í sérstakri upplausn með vissu sýrustigi. Nokkur hluti sæðis- frumanna safnaðist. að plúspóln- um en nokkur hluti að mínus- pólnum. Schröder gerði svo til- raunir með þetta tvenns konar sæði á kanínum og árangurinn varð sá, að hann fékk um 80% af því kyni, sem óskað var. Er hér urn 6 ára samfelldar tilraunir að ræða. Á þessum árum rakst þó Sehröder á margar kanínur, sem ómögulegt reyndist að hafa áhrif á kyn afkvæma þeirra. Þýzkur vísindamaður (Unter- berger) hefur sett fram þá kenn- ingu, að lítið eitt basiskur vökvi hafi örfandi áhrif á hreyfingu Y- sæðisfrumanna, þannig, að hreyf- ing þeirra verði meiri en X- frumanna ,en aftur á móti hafi lítið eitt súr vökvi örfandi óhrif á X-frumurnar, en gagnstæð áhrif á Y-frumurnar. Þökkum af alhug aðsýnda samúð við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður okkar og sonar, SIGURÐAR PÁLSSONAR, forstjóra. Framar öllu færum við starfsliði Gcfjunar þakkir fyrir sér- stakan hlýhug og vináttu. // Gígí Jónsdóttir og bijrn. Vilhjrimíná Þór: —o— Ilér að framan hefur verið get- ið helztu atriða úr grein Rie- manns, því að enginn efi er á því, að búfjárræktarmenn hafa mik- inn áhuga fyrir þessum málum, en ennþá virðist þó ekki fundin örugg leið til að hafa áhrif á kyná.kvörðun afkvæma, en. e. t. v. eivu vísindamenn ekki langt frá því að leysa þá þraut. Á. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.