Dagur - 13.08.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 13.08.1952, Blaðsíða 1
Forustugreinin á 4. síðu: Aðstaða okkar og áróður stjórnarandstöðunnar. Dagur GJALDDAGI BLAÐSINS var 1. júlí síðastliðinn. XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 13. ágúst 1952 32. tbl. Landiæknir andvigur því, aB ríkið reki nýja sjúkrahúsið á Ákureyri Nefnd kjörin til þess að ræða við ríkisstjórnina um framtíðarrekstur spítalans rr IVV rvl vv r. r \ um síiasflna heEg „jörundur“ með Norðmönnum og Rússum langt austur í hafi A spítalancfndarfundi fyrir skenunstu var frá því skýrt, að tveir fuiltrúar nefndarinnar, þeir Jakob Frímannsson og Brynjólf- ur Sveinsson, hefðu ræít við land lækni um rekstur nýja sjúkra- hússins í framtíðinni, en nú tek- ur að hilla undir að það verði til- búið. Samkvæmt þessari skýrslu mun landlæknir hafa Iýst sig andvígan því, að spítalinn verði rekinn af ríkinu, sem nokkurs konar landspítali í þessum lands- fjórðungi, hins vegar kvaðst hann vilja stuðla að því, að ríflegur rekstrarstyrkur verði greiddur frá ríkinu. Á spítalanefndarfundinum var rætt um nauðsyn þess að gera sem allra fyrst áætlun um rekst- urskostnað nýja spítalans og ganga frá tillögum um reksturs- tilhögun. í samræmi við þetta álit nefndarinnar kaus bæjar- stjórn nýlega nefnd til þess að gera tillögur um þetta efni og áætlanir og ræða við ríkisstjórn- ina um framtíðarrekstur spítal- ans. Nefndina skipa: Steinn Steinsen bæjarstjóri, Guðmund- ur Karl Pétursson yfirlæknir, Jónas G. Rafnar alþm., Brynjólf- ur Sveinsson menntaskólakenn- ari og Jakob Frímannsson fram- kvæmdastjóri. Mun nefndin þeg- ar tekin til starfa. Keksturinn er bænum ofviða. Eins og kunnugt er rekur Ak- ureyri núverandi spítala og fær til þess nokkum rekstursstyrk frá ríkinu. Reykjavíkurbær rekur hins vegar engan spítala. Ríkið hefur tekið það ómak af bænum með rekstri Landspítalans, sem á ýmsan hátt er bæjarspítali fyr- ir Reykjavík. Ríkið rekur og fæðingardeild Lanspítalans. Ilall- inn á þessum rekstri, sem ríkið greiðir, nemur miljónum króna á ári. Lítið samræmi er í því af rík- isins hálfu, að ætlast til þess að Akureyrarbær standi undir rekstri hin snýja spítala hér, sem er ætlaður fyrir miklu stærra landssvæði en bærinn og héraðið er, enda væri slíkt bænum ofviða. Æskilegast væri að ríkið eða Almannatryggingarnar sæju um rekstur spítalans, eða í annan Um mánaðamátin og næstu daga á eftir kom dálítið aflahlaup á handfæri í Skjáfandaflóa og fóru margir smábátar af stað og öfluðu talsvert. En svo tók fyrir þennan afla jafn skyndilega. Og í gær, er blaðið átti tal við Húsavík, var þar lítið um fisk. stað, að. bærinn gerði það, með ríflegri fjárveitingu frá ríkinu, þannig, að á bæjarsjóð féllu ekki óeðlileg útgjöld vegna rekstursins eða að daggjöld spítalans þyrftu ekki að vera óeðlilega há. Þar sem augljóst er, að það er ekki aoeins bær og hérað, sem liafa mikla þörf fyrir að spítalinn komist í notkun, heldur allt landið — með því að sjúkrarúm skortir sárlega í landinu — er þess að vænta, að engin einstrengings- leg sjónarmið girði fyrir það, að úr þessu máli greiðist hið allra fyrsta og engin hindrun verði á því að spítalinn komist í notkun, strax og byggingunni er svo langt komið, að það sé hægt. Virðist ekkert eðlilegra, en að heilbrigð- isstjórn landsins keppi að þessu marki. Bæjarráð Akureyrar hóf fyrir nokkru að ræða á ný tilboð það um lækkun brunabótagjalda, sem Brunabótafélag íslands gerði bænum á sl. vetri og kröfur félagsins um auknar brunavarnir. Kom í Ijós eð bæjarráðið var því andvígt að ganga að tilboði félagsins og óskaði að gagngerðar breytingar yrði gerðar á því, áð- ur en gengið yrði til samninga. Á fundinum mætti forstjóri Bruna- bótafélagsins, Stefán Jóh. Stef- ánsson alþm., hlýddi á tillögur bæjarráðs og kvað sig fúsan að taka þær til athugunar og mundi hann skrifa bæjarráðinu um mál- ið er heim kæmi til Reykjavíkur. TiIIögur bæjarráðs. Tillögur bæjarráðs, sem bæj- arstjórn hefur nú s-.'mþvkkt í aðalatriðum, horfa til verulegra breytinga á tilboði félagisns, sem fyrr hefur verið rakið ýtarlega hér í blaðinu. Eru þær í 8 liðum, svohljóðandi: 1. Að bærinn setji upp fast Verðiir Iiami forseti? Adlai E. Stevenson, fylkisstjóri í Illinois, cr forsetaefni Demókrata í Bandaríkjunum í forsetakosn- ingunum í nóvember í haust. — Margir stjórnmálamenn vestra telja hann líklegan til sigurs, þrátt fyrir vinsældir og álit Eis- enhowers. Stevenson nýtur mik- ils álits sem duglegur, heiðarleg- ur og framsýnn stjómmálamaður. Flokkur hans cr stærsti og styrk- asti flokkur landsins og stendur óskiptur um hann. Verða sigur- möguleikar hans því að teljast mjög miklir. slökkvilið, skipað 4 fastráðn- um mönnum auk slökkviliðs- stjóra og varaslökkviliðsstjóra. Símavarzla allan sólarhringinn hjá lögreglunni, sem hefði varðstofu í slökkvistöðinni. 2. Athugaðir verði möguleikar á að fella niður sérstakan bruna- síma, en brunaboði og kalli til lausa-slökkviliðsins komið áleiðis gegnum bæjarsímakerf- ið. 3. Bætt yrði við nýjum slökkvibíl með háþrýstidælu ásamt nokkr um smærri tækjum, enda láni Brunabótafélagið Akureyrar- bæ fyrir öllum þeim stofn- kostnaði. 4. Almenn iðgjöld í bænum lækki talsvert meira en boðið er í tilboði Brunabótafélagsins, sér- staklega iðgjöld af 2. og 3. fl. (T. d. 2.4%0 iðgjald lækki í 1 til 1.2%o og 4%0 í 3.5%o. 5. Brunabótafélagið gangist fyrir lækkun á lausafjáriðgjöldum, (Framhald á 7. síðu). í vikiumi scm Icið var sama deyfðin á síldarmiðunum og barst sáralítill afli að landi. Smærri skipin — einkum þau sunnlenzku — eru horfin hcim, en stærri skipin þrauka enn. Yfirlcitt eru menn þó vondaufir að nokkuð .rætist úr aflaleysinu héðan af og þykjast sjá fyrir að þetta verði aumasta síldarvertíð í sögu landsins. Fara með rcknet. Einn ljós punktur var þó í síldarsögunni í sl .viku. Tvö af síldarskipunum héðan frá Akur- eyri fóru út með reknet ásamt með herpinótinni um helgina og hafa þegar byrjað reknetaveið- ar fyrir austan land. Þetta eru skipin Snæfell (Útgerðarfélag K. E. A. h.f.) og Akraborg (Valtýr Þorsteinsson útgerðarmaður). — Skipin lögðu upp héðan á laug- ardagskvöld með 350 og 500tunn- ur hvort og reknet til þess að geta haft um 70 net í sjó í lögn. Hafa skipin nú látið reka í þrjár næt- ur, en ekki hafði blaðið nákvæm- ar fregnir af aflabrögðum í gær. Skipin voru þá fyrir austan land, á svipuðum slóðum og Norðmenn hafa verið með reknet sín. Mcð þessum aðgerðuni hér er brotiim ísinn og bent á lcið, sem líklegt má telja að stærri síldveiðiskipin íslenzku verði að feta í framtíðinni — að hafa herpinótina til taks, ef síldin veður, en stunda annars rek- netaveiðar og salta um borð. Þriðja skipið er nú að undirbúa þessa veiðiaðferð, m.s. Ingvar Guðjónsson, og mun það skip á leið á miðin. Að undanförnu hefur oft verið sagt í ræðu og riti, að íslenzku útgerðinni bæri að stunda síld- veiðar á svipuðum grundvelli og Norðmenn gera ár eftir ár, hætta að treysta á hinn mikla auð- veidda feng, láta sér heldur nægja smærri hluti. Með aðgerð- um útgerðarfyrirtækjanna hér er nú stefnt að þessu marki, en við ýmsa örðugleika mun hér að etja. Til dæmis kostar reknetaúthald mikið fé o. s. frv. En vonandi er að þessi tilraun gefi góða raun fyrir útgerðina og sjómennina og þar með þjóðar- búskapinn í heild. Jörundur með Rússum og N or ð mön num. í síldarskýrslu Fiskifélags ís- lands sl. laugardag var frá því greint að Akraborg væri afla- hæsta skip flotans með rösklega 2300 mál síldar, en sáralítil breyting varð á skýrslunni í þessari viku, frá fyrra laugardegi. Togarinn Jörundur virðist eini togarinn, sem nokkra teljandi síld hefur fengið. Hafði skipið rösk 2000 mál. — í gærmorgun fréttist til Jörundar, meira en 200 mílur austur í hafi, á veiðislóðum Norð- manna og rússneska s íldveiði- flotans. Mun þar hafa mælst tals- verð síld, en ekki hafði hún vað- ið er síðast fréttist. Jörundur hefur nú meðferðis flotvörpu og mun freista þess að veiða síldina í hana, ef hún næst ekki í herpi- nótina. Þórumi jóliamisdóttir leikur fyrir Akureyr- inga í fjórða sinn Píanósnillingurinn ungi Þór- unn Jóhamisdóttir mun halda hér hljómleika á morgun (í Nýja-Bíó kl. 9 e. h., aðgöngumiðar hjá Ax- el Kristjánssyni h.f.) og vei’ða það fjórðu hljómleikarnir, sem Þórunn hefur haldið fyrir Akur- eyringa. Hún er nú nýlega orðin 13 ára. Hún stundar nám við The Royal Academy of Music í Lon- don, hjá einum kunnasta píanó- kennara Bretlands, Harold Crax- ton .Hún hefur á liðnu ári komið fram opinberlega í Bretlandi, m. a. með Hallé-hljómsveitinni frægu í Manchester, undir stjórn Sir John Barbirolli. Hér leikur Þórunn m. a. verk eftir Bach, Beethoven o. fl. og að auki 2 lög eftir sjálfa sig og 1 eftir fpður sinn. Akureyringar fagna þessum unga og efnilega listamanni nú sem fyrr og bjóða velkominn hingað til átthaganna. í íyrranótt var næst því að frost kæmi hér á Akureyri það sem af er sumrinu, mun hitinn hafa ver- ið rétt um frostmark á brekkun- mn undir morguninn. Ekki hefur heyrzt um skernmdir í görðum hér, en vel má vera að þær hafi orðið í héraðinu, þótt blaðið hafi ekki fregnir af því. Loftkuldi er áframhaldandi og útlit ekki gott. Bæjarsfjórnin vill ekki ganga að fitboði Brunabólaíélagsins ism iðgjaldalækkun Krefst meiri lækkunar, hlutdeildar í ágóða félagsins af brunatryggingum á Akureyri og fleiri breytinga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.