Dagur - 13.08.1952, Síða 4

Dagur - 13.08.1952, Síða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 13. ágúst 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsíngar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Aðstaða okkar og áróður stjórnarandstöðunnar NÝLEG Norðúrlandablöð herma, að Svíar biiist við að eiga að stríða við nokkurt atvinnuleysi í vetur, einkum muni erfitt að útvega ölliirh skógarhöggs- mönnum nægan starfa yfir vetrarmánuðina. Svíar eru, sem kunhugt er, ein hin auðugasta Jrjóð í Norð- urálfu. Þeir háfa nú hin síðari misseri búið við hag- stæðan verzlunarjöfnuð, ágætt verð á framleiðslu- vörum sínum og almenna hagsæld. En ýmsar at- vinnugreinar Jreirra eru mjög bundnar árstíðum og þeir liafa enn ekki leyst Jrá Jiraut, að forða nokkru atvinnuleysi í mesta skammdeginu. Það cr rétt að vekja athygli á þessu af því að svo er að heyra á sumu fólki, að nökkurt atvinriúíeysi á erfiðasta árs- tímanuin hér á landi sé nánast' sérstætt fyrirbrigði fyrir ísland og a. m. k. þekkist Jrað ekki í landi, sem lýtur forsjá jafnaðarmanna, enda séu okkar erfið- leikar flestir voiidri ríkisstjórn að kenna. Sannleik- urinn er auðvitað sá, að Jjótt jjjóðfélagshættir hinna vestrænu lýðræðisþjóða hali nijiig þróast í átt til meira öryggis, skortir enn verulega á, að hin harð- býlu lönd geti á öllum tímum ársins veitt ölium þegnum sínum næga atvinnu við arbær störf. Á Jiví hefur oft orðið misbrestur og svo er enn. Fjölmenn- um starfshópum verður ekki i skyndingu svipt í milli starfsgreina enn sem komið er algerlega misfellu- laust. Þannig er ]>að með skógarhiiggsmennina i Svíþjóð og þannig er það með síldveiðimennina okkar og byggingamennina, sem hafa öruggast at- vinnu yfir sumarmánuðina. Þegar landið er allt siiæví hulið og dá'gsbirtan Jrverr, verður erfitt að firina næga atvinnu handa öllum, einkum í Jjétt- býlinu, og Jió sérstaklega ef veður eru erfið eins og verið hefur tvo síðast liðna vetur. Menn verða að minnast Jiessara staðreynda Jjegar ])eir íhuga hvern- ig forða megi atvinnuleysi, sem nokkuð hefur borið á hér á landi slðustu missirin. I Jjessu efni er hollast að líta á staðrcyndirnar og áðstfiðuna — gera gjarnan sámanburð á ástandinu hér og aðstöðunni og því, seia gerizt hjá nágrönnum okkar — en lenda ekki í þeirri fallgröf, scm blöð stjórnarandstöðuunar búa grunnhyggnum mönnum, að allir erfiðleikar séu ríkisstjórninni að kenna og Jieirri stjórnarstefnu, sem stuðningsflokkar ríkisstjórnarinnar starida að. Vand- irin er ekki svo auðleystur, að ekki þurfi annað en skipta um mann í ráðherrastól til ])ess að færa allt til betri vegar. Síldin gengi ekkert frekar á miðin og skammdegið og hríðarnar yrðu ekkert mjúkhent- ari við okkur þótt Stefán Jóhann fengi að l)aða sig í náðarsóí ráðherradóms. Það cr sjálfblekking að ætla, að hægt sé að henda öllum erfiðleikum þjóðar- búskaparins á bak við einstaka stjórnmálamenn. Þeim erfiðleikum verður ekki bægt á burt í eíririi sVipan og aldrei nema með þrotlausu starfi allra stétta Jrjóðfélagsins. STJÓRNARANDSTÆÐINGAR mikla nú mjög íyrir sjónum manna J)á erfiðleika, sem við blasa vegna aflabrests og erfiðs tíðarfars. Þeim })ykir væn- legra til ávinnings að horfa fram en ekki altur. Víst er gott að geta horft raunsæjum augum fram í tím- ann, þótt fæstum Jryki Alþýðublaðið og Þjóðviljinn nytsamleg gleraugu til þeirra hluta. Hitt er J)ó ekki minna um vert á liverri tíð, að geta sér grein fyrir orsijkum og afleiðingum og láta ekki eins og sólin sólin hafi aldrei sezt í gær. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völd- um var útflutningsframleiðslá J)jóð- arinnar að stiiðvast og þurfti skjótra ráða við til }>ess að ekki kæmi beinlínis til skorts og vánd- ræða. Þær ráðstafanir hlutu að kosta eitthvað. Enginn getur látið svo í lýðræðisþjóðfélagi áð honum komi ekki afkoma J)jóðarbúsins við og breytingar })ar ])urfi ekki aö koma við hann. Ofan á })ær ráð- stafanir — viðurkenniriguna á raun- verulegu gengisfalli pcninganna kom svo óhagstæð verðlagsþróun erlendis, aflabrestúr hér heima og óáran til landsins. Þegar [jetta er haft í huga, má með sanni segja, að ríkisstjórninni hafi tekist furðu vel að halda i horfinu, forða stór- felldri kjaraskerðingu, lialda uppi atvinnu, tryggja liallalausan ríkis- rekstur og sæmilegari grundvöll fyrir atvinnuvegiria, miðað við með- al aflabrögð. Þar við bætist svo, að nú standa yfir stærstu og fjár- frekustu framkvæmdir, sem nokkru sinni liefur verið ráðist í hér á landi, þar sem eru virkjanirnar, og áburðar- og semeritsverksmiðjurnar, sem hefðu enn beðið utali garðs ef arinár armur stjófriarandstöðtrnnar hefði ráðið stefnúnrii. Við eigum fyrirSjáanlega crfiðldika fyrir hönd- um, nú Jregar síldarvertíð lýkur með Jjeim éidæmum, sem kunn eru, og haust og vetur ganga í garð. Sá vandi verður ekki leystur með ábyrgðarlausu skrafi og kröfupóli- tík, sem Jreirri, er stundum má lesa í blaðakosti stjórnarandstöð- unnar. Hann verður - þvl aðeins leystur að þjóðiri skilji aðstööu sína í landinu og })ann lífskost, sem landið og framleiðslan gefa henni. Núverandi ríkisstjéirn liefur tekist að halda í horfinu og vel það á mjög erfiðum tímum. Hún á mikla erfiðleika fyrir liöndum. En })að væri skammsýnt, að láta þá erfiðleika yfirskyggja liðna tíð og forða því að menn sjái í réttu Ijósi það, sem vel hefur verið gert á síðustu missirum. Menn verða J)ví að taka áróðri stjórnar- andstöðunnar með mikilli varúð og meta, hvort hún sé miðuð við þjé)ðarheill eða stúndarhag flokka og ákveðinna persóna. FOKDREIFAR Fagurt musteri — AKUREYRARKIRKJA er eitt mesta og fegursta guðshús hér á landi. Þótt ef til vil megi um það deila, hversu veí — eða illa — hinar tyær stíltegundir fari sam- an, þegar horft er á bygginguna frá hlið, eða aftan frá, verður naumast um J.að deilt með réttu, að framkirkjan — turnarnir miklu og dyrahvelfingin milli þeirra — er sérlega stílhrein, svipmikil og fögur. Riðið mikla, eða kirkjutröppurnar, eins og það mannvirki er kallað í daglegu tali, sem liggur af Kaupvangs- torgi þvert á norðausturhorn kirkjuhvolsins upp á kirkjuhlað- ið, er einnig hið mesta mannvirki og vissulega einstakt í sinni röð hér á landi. Eg held, að eg muni það rétt, að sunnanblöðin voru á sínum tíma að myndast við að draga dár að því, að náðhúsum bæjarins hefur vej ið komið fyrir neðst undir þessum mikla stiga. Það verður að virða þeim til vorkunnar, að þau eru ekki kunnug staðháttum hér, og verða auk þess ávallt að finna eitthvað upp, sem þau geta skrifað um og helzt haft í flimtingum, eins og gengur. En víst fér þetta tvennt vel saman, eins og til hagar hér, og þarf ekki að valda neinum hneykslunum á nokkurn hátt. VEIi OG ÁGÆTLEGA fer á því, að engin éin bygging eða mannvirki setur fremur svip sinn á þennan bæ en einmitt guðshús- ið þarna á höfðanum — kirkjan á fjallinu, eins og hún gæti með sanni kallast. Og vel væri það farið og sérlega æskilegt, að þessi stofnun setti svip sinn á bæinn í fleiri en einni merkingu. En sleppum því í bili og höldum áfram að virða fyrir okkur um- hverfið og útsýnið þarna uppi á kirkjuhvolnum. Víðsýni er þar mikið yfir bæinn, höfnina og fjörðinn, svo að annar sjónarhóll gefst ekki betri í því skyni. Blómabeðin fram með kirkju- tröppunum, brekkurnar og stall- arnir framan við kirkjuna hjálp- ast að til að gera komuna þarna upp eftir góða og auka á fegurð staðarins .En síðan ekki sögrina meir í þessa átt, því að kirkjulóð- in og næsta umhverfi þessa fagra musteris er staðnum annars til lítils sóma eða prýði. — en umhverfið mætti hæfa því betur. HÁLFKARAÐIR melakambar og óhrjáleg moldarrof blasa við aug£>> þegar bak við kirkjuna kemur. Gamla húsið, sem stóð þarna, þegar kirkjan var byggð, þrokir þarna enn, eftir öll þessi ár, rétt uppi við kirkjumúrinn, til harla lítils augnayndis, því að vonum hefur því lítið verið hald- ið við síðan, þar sem meiningin mun alltaf hafa verið, að það hyrfi sem skjótast á braut af þessum stað, þar sem það á vissu- lega ekki heima framar. Helzt lít- ur út fyrir, að ekki sé lengur í því búið, nema þá að einhverju leyti. Því er það þá ekki annað tveggja rifið, eða að öðrum kosti flutt burt á einhvern þann stað, þar sem það mætti standa til frambúðar og gæti orðið ein- hverjum að gagni í húsnæðis- vandræðunum ? Og því er yfir- leitt ekki gengið frá umhverfi kirkjunnar eins og því er ætlað að- vera, og svo að sómasamlegt sé? — Æði mörg ár eru nú liðin, síðan kirkjan var reist þarna, og virðist sannarlega tími til þess kominn, að þessum stað, sem gjarnan mætti verða fegursti og eftirsóttasti bletturinn á bæjar- lóðinni allri, sé éinhver frekari sómi sýndur en þegar er orðið. Vafalaust mundu fjölmargir bæj- arbúar fúsir til að leggja þessu máli lið á einn eða annan hátt, ef éftir J)ví væri íeitað og réttir að iljar beittu sér með skörungskap fyrir málinu. EN SVO ÞETTA spjall um ytri mynd staðarins sé látið niður falla að sinni — því að vissulega skiptir hin innri mynd, ef svo má að orði komast, mestu máli — skal þess að lokum getið í þessu sambandi, að eg gekk í kirkju á sunnudaginn var og hlýddi þar á messu. Því miður get eg engan veginn hrósað mér af því, að eg sé sérlega kirkjurækinn maður, en aldrei kem eg þó svo í guðs- hús, að eg þykist ekki hafa þang- að eitthvað gott og mikilsvert að sækja. Og svo fór einnig í þetta sinn, að eg þóttist gera þangað góða för mér til sálubótar, sem sízt mun af veita. Fagur var söngurinn og guðsþjónustan öll. En J)að þótti mér helzt á skorta, (Framháld á 7. síðu) Eiga hjónin að fara í sumarleyíi sitt í hvoru lagi? I Bretlandi er það allútbreiddur siðtir, að hjónin fara í sumarleyfi sitt í hvoru lagi og víða annars staðar mun þetta þekkjast, til dæmis í Danmörk. Danska blaðið Berl. Tidende flutti nýlega viðtal við hjón, sem hafa þetta lag á sumarleyfinu og segir þar frá viðhorfi, sem vel er athugandi. Hjón þau, er hér um ræðir, heita herra og frú Leif Hansen, og er maðurinn fulltrúi líjá verzlunarfyrirtæki. Þau hafa verið gift í 8 ár og hafa farið í sumarleyfi með þess- um hætti öll árin nema eitt. Hvers vegna gerið þið það? Einfaldlega vegna þess, að við viðurkennum per- sónufrelsi einstaklingsins, segir frú Hansen. Við erum bæði þeirrar skoðunar, að fólk, sem umgengst daglega allan ársins hring, hafi gott af því að skilja endrum og eins, finna sjálft sig aftur, ef svo má segja. Eg veit að margir segja að nægilegt sé í sumar leyfi að komast á burt frá hinu daglega umhverfi og daglega starfi og í því felist endurnýjunarmögu- leiki fyrir manneskjuna. Og þetta er að nokkru leyti rétt, en ekki að ölu leyti. Því að maður er maður sjálfui', hvoi't sem maður er heima eða á gististað úti á landi. Mér þykir til dæmis gott að sofa út á morgnana þegar eg er í fríi, en maðurinn vill rjúka á fætur við fyrsta hanagál og í þessu eina atriði felst efni til að koma af stað smávægilegum árekstr- um og taugasperringi. Og að auki — segir nú hr. Hansen — eg vil helzt vera kyrr á sama staðnum allt fríið, hvíla mig ræki- lega, en konan vill aftur á móti taka þátt í aíls kon- ar ferðum út og suður og sjá sem mest af umhverf- inu á skömmum tíma. Slíkt geri eg ekki nema með illu geði. Eg get vel játað, að það var eg sem átti uppástunguna að því, að við færum í sumarleyfið sitt í hvoru lagi — og bar hana fram með hálfum. huga, því að slíkt getur alltaf vakið grunsemdir og misskilning — en þá kom á daginri, að konan mín. hafði líka velt þessu fyrir sér og hallaðist að minni skoðun. Við höfðum nefnilega einu sinni reynt að vera saman í sumarleyfi — það var fyrsta árið, sem við vorum gift. Það er víst ekki.oíTtíikið sagt, að það sumarleyfi hafi ekki heppnast vel. Konan fór eldsnemrna á fætur til þess að gleðja mig og eg þeyttist með henni út um allar jarðir til þess að gleðja hana, en nú höfum við fundið réttu lausnina á þessu öllu saman. Eg fer út á strönd, ligg þar við fast, reyki pípu mína, ligg í sandinum og hvíli mig, — hún ætlar aftur á móti til Parísar til þess að sjá þar allt, sem augað girnist. Þannig fáum við bæði það bezta út úr fríinu. Eg er eindregið þeirrar skoð- unar, að hjón eigi yfirleitt að fara í sumarleyfi hvort í sínu lagi. Skrifið þér konunni yðar meðan þér eruð í frí- inu? Já, það gerir hann, segir frúin. Sendir póstkort 3. hvern dag, og þar er skráð hvað hann hafi borðað síðustu dagana! Og þegar þið komið heim? Þá erum við eins og nýgift. Stendur ekki skrifað, að skilnaður elskendanna sé endurlífgun ástarinn- ar? BAKAÐAR KARTÖFLUR. Kartöflur bakaðar í ofni eru mjög algengur mat- ur í Frakklandi og þykir lostæti þar í landi. Hér- lendis er lítið gert að því að meðhöndla kartöflurn- ar á þennan hátt. En kannske vil einhver húsfreyjá reyna þetta, það er ekki erfiðara viðfangs heldur en að afhýða kartöflurnar, og sagt er að þær séu hollar á þennan hátt. Stórar kartöflur eru burstaðar og þvegnar vel. Þerraðar í hreinum klút og síðan er skorinn kross í annan breiðflötinn með beittum hníf. Þykkt lag a£ grófu salti er sett í ofnskúffuna og kartöflunum raðað þar ofan á. Bakað í vel heitum ofni, þar til kartöflurnar eru meyrar eða á að gizka 3/4 úr klukkustund. Kartöflurnar eru bornar fram með hýðinu, og með þeim borið salt og smjör. Þannig cru þær ágætar með ýmsum kjötréttum, bæði köldum og heitum og einnig sem sjálfstæður réttur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.