Dagur - 13.08.1952, Qupperneq 8
8
Baguk
Miðvikudaginn 13. ágúst 1952
Harðar deiiur í milli lækna og
sjúkrasamlaga í Danmörk
Reyndi innbrot á 14
stöðum í bænum
í fyrrinótt
Sjúkrasamlögin draga úr þjónustu sinni - segj-
ast ekki standa undir kostnaðinum af
meðalagjöf læknanna
Nú laust eftir mánaðamótin hélt
samband sjúkrasamlaga í Dan-
mörk ársþing sitt í Kaupmanna-
mannahöfn og varð það sögulegí
að því leyti, að formaður sam-
bandsins, Emst Larsen, flutti þar
mikla ádrepu á læknastétt
landsins og hefur ræðan þegar
vakið miklar blaðaumræður og
deilur í Danmörk.
Berklaskoðun í Siglu-
firði, Grímsey og
Kelduhverfi
Á hverju ári er nú framkvæmd
heildarberklaskoðun á einstökum
svæðum á landinu, stórum eða
smáum, og mun slíkum rann-
sóknum haldið áfram í framtíð-
inni, eftir því sem framast verð-
ur við komið.
Nýlokið er nú slíkri skoðun á
Siglufirði, og voru þar skoðaðir
nær 2500 manns. — Samkvæmt
upplýsingum frá Sigurði Sig-
urðssyni, berklayfirlækni, gekk
skoðun þessi ágætlega, og mættu
yfirleitt allir til skoðunar, sem
ekki voru veikir, fatlaðir, eða
höfðu önnur fullgild forföll. Mjög
lítið reyndist þar um ný sýking-
artilfelli.
Þegar lokið var heildarskoðun
þessari í Siglufirði, fór fram
skoðun á íbúum í Grímsey og
einnig með mjög góðum árangri.
Ennfremur fór fram ein heildar-
skoðun á takmörkuðu svæði í
sveit, og var Kelduhverfi í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu tekið fyrir að
þessu sinni.
Bretar kvarta um ágang
erlendra togara
á bátamiðum
í nýlegu Fishing News er greint
frá umræðum í brezka þinginu, í
spurningatíma, í tilefni af því að
skozkur fiskibátur varð fyrir
þeim búsfijum á heimamiðum, að
erlendúr togari fór með vörpuna
yfir net hans og eyðilagði þau.
Þótti þessi atburður talsverðar
fréttir í Bretlandi og var lagt til
í þinginu, að stjórnin sæi svo um,
að hart yrði tekið á slíku fram-
ferði útlendinga framvegis. Yfir-
gangur af þessum toga er engan
veginn afsakanlegur, en þó er
hann daglegt brauð á bátamiðum
Vestmannaeyinga og Suðumesja-
manna og fleiri fiskimanna við
íslandsstrendur á vertíð hverri
og munu brezkir togarar þar oft
eiga mestan hlut að máli.
Of margir Iæknar?
Larsen hélt því m. a. fram, að
offramleiðsla væri á læknum í
Danmörk. Árlega bætast 150 nýj-
ir læknar í hópinn, og fá ekki all-
ir nóg að gera. „Þjóðfélagið hefur
ekki áhuga fyrir offramleiðslu á
læknum og ekki fyrir því að gera
stéttina fátækari. En það verður
dýrt fyrir þjóðfélagið ef þessi
þróun heldur áfram. Það mun
einnig fá sjúkrasamlögunum
aukinn vanda að fást við í sam-
bandi við samningana við lækn-
ana. Ef læknarnir sjálfir eða hið
opinbera beita sér ekki fyrir tak-
mörkunum, verða sjúkrasamlög-
in að gera það. Á komandi tím-
um verður nauðsynlegt að tak-
mai-ka aðgang lækna að því að
starfa fyrir sjúkrasamlögin. Það
er ekki víst að það sé fólkið, sem
stöðugt kallar á fleiri lækna,
heldur getur hitt verið, að lækn-
arnir vilji stunda sjúklingana
meira en þörf gerist (overbe-
handle).
Gagnslaus „patentmeðul“.
Sjúkrasamlögin höfðu sparað
saman dálitlar upphæðir með því
að takmarka aðgang meðlimanna
að meðulum, en ekki er þar allur
vandi leystur. Yfir landið flæðir
grúi af patentmeðulum, sem ekk-
ert gagn er að.... Væri ekki til
gagns fyrir þjóðfélagið og sjúkra-
samlögin, að herða eftirlitið með
patentmeðulunum ennþá meira?“
Lækknamir svara.
Formaður danska læknaféags-
ins, dr. Charles Jacobsen, hefur
svarað árásum Larsens og m. a.
bent á, að í stað þess að um of-
framleiðslu á læknum sé að ræða,
skorti sífellt aðstoðarlækna við
spítala og lækna út umland.Hann
vísar á bug fullyrðingum Larsens
um „overbehandling“ og segir, að
læknar hafi hver um sig engra
fjárhagslegra hagsmuna að gæta í
sambandi við það.
Ummæla áhorfanda.
Ollu fróðlegra en að lesa ræður
sækjanda og verjanda í máli
þessu er að kynna sér ummæli
áhorfenda, í þessu tilfelli blað-
anna sjálfra. Til dæmis er þessi
ritstjórnargrein í Berl. Tidende
um málið, nú fyrir fáum dögum:
„Ræða formanns sjúkrasamlag-
anna, hr .Larsens, nú á dögunum,
minnir á, hversu mjög aðstæð-
umar hafa breytzt á þessum vett-
vangi síðasta mannsaldurinn.
Hvað voru sjúkrasamögin upp-
haflega? Þau voru félög innan
bæjar eða héraðs, sem hvert á
sínu starfssvæði, og með litlu
fjármagni og undir stjórn ólaun-
(Framhald á 7. síðu).
í gærmorgun snemma handtók
lögreglan hér 18 ára pilt úr
Reykjavík, er hér er gestkomandí
í sumarleyfi á prívatbíl. Hafði
hann um nóttina gert tilraun til
innbrota á hvorki meira né minna
en 14 stöðum í bænum. Hann var
drukkinn, er hann vann þessi
verk. Nokkrar skemmdir urðu á
hurðum og læsingum,rúður braut
hann að auki ög tók svo nokkuð
af sígarettum, ávöxtum í dósum
og sælgæti, en allt náðist það aft-
ur. Hann hóf för sína sunnarlega
í miðbænum, hjá Ásgrími gull-
smið, og hélt svo út eftir bænum
með viðkomum við Járn- og
glervörudeild KEA, Jerúsalem,
Pósthúsinu, Verzl. London, hjá
Konráð Kristjánssyni, í skrifstof-
um við höfnina, hjá Tryggva og
Eyjólfi, gullsm., og svo í nokkr-
um bifreiðum í bænum. Pilturinn
játaði greiðlega á sig verknaðinn
og bíður nú dóms.
Áfengissala fer
minnkandi á Akur-
eyri og í Rvík
Samkvæmt upplýsingum frá
áfengismálaráðunaut ríkisins og
heimildum Áfengisverzlunar rík-
isins hefur áfengissala á Akur-
eyri verið um 70 þús. kr. minni á
fyrra misseri þessa árs en á sama
tíma í fyrra, en ærið mikil samt,
eða kr. 2.364.239.00 í ár, þar af
fyrir kr. 1.375.540.00 frá 1. apríl
til 30. júní. í Reykjavík minnkaði
áfengissala á sama tíma um 465
þús., og var samtals kr.
23.891.024.00. I öðrum kaupstöð-
um jókst áfengissalan á þessu
tímabili, á ísafirði um 44 þús.
(626.400.00), Seyðisfirði um 27
þús. (406.009.00), Siglufirði um
19 þús. (771.558.00) og Vest-
mannaeyjum um 188 þús.
(1.534.008.00).
Skrifíinnska tefur
framkvæmclir
á íslandi
- segir Newsweek
Hið víðkunna ameríska viku-
blað Newsweek segir svo frá
nú nýlega, að enda þótt amer-
íski herinn hafi dvalið á annað
ár á Islandi samkvæmt varn-
arsáttmálanum séu engar
framkvæmdir hafnar þar á
vegum hans, enginn flugvöllur
hafi verið gerður og ekki
komið upp nægum húsakosti
fyrir herinn og starfslið hans.
Segir blaðið þetta allt vera að
kcnna skriffinnskunni í Was-
hington og hafi þessi málefni
öll drukknað þar.
Hann uppsker fyrirlitningu
Rauði djákninn í Kantaraborg, dr. Hewlett Johnson, er þarna að
sýna „sönnunargögnin“ fyrir því að Bandaríkjamcnn hafi ástundað
sýklahernað í Kóreu! Sönnunin er yfirlýsing frá kínvcrskum
kommúnistum, riíuð á þetta blað. Fullyrðingar diáknans hafa vakið
mcgna reiði í Bretlandi. Oll ensku blöðin hafa fordæmt athæfi hans,
er hann hefur tekið undir lygaáróður konunúnista án þess að geta
lagt fram nokkur sönnunargögn, því að þegar á herti, játaði hann
að hann hefði ekki með höndum neinar óhrekjandi sannanir, cn
trúgirni hans sjálfs er viðbrugðið. Ekkert enskt blað tók máli hans
nema kommúnistablaðið Daily Worker. Frjálslynd blöð á borð við
Manchester Guardian, fordæmdu atliæfi djáknans með sterkari
orðum en löngiun sjást í brezkvun blöðum.
Mælingamenn á öræfum gáfu
kallað á hjálp gegnum sendifæki
Bíll festist í sandbleytu í Fosskvísl - atvik, er
sýnir nauðsyn þess að öræfafarar fái að
hafa senditæki meðferðis
Sigurjón Rist vatnamæiinga-
maður kom hingað til bæjarins
sl. föstudag úr leiðangri*suður á
öræfi til hjálpar mælingamönn-
um er kallað hötðu á aðstoð er
þeir voru strandaðir á bíl sínum
í Fosskvísl, 200 km. suður í
óbyggðum. Blaðið hitti Sigurjón
á laugardaginn og spurði hann
um förina.
Við hallaniælingar á Þjórsá.
Atvik eru þau, að fjórir ungir
mcnn eru um þessar mundir við
hallamælingar á Þjórsá fyrir raf-
orkumálaskrifstofuna. Er Stein-
grímur Pálsson sýsluskrifara
Einarssonar á Akureyri fyrir
leiðangrinum og með honum Geir
Jónsson Geirssonar læknis, Ak-
ureyri, og tveir Reykvíkingar. —
Þeir höfðu farið um Mýri í Bárð-
ardal og suðui Sprengisand á
Dodge-truck og höfðu fylgd til
Sóleyjarhöfða, en héldu eftir það
förinni suður sjálfir. í Fosskvísl,
sem er við Búðarháls, í tanga,
sem myndast í milli Tungnaár og
Þjórsár sunnan jökla, 200 km.
suður í óbyggðum, festu þeir bíl-
inn illa í sandbleytu og komust
ekki úr kvíslinni með nokkru
móti. Utbúnað höfðu þeir góðan,
tjöld og vistir nægar, en erfitt
hefði reynst að komast til byggða
fótgangandi, 200 km. leið norður
á bóginn, en sunnar króa vötn af
í Sultartanga.
Höfðu senditæki.
En leiðangurinn hafði fengið
eyfi til að hafa senditæki í bíln-
um og á öðrum degi tókst þeim
að ná sambandi við loftskeyta-
stöðina í Gufunesi og biðja um
aðstoð. Sigurjón Rist var þá
staddur á Möðrudalsöræfum við
vatnamælingar, og var hann beð-
inn að fara á bíl sínum suður eft-
ir og freista þess að draga bílinn
úr festunni með spili, sem er á
,,truck“ þeim, er hann hefur til
ferðalaga sinna. Lagði Sigurjón
síðan upp frá Mýri í Bárðardal
fyrra mánudag ásamt Friðrjk
Jónssyni frá Sandfellshaga í Ox-
arfirði. Vegur er mjög ógreiðfær
á þessum slóðum, einkum við
Svartá. Komusl þeir félagar á
áfangastað við Fosskvísl kukkan
4 á þrjðjudaginn og urðu mæl-
ingamennirnir haiia fegnir að
hitta þá. Tókst g' eiðlega að draga
bílinn upp úr k'.iksyndinu eftir
nokkurn undirbúning, og komust
þeir félagar eftir það klakklaust
yfir Fosskvísl oc héldu ferð sinni
áfram suður á bóginn til Sultar-
tanga. Munu þeir dvelja á þessum
slóðuin nokki-a daga. Sigurjón
sncri aftur r.orður og kom að
Mýri á miðvikudagskvöld.
Nauðsyn sendistöðva á
aræfafcrðum.
Atvik þetla sýnir vel hver
nauðsyn er að menn geti átt þess
kost að hafa afnot sendistöðva í
öræfaferðum. Hefur verið nokkur
tregða á því af hálfu vfirvalda,
eð leyfa slík afnot, og má hún
heita lítt skiljanleg öllum al-
menningi.