Dagur - 20.08.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 20.08.1952, Blaðsíða 1
Forustugreinin á 4. síðu: Atvinnuleysi og öryggi fangaklefans. Dagur GJALDDAGI BLAÐSINS var 1. júlí síðastliðinn. XXXV. árg. Akureyri, niiðvikudaginn 20. ágúst 1952 33. tbl. Sjórinn norðan við Island og langf ðusfur í haf nær algerlega átulaus í sumar „Jörimdur“ komimi lieim af síldveiðuuum - leitaði mjög ýtarlega á stóruv hafsvæði Sementsverð æffi að gefa lækka sfórlega, þegar semenfsverk- smiðjan fekur fil sfarfa Undirbúningsframkvæmdir hafnar á Akranesi Togarinn Jörundur er kominn hingað heim til Akureyrar og hættur síldveiðum og munu nú flest skipin um það bil að hætta og þar moð lýkur síldarvertíð, sem er sú aumasta, sem um getur í síldveiðisögu landsmanna. Er tjón þjóðarbúskaparins á þessari vertíð mildð og hlýtur að skapa okkur erfiðleika um næstu fram- tíð. Átulaus sjór. Blaðið átti í gær stutt samtal við Guðmund Jörundsson út- gerðarmann, eiganda Jörundar, en hann stýrði skipi sínu sjólfur í sumar. Guðmundur sagði að þetta hefði verið erfiður tími, sí- felld leit að síldinni, en án veru- legs árangurs. Hann kvaðst sannfærður um það, að megin- orsök sildarleysisins fyrir Norð- urlandi og austur í hafi, sé ótu- leysi. Hann athugaði átumagnið gaumgæfilega á stórum svæðum og komst að þeirri niðurstöðu, að rauðáta væri sárab'til, en lítils- háttar glæráta djúpt undan Langanesi. Síldin var mjög dreifð á þessum slóðum, sást að- eins á mæla skipsins, en hv.ergi svo samanþjöppuð að torfa mynd aðist til að kasta á. í þessum sjó Prenfverks Odds Björnssonar lofsamlega getið í frægu fagfímarifi í júlí-hefti hins stóra og vandaða prentlistar-tímarits, The Inland Printer, í Chicago í Bandaríkjunum, er í þættin- um „Specimen Review“ getið um sýnishorn af vinnu Prent- verks Odds Bjömssonar hér á Akureyri, er ritstjórinn hafði séð. Er þar farið mjög Iofsam- lcgum orðum um smekkvísi og hæfni starfsmanna prent- verksins og talið að þau verk- efiii, sem þama cru dæmd, verði trauðla betrumbætt — Sérstakt lof er borið á þá, sem ráðið hafa útliti (design) verkefnanua. Þessi umsögn í einu virðulegasta og víðlesn- asta prentlistartimariti ver- aldar, er skemmtileg viður- kenning á hæfni hinnar fimmtugu norðlenzku prent- smiðju. ■*--—- 1 -...... '• hafa reknetaskipin fengið reyt- ingsafla annað slagið, en herpi- nótaveiðin brást alveg, jafnt hjá innlendum skipum sem erlend- um. Norðmenn telja t. d. að urn það bil lielmingur flotans hafi aflað sæmilega í reknetin, herpi- nótaveiðin hafi alveg brugðist, og mörg skipin lítið sem ekkert fengið í neitt veiðitæki. Hraðfrystingin gekk að óskum. Jörundur er búinn hraðfrysti- tækjum og getur fryst 35 tn. síld- ar á dag. Fryst var í sumar sem svarar 320 tunnum og var það falleg vara. Um 11000 lbs. af þessari síld var pakkað sérstak- lega fyrir Ameríkumarkað og flutt beint úr togaranum í kæli- skip. Er mjög góður markaður fyrir þessa vöru þar. Hraðfrysti- tækin gáfu mjög góða raun. Ef veiði hefði verið sæmilega góð, hefði verið unnið af kappi við frystinguna í allt sumar. Rússar gáfust upp á herpnótinni. Jörundur kom tvívegis austur undir Jan Mayen, en þar hefur rússneski sfldveiðiflotinn haldið sig í sumar. Rússar gáfust upp á herpinótinni eftir vertíðina í fyrra og eru nú eingöngu með reknet. Þeir hafa haldið sig á þessum sömu slóðum í allt sum- ar og virðast hafa aflað talsvert. f flota þeirra eru 40—50 skip og er „Tungus“ móðurskip sem fyrrum. Um þessar mundir eru her- varnaráætlanir vestrænu lýðræð- isríkjanna mjög á dagskrá. Efna- hagslegir örðugleikar leggja hindranir í veg margra þjóða að uppfylla áætlanir þær, sem gerð- ar voru á sl. ári og heyrast víða raddir um að slaka verði á kröf- unum um varnarviðbúnað, enda sé útlitið í heiminum ekki eins uggvænlegt nú og fyrir ári. í til,— •efni af þessu hefur yfirmaður- Sfendur af sér alla síorma Dr. Mohammed Mossadegh for- sætisráðherra Persa virðist ætla að standa af sér alla storma. Ilann hefur nýfengið einræðisvald í Persíu um næstu 6 mánuði og jafnframt virðist heldur draga til sætta með honum og Br.etum um olíumálin. Skiptast ríkisstjóm- imar nú á orðsendingum um þau mál. Brezku blöðin telja Iíklegt, að Bretar muni teygja sig langt til sætta. Kaþólska kirkjan fær f asta bækistöð á Aknreyri Um þessar nnmdir cr Eiríkur Kristjánsson kaupm., Eyrar- landsveg 26 hér í bæ, að flytja búferlum til Reykjavíkur. — Húseign hans, Eyrarlandsveg 26, hefur kaþólska kirkjan hér ó iandi keypt og mun fyrirhug- að að þar komi kapella og mið- stöð fyrir starfsemi kirkjunnar hér. Mun Hákon Loftsson prcstur stjórna þessari starf- semi og hafa hér aðsetur. Að- ems örfáir kaþólskir mmiu vera hér í bæ og nágrenni. herafla Atlantshafsríkjanna, Ridg way hershöfðingi, haft fund með blaðamönnum í aðalbækistöðvum sínum í París og tekið þar til um- ræðu þessi málefni öll séfstak- lega. Ilættan ekki iiðin hjá. Hershöfðinginn lagði áherzlu á, að hættan, sem steðjaði að hinum vestrænu lýðræðisþjóðum hefði (Framhald á 8. síðu). Búast má við að verð á sementi lækld um hehuing þegar nýja se- mentsverksmiðjan tekur til starfa, eða fari úr ca. 600 kr, eins og verðlagið er nú, niður í kr. 330 hvert tonn. Þá verðum við líka samkeppn- isfærir við aðrar þjóðir um verð- lag á sementi og það er engan veginn útilokað að það verði í framtíðinni einn liður í útflutn- ingsverzlun okkar. Samkvæmt upplýsingum, sem birtar hafa verið í Rvík eftir heimildum dr. Jóns Vestdals, for- manns verksmiðjustjórnarinnar, eru byrjunarframkvæmdir í sam- bandi við væntanlega sements- verksmiðju fyrir nokkru hafnar á Akranesi. Hófst vinna þar þann 26. júlí sl. og eru þessar byrjunarfram- kvæmdir fyrst og fremst fólgnar í því að gera varnargarð framan við geymslusvæði, þar sem ætlað er að geyma skeljasand. Verk- smiðjunni er nauðsynlegt að geta geymt a. m. k. ársbirgðir af skeljasandi, því að ekki er ráðlegt að telja öruggt að hægt verði að dæla sandinum upp úr Faxaflóa nema að sumarlagi. Ársbirgðir af skeljasandi. Árleg þörf verksmiðjunnar fyr- ir skeljasand, miðað við fram- leiðslu á 80 þúsund lonnum af sementi, er um 100 þúsund tonn. Geymslusvæði fyrir svo mikið magn þarf því að vera stórt, enda er svæðið á Akranesi tæpir 2 þa. að flatarmáli. Takmarkast það að nor.ðan og austan af um 8 metra háum leirbökkum framan við svokallaða Jaðarbraut. En sjóv- armegin er verið að byggja varn- argarð, sem jafnframt á að verða vegur frá höfninni og verksmiðj- unni út úr bænum. Hægt verður að hafa sandbing- inn allt að 10 metra þykkan og kemst þá fyrir á geymslusvæðinu nægilegt sandmagn til ársfram- leiðslu verksmiðjunnar, jafnvel þótt hún verði tvöfölduð að stæi’ð. — Er og s-JJt. skipulag á lóðinni miðað við bað að hægt sé að bæta við annarri jafnstórri vélasamstæðu. Ástæðan til bess að ráðist var í b.essar framkvæmdir öðrum fremur er sú, að í ráði er að leigia hingað til lands á næsta vori sanddæluskip til bess að dæla skeljasandi úr Faxaflóa. Lán vantar enn. Enn er óráðið hvenær bygging sjálfrar verksmiðjunnar hefst, þar sem enn hefur ekki verið tekið lán til framkvæmdanna. — Ríkisstjórnin stendur nú í samn- ingum við Alþjóðabankann um lántöku í bessu skyni, og voru tveir verkfræðingar á vegum Alþjóðabankans hér á ferð í sl. júnímánuði til þess að kynna sér allar áætlanir varðandi verk- smiðjuna og byggingu hennar. Áður en verkfræðingar Al- þjóðabankans komu hingað var gerð stofnkostnaðar- og rekst- urskostnaðaráætlun fyrir verk- smiðjuna, hvort tveggja miðað við verðlag eins og það er nú. Vélaverð er t. d. miðað við tilboð frá í maímánuði sl. Samkvæmt þessum áætlunum mun stofn- kostnaður verksmiðjunnar verða 76 milljónir króna. Er það all- miklu hærra en áætlun, sem gerð var árið 1950, hækkað um tæp 50% frá þeim tíma, en bygging- arkostnaður hækkar um 65.% þegar um byggingu er að ræða, sem í er notað mikið af járni og stáli. 330 kr. tonnið. Samkvæmt reksturskostnaðar- áætluninni á sement, framleitt í verksmiðjunni, að kosta um 330 krónur hvert tonn, miðað við full afköst, og er þá meðtalinn flutn- ingur á um 40 þús. tonnum af sementi frá Akranesi til Reykja- víkur. Jafnframt er gert ráð fyrir óvenju háum afskriftum. Verðið á sementinu er mjög lágt þegar tillit er tekið til þess að núverandi verðlag á sementi er um 600 krónur pr. tonn í Rvík. þá má ennfremur geta þess að ís- lenzkt sement getur hæglega orðið útflutningsvara, því að hvað verðlag snertir á það að verða samkeppnisfært við erlendar sementsverksmiðjur. Sementsverksmiðjan á Akra- nesi verður byggingasamstæða og mun þar mest bera á sements- geymum, geymsluhúsi fyrir se- mentsstein og hráefni og á ofn- húsinu. Geymsluhúsið og ofnhús- ið verða t. d. á annað hundrað metrar að lengd. Toj ‘ararair fá lax á Grænlands** miðum í fyrradag lágu nokkrir fallegir laxar á vagni í ganginum á frysti- húsi KEA á Oddeyri. Þeir voru ekki ættaðir úr Laxá í Aðaldal og þeir höfðu ekki tekið flugu, spón eða maðk, heldur veiddust þeir í botnvörpu á Grænlands- miðum. Svalbakur er nýkominn heim úr veiðiför og hann hafði þessa laxa meðferðis. Mun hafa fengið 9. Hinir Akureyrartogar- arnir, sem einnig hafa verið á Grænlandsmiðum, hafa fengið marga laxa. Þessir laxar eru dó- lítið frábrugðnir löxunum úr ís- lenzku laxánum, enda mun þetta vera Alaska-lax. Þeir eru öllu dekkri á bakið en okkar laxar og hausinn er áberandi minni á þeim. Allir voru þeir mjög feitir. Ridgway hershöfðingi varar við ófímabærri bjarfsýni um horfurnar í heiminum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.