Dagur - 20.08.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 20.08.1952, Blaðsíða 4
4 Ð AGUR Miðvikudaginn 20. ágúst 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. AfgreiSsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaöið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júli. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Atvinnuleysi og öryggi fangaldefans 1 SÍÐASTA EINTAKI kommúnistablaðsins hér eru lesendur fræddir á því, að undirrót þess at- vinnuleysis, sem gert hefur vart við sig hér að undanförnu, sé þjóðskipulagið, sem við búurú við. Það var svo sem auðvitað, að kommúnistar mundu ekki vera í vandræðum með að finna skýringuna. Þeir trúa því vafalaust, að uppskera,n til lands og sjávar hefði orðið mun drýgri á liðnum árum, ef hér hefði setið að völdum ráðstjórn, skipuð ein- hverjum af þeim ofurmennum úr hópi kommún- ista, sem átt hafa merkisafmæli upp á síðkastið. En þótt kommúnistar séu sælir í sinni trú á ágæti forustumanna sinna, mun hitt þó meira trúar- atriði, að lífið sé ákjósanlegast undir ráðstjórn. Við þá stjórnarhætti sé ekki hætta á atvinnuleysi á neinni árstíð, hvernig sem svo árar til lands og sjávar. Því er til dæmis haldið fram í bláðakosti kommúnista, að slíkt fyrirbæri sem atvinnuleysi sé óþekkt með öllu í löndunum austan járntjalds- ins. Um hitt er þó enga fræðslu að fá þar, hvert er orðið frelsi verkamannanna við það skipulag, og hverju verði þeir verða að kaupa tryggingu fyrir því, að hafa í sig og á. Um það mátti þó fá nokkra hugmynd af ræðu þeirri, er einn af ráðherrum í Tékkóslóvakíu hélt fyrir skemmstu og íslenzka ríkisútvarpið sagði okkur frá. Þar ávarpaði hann þá, sem áttu að erfa ríkið samkvæmt bókstaf kennisetninganna — nefnilega verkamennina sjálfa, — og tilkynnti þeim, að ef þeir legðu ekki meira að sér og stunduðu ekki störfin betur, mundu þeir fá að kenna á svipu ríkisvaldsins. Hann fór hörðum orðum um þá verkamenn, sem ekki una sér í starfi eða verksmiðju og keppa að því að skipta um starf. Slíkt er óheimilt með öllu og nálgast það að vera kallað skemmdarstarf og föðurlandssvik. Harðastan dóm hlutu þó þeir þegnar tékkneska ríkisins, sem reyna, þrátt fyrir boð og bönn, að fara úr landi og gista önnur lönd. Slíka menn kvað ráðherrann óalandi og óferjandi, enda myndu þeir hljóta makleg málagjöld. Sömu sögu er að segja frá öðrum kommúnistalöndum. Verkalýðsstéttin minnir þar meira á hermenn í lýðræðislöndunum, sem lúta hörðum aga og eru ekki frjálsir ferða sinna, en frjálst verkafólk, sem er að byggja upp framtíðarríki bins vinnandi lýðs. Það er nú til dæmis vitað með vissu, að verulegur þáttur í hagkerfi kommúnistalandanna er vinna fanga og vinnuþræla, sem ríkigvaldið heldur í vinnubúðum og skammtar nauman kost. í þeim búðum er ekkert atvinnuleysi, Þeir, sem þær byggja, eru ekki frjálsir ferða sinna, hafa tapað téttindum hins frjálsa manns. ATVINNUÖRYGGI það, sem kommúnistar segja að ríki í einræðisríkjunum, er ekki annað en öryggi fangelsisins. Fanginn hefur rúm að liggja í og hann fær sinn málsverð útilátinn og nokkur klæði til að skýla nekt sinni. En hann er jafnframt sviptur dýrmætustu réttindum hvers manns, að fá að ráða för sinni og hegðan sjálfur, fá að vinna hörðum höndum að skapa sér og sínum lífsham- ingju á þeim vettvangi, sem hugurinn helzt girn- ist. Þennan dýrmæta rétt varðveita lýðræðisþjóð- ir Vesturlanda. Af honum leiðir að ekki er hægt i þeim löndum að flytja stóra starfshópa manna í milli atvinnugreina með valdboði, heldur verður framboð og eftír- spurn vinnuafls í hinum ýmsu at- vinnugreinum að leita jafnvægis. Af því leiðir svo að tímabundið atvinnuleysi gerir stundum vart við sig í einstökum starfsgrein- um. Ef hér ríkti skipulag komm- únismans og alvaldir einræðis- herrar stjórnuðu landi og lýð, mætti afnema þetta árstíða- bundna atvinnuleysi með því að svipta menn forræði og skipa þeim til verka, til dæmis í skylduvinnuflokkum undir her- aga og öðrum þvílíkum stofnun- um sem eru hornsteinar allra einræðisríkja, bæði kommúnis- tískra og fasistískra. Svo er samt fyrir að þakka að við hér getum látið okkur nægja að lesa um þessa hluti, en þeir eru okkur fjarlægir. íslenzkir verkamenn meta frelsið mikils, þeir eru sjálf- stæðir í skoðunum og vilja ráða fyrir sér sjálfir. Þeir vilja því ekki kaupa sér'öryggi fangelsis- ins með ráðstjórnarskipulagi. — Þeir vilja viðhalda okkar lýðræð- isskipulagi og endurbæta það eft- ir því sem unnt er. Þeir vilja heldur búa við þá áhættu, að árs- tíðabundið atvinnuleysi geri vart við sig þegar illa árar eins og nú hefur verið um sinn, en glata frelsi sínu í hendur alvaldra kommissara, sem fórna hamingju einstaklinganna hiklaust á altari ríkishagsmunanna og eru blind- aðir af trúarlegu ofstæki á þjóð- skipulagskerfi, sem sífellt er að þróast í áttina til meira og misk- unnarlausara einræðis. íslenzkur almenningur er ánægður með það þjóðskipulag, sem við búum við. Það tryggir okkur fullt frelsi og eins mikið efnahagslegt öryggi og framast má vænta í harðbýlu landi. Það skipulag eigum við ;\ð styrkja og efla í hvívetna, en ekki leggja eyrun við rógssögum um það eða fávíslegum dýrðaróðum um erlend og annarleg kerfi, sem hér eiga engar rætur og engin lífsskilyj'ði. FOKDREIFAR Sannir Islendingar. Eiríkur Sigurðsson kennari skrifar blaðinu þessa hugvekju: „RÆTT HEFUR verið um það í blöðum undanfarið, að íslenzk- ur æskulýður hafi um verzlunar- mannahelgina hagað sér á sam- komum sunnanlands eins og skríll stórborganna. Hvað veld- ur? Eg hygg, að orsökin sé eink- um ein: Hugarfar þessara ungl- inga er ekki íslenzkt. Þeir hafa orðið fyrir of miklum óhollum, erlendum áhrifum frá lélegum kvikmyndum, reifarasögum, jass- músik skemmtistaðanna, tóbaks- reykingum, drykkjutízku og hinu erlenda herliði. Þeir hafa drukk- ið í sig dreggjar erlendrar ómenningar og ósiði hennar. Þess vegna hugsa þeir ekki eins og ís- lendingar. Norrænn drengskapur er að vísu falinn undir þessum áhrifum, en hann fær ekki að njóta sín. Ein er sú tegund bókmennta, sem lítill hefru- verið gaumur gef- inn undanfarin ár, en það eru barnabækurnar. Þýddir hafa ver- ið barnareifarar, æsandi og spill- andi og dreift út meðal barnanna. Ekkert hefur verið gert af því op- inbera til að hlynna að því, að út kæmu íslenzkar barnabækur með íslenzku hugarfari. Þarna er að finna upphaf þess, að hugarheim- ur íslenzkra ungmenna er ekki íslenzkur, heldur ruslakista, full af erlendu skrani. fSLENDINGAR hafá ekki gert sér ljóst, að framundan er ströng þjóðernisbarátta, ef menning okkar og tunga á að halda velli. Og ef við viljum vernda þjóðerni okkar og tungu, megum við ekki láta reka á reiðanum í þessu efni. Norðmenn, frændur okkar, hafa farið öðruvísi að en við. Þeir láta menntamálaráðuneytið verð- launa beztu norsku barnabæk- urnar, sem út koma á ári hverju. Auk þess hafa þeir gtarfandi nefnd, sem valur úr bamabókun- um og sendir skrá yfir þær beztu öllum bókasöfnum landsins. Það, að þeir verðlauna frum- samdar norskar bamabækur, er hvatning til allra þeirra, sem barnabækur skrifa, að frumsemja og vanda sig. Þetta hlýtur að stuðla að því, að meira verður af innlendum barnabókum en ann- ars yrði. EG HEF lesið nokkrar af þess- um norsku verðlaunabókum. Og það, sem mér finnst einkenna þær er það, að þær eru allar lof- söngur um vinnuna og norska nátíúrufegurð. Allar skýra þær fró störfum fólksins, þátttöku unglinganna í þeim og erfiðleik- um, sem þarf að yfirvinna. En jafnframt og þær lýsa bjargræð- isvegum þjóðarinnar, lýsa þær landinu, fegurð þess og tign og tengja þannig saman óstiná til landsins og ástina til starfsins. — Þær eru svo norskar, að þær mundu lítið erindi eiga á önnur tungumál. SÍÐASTLIÐIÐ ÁR voru verð- laun menntamálaráðuney tisins: 1. verðl. 3000 kr., 2. verðl. 2000 kr. og 3 .verðl. 1000 kr. Er þetta ekki lítið fé í norskum peningum, auk þeirrar heiðursviðurkenn- ingar, sem þetta veitir. Væri nú ekki skynsamlegt að athuga, hvort við að einhverju leyti gætum ekki farið að dæmi Norðmanna í þessu efni og glætt áhuga fyrir íslenzkum, þjóðlegum barnabókum? Væri hér ekki verkefni fyrir Menningarsjóð? Mundi ekki vera vel til fallið, að hann gæfi út eina úrvals barna- bók árlega? Við stöndum nú frammi fyrir þeirri staðreynd, að ef okkur er annt um þjóðina okkar. og tungu, þurfum við að standa vörð um það, og það gerum við bezt með því, að ala börn okkar upp sem sanna fslendinga, í anda norr- ænnar drengskaparhugsjónar og norræns metnaðar fyrir heiðri og sæmd.“ Skemmdarverk í skólagörðum bæjarins. Kennarar vinnuskólans skrifa blaðinu; EINS OG MÖRGUM bæjar- mönnum mun kunnugt, starfræk- ir Akureyrarbær vinnuskóla fyr- ir börn á aldrinum 11—12 ára. Starf barnannna er tvíþætt. Mestan hluta vinnutímans vinna börnin í þágu skólans, aðallega við kartöfluræktun. Annars veg- ar vinna þau.í sínum eigin görð- um, sem eru tveir, kartöflugarð- ur og kálgarður. í kálgarðinum rækta börnin hvítkál, blómkál og fleiri matjurtir. Börnin láta sér ákaflega annt um kálgarðinn sinn, enda sjá þau alveg um hann sjólf. Þrátt fyrir kuldaveðráttu í júní, heíur natni barnnnna við garðana sína, borið þann ár- (Frapihald á 7. síðu). Grænmeti er góður matur Nú er tími grænmetisins og úr mörgu góðu að velja. Verst er þó, hve grænmetið er dýrt á okkar kæra landi. Én á meðan grænmetið er nýtt og gott gildir og notfæra sér það og við getum hæglega sleppt fiskinum og kjötinu annað slagið og borðað grænmeti einvörðungu. Soðnar kartöflur, soðið blómkál, soðnar gulrætur með smjöri, rifnum osti og tómatsósu (á flöskum) er góður matur og lyst- ugur og kemur fyllilega í stað hvaða fisk- eða kjöt- réttar sem er. Rifnar hráar gulrætur með rúsínum og sítrónusafa er gott salat á kvöldborð og einnig með heitum réttum. Það er hæ'gt að borða græn- meti á ótal vegu og það er alltaf lystugt. Og annað er það.í sambandi við grænmetið, sem einnig er vert að gefa gaum. Starfið í eldhúsinu verður í fjölmörg- um tilfellum mun léttara og uppþvotturinn minni, þegar útbúnir eru grænmetisréttir, annað hvort soðnir eða hráir. Það er skemmtilegt að fást við grænmetið fyrir hugkvæmar húsfreyjur, það eru fjölmargir möguleikar til tilbreytni og vissan um að maður gefi heimilisfólkinu hollan og góðan mat, skapar gleð í huga húsfreyjunnar. Við þurfum að rækta meira af 'grænmeti, svo að það geti orðið ódýrara og um leið allra. Hvers vegna er soðið blómkál alltaf gult? Soðið blómkál er góður matur og fallegur, þ. e. a. s. §é það soðið hæfilega lengi og þess gætt að sjóða það í loklausum potti. Ofsoðið blómkál er óhrjálegt, bæði á bragðið og einnig fyrir augað. Potturinn á að vera' lo'klaus, því að þá komast brennisteinsgufur, sem myndast við suðuna, burt og blómkálið verður hvítt og fallegt. Sé potturinn loklaus er einnig betra að fylgjast með suðunni, en tíminn er svolítið mismunandi eftir stærð blómkálsins. Soðinn laukur. ......... Laukur er dásamlegt grænmeti og' til margra hluta hentugur. Oftast er hann notaður brúnaður með steiktum fiski og öðrum steiktum réttum, en laukinn má borða á ótal vegu. Grænmetis-unnend- ur og ætur vilja hann helzt hráan, þannig er hann hollastur segja þeii'. Og hrár laukur er mjög góður matur, þegar maður hefur vanizt honum. T. d. er hann mjög góður með soðinni nýrri ýsu, og er hann þá skorinn í þunnar sneiðar og borinn með öðru grænmeti eða á sérstöku fati. Hrár laukur er einn- ig mjög góður saxaður saman við ýmiss konar hrá salöt. Hann er og mjög til bragðbætis í kartöflusal- ati og einnig blönduðu grænmetissalati. En soðinn laukur er ekki algengur matur hjá okkur. Þannig er hann þó mjög góður og tilvalinn til þess að gera fæði okkar ögn fjölbreyttara. Lauk- urinn er soðinn í vatni þar til hann er meyr, þó verður að gæta þess að ofsjóða hann ekki. Við suð- una tapar hann mestu af remmubragðinu, en verður í þess stað sætur. Soðinn laukur með ýmsum kjöt- og fiskréttum ásamt kai'töflum og gulrófum er mjög góður matur. Ef maður vill hafa svolítið meira við, er laukurinn hristur upp úr bræddu, heitu smjöri og svolitlum sykri, eftir að hann er soðinn og vatn- ið vel runnið af honum. Þanni ger hann ljúffengur með kjötréttum ýmsum. as. Góð næring cða „mesta svindl voraldarsögunnar?“ Það er haft eftir brezkum stjórnmálaskörungi, að hafragrauturinn væri stærsta svindl veraldarsög- unnar. Honum væri haldið að börnunum með þeim orðum, að af honum yrðu þau stór og sterk, en svo væri þetta næringarlaust gutl þegar til kæmi. Víst mun sá góði maður hafa ofsagt eitthvað þarna, en hitt er satt, að hafragrauturinn er engan veginn það ágæti, sem stundum er af látið, a. m. k. ekki fyrr en búið er að blanda okkar ágæta skyri í hann og gera hræring, en það er önnur saga og hana þekkja þeir ekki úti í löndum sjálfum sér til tjóns. Mat- vælaeftirlit dönsku ríkisstjórninnar kom því til (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.