Dagur - 20.08.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 20.08.1952, Blaðsíða 7
Miðvikuclaginn 20. ágúst 1952 D A G U R 7 Að norðan (Framhald af 5. síðu). herbergi fyrir 28 nemend- ur til viðbótar tekin í notkun þar á hausti komanda, og munu þá um 90 manns búa í nýju heimavistinni af um 130—140, sem í heimavist verða næsta vet- ur. En alls á nýja húsið að rúma 160—170 manns, þegar það verð- ur fullgert, eirþað mun ciga all- langt í land vcgna takmarkaðra fjárveitinga. —o--- Sitthvað fleira ætti hér telja af byggingaframkvæmdum í bæn- um, en þó má af þessari upptaln- ingu þegar sjá, að engin dauða- mörk eru að bvggingaiðnaðinum hér, né á bæjarfélaginu í heild, og iítil ástæða, enn sem komið er a. ,m. k., til þess að taka upp þá tízku, sem sumir stjórnarand- stæðingar vilja útbreiða, að setja upp sútarsvip og segja að hér gerizt ekki neitt. Sannleikurinn er sá, að byggingaframkvæmdir hér á árinu 1952 munu, þegar öll kurl koma til grafar, reynast mun meiri en á árinu 1951, enda þótt aðstaðan til slíkra framkvæmda sé mjög erfið og lítt rofi þar til enn sem komið er. Þetta er sjálf- sagt og rétt að viðurkenna. — í glímu við erfiðleika er vænlegast að menn viti aðstæður allar. Þau fangbrögð gefa orðið nógu erfið, þótt menn þreyti þau ekki að auki við ímyndanir og blekking- ar. 'rf.wv.v v > > . —cr— k Það er gott þegar stjórnarvöld létta undir ' með mönnurn að byggja yfir sig. Þar gegna þau réttu hlutverki og slíkt ber að löfsrað^verðféikum. Hitt er lak- ara, þegar hgegri höndin veit ekki hvað sú - ~}|nffi'í ~ gerir og ein stjórnarák'rifstöfa "setur fótinn fyrir fyrirheit annarrar. Þannig mun enh óíé'ngið fjárfestingar- leyfi til þess að byggja þau 2 íbúðarhús (4 íbúðir) sem Akur- eyri ætlar að láta byggja fyrir fé það, er ríkissjóður lánar bænum skv. lögunum um útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Vonandi er, að hér sé um að ræða yfirsjón, sem ekki verður lengi til fyrir- stöðu. Onnur skilaboð bárust hingað frá því virðulega Fjár- hagsráði nú fyrir nokkru, sem vekja furðu og minna þó raunar á, hversu ofstjórnin úr fjarlægð getur verið varasöm og heimsku- ieg á stundum. 'Nokkrir þeirra manna, er standa að smáíbúðar- byggingunum fyrrnefndu, sóttu um að hafa risin á húsum sínum 3 metra há í stað 2 metra, og auð- vitað þurfti slíkt stórmál að ræð- ast á fundi suður í Reykjavík. Ástæðan til þessara hófsamlegu tilmæla er, að með lítið eitt auk- inni rishæð skapast möguleiki síðar meir að gera íbúðarherbergi í rishæðinni og getur það komið sér vel fyrir barnafjölskyldur. Með 2 metra hæðinni, verður þetta rúm að engu gagni til íbúð- ar nú eða síðar. Bciðnin var því studd skynsamlegum röksemdum og viðleitni til þess að láta sem mest koma fyrir hverja krónu. En það virðulega Fjárhagsráð skrifaði hingað norður bréf og kvað slíka risþæð- ekki í neinu — Fokdreifar (Framhald 4 .síðu). angur, að plönturnar eru vel á veg komnar. Með því að eitra reglulega gegn kálmaðkinum, hefur svo vel tekist, að ekki ein einasta kálplanta hefur orðið honum að bráð. Það hefði því mátt ætla, að allir erfiðleikar væru yfirunnir, enda almenn gleði meðal barnanna yfir að sjá ávöxt iðju sinnar. En þá komu í ljós nýir erfiðleikar, sízt betri en kálmaðkur. Þegar börnin komu til vinnu sinnar mánud. 11. þ. m. hlupu þau að venju að kálbeðunum sínum. Kom þá í ljós, að ein- hver hafði notað belgina til að fara upp í Vinnuskóla, og skorið höfuðin af fallegustu kálplöntun- um, og haft þær burt með sér. Þetta sama endurtók sig svo næstu miðvikudagsnótt. Nú má vel vera, að þeir sem þetta verk frömdu, hugsi sem svo, að frá fjárhagslegu sjónarmiði séð, sé stuldur þessi ekki stórkostlegur En þegar börnin eru búin að hlynna að þessun; plöntum heilt sumar og eru nú að sjá árangur af starfi sínu, meta þau ekki plönturnar eftir peningalegu verð mæti. Því sú gleði, sem börnin hafa af því, að sjá plönturnar vaxa og verða stórar og fallegar, verður ekki metin í peningum. Eins er það, að þegar eyðilagt er á einni nóttu, árangur af löngu starfi, verður slíkt ekki bætt. Við, sem störfum með börnunum í Vinnuskólanum, viljum láta þá von okkar í ljósi, að ef allir gera sér grein fyrir því, að börnin sjálf eiga nærri allt kálið, að þá verði allir við þeirri ósk okkar, að láta garða barnanna í friði. Hvort sú.yon okkar'rætist, njun reynslan skéra úr. MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 4. síðu). leiðar ári ðl946, að Danir tóku að blanda hafragrjón með 1% af kalsíumfosfat, á þeim forsendum að í hafragrjónum er phytin- sýra, sem bindur, kalk í fæðunni, þannig, að líkaminn nýtur þess ekki .Allar hafragrjónategundir í Danmörk eru blandaðar þessu efni. Sumir Danir töldu að grjón- in væru hollari ef maður borðaði þau ósoðin. Nú hefur rannsókn sýnt, að þetta er misskilningur. Næringin er jafnmikil, hvort sem maður neytir grjónanna soðinna eða ósoðinna. S JÁLFSTÆTT FÓLK eftir Halldór Kiljan Laxness, nýkomin. Bókabúðin Edda h.f. Akureyri. samræmi við tiltekna reglugerð um gerð smáíbúðarhúsa og hafn- aði beiðninni. Þetta mun vera það, sem kallað er að hengja sig á bókstafinn, og er íþrótt út af fyrir sig. En þess höfðu ýmsir vænzt, að meira ris yrði á Fjár- hagsráði í reyndinni en svo, að það setti fótinn fyrir einyrkjana hér norður frá til þess eins að játa bókstafstrúna á einhverja reglugerð, sem sjálfsagt þarfnast rækilegrar endurskoðunar. En eigi verður öllum að trú sinni. Norðlendingur. ÚR BÆ OG BYGGÐ Þurrk. ávextir: GRÁFÍKJUR DÖÐLUR (í lausri vigt) SVESKJUR RÚSÍNUR EPLI APRIKÓSUR PERUR BLANDAÐIR HAFNARBÚÐIN H. F. Óbrjótanleg vatnsglös (gler) Rjómasprautur Kökukefli Hraðsuðukatlar Hraðsuðupottar HAFNARBÚÐIN H. F. Johnson’s Glo-coat HAFNARBÚÐIN H. F. Vetrarsíúlka Góð stúlka, vön húsverk- um, óskast í vist 1. október. Guðrún Björnsdóttir, Hafnarstræti 80 (Verzl. Eyjafjörður). Berjatínur Jám- og glervörudeild. Stúlka óskast til innanhússtarfa í september n. k., hálfan eða allan dáginn. Afgr. vísar á. Góður reiðhestur til sölu. Afgr. vísar á. Stúlka óskast nú þegar, eða síðar á haustinu, til að vinna heim- ilisstörf. — Þarf að geta um- gengist börn. Gunnar Tliorarensen, Hafnarstræti 6. Sólóvél, 6 ha., sem ný, til sölu með ; tækifærisverði. ;,Algvy vísar á. Kirkjan. Messað í Lögmanns- hlíð næstk. sunnudag ld. 2 e. h. og í Akureyrarkirkju sama dag kl. 5 e. h. — F. J. R. Möðruvallakl.prestákall. Mess- að í Glæsibæ sunnudaginn 4. ágúst og að Bægisá sunnudaginn 31. ágúst kl .2 e. h. Hingað eru komin í heimsókn frú Gunnhildur Snorradóttir Lorensen (námsstj. Sigfússonar) og maður hennar, dr. Lyman E. Lorensen efnafr. — Munu þau dvelja hér nyrðra nokkra daga í heimsókn hjá ættingjum og vin- um ,en hverfa vestur um haf upp úr n.k. mánaðamótum. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50 frá ónefndum. Mótttekið á afgr. Dags. Til nýja sjúkrahússins: Safnað í Hálshreppi, afhent í maí af hr. hreppstjóra Þórólfi Guðnasyni, Lundi, kr. 12.016.00, en af ein- hverri vangá ekki birt þá og bið eg velvirðingar á því. — Kven- félag Hörgdæla ki\ 1000.00. — Með þökkum móttekið. Guðm. Karl Pétursson. Hjúskapur. í gær voru gefin saman í hjónaband hér í bænum ungfrú Sólveig G. Jónsdóttir og Ingvi Rafn Jóhannsson, rafvirki, Víðivöllum 8, Akureyri. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Erna Ásgeirsdóttir og Jón Kr. Vil- hjálmsson rafvirki. Skagfirðingar eru að undirbúa minnisvarða í Skagafirði yfir Stephan G. Stephansson skáld, á 100 ára afmæli skáldsins að ári. Hafa forgöngumenn þcssa máls látið gera lítið, fallegt merki til ágóða fyrir minnis- varðann. Gengur allur ágóðinn af sölu merkjanna til minnis- varðamálsins. Sala þessara merkja er nú hafin hér í bæ og fást þau á eftirtöldum stöðum: Bókavcrzlun Axels Kristjáns- sonar, Bókabúð Akureyrar, Verzl. London, verzl. Skenunan og gullsmíðaverkstæði Sigtr. og Eyjólfs. Gjafir til sængurkaupa á Sjúkrahús Akureyrar: Ónefnd kr. 200.00. — Jakobína Guð- mundsdóttir kr. 100.00. Móttekið. Kærar þakkir. Ragnheiður Árna- dóttir. Hjónaefni. Sl. laugardag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Jóna Friðjónsdóttir Axfjörð og Kol- beinn Helgason verzlunarmaður, Strandgötu 9. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 5.00 frá ónefndum. Mótt. á afgr. Dags. Amerísk verkíæri væntanleg næstu daga: SKRÚFSTYKKI JÁRNSAGARBOGAR SPORJÁRNSSETT MEITLAR ÍJRREK STJÖRNUBORIR I’JALIR Járn- og glcrvörudeild. PELIKAN LINDAPENNAR SKRÚFBLÝANTAR BLEK RITVÉLABÖND VATNSLITIR BLÝANTSLITIR KRÍ T ARLYTIR LÍM o. m. fl. Járn- og glervörudeild. Ódýr barnaieikföng BRÚÐUR, stórar, á kr. 25.00 BRÚÐUHÚSGÖGN, mjög sterk, á kr. 28.00 KUBBAKASSAR á kr. 7.00. Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.