Dagur - 01.10.1952, Page 7

Dagur - 01.10.1952, Page 7
Miðvikudaginn 1. október 1952 D A G U R 7 - Reknetaveiðin Framh. af 1. síðu. útbúnaður góður. Það er dýrt spaug að halda til lands vegna einhvers vanbúnaðar eða bilun- ar. En það hefur sýnt sig að auðvelt er að útbúa hin stærri skip þannig, að þau geti með ör- yggi haldið sig á miðunum a. m. k. 2—3 vikur. Hafið þið séð síld vaða á þess- um slóðum? Fyrst höfðum við herpinótina með, en ekki kom til þess þá að nota hana. Var hún látin í land í öðrum túrnum og hefur ekki verið tekin um borð aftur, enda eru ýmsir erfiðleikar samfara því að hafa bæði veiðarfærin með- ferðis á ekki stærri skipurn. En við höfum aðeins einu sinni séð síld vaða á þessum slóðum og mátti segja að það væri fremur álitlegar torfur og hefðum við sjálfsagt reynt að kasta á þær ef herpinótin hefði verið með, enda þótt ylgja væri þá í sjó. En til þess kom sem sagt ekki. Hefur ekki verið erfitt fyrir ylíkur að athafna ykkur veðurs vegna? Þessi reknetaveiði úti í hafi er að sjálfsögðu á ýmsan hátt erfið, til dæmis tel eg það ekki á færi annarra en fullhraustra manna að stunda hana. En eg get ekki sagt að veðrið á þessum slóðum hafi verið neitt éi'fiðafa én'það er oft ’nær' lándinu. Á þessum slóðum er að sjálfsögðu ekkert var að fá, en við höfum ekki lent í neinurn stórviðrum, lægðirnar virðast fara sunnan við þetta svæði og verstu veðrin fram hjá okkur. .Vitaskuld þarf lengri reynslu en þepngn hálfan annan mánuð tií þess_ að byggja á nokkrar fullyrðingar um veður- lag yfirleitt á þessum slóðum, en reynsla okkar virðist ekki benda til þess að sérstaklega illviðra- samt sé þarna. Og hvað ætlið þið að halda Iengi áfram þessum veiðiskap nú í ár? Um það get eg ekkert fullyrt, við tökum nú tunnur og vistir til þriggja vikna, og má vel vera að það verði síðasti.túrinn. Fer það þó að sjálfsögðu eftir aflabrögð- um og tíðarfari, en erfiðara verð- ur að fást við vinnuna um borð eftir því sem daginn styttir. Og svo eftir því, hve lengi mann- skapurinn kærir sig um að halda áfram. En mikilsvert er, að fleiri skip séu á miðunum og hafi samvinnu sín í milli. Skiptast menn þá á aflafréttum og færa sig til um svæðið eftir því sem reynslan sýnir að hentast er. — Mundi veiðin sennilega reynast tafsamari og óvissari fyrir eitt skip heldur en mörg, sem prófa mismunandi staði og hafa sam- vinnu sín í milli. Hefur verið ágæt samvinna þessara fáu skipa, sem á þessar slóðir hafa sótt. — Að lokum sagði Egill Jóhannsson, að sú reynsla, sem þegar er feng- in af reknetaveiðum Akureyrar- skipanna, benti eindregið til þess að það sé hægt að gera út á síld með góðum árangri að sumrinu, hótt síldin vaði ekki lengur uppi Bæjakeppni í bridge var háð milli Akureyringa og Húsvíkinga að Reynihlíð í Mývatnssveit laug- ardaginn 13. sept. Keppt var á 14 borðum eða 7 sveitir frá hvorum bæ. Úrslit urðu þau, að Akureyr- ingar sigruðu með 4i/ó vinning gegn 2 i/o- Daginn eftir var háð tvímenningskeppni í tveimur riðlum. í A-riðli spiluðu 16 pör, 8 frá hvorum bæ. Úrslit urðu þau að Akureyringar áttu þrjú efstu sætin: 1) Ármann og Halldór Helgasynir. 2) Björn Einarsson og Jónas Stefánsson. 3) Jóhann Þorkelsson og Svavar Zophónías- son. I B-riðli spiluðu 8 pör, 4 frá' hvorum bæ. Sigurvegarar urðu: 1) Halldór og Guðm. Hákonarson, Hvík. 2-3) Kristján Tryggvason og Ottó Jónsson, Ak., og Árni Árnason og Páll Helgason, Ak. Ferð þessi var hin ánægjulegasta, móttökur hótelanna í Reynihlíð og Reykjahlíð voru svo sem bezt verður á kosið. Á heimleiðinni kvöddust flokkarnir á vegamót- unum hjá Breiðumýri með söng og stuttum ávörpum og þeirri ósk, að keppni sem þessi mætti verða fastur árlegur viðburður. Sextugur er á sunnudaginn Þorbjörn Kaprasíusson, Brekku- götu 43 hér í bæ. - Þátttaka norðlenzku iðnfyrirtækjanna Framh. af 1. síðu. verksmiðjunnar komið fyrir með nýstárlegum hætti. Gestir fá að taka með sér sápusýnishorn, og fljúga þau út, sagði Arnór. Þátt- taka Sjafnar vekur athygli á gildi innlendrar sápuframleiðslu og, brautryðjandós’ttn'f'r ‘‘ fe'jhinar á þeim vettvangi. NORÐLENZKIR IIÚSGAGNA- SMIÐIR FRAMARLEGA Auk deilda KEA- og SÍS-verk- smiðjanna hér, eru á Iðnsýning- unni deildir frá Fjórum eyfirzk- um fyrirtækjum, Súkkulaðiverk- smiðjunni Li'ndu h7f., Velsmiðju Steindórs h.f., Húsgagnaverk- stæðinu Valbjörk s.f. og Hösk- uldi Steindórssyni. — Eru allar þessar deildir athyglisverðar, en ekki er hallað á neinn, þótt sagt sé, að húsgögnin frá Valbjörk veki sérstaka athygli fyrir létt og nýstárlegt útlit og haglega gerð. Munu þau verða á úrvalssýningu húsgagna, sem ætlunin er að Stúlka óskast í vetrarvist. Sigurður O. Björnsson, Þingvallastr. 18, Akureyri. Sími 1370. 2 herbergi óskast til leigu í sama húsi. Afgr. vísar á. Atvinna Okkur vantar stúlku til skrifstofustarfa nú þegar. Æskilegt að liún geti vél- ritað. — Umsóknir, ásamt sýnishorni af eiginhandar- rithönd sendist fyrir 5. þ. m., merkt Skóverksmiðjan Iðunn. Skólðvörur: Stílabækur, kr. 1.50 og 1.80. Reikningsbækur, kr. 1.85 og 3.00. Reikningshefti, kr. 0.75. Risshefti, kr. 0.25, 0.45 og 0.75. Blýantar, kr. 0.60 og 1.00 (marg- ar tegundir). Skrúfblýantar, frá kr. 10.50. Blý í skrúfblýanta, kr. 2.00 og 3.50 túban. Litir, kr. 3.25 og 5.00. Strokleður, kr. 0.45 og 0.75. Teikniblokkir, kr. 1.50. Lindarpennar frá kr. 42.00. Skólatöskur, úr leðri, kr. 72.Ö0. Þerripappír, kr. 0.25 örkin. Blek, kr. 2.25, 3.25, 3.50 og 4.85. Pennar, kr. 0.15. Litabækur, kr. 9.00 og 10.00. Prófarkir, kr. 0.30. Gráðubogar kr. 1.50 (tvær teg.). Reglustikur, kr. 1.00, 1.50, 4.00, 5.75 og 8.25. Líin í túbuni, kr. 1.25 og kr. 1.50. Mislitur pappír, kr. 1.00 örkin. Litniyndir (glansmyndir) 10 st. á kr. 0.75. Þcrrivaltarar, kr. 3.50. OG ÓTAL MARGT FLEIRA! Akureyri — Sími 1334. Bókaverzl. EDDA h.f. Stúlka □ Rún: 59521017 — Fjárhst. Afg. I.O.O.F. = 1341038i/o. Kirkjan. Messað vérður í Ak- ureyrarkirkju kl. 5 e. h. — Hvað er leyfilegt að gera á sunnudegi og hvað ekki? — P. S. — Mess- að í Lögmannshlíð n.k. sunnud. kl. 2 e. h. — F. J. R. Möðruvallakl.prestakall. Mess- að í Gæsibæ sunnud. 5. okt. kl. 2 e. h. og að Bægisá sunnud. 12. okt. kl. 2 e. h. Safnaðarfundur á báðum stöðum. Hónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Rann- veig Valdimarsdóttir frá Teigi í Vopnafirði og Jón Ágútsson, bóndi, Auðnum, Svarfaðardal. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína Arnfríður A. Gunnarsdóttir, Sólborgarhóli, Glæsibæjarhreppi, Eyjafirði, og Þoi-geir Guðmundsson, Mel- rakkanesi, Álftafirði, Suður- Múlasýslu. Hjúskapur. Laugard. 27. sept. voru gefin saman í hjónaband á Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú Jónína Árnadóttir cand. phil. frá Hjalteyri og Sigurbjörn Péturs- son stud. dent. sama stað. Parakeppni. Þriðjudaginn 23. sept. efndi Bridgefélagið til para- keppni, þar sem kvenmaður og kaylmaður spiluðu -saman. Þátt- takendur voru aðeins 16. Keppni 'þésari lauk sl. sunnudag, og urðu- úrslit þessi: 1) Guðrún Guð- mundsdóttir og Þórir Leifsson. 2) Lilja Sigurðardóttir og Karl Friðriksson. 3) Birna Guðmunds- dóttir og Jónas Stefánsson. Tónlistarskólinn verður settur að Lóni n.k. föstudag, kl. 5 e. li. Daníel Kristinsson afgreiðslu- maður í nýlenduvörudeild KEA, varð fimmtugur sl. mánudag'. — Vinir og samstarfsmenn fjöl- menntu til hans á afmælisdaginn og bárust honum góðar gjafir. M. a. heimsóttu félagar úr Karlakór Akureyrar Daníel og heiðruðu hann með söng. Daníel er for- maður kórsins. Kantötukór Akureyrar. Söng- æfing á föstudagskvöldið kl. 8.30 í kirkjukapellunni. Brúðkaup. Þar^n 26. sept. sl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Jóhanna Sigurðardóttir, Gránufélagsgötu 39, Akureyri, og Arnbjörn Vigfús Kristinsson, bif- reiðastjóri frá Kópaskeri. Heimili brúðhjónanna er að Snartarstöð- um við Kópasker. — Þann 27. sept. sl. voru gefin saman í hjóna band í Reykjavík Jón Ragnar Steindórsson, flugnemi, Víðivöll- um 18, og ungfrú Auður Alberts- dóttir. Heimili brúðhjónanna er að Grenimel 2, Reykjavík. Frá Skákfél. Akureyrar. Æf- ingar hefjast föstud. 3. október. Teflt verður í Verklýðshúsinu tvisvar í viku, miðvikudaga og föstudaga. Kappróður Æskulýðsfélagsins verður á Pollinum laugardaginn 4. okt. næstk. — ef veður leyfir. Hefst róðurinn kl. 5 e. h. og verður róin svipuð vegalengd og í fyrra. Fyrst róa sveitir yngri drengja, en þar á eftir eldri drengir. Sunnudaga- skóli Akur- eyrarkirkju. Á sunnudag- inn kemur kl. 10.30 f. h. Yngri börnin ,5—6 ára, í kapellunni. Eldri börnin, 7 ára og eldri, í kirkjunni. — 13 ára börn eru beðin um að mæta kl. 10 f. h. Æskulýðsfélag Akuróyrar- kirkju. Fyrsti fundur hjá mið deild (þeirri (deild, sem var ý’ngsta deild í fyrra, er næstk. sunnudagskvöld í kapellunni kl. Til nýja sjúkraliúsins. Afhent af oddvita Raufarhafnarhrepps: Frá kvenfélaginu Freyju, Rauf- arhöfn, kr. 1000.00. — Frá Verka- mannafélagi Raufarhafnar kr. 2000.00. — Frá Raufarhafnar- hreppi kr. 5000.00. Með þökkum móttekið. G. Karl. Pétursson. Áheit á nýja sjúkrahúsið. Kr. 20.00 frá H. E. — Kr. 50.00 frá R. H. B. Móttekið á afgr. Dags. Strandarkirkja. Áheit frá N. N. kr. 20.00. Mótt. á afgr. Dags. Áheit á Sólheimadrenginn. Kr. 50.00 frá A. Mótt. á afgr. Dags. hefjist upp úr lokun Iðnsýningar- innar, en þess er að vænta, að aðalsýningunni ljúki fyrir miðjan þennan mánuð. Eigendaskipti að „Lindinnf' Nýlega hafa orðið eigenda- skipti að veitingahúsinu Lindinni hér í bæ. Hinir nýju eigendur eru Viktor Aðalsteinsson og Jón Ól- afsson. Stjórnar Viktor daglegum rekstri veitingahússins. Starf- rækslan verður með svipuðu sniði og áður, en þó mun völ á nokkru fjölbreyttari veitingumen áður var, m. a. fást nú einstakar máltíðir með litlum fyrirvara. Hinir nýju eigendur leggja kapp á góða umgengni og skjóta fyrir- greiðslu. í landsteinum. En til þess þarf breytta tækni og vilja tií þess'áð læra af reynslunni. óskast til heimilisstarfa. Upp- lýsingar í síma 1259 eða 1473. LÁN 20 þúsimd króna lán óskast gegn góðri tryggingu og háum vöxtum. Tilboð merkt „Þag- mælska“ leggist iim á afgr. Dags. Lítið herbergi óskast strax. — Afgr. vísar á. Kven-armbandsúr tapaðist þriðjudaginn 23. sept. sennilega á leiðinni Samkomu- hús—Ytri brekkan. Vinsamlega skilist á afgr. Dags gegn fund- arlaunum. Trillubátur til sölu með tæki'færisverði ,ef samið er strax. — Afgr. vísar á. Frá Amtsbókasafninu. Safnið verður opið til útlána í vetur frá 2. okt. þriðjud., föstud. og laug- ardaga kl. 4—7 e .h. — Lesstofan opin á sama tíma alla virka daga. — Fyrir utan bæjarmenn innan Eyafjarðarsýslu, sem eiga óhægt með að sækja safnið á útlánstíma, verður safnið opið til útlána kl. 1.30—3 e. h. alla föstudaga. Fíladclfía. Almennar samkom- ur eru í Lundargötu 12 sunnu- daga og fimmtudaga kl. 8.30 e. h. Sunnudagaskólinn byrjar sunnu- daginn 5. okt. kl. 1.3 0 e. h. Öll börn vélkomin meðan húsrúm leyfir. I. O. G. T. Stúkan ísafold- Fjallkonan nr. 1 heldur fund n.k. mánudag, 6. okt., kl. 8.30 í Skjaldborg. — Venjuleg fundar- störf. Kosning embættismanna. — Rætt um vetrarstarfið. — Sagðar fréttir af Stórstúkuþingi. — Kvikmynd o .fl. Guðspekistúkan Systkinaband- ið heldur fund á venjulegum stað þriðjudaginn 7. okt. n. k., kl. 8.30 eUh. Fundarefni: Úr ritum Mar- tinusar. .. Áheit á Akureyrarkirkju. Kr. 200.00 frá ónefndum og gjöf kr. 170.00 frá J. R. — Kr. 100.00 frá S. M. — Þakkir Á. R. Til Hamrafólksins. Kr. 100.00 frá Stefáni Benediktssyni ,Akur- eyri. Mótt. á afgr .Dags. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 20 frá N. N. Mótt. á afgr. Dags. Sunnudagaskólinn í Zíon byrj- ar sunnudaginn 5. okt., kl. 10.30 f. h. Almenn samkoma um kvöld- ið kl. 8.30 (Fórnarsamkoma). Sunnudagaskólinn á Sjónarhæð byrjar aftur á sunnudaginn kl. 1 e. h. Nýjar skuggamyndir. Öll börn velkomin. Samkoma fyrir fullorðna kl. 5 e. h. Allir vel- komnir. Minningargjöf. Glæsibæjar- kirkju hafa nýlega borizt fimm hundruð krónur að gjöf til minn- ingar um hjónin Málmfriði Pét- ursdóttur og Jóhann Jónsson, er lengi bjuggu í Garðshorni í Kræklingahlíð á síðustu áratug- um aldarinnar sem leið. Gefand- inn vill eigi láta nafns síns getið. Beztu þakkir. — Sóknarnefndin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.