Dagur - 01.10.1952, Síða 8

Dagur - 01.10.1952, Síða 8
8 Daguk MiSvikudaginn 1. október 1952 Þegar kominn myndarlegur vísir byggðasafns Eyfirðinga Leitað ti! bæjarbúa og héraðsbúa um áframhaldandi stuðning við málið Eins og mörgum sýslubúum mun kunnugt haía þeir Snorri Sigfússon, námsstjóri og Ragnar Ásgeirsson, ráðunautur, nýlega ferðast hér um sveitimar við Eyjafjörð og unnið að því að safna saman ýmsu gömlu, sem menningarsögulegt gildi hefur, í þeim tilgangi að vernda það frá frekari eyðileggingu og í von um að unnt yrði að koma hér upp byggðasafni fyrir sveitimar, sem að Eyjafirði liggja. Hefur stjóni KEA haft frumkvæði að því að hafizt var handa um þennan tmd- irbúning byggðasafns. Alls hafa þeir félagar safnað saman hátt á fjórða hundrað munum, og hefur þeim nú verið komið fyrir til bráðabirgða í einu herbergi í nýja spítalanum. Þennan árangur má telja alveg eftir vonum, eftir þessa fyrstu umferð og búast má við, að margt komi í leitirnar síðar, þegar at- ^ hygli manna verður betur vakin gagnvart þessu málefni. Allfjölbreytt úrval. Blaðamönnum bæjarins var gefinn kostur á að sjá þennan vísir að safni á þriðjudaginn var og vissulega er þarna þegar kom- ið allfjö’lbreytt úrval af því, sem heyrði gömlu sveitabæjunum til. Frá sjónarmiði byggðarsafnanna er allt það merkilegt, sem notað var í daglegu lífi fólksins, t. d. hvers konar verkfæri og áhöld, fatnaður, reiðskapur, smíðatól, mjólkuráhöld o. m. fl. Þarna er líka margt á hillunum, sem gam- an er að athuga nánar. Góður skilningur héraðsbúa. Þeir félagar telja sig hafa mætt ágætum skilningi fólksins hvar sem þeir komu og fengu mjög margt á einstökum bæjum, eins og t. d. á Öngulstöðum og Syðra- Laugalandi, frú Guðrúnu Sigurð ardóttur frá Garðsá og Hannesi Davíðssyni á Hofi, frú Þóru Stef- ánsdóttur á Hjalteyri, Hólmgeiri Þorsteinssyni, frá Ytri-Bakka og mörgum fleiri bæjum og ein- stökum mönnum, sem of langt yrði hér upp að telja. Góðir gripir. Þarna eru margir gamlir rokk- ar, hesputré, snældustólar, lárar, stólkantar, halasnældur o. þ. h. Ábreiður á rúm, fagurt söðul- áklæði og gamall vaðmálspoki, eins og bændur notuðu fyrrum í kaupstaðarferðir; kistur eru þar, málaðar, kistlar útskornir og stokkar, þilkistur, og mun ein þeirra vera útskorin af Bólu- Hjálmari, rúmfjalir, renndir baukar, smjörkúpa og smjör- öskjur, sem fullyrt er að séu 200 ára gamlar. Brennivínskútar eru þar og tréflaska (hnakkpúta). Askar og ausur, hornspænir, all- margir, gamlir brauðhnífar. Þarna eru kvensöðlar, þó enginn af elstu gerð, gjarðir með kopar- hringjum, þófi og þófahringjur, beizlisstengur og undirdekk út- saumað, mannbroddar og nauta- broddar með skinnböndum og forláta göngustafui' með renndum hún. Þar eru gamlar lóðarvogir (bandvogir) og reislur með stein- lóðum, metaskálar með tilheyr- andi lóðum. Forn kaffikvörn. Handkvarnir eru þarna, ein frá Öxnafelli í tilheyrandi stokk og önnur minni upprunalega frá Þórðarstöðum í Fnjóskadal, úr hraungrýti höggvin. Einhver skemmtilegasti gripurinn var gefinn frá Þúfnavöllum, kaffi- kvörn, íslenzk, líka úr hraun- grýti, vafalaust mjög gömul. Kaffi fór fyrst að flytjast hingað um 1750 og má vízt ætla, að kvöi-nin sé litlu yngri. Þarna er allt, sem heyrir til neftóbaks- brúkunar, tóbaksfjöl, járn og brýni, pungur og ponta og heljar stórar munníóbaksdósir utan úr Svarfaðardal. Fátt eitt er þarna af bókum, og flestar eru þær guðsorðabækurnar, Mest ber á einu ágætu eintaki af Veysen- húsbiblíu í samtíma bandi. Sum áhöld horfin. Sum áhöld, sem notuð voru ■ almennt fyrir nokkrum áratugum virðast alveg horfin t. d. kláfar og krókar. Af hákarlaveiðarfær- um er von um að fá nokkuð, en þarna gefur þó að sjá einn mik- inn hákarladrep frá útgerð Hav- steens á Akureyri. Og þar er líka gríðarstór hákarlaífæra frá Hóli í Svarfaðardal. Munu þeir hafa verið miklir hákarlamenn að dæma eftir gamalli vísu: Allar gjafir eru frá æðstum himna Drottni. En hákarlinn, sem Hólsmenn fá, hann er neðan frá botni. Þarna eru heynálar og torf- krókar úr járni og hreindýrs- horni, hrosshárs- og ólarreipi. Leitað til Eyfirðinga og Akureyringa. Verst gekk að fá áhöld frá mjólkurvinnslunni, önnur en bullustrokka, trog, byttur o. þ. h., sem nú er víðast fallið í stafi á bæjunum. Þeir sem enn eiga slíkt gerðu vel í að halda því til haga og hugsa til safnsins, sem þarf nauðsynlega á þessum hlut- um að halda. Nú standa yfir miklir breytingatímar hjá okkar þjóð og atvinnuhættir eru mjög breyttir frá því sem áður var. Allir þeir Eyfirðingar, sem piga gömul tæki, sem komin erU úr notkun, gerðu vel ef þeir vernd- uðu þau frá glötun, með varð- veizlu þeirra í byggðasafni fyrir auga. Enn er óráðið um fram- tíðarfyrirkomulag slíkrar stofn- unar hér, en fyrst af öllu er að safna því saman, sem enn kann að vera til, í þeirn tilgangi að varðveita það í héraðinu. Þeir Eyfirðingar og Akureyr- ingar, sem kynnu að eiga slíkt í fórum sínum og vildu láta slíka stofnun njóta þess, gerðu vel í að snúa sér til Snorra Sigfússonar, Vigfúsar Friðrikssonar eða Helga Eiríkssonar á Þórustöðum, sem skipa byggðasafnsnefndina. Litli söngvarinn heitir amerísk kvikmynd, sem Skjaldborgarbíó sýnir um þessar mundir og leik- ur og syngur „litli söngvarinn" Bobby Breen aðalhlutverkið. Er söngur þessa unga drengs hríf- andi og fágaður. Efni myndarinn- ar er geðþekkt. Þetta er sérlega ánægjuleg barnamynd. Vígsiu knattspymuvallarins nýja varð að fresta sl. sunnudag vegna veðurs. Verður næstk. sunnudag ef veður leyfir. Nokkrar líkur fyrir því, að flug- braut á nýja flugvellinum verði nothæf veturinn 195354 Allar áætlanir um gerð flugvallarins hafa staðizt til þessa, segir flugvaílarsfjóri Kommunistar töpuðu Iðju Úrslit fulltrúakjörsins á Al- þýðusambandsþingið í Iðju, félagi verksmiðjufólks, urðu þau, að kommúnistar biðu mikinn ósigur. Fengu lýðræðissinnar fulltrú- ana kjörna með 138 atkv., en listi kommúnista fékk 115 atkv. Féll þar með formaður félagsins og formaður fulltrúaráðs verklýðs- félaganna hér, Jón Ingimarsson. Lista lýðræðissinna skipa: Ingi- mar Davíðsson, Karólína Stefáns- dóttir og Adam Ingólfsson. Við sömu atkvæðagreiðslu var fellt með 203 atkv. gegn 30, að segja upp gildandi kjarasamning- um frá 1. nóv. n. k. Góðtemplarareglan hér á Ak- ureyri hefur keypt stórhýsið Hótel Norðmdand hér í bæ og hyggjast templarar gera húsið að miðstöð fyrir Starfsemi reglunn- ar og koma þar á stofn ýmiss konar æskulýðsstarfsemi. Þessi starfsemi mun þó ekki hefjasí fyrr en að ári, því að fyrri eig- endum hefur verið leigt húsið til eins árs, eða til 1. október 1953 og munu þeir reka liúsið með svipuðu sniði og áður þetta eina ár, en þó með því skilyrði, að vín- veitingar verði þar aldrei um hönd hafðar. Forráðamenn templara hér skýrðu blaðamönnum frá þessu síðdegis í gær og höfðu Stefán Ág. Kristánsson, formaður hús- ráðs templara, og Hannes J. Magnússon, skólastjóri, orð fyrir þeim. Æskulýðshallarbyggingu frestað, Þeir minntu á, að þegar templ- arar fengu leyfi til bíóreksturs, hafi þeir undirgengist að verja ágóða af rekstri bíósins til æsku- lýðsstarfsemi í bænum. Fengu stúkurnar litlu síðar góða lóð, sem liggur að Hótel Norðurlandi, og var ætlunin að hefjast þar handa um byggingu veglegrar æskulýðshallar strax og unnt væri. Nú eru hins vegar horfur á því að dýrtíð og fleiri erfiðleik- ar hafi girt fyrir byggingu stór- hýsis í bráðina og var því horfið að því ráði að festa kaup á hótel- inu og freista þess að endurbæta skemmtanalíf ungmennanna í bænum og koma á laggirnar ein- hverri þeirri starfsemi þar fyrir ungt fólk, sem líkleg væri til þess að forða því frá óreglu og rækta há því menningarlegt hug- arfar. Tilhögun starfseminnar að Hótel Norðurlandi hefur þó ekki verið ákveðin og mun það mál verða undirbúið á því ári, sem líða mun unz templarar taka Flugvallarstjóri ríkisins, Agn- ar Kofoed-Hansen, var hér á ferð fyrir helgina ásanit aðstoð- armönnum sínum til þess að at- huga framkvæmdir við gerð nýja flugvallarins í Eyjafjarðarhólm- um og átti blaðið stutt samtal við rekstur þess í sínar hendur. Skjaldborg væntanlega seld. Templarar hafa í hyggju að selja Skjaldborg eða leigja strax og þeir flytja með starfsemi sína í hótelið, en bíóreksturinn mun verða áfram í Samkomuhúsi bæjarins a. m. k. meðan samn- ingur templara við bæinn um þau afnöt er í gildi, eða þrjú ár enn. Umráð yfir stóru samkomuhúsi. Talsmenn góðtemplara minntu á á þessum fundi með blaðamönn um, hverja þýðingu það hefði fyrir bindindis- og menningar- félagsskap, að hafa umráð yfir stóru samkomuhúsi, sem fjölsótt væri, hversu miklu betri tæki- færi slíkur félagsskapur hefði til þess að hafa áhrif á skemmtana- lífið til batnaðar. Annars mun hótel verða rekið áfram í húsinu eftir að templarar taka við því og veitingasala hvers konar, en frá og með deginum í dag — en þá ganga eigendaskiptin í gildi — er áfengi bannlýst í salarkynnum Hótel Norðurlands og nýtt tíma- bil hefst í sögu hússins og góð- templarareglunnar á Akureyri. Nánar mun verða að þessum mál- um vikið síðar. Lambaflutningunum að verða lokið Lambaflutningunum miklu til Suðurlands er nú að verða lokið og hafa flutningamir sjálfir gengið að óskum þegar frá er talið hið hörmulega slys, er einn af starfsmönnum flutninganna, Kolbeinn bóndi í Eyvík í Gríms- nesi, féll af bíl og beið bana. Eru fjárkaupamenn farnir suður, sömuleiðis umboðsmaður bænda hér, Guðmundur Guðmundsson á Efri-Brú. Hins vegar mun eftir nokkur samtíningur af lömbum, sem flutt verða suður með norð- lenzkum bilum nú í vikunni. hann áður en hann hvarf suður aftur. Áætlanir standast. Hann sagði að vinnan við flug- völlinn hefði gengið eins vel og vonir stóðu til og sanddæla sú, er keypt var til verksins, hafi komið að góðu gagni, hins vegar væri komið í ljós, að skipta þyrfti um aflvél í dælunni og fá stærri vél. Mundi það gert í vetur og yrði dælan þá afkastameiri næsta sumar. Leitað til bæjarius. Flugvallarstjóri kvaðst skilja það vel að Akureyringar væru óþolinmóðir að fá nýja flugvöll- inn i gagnið, því að erfiðleikar við að nota Melgerðisflugvöll í snjóþungum vetrum væri miklir. Hann vildi því fullvissa blaðið og aðra, sem áhugasamir væri um þessi málefni, að flugmálastjórn- in legði á það hina mestu áherzlu, að hraða verkinu. En menn mættu ekki gleyma því, að hér væri um mjög kostnaðarsamar framkvæmdir að ræða ,en fjár- veitingar til allra flugvallanna á landinu hins vegar takmarkaðar og þótt bróðurparturinn af fénu gengi hingað meðan flugvöllur- inn væri í byggingu, væri hætt við að ýmsum fyndist hægt miða samt. Eins og sakir stæðu væri fé það, sem handbærtfer á þessu ári, uppurið, og leitaði flugmála- stjómin því til bæjarins um fjár- framlög til bráðabirgða, svo að verkið þyrfti ekki að stöðvast. Yrði slík aðstoð endurgreidd af fjárframlögum til flugvallarins á næsta fjárhagsári. Taldi flugvall- arstjóri góðar horfur á því að þetta mál yrði leyst nú í haust með góðri samvinnu bæjarins og flugmálastjórnar. Þannig hefðu aðrir bæir flýtt flugvallargerð hjá sér, til dæmis hefði Sauðárkrókur lagt á sig þungar byrðar til þess að hrinda málinu áleiðis. Flugvallarstjóri kvaðst gera sér vonir um, að flugvallargerðinni yrði það langt komið um þetta leyti næsta ár, að búið væri að ganga frá undirstöðum einnar flugbrautar og mundi hægt að nota hana um veturinn eftir að jörð væri orðin frosin. Kviknar í heyi í sl. viku urðu tvær íkviknanir í heyi í héraðinu, á Möðruvöllum í Hörgárdal og á Moldhaugum. — Missti bóndinn á Moldhaugum, Þorst. Jónsson, um kýrfóður af heyi, en minna tjón mun hafa orðið á Möðruvöllum. Um sjálf- íkveikjur mun hafa verið að ræða í báðum tilfellum. Góðfemplðrareglan hefur keypt Hótel Norðurland Æflar að hafa þar miðsföð reglunnar hér í bæ og efna íil æskulýðsstarfsemi - faka við húsinu effir ár

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.