Dagur


Dagur - 29.10.1952, Qupperneq 5

Dagur - 29.10.1952, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 29. október 1952 D A G U R 5 Akureyri geiur hafi verulegar iekjur af ferða- mannamóiiöku - ef menn viija Nauðsyniegt að Alþingi lögfesti frv. um afnám veit- ingaskaíísf afnám einkaleyfis Ferðaskrifstofu ríkisins og breyfingar á áfengislögum til þess'að skapa hóielreksiri fjárhagslegan grundvöll í landinu í gærkvöldi var haldinn um- ræðufundur um ferðamannamálin að Hótel KEA hér, að írumkvæði nokkurra áhugamanna sem telja, að í ferðamannamóttöku séu fólgn- ir miklir en vanræktir möguleikar til atvinnureksturs og íjáröflunar. Var á þessum tundi rætt um leiðir til þess að gera Akureyri að ferða- mannabæ og ferðamannamóttöku að arðvænlcgri atvinnugrein. Var í þvi sambandi bent á nauðsyn þess að stofna hér til félagsskapar til þess að vinna að því, að ferða- mannamóttökunni sé aukinn gaum- ur gefinn og stuðla að framkvæmd- um i einstökum greinum. Eru slík íélög starfandi í flestum byggðar- lögum í erlendum ferðamannalönd- um (Tourist Associations). Er með þessu tekin upp tillaga Dags frá sl. vori um slík samtök borgaranna. A þessum fundi hafði Krisiján Sigurðsson hótelstjóri framsögu, og fer ræða hans hér á eftir í aðal- atriðum. — Nánar verður greint frá fundi þessum og málefnum hans síðar. „I hópi þeirra, sem hótelrekstur annast, eru margir, sem gera sér þær háu vonir, að í framtíðinni verði hér á landi um að ræða arð- vænlegan og þýðingarmikinn at- vinnuveg. Fari svo, að yfirstandandi Al- þingi beri gæfu og þor til að brjóta þá skel, er hingað til hefir umlukt hann, verður mikilsverðum áfanga náð. Þetta getur það gert nú, með því að lögfesta þau frumvörp, sem nú liggjá fýrir'þinginú, og öll eiga það sameiginlegt, að miða að bætt- um starfsskilyrðum þessa atvinnu- vegar. Þessi frumvörp eru, eins og kunnugt er: Frumvarp um afnám einkarétt- ar Ferðaskrifstofu rxkisins til inn- flutnings á erlendum ferðamönn- um. Frumvarp um afnám hins ósann- gjarna 10% veltuskatts af allri veitingasölu, og síðast en ekki sízt: Frumvarp um breytingar á nú- gildandi áfengislögum. Það er engum vafa undirorpið, að þau lagaákvæði, er varða þessi þrjú atriði og gilt hafa fram að þessu, hafa staðið allverulega í vegi fyrir því, að hótelrekstur gæti blómgazt hér á landi með nokkru sniði. Aðstaða Akureyrar. Þessu til sönnunar vil ég leyfa mér að benda á ástandið hér í þessum litla bæ, þar sem ótrúlegur fjöldi ferðamanna hefir streymt til mörg undanfarin ár. Vissulega hefir bærinn haft miklar tekjur af þessum ferða- mönnum, og ef til væru skýrslur, er sýndu fram á, hvernig þær hafa skipzt meðal bæjarbúa, og hver áhrif þeirra hafa orðið á viðskipta- lífið yfirleitt, væri þar sannarlega mjög fróðlegt um að litast. Eg hygg, að við þyrftum ekki að blaða lengi í slíkum skýrslum, til að sannfærast um, hvert gildi ferðamennirnir hafa haft fyrir bæj- arfélagið og afkomu einstakra borgara þess. Maður skyldi því ætla, að í þessum eina bæ á Islandi, er með nokkurri sanngirni er hægt að kalla ferðamannabæ, stæði hótel- líf með miklum blóma, og komið hefði verið á fót ýmsum þeim tækjum, er yfirleitt þykja tilheyra í slíkum bæjum. Við verðum þó fljótlega fyrir vonbrigðum í þessu efni. Hótel hafa að vísu verið starfrækt hér lengi, en öll hafa þau verið mjög fátæklega búin og fremur léleg, og eftir því sem mér sýnist, flest verið lögö niður. Þessi ömurlega þróun hótellífs- ins hér á Akureyri segir í raun og veru allan sannleikann um ástand- ið í hóteliðnaðinum, eins og það er. — Það hlýtur að vera mjög ein- föld hagfræði, að svo bezt þrífst einhver atvinnuvegur eða atvinnu- rekstur, að hann standi á traustum fjárhagsgrundvelli. ^é þeim grundvelli kippt undan atvinnurekstrinum, þá getur hver maður sagt sér það sem vill, hvaða afleiðingu það hlýtur að hafa. — Það er þetta, sem gert hefir verið af hálfu hins opinbera til að vernda þennan atvinnuveg, og má það kallast mjög bágur skilningur valdhafanna á þörfum hans og til- veru. Ný viðhorf í ferðamannamálum. Afleiðingin hefir eðlilega orðið sú, að fyrir áhrif bæjarbúa sjálfra hefir lítið raunhæft gerzt, er fært gæti bæinn nær því marki, að verða eftirsóttur dvalarstaður ferðamanna, og er það slæm stað- reynd. Hins vegar er svo forsjón- inni fyrir að þakka, að vegna mjög stórstígra tæknilegra framkvæmda, breyttra viðhorfa og hugsunarhátt- ar í heiminum, höfum við færzt ó- trúlega mikið nær umheiminum en við áður vorum, og er nú svo kom- ið, að landið er mikilsverður við- komustaður fjölda manna á ferð- um þeirra milli heimsálfanna. Milljónir dollara og punda streyma stöðugt með þeim gegn- um landið, án þess að við fáum nokkuð sem nemur af þeim í okk- ar vasa, og er mjög illt til þess að vita. Við verðum að gera tilraun til að ná til okkar einhverju af þess- um ferðamönnum til lengri eða skemmri dvalar, eða að minnsta kosti að notfæra okkur þessar miklu samgöngur um landið með raunhæfum aðgerðum. Við skulum nú lxta dálítið nánar á ástandið í hótelmálunum hjá okkur. Við verðum að vænta þess, að fá skorið á hina lagalegu kyrking- aról, er lcreppt hefir svo mjög að hótelunum, sem raun ber vitni. Eg hygg, að flestir veitingamenn verði mér innilega sammála um þetta. Eg hygg, að þeir verði mér einnig sammála um, að meðan svo er ekki gert, verður ókleift að stunda arðbæran hótelrekstur hér á landi, jafnvel þótt gætt sé fyllsta hófs með framleiðsluvörurnar og þjónustu alla. Hér á Akureyri getur talizt að- eins eitt sæmilegt hótel, er rúmar 50 dvalargesti, og skortir þó mikið á að það sé fullkomið. Svo erfið- lega gengur að reka þetta hótel, að við verðum meira en helming árs- ins að skerða gildi þess og „stan- dard“ með fækkun þjónustufólks og lokun salarkynna og yfirleitt notfæra hverja smugu til sparn- aðar. Slíkar ráðstafanir hljóta eðlilega að koma niður á gestunum og verða miður skemmtilegur þáttur í hótelrekstri, þar sem aðaláherzl- una ber að leggja á fullkomna og vandaða þjónustu, en svona hlýtur þetta að verða, meðan við eigum við að búa svipaðar aðstæður og nú er. Hér þarf sannarlega að verða á breyting, og ég hefi þá trú, að er almenningur með þing og stjórn í broddi fylkingar hefir skilið og lært að meta til fulls þá þýðingu, er þessi atvinnuvegur getur komið til með að hafa fyrir þjóðina, þá verði hér breytt um stefnu, og honum gert kleift að þróast eðli- lega. Hrörnuii bæjarfélagins eða uppbygging. Þetta bæjarfélag horfist nú í augu við þá staðreynd, að íbúarnir flytja unnvörpum héðan í burt vegna ónógra starfsskilyrða og at- vinnuskorts. Það þarf ekki að fjöl- yrða um, hver áhrif þetta hefir á hagkerfi og afkomu þessa litla bæjar, slíkt er öllum ljóst, er um það vilja hugsa. Það er einnig öll- um ljóst ,að tími sé kominn til að nema staðar á þessari óheillabraut. Ef til vill mætti ná heillavæn- legum árangri í því efni með öfl- ugri viðleitni til að ryðja nýjar og lítt kannaðar brautir, en þar á ég við öflun ferðamanna til bæjarins á öllum árstímum. Eg hefi leyft mér að eiga frum- kvæðið að þessum umræðufundi, meðal annars til að fá úr því skor- ið, hvern hug menn bera hér til þessara mála, og hvort nokkur raunverulegur áhugi ríkir fyrir þeim. Mönnum kann að finnast frekt að mæla á þennan hátt, en þá er því til að svara, að hér er ekki verið að ræða eða tefla um hags- muni neins eins aðila, heldur blátt áfram hagsmuni heils bæjarfélags og nærliggjandi héraða þess. Eg tel, að einhver atðvænleg- asta útflutningsverzlun, sem við getum gert með þær framleiðslu- og iðnaðarvörur, sem unnar eru hér í héraðinu, sé sú, að selja þær fullu verði fyrir dollara og pund hér á staðnum, sér í lagi, þegar við getum einnig framreitt þær með innlendu vinnuafli, fyrir er- Iendan gjaldeyri. Alítið þið, góðir fundarmenn, að ekki sé tímabært að athuga þessa möguleika og reyna að hagnýta sér þá? Ferðaniennirnir vilja gjaman koma. Eg var staddur í Reykjavík ekki alls fyrir löngu og átti þar langt tal við Ásbjörn Magnússon, for- stjóra ferðaskrifstofunnar „Orlof“. Eg spurði hann, hversu horfði um aukin viðskipti með ferðamenn til landsins í náinni framtíð. Hann svaraði eitthvað á þessa leið: Við gætum skóflað ferða- mönnunum inn í landið, ef við fengjum réttinn til þess og vissum hvað við ættum við þá að gera. Umboðsmaður Flugfélags ís- lands í London lét hafa eftir sér x flestum dagblöðum í fyrravor: „Látið þið mig vita, hversu mörgum ferðamönnum þið getið annað, og síðan skal ég senda ykkur þá.“ Þetta eru athyglisverðar upplýs- ingar og fullyrðingar að mér finnst, og enda þótt þær kunni að vera eitthvað orðum auknar ber að gæta þess, að þessir menn hafa atvinnu sína eingöngu af öflun ferðamanna til landsins, og hljóta þeir því að láta sitt ekki eftir liggja til að ná sem beztum árangri x þeim efnum. Þeirra störf leysa hins vegar hvergi nærri allan vandann, hversu vel og ötullega sem þeir vinna. Við verðuin sjálfir að búa í haginn. Við verðum sjálf að búa í hag- inn fyrir ferðamanninn, ef við vilj- um verða komu hans aðnjótandi, og það er þungamiðja þessa máls. Þeim mun lengur sem við sitjum iðjulaus x þessum efnum, þeim mun lengur fáum við að bíða þess gulls, er ferðamaðurinn flytur með sér. Það má segja, að engin lausn sé að benda á og gera sér ljósa van- lcanta einhvers málefnis, aðalatrið- ið sé að geta bent á einhverjar rök- réttar leiðir til úrbóta. Þetta er ef til vill alveg rétt, og langar mig í sambandi við það til þess að benda á nokkrar staðreyndir, sem vart verða hraktar og sömuleiðis að benda á ýmsar leiðir og úr- lausnir, er ég tel réttar og nauð- synlegar þessum málum til fram- dráttar. í fyrsta lagi: Við búum hér í byggðarlagi, sem vegna staðhátta, Iegu sinnar og sérkennilega fagurs umhverfis hefir ekki hvað sízt ís- lenzkra byggðarlaga möguleika til að lokka til sín ferðamenn. I öðru lagi: Fullvíst er, að nægj- anlega margir ferðamenn fást til þess að koma hingað, svo framar- lega sem við óskum hérveru þeirra og búum svo um hnútana, að þeir fái notið dvalar sinnar hér að verð- leikum. Til þess að ná þessu marki þarf að afnema skattapláguna af allri greiðasölu og því næst að lagfæra áfengislöggjöfina til samræmis við það, sem fram kemur í frumvaipi því, er nú liggur fyrir Alþingi. — Með öðrum orðum: Það þarf að koma hóteliðnaðinum á fjárhágs- legan grundvöll. Næsta skref verður að koma á laggirnar nefnd sérfróðra manna, er hefir með höndum strangt eftir- lit með hótelum landsins, hefir hönd í bagga með byggingu nýrra hótela, að þau séu haglega byggð og staðsett af viti, auk þess sem þau uppfylli kröfur timans. Þá safnar hún nákvæmum gögnum um allt, sem hugsanlega varðar hags- muni og áhuga ferðamannsins og allt, sem getur haft einhverja þýð- ingu og áhrif á dvöl hans í landinu. Þessum upplýsingum og skipu- lagningu yrði síðan nákvæmlega raðað í þar til gerðan bækling eða almanak, er gefið yrði út árlega, eða eins oft og þess gerðist þörf, til hagræðis fyrir ferðamennina. Þá þarf hið opinbera að opna möguleika fyrir lánsfjártöku handa hótelmönnum og öðrum, er hefja vilja framkvæmdir á þessu sviði, o gsömuleiðis að ábyrgjast erlend lán, ef um þau er að ræða, svo sem lög heimila. Þessar nauðsynlegu aðgerðir, er hér hafa verið nefndar, ásamt því, að afnema einkarétt Ferðaskrif- stofu ríkisins á innflutningi ferða- manna, þarf hið opinbera að inna af hendi, svo að hafizt geti veru- legt athafnalíf innan þessa at- vinnuvegar. Verði reyndin sú, að þetta takist, hefir ísinn verið brotinn. Félagsskapur áhugamanna. Varðandi okkur hér í bæ vil ég segja þetta: Það stendur okkur næst sjálfum, að gefa Akureyri það gildi, sem hún þarf að öðlast á taflborði ferðamannanna. Eg legg til, að stofnað verði hér félag áhugamanna um þessi mál, nokkurs konar ferðamannafélag, er hafi öflun ferðamanna til bæjarins og nauðsynlegar framkvæmdir í sambandi við það fyrst og fremst á stefnuskrá sinni. Menn kunna að deila um það, hvort félögum sé yfirleitt ábæt- andi, en hitt er vist, að hér bíða óteljandi verkefni ötulla og fram- sýnna manna í því félagi, er stofn- að yrði í þeim tilgangi að vinna ferðamenn til Akureyrar og vinna þar með upp í bænum nýjan og arðbæran atvinnuveg, er gæti óðar en líður átt mikilsverðan þátt í lífsafkðmu þessa byggðarlags....“ Sundkeppni Barnaskóla Akureyrar 1952 Hin árlega sundkeppni Barna- skóla Akureyrar fór fram í sund- laug bæjarins þriðjudaginn 14. okt. Keppt var í annað sinn um bikar er Snorri Sigfússon, náms- stjóri gaf skólanum Gripurinn er farandverðlaun og skal hann jafnan geymdur í stofu þeirrar sveitar er sigrar hverju sinni, þar til næsta keppni fer fram. Sveit sigurvegaranna er ljósmynduð og verður stækkuð mynd þeirra eign stofunnar, sem þeir kepptu fyrir, en sjálfir fá þeir mynd af flokknum til minningar um keppnina. Að þessu sinni kepptu átta 8 manna sveitir úr 5. og 6. bekkjum skólans. Vegalengdin var 8x40 m. Úrslit urðu þessi: 1. Sveit úr 6. bekk í 12. stofu 6 mín. 6,2 sek. 2. A-sveit úr 6. bekk í 7. stofu 6 mín. 6,8 sek. 3. Sveit úr 6. bekk í 8. stofu 6 mín. 12,0 sek. 4. Sveit úr 6. bekk í 6. stofu 6 mín. 45,0 sek. 5. B-sveit úr 6. bekk í 7. stofu 6 mín. 53,8 sek. 6. Sveit úr 5. bekk í 13. stofu 6 mín. 59,0 sek. 7. Sveit úr 5. bekk í 4. stofu 7 mín. 9,0 sek. 8. Sveit úr 5. bekk í 9. stofu 7 mín. 25,8 sek. f sveitinni, sem sigraði, voru þessir keppendur: Anna María Jóhannsd., Jónína M. Þorsteinsd., Guðný Matthíasd., María Jó- hannsd., Þór Ingólfss., Klaus Scheel, Guðný M. Þórisd. og Kristín Hermannsd. Sundkeppnin fór fram í ágætis veðri að viðstöddum fjölda áhorf- enda, sem skemmtu sér prýði- lega.__________________________ Jón Bergsson kennari hefur námskeið í föndri „Starf er betra en prédikun." Það hefur lengi vakað fyrir Góð- templarareglunni á Akureyri að beita sér fyrir einhvers konar tóm- stundastarfi fyrir ungt fólk. Með þetta fyrir augum hefur hún und- anfarin ár unnið að því að koma upp tómstunda- og æskulýðsheim- ili hér í bænum, og hefur nú í bili leyst það á þann hátt, að kaupa Hótel Norðurland, eins og kunnugt er ,og tekur við rekstri þess 1. okt. 1953. En við höfum hug á að hefjast eitthvað handa í smáum stíl nú þegar. Fyrir því hefur verið ákveð- ið að gera tilraun með að koma upp námskeiði í föndri nú á næst- unni. Verkefni þessa námskeiðs er eins konar tréskurður, sem getur verið hinn smekklegasti listiðnað- ur, og slíkir gripir prýða nú mörg heimili, einkum hér norðanlands. Kennari verður Jón Bergsson, er mun vera upphafsmaður að þess- um listiðnaði. Ætlunin er, að nám- skeið þetta standi í hálfan mánuð, tvær stundir á dag, annað hvort frá 5—7 siðd. eða 8—10, eftir hentug- leikum þátttakenda. Þó verður að fá eigi færri en 12—15 í hvorn hóp. Eitthvert kennslugjald þurfa þátttakendurnir að greiða, en það verður eigi hátt. Þátttakendur geta verið bæði karlar og konur, en félagar úr stúk- unum sitja fyrir, annars er öllum heimil þátttaka. Ef þessi tilraun tekst vel, verður slíkum námskeiðum væntanlega haldið áfram, og þá ef til vill valin önnur verkefni. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að taka þátt í þessu námskeiði, eru beðnir að tala við undirritaðan (símar 1174 og 1449) sem fyrst. Mun hann fyrir hönd undirbún- ingsnefndarinnar, gefa allar um- beðnar upplýsingar. Hannes J. Magnússon.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.