Dagur - 29.10.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 29.10.1952, Blaðsíða 8
8 Bagur Miðvikndaginn 29. október 1952 Húðprófun sauðfjár við garna- veiki hefur ekki reynzf nákvæmur leiðarvísir um sýkingu Fulltrúar bænda é fjárskipfasvæðinu milli Skjálfanda- fljóts og Eyjafjarðargirðinga á fundi um garnaveikismálið SI. mánudag komu hér saman á fund á Akureyri oddvitar í öllum hreppum fjárskiptasvæðisins frá Skjálfandafljóti til varnargirðinga í Eyjafiröi' til þess að ræða við- horf það, sem skapazt hefur með uppkomu garnaveikinnar á þessu svæði. A fundinum mætti ennfremur fulltrúi sauðfjársjúkdómanefndar hér, Halldór Ásgeirsson. i;r 62 veikar af 369 jákvæðum. Það kom fram á fundinum, að bændur telja húðprófunaraðferð- ina svo ónákvæman leiðarvísi um það, hvort kind er sýkt af garna- veiki eða ekki, að þeir telja mjög varhugavert að slátra skilyrðis- laust öllu því fé, sem svarar já- kvætt. Upplýsingar þær, sem Hall- dór Ásgeirsson gaf á fundinum um árangur prófunarinnar hníga mjög í þessa átt, en samkvæmt þeim hafa 369 kindur svarað jákvætt við húðprófun, en við rannsókn innyfla eftir slátrun fannst garna- viki í aðeins 62 kindum. Skiptist tala veikra kinda þannig í milli hreppanna: I Ongulsstaðahreppi voru 57 kindur jákvæoar, en engin garnaveik. I Hrafnagilshreppi 14 jákvæðar, veikar 8 kindur á tveim bæjum. Á Akureyri 31 kind já- kvæð, veikar 7 kindur hjá þrem eigendum. I Glæsibæjarhreppi 41 kind jákvæð, 3 veikar af þrem bæj- um. I Svalbarðsstrandarhreppi 37 kindur jákvæðar, veikar reyndust 35 á sex bæjum. I Hálsnreppi 43 kindur jákvæðar, 2 kindur reynd- ust veikar frá tveim bæjum. I Grýtubakkahreppi 59 kir.dur já- kvæðar, 7 kindur reyndust veikar allar frá sama bæ. Auk þessa er eftir að farga 114 kindum, sem reyndust jákvæðar í Grýtubakka- hreppi, norðan Gljúfurár. PÁLMI H. JÓNSSON lát inn Aðfaranótt 23. þ. mán. lézt að heimili sínu hér í bænum Pálmi H. Jónsson, bókaútgefandi og bók- sali, á sextugsaldri. Banamein hans var hjartabilun. Pálmi H. Jónsson hafði um langt skeið verið í hópi athafnasömustu útgefenda landsins. Hann rak og stóra bókaverzlun hér í bænum. Pálmi heitinn var vinsæll maður, enda sanngjarn í öllum skiptum og drengur hinn bezti. Ungir Framsóknarmenn ræða vetrarstarfið Félag ungra Framsóknarmanna, Akureyri, heldur almennan félags- fund n. k. sunnudag kl. 4. Verður fundurinn haldinn í Rotarysalnum á Hótel KEA. Aðalumræðuefnið verður vetrarstarfsemin. Er áríð- andi, að sem flestir félagsmenn ásamt þeim, sem ætla að ganga í félagið, mæti á fundinum og taki þátt í umræðum. Ungir Framsókn- armenn ættu að hafa hugfast, að Alþingiskosningar verða að sumri, svo að áríðandi er að sækja vel fundi félagsins í vetur. Andvígir skilyrðislausri slátrun. Fundur oddvitanna samþykkti nokkrar ályktanir í málinu. Er þar m. a. krafizt, að ekki verði skilyrð- islaust slátrað fjárhópum, ef um er að ræða meira en 4-—5% af fjárstofni, fyrr en prófað hefur ver- ið nána r með slátrun einstakra kinda úr hverjum hópi, hvort um ákveðna sýkingu er að ræða. Þá vildi fundurinn að bændur njóti venjulegra fjárskiptabóta, ef slátrað er meira en 4—5% fjár- stofns vegna garnaveikirannsókna. Fundurinn lagði áherzlu é að bænd ur fengju sem fyrst í hendur varn- arlyf þau, sem notuð eru við garna veiki og vildi, að flýtt yrði fyrir- hugaðri garnaveikirannsókn á kúm, svo að bændum væri forðað frá því að fóðra langt fram á vetur einstaklinga, sem sjúkir kynnu að vera og dæmdir yrðu til dauða. Þessar ályktanir voru allar gerð- ar samhljóða. Fundinn sóttu þessir menn: Ste- fán Tryggvason oddviti á Hallgils- stöðum í Fnjóskadal, Baldur Bald- vinsson oddviti á Ofeigsstöðum í Kinn, Benedikt Baldvinsson oddv. á Dálksstöðum á Svalbarðsströnd, Stefán Sigurjónsson oddviti frá Blómsturvöllum í Glæsibæjarhr., Jóhannes Jónsson oddviti á Hóli í Grýtubakkahreppi, Garðar Hall- dórsson oddviti á Rifkelsstöðum í Ör.gulsstaðahr. og Halldór Guð- laugsson, oddv., Hvammi, Hrafna- gilshreppi. - Sjúkraíiúsmálið (Framhald aí 1. síðu.) daggjöld í samræmi við ákvörðun ríkisspítalanna. Þegar nú stendur fyrir dyrum að taka í notkun hið stóra fjórð- ungssj úkrahús hér, verður ríkis- valdið því annað tveggja að ætla fé til þess á fjárlögum að greiða mismun kostnaðarverðs og ríkis- ákveðinna daggjalda, eða breyta daggjöldum á Landsspítalanum til samræmis við raunveruleik- ann. Kæmi þá í hlut sjúkrasam- laganna og almannatrygginganna að gera spítalavist yfirleitt við- ráðanlega fyrir almenning. Eðlileg viðhorf. Ýmsum virðist að eðlilegt væri, úr því að ríkið rekur spítaia á annað borð, að það tæki við rekstri fjórðungssjúkrahússins, sem á ýmsan hátt gegnir sama hlutverki í Norðlendingafjórð- ungi og Landsspítalinn í Sunn- lendingaf j órðungi. En ýmsir valdamenn munu þessu andvígir og einnig því, að tryggingarnar taki að sinna því hlutverki, sem þeim stendur visstdega nærri, að sjá um spítalareksturinn í land- inu. En meðan málin fást ekki upp tekin á þesum grundvelli, eru viðhorf þau, sem fulltrúar bæjarins hér túlkuðu fyrir sunn- an, í alla staði sanngjöm og eðli- leg, enda er þess að yænta, að ríkisstjórnin sé þeim samþykk og taki burt þá hindrun, sem rekst- ursfyrirkomulag Landsspítalans vissulega er fyrir allan heilbrigð- an spítalarekstur í landinu. Kristneshæli 25 ára n.k. laugardag N.k. laugardag eru 25 ár liðin siðan vígsla Heilsuhælis Norð- urlands að Kristnesi fór fram. Fögnuðu Norðlendingar mjög þeim merka áfanga, sem náð var í baráttunni gegn berkla- veikinni með byggingu hælisins og fjölmenntu þá að Kristnesi. Voru um 400 marms saman- komnir í byggingum hælisins, er athöfnin hófst. — Séra Gunnar Benediktsson í Saurbæ prédik- aði, en Ragnar Olafsson konsúll, form. Heilsuhælisfélags Norð- urlands, rakti sögu byggingar- 'málsins. Viðstaddur athöfnina var Jónas Jónsson, þáver. ráð- herra, og veitti hann hælinu við- töku fyrir hönd ríkisstjórnarinn- ar. Hafði hann barizt fyrir fram- gangi heilsuhælismálsins á AI- þingi og var „enginn þingmaður framar að því kominn að veita hælinu móttöku fyrir ríkisins hönd en harm," eins og Ragnar Olafsson komst að orði i ræðu sirmi. — Jónas Jónsson flutti við þetta tækifæri snjalla ræðu og sagði m. a.: „Merm vona, að sárindin hverfi, sjúkdómurinn þverri — sorgin og vonin hafa borið verkið uppi.“ — Aðrir ræðumenn við athöfnina voru landlæknirirm, Guðm. Björns- son, og húsameistarinn, Guðjón Samúelsson. Sú ósk, sem fram kom í ræðu Jónasar Jónssonar við vígslu Kristneshælis, er fyrir löngu orðin að veruleika. Mjög mikl- um árangri hefur verið náð í baráttunni gegn berklaveikinni, og Kristneshæli hefur þar gegnt miklu og merku hlutvcrki undir öruggri og ágætri stjórn Jónasar Rafnar, hins mikilhæfa yfir- læknis hælisins. Brezkí blað tengir „Norman"- 22 þúsund íunnur verða smíðaðar hér Undanfarna daga hefur verið losað hér tunnuefni úr sænsku skipi, enda er nú ékveðið, að 22 þúsund tunnur verði smíðaðar hér í vetur í tunnuverksmiðju ríkisins. Um 70 þús. tunnur munu verða smíðaðar í Siglufirði í vetur. Eldur í Ránargötu Laust fyrir hádegi í gær kvikn- aði í þekjunni á húsinu Ránargötu 21 hér í bænum. Var steypt hella yfir húsinu og ris ofan á, en stopp- að með reiðingi ofan á helluna. Var eldurinn í. reiðingnum, og er talið líklegt, að hann hafi borizt þangað með neista, sem fokið hafi úr reykháf. Slökkviliðið varð að rjúfa þekjuna til þess að komast að eldinum og slökti hann fljótlega. Nokkrar skemmdir hafa því orðið á húsinu, en innanhúss litlar sem engar. Efri hæð þessa húss á Sig- fús Jónsson starfsmaður á Gefjun. Umboð bókaútgáfu Meuningarsjóðs hjá Prentverki Odds Prentverk Odds Björnssonar hefur nýlegða tekið við umboði hér í bæ og sölu fyrir Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins og ber félagsmönnum að snúa sér til skrifstofu prent- smiðjunnar með allt viðvíkjandi ákriftum að útgáfubókunum. — Umboðið ■ útvegar einnig eldri bækur útgáfunnar. reglugerðina! Brezkur þingmaður hefur viðhaft svipuð ummæli í byjrun þessa mánaðar — laugardaginn 4. október — fórst brezki togarinn „Norman“ frá Hull á skerjum undan suðurodda Grænlands. Tuttugu brezkir sjó- menn týndu þarna lífinu, en norskt skip bjargaði einum skip- verja. Er þetta eitt hí'rmulegasta slys í brezka fiskveiðaflotanum eftir styrjöldina. Bánist .aðstandend- um hinna látnu og útgerðarfélagi skipsins samúðarkveðjur víða að, m. a. írá Félagi ísl. botnvörpu- skipaeigenda. Furðulegar hugleiðingar í Fishing News. Brezkar fiskveiðaritið „Fishing Nevvs“ birti frásögn af þescsu hörmulega slysi hinn 11. þ. m. og í sambandi við hana litla rit- stjórnargrein á forsíðu, þar sem blaðið setur þetta sviplega slys beint í samband við aðgerðir ís- lendinga í landhelgismálinu. Segir svo m. a. í grein þessari, eftir að lýst hefur verið samúð með að- standendum sjómannanna og útgerðarfélagi togarans: „ís og þoka auka hinar venujulegu hættur við að fiska á Grænlandsmiðum á þessurn árstíma, en þær aðgerðir fs- lands að loka síórimi svæðum fyrir togveiðimr, þýða það, að brezk skip verða að sækja á hin hættulegu Grænlandsmið í ríkari mæli en áður til þess að bæta upp fiskitapið. En eins og fulltrúi eigenda „Normans" hefur sagt, mun slys þctta ckki stöðva fiskimenn okkar í því að sækja til Grænlands. Þeir munu halda þangað, sem fisk er að fá fyrir þjóðina.“ Ummæli þmgmannsins. í Fishing News frá 18. október, eru þau ummæli höfð eftir þing- manninum Richard Law, á al- mennum fundi í Hull, að borgar- arnir þar væru „sárir yfir að- gerðum íslenzku ríkistjórnarinn- ar, sérstaklega eftir að kunnugt var um „Norman“-slysið.“ Þessi ummæli sýna svo glöggt sem verða má, að hið hörmulega slys við tírænlandsströnd er sett í samband við útvnkkun land- helginnar við ísland og látið skína í, að íslendingár hafi hrakið brezka togarann á hættuslóðir. Þessi áróður — síðan notaður til að skapa andúð á aðgerðum fs- lands og samúð með löndunar- banni brezku togaraeigendanna — er svo ósmekklegur og ómak- legur, að furðu gegnir. Virðist óhjákvæmilegt að slíku athæfi sé mótmælt. harðlega af íslands hálfu. Hvergi er þess getið í þessum fregnum hins brezka blaðs — eða í ræðu þingmanns- ins, að því séð verður — að mest- ur hluti íslenzka togaraflotans hefur að undanförnu sótt á Grænlandsmið og sum skipanna eru þar enn að veiðum. Í1 háskólanáms í USA á s. I. ári Íslenzk-ameríska félagið fekur á móti umsóknum um námsstyrki til háskólanáms Ellefu íslenzkir námsmenn fengu styrki til háskólanáms í Banda- ríkjunum á þessu hausti fyrir milli- göngu Islenzk-ameríska félagsins. Eru styrkir þessir yfirleitt veittir af skólum, menntastofnunum og einstaklingum, nema þrír þeirra, sem eru veittir af bandariskum stjórnarvöldum, og nema yfirleitt skólagjöldum, húsnæði og fæði, og sumir meiru. Félagið tekur nú við umsóknum um slíka styrki fyrir skóiaárið 1953—54, og er gert ráð fyrir, að unnt verði að útvega svip- uðum fjölda námsmanna styrki. Islenzk-ameriska félagið starfar að þessum málum í samvinnu við sjélfstæða ' menntastofnun í New York, Institute of International Education. Fær sú stofnun um- sóknir námsmanna héðan, en send- ir þær til skóla og stofnana víðs vegar um Bandarikin, sem styrkja erlenda stúdenta, Eru þetta veuju- legir stúdentastyrkir, og meirihluti þeirra, sem íengið hafa þá, nýir stúdentar, þótt nokkrir hafi byrjað háskólanám hér heima eða annars staðar. Þá mun Bandaríkjastjórn veita 2—3 styrki til framhaldsnáms vestra, og nema þeir ferðakostnaði og öllum nauðsynlegum kostnaði við eins árs nám. Eru þessir styrkir ætlaðir fólki, sem þegar er starf- andi í ýmsum greinum, en vill fara til framhaldsnáms vestur um haf. Þeir, sem fengu slíka styrki ó þessu hausti, eru: Ríkarður Páls- son, til náms í blaðamennsku í Minnesota,Guðmundur Erlingsson, í jarðvegsvisindum í Washington- ríki, Rafn Stefánsson, í rafmagns- verkfræði í Kaliforníu, Ólöf Páls- dóttir, í húsmæðrafræðslu í Ohio, Guðbjartur Gunnarsson í uppeldis- og sálarfræðum í Missouri, Gunnar Sigurðsson, í verkfræði i Georgia, Lúðvíg Gizurarson, í verkfræði í Ohio, og Guðrún Stefánsdóttir, í blaðamennsku í Ulinois. Næstu tvær vikur verður tekið við umsóknum um. styrki, sem veittir verða á næsta ári, og er skrifstofa félagsins í Sambands- húsinu í Reykjavík opin kl. 3—5 mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga, en á Akureyri tekur formað- ur félagsins þar, Haukur Snorra- son, á móti umsóknum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.