Dagur - 12.11.1952, Side 5

Dagur - 12.11.1952, Side 5
IWiðvikudaginn 12. nóv. 1952 D A G U R 5 Tillögur um sjálisvörn gegn samkomu- spjöllum í sveifum Réttmætar kröfur dreifbýlisins á hendnr löggjafarvaldi, ríksstjórn og öðrum aðilum Eftir PÁL H. JÓNSSON á Hvítafelli Tillögurnar. 1. Þrír til sex innansveitarmenn séu til taks á hverjum samkomu- stað til lögreglueftirlits á samkom- um og til þess að vernda samkomu- friðinn, og fái til þess staðfestingu viðkomandi lögreglustjóra. Fái þeir tímakaup fyrir vinnu sina samkv. næturvinnutaxta næsta verkalýðs- félags, ef um nætursamkomu er að ræða, annars dagtaxta, að við- bættri þóknun, eigi minna en 15%. Kaup þeirra sé greitt að sþj hlutum af ágóða ríkisins af áfengissölu, en J/i af þeim, sem samkomuna halda. Viðkomandi lögreglustjóri sker úr um það í hvert sinn, hve margir menn annist eftirlitið. Njóti þeir allra réttinda sem venjulegir lög- regluþjónar á meðan þeir eru að starfi. 2. Jafnframt því, sem löggiltir eftirlitsmenn reyna að vernda sam- komufrið og öryggi samkomugesta, skulu þeir afla sér nákvæmra upp- lýsinga um nöfn og heimilisfang allra þeirra, er samkomuspjöllum valda. Skulu þeir gera um þá nafnalista, sem þeir að samkomu lokinni afhenda samkomustjóra eða þeim aðilum> sem að samkom- unni stóðu', en þeir síðan birta í opinberu blaði ásamt fréttum af samkomunni. Skrá um þá, sem spjöllum valda ,skal geyma hjá viðkomandi lögreglustjóra. . 3. Eftirlitsmenn skulu hafa full- an rétt til að leita áfengis í bifreið- um, ef þelm þykir ástæða til, og gera það upptækt; Leynivínsölu, sem sönnuð verður,-skulu þeir taf- arlaust kæra. Hafi þeir grun um leynivínsölu, sem þeir þó ekki geta sannað, skulu þeir taka númer allra þeirra bifreiða, sem þeim helzt þykja grunsamlegar og gera skrá um þau, sem síðan skal geymd og höfð til hliðsjónar við löggæzlu á næstu samkomu. Nöfn leynivínsala skulu tafarlaust birt opinberlega. 4. Allt það í framferði sam- komugesta, sem varðar við lög og vitnum verður við komið, skulu eftirlitsmenn tafarlaust kæra fyrir lögreglustjóra. Meðlimir félags þess, sem að samkomunni stendur, skulu sem einn maður standa að baki eftirlitsmannanna, og kosta kapps um að geta verið til vitnis um viðureign þeirra við óróaseggi, og eins hitt, að taka eftir og vera til vitnis um hver þau samkomu- spjöll, sem samkomugestir valda. 5. Lögreglustjóri láti gera nægi- lega marga einkennisbúninga á kostnað lögreglueftirlits hvers hér- aðs, sem lánaðir séu eftirlitsmönn- um, þá er þeir eru að störfum. Handjárn og önnur tæki, er nauð- synleg þykja, leggi lögreglustjóri til. Sömuleiðis standi hann skil á greiðslu þess kostnaðar, sem kann að leiða af brottflutningi óróa- seggja af samkomustað. 6. Starfi vinnuflokkur, stærri en 30 manns, um lengri tíma á sama stað í sveitum landsins, skulu þeir aðilar, sem að verki því standa, er uanið er, t. d. ríki, bæjarstjórnir, sveitarstjórnir o. s. frv., skyldir að leggja til á sinn kostnað einn til tvo lögregluþjóna á hverjum. þeim samkomustað í nágrenni vinnustað- arins, er líklegt má telja að vinnu- flokkurinn sæki til, þá er samkom- ur eru haldnar þar. Skulu þeir halda uppi reglu og vernda sam- komufriðinn í samvinnu við hina aðra eftirlitsmenn. Lögreglustjóri sker úr um það, hvaða samkomu- staðir njóti slíkra réttinda. 7. Bannaðir skulu með öllu dansleikir í sveitum, sem haldnir eru til hagnaðar fyrir einstaklinga persónulega, sömuleiðis dansleikir, er hótel og greiðasölustaðir halda til fjáröflunar fyrir sig og dans- leikir hinna svokölluðu „dans- hljómsveita", sem ferðast um land- ið á sumrin og flestar eru úr höfuð- staðnum, nema með því móti einu, að allur ágóði renni til líknarstarf- semi og „hljómsveitin“ leiki endur- gjaldslaust fyrir dansinum. 8. Lögreglustjóri hvers héraðs skal fylgjast með því, að eftirlits- menn þeir, sem um ræðir í fyrsta tölulið, séu til taks á hverri sam- komu, og eigi veita samkomuleyfi, nema því skilyrði sé fullnægt. Lok- aðir félagsfundir skulu þó undan- þegnir eftirlitsskyldu, og eins sam- komur ákveðins, tiltekins hóps, „klúbba“ o. s. frv. Greinargerð. Almenn atriði. Það er almennt viðurkennt, að ekki sé lengur hægt að halda opinberar skemmtisam- komur í sveitum landsins fyrir samkomuspjöllum ölvaðra manna. Er ekki nóg með það, að þeir geti engra skemmtana notið, sem til þess koma, heldur má svo heita, að tilviljun sé, hvort lífi og limum samkomugesta sé óhætt. Venjulega er það fámennur hópur, sem spjöll- unum veldur, en hitt þó algengt, að fyrir þeirra sakir gengur samkom- an öll undir nafninu „fylliríissam- koma“ eða „skrílsamkoma“. Meðan sveitafólkið sjálft sýnir engan lit á að ráða bót á þessu, verður að lita svo á, að það sé ánægt með ástand- ið. Vilji það hins vegar eitthvað gera og á sig leggja, á það kröfu á hendur löggjafarvaldi, dómsvaldi og lögreglustjórn um fullan stuðn- ing. Um fyrsta tölulið. Það er til fullrar minnkunar fyrir unga í- þróttamenn og aðra vaska menn í sveitum landsins, að Jieir skuli láta fáeina róna eyðileggja fyrir sér samkomur sínar hverja af ann- arri. Það sýnist til lítils hafa verið, allt sem kostað hefir verið til hreystilegs uppeldis æskunnar á undangengnum missirum. Sá, er þetta ritar, hefir oft séð ölvaða menn ryðjast um í samkomusölum, hrinda frá sér á báðar hliðar, jafnt konum sem körlum, egna til bar- smíða, hrópa fram í fyrir raeðu- mönnum með ókvæðisorðbragði o. s. frv. Allt í kringum þá hafa staðið ungir, glæsilegir menn og horft að- gerðarlausir á ósómann, i stað þess að sýna manndóm og skjóta óróa- seggjunum út fyrir dyr. Því skal ekki trúað, að ekki megi vekja þann metnað hjá fólkinu, að það hætti að þola slíkan yfirgang. Vit- anlega eiga svo þeir, sem taka að sér að vernda samkomufrið og líf og heilsu samkomugerta, að fá fyr- ir það ríflega greiðslu, og heimting eiga þeir á, að aðilar þeir, er að samkomunni standa, séu þeim til stuðnings. Það er óþolandi auðmýking fyrir sveitafólkið, að það skuli láta fá- eina utansveitarmenn eyðileggja samkomur fyrir sér, án þess að hafast nokkuð að. Meðan ríkið heldur uppi áfengis- sölu í landinu og hefir af því mik- inn gróða, er einboðið að það leggi til riflegan hluta af kaupi þeirra manna, sem vinna að því að áfeng- issala þess geri ekki þjóðina að skríl. Um annan tölulið. Það, sem hér eru nefnd samkomuspjöll, fer vit- anlega eftir mati eftirlitsmanna á hverjum stað og hverjum tíma. Þó er ekki álitamál, að undir þau heyri: háreysti í samkomusal, þeg- ar þar skal vera kyrrð — má þar gjarna gripa fyrr i taumana en er svo er komið, að ókvæðisorð eru hrópuð til ræðumanna, gripið fram í fyrir söngmönnum-og söngflokk- um o. s. frv. — hrindingar, hurða- skellir og hvað annað, sem veldur friðsömum hlustendum eða þátt- takendum samkomunnar óþægind- um. Aðalatriði með eftirliti því, sem hér um ræðir, er að koma í veg fyrir samkomuspjöll. Vandinn er að beita þeim ráðum, sem haldið geta illa siðuðu fólki burtu frá samkomustöðum, eða kennt því betri siði. Það þykir ekki lengur hæfa að setja þá, er spjöllum valda, í poka, og gera þá á þann hátt skaðlausa um stundar sakir. Þé er að birta nöfn þeirra. Það mun reynast góð lækning við marga, og ekki veldur það líkam- legum meiðingum. Um þriðja tölulið. Bifreiða- stjórastétt landsins liggur undir þeim grun að stunda leynivínsölu á samkomum. Það vita allir, bif- reiðarstjórarnir líka. I þeim efnum, eins og svo mörgum öðrum, gjalda þeir saklausu hinna seku. Það ætti því að vera metnaðarmál allra heiðarlegra atvinnubílstjóra, að upp komist um þá, sem slíka iðju stunda. Margir þeirra mundu líka fagna því, að leitað væri áfengis í bifreiðum þeirra. Þá er það og vitað, að tækist að stemma stigu fyrir leynivínsölu 'á samkomum, yrði um leið komið í veg fyrir verulegan hluta allra samkomu- spjalla. Það er leitt til þess að vita, að bifreiðarstjórarnir, svo ágæt stétt sem þeir annars eru, skuli sætta sig við að liggja qndir þeim grun, að bera ábyrgð á siðlausu framferði samkomugesta um allt land. Svona er þetta þó og verður að segjast, þótt hart sé. Um fjórða tölulið. Það er mis- skilin vorkunnsemi, að hlífast? við að láta dómstólana rannsaka, skera úr og ákveða refsingar fyrir sam- komuspjöll og jafnvel meiðingar á samkomum. Þeir menn, sem telja sig þess umkomna að drekka frá sér ráð og rænu á mannamótum og fremja óhæfuverk í ölæði, verða að vera menn til að þola sinn dóm og refsingu. Það er þjóðfélagslega réttlát og eðlileg leið til þess að reyna að koma í veg fyrir afbrot, að sjá ekki í gegnum fingur við af- brotamenn. Hins vegar er það oft til fyrirstöðu málshöfðunar, að er til á að taka, vantar vitni að at- burðum, og menn koma sér hjá að bera vitni. Er litil von að úr verði bætt, ef samkomugestir eru sammála um að hylma yfir með óróaseggjum. Byggist þessi tillaga, eins og allar hinar á því, að al- mennur vilji sé fyrir hendi til þess að bæta úr óþolandi ástandi. Um fimmta töíulið. Eftirlits- menn verða að eiga kost einkennis- búninga. Ættu þeir að vera eins um allt land og löggiltir. Eitt mesta vandamál við eftirlit þetta er það, hvað gera skal við óróaseggi, sem engin leið er að hafa á samkomustað. Er í flestum tilfellum engin leið til annars en að flytja þó á brott. Eðlilegast er að þeir beri sjálfir kostnað af því ferðalagi, hins vegar verður lög- reglustjóri að bera ábyrgð á þeim kostnaði gagnvart eftirlitsmönnum eða samkomunni sjálfri. Um sjötta töíulið. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja, hvilík plága fyrir nærliggjandi sveitir samkomusókn vinnuflokka ríkis og annarra opinberra aðila er (vinna við brúargerðir, vegagerð, opinber- ar byggingar, virkjanir o. s. frv.), þar sem ekki verður annað séð, en að nokkur hluti þeirra eldri og yngri manna, er við slíka aðstöðu vinna, verði að villimönnum, þegar þeir koma á samkomustað. Það verður því ekki komizt hjá þeirri kröfu á hendur þeim aðilum, sem slíkan vinnuflokk hafa í sinni þjón- ustu, að þeir leggi til að einhverju leyti lögregluvernd handa friðsöm- um borgurum, sem ekki geta verið óhultir um líf sitt og limi fyrir þessum óaldarlýð. Til þess að skýra málið, vil ég nefna sem dæmi, að á meðan vinna stendur yfir við Laxárvirkjunina, eiga sveit- irnar um miðbik Suður-Þingeyjar- sýslu kröfu á hendur ríkis og Akur- eyrarbæjar um fyrr nefnda vernd. Um sjöunda tölulið. Hve mikið er um dansleiki í sveitum landsins um bjargræðistímann er orðin slík plága, að þær rísa ekki undir. Og þó segja megi, að enginn sé til neyddur að sækja dansleik fremur en hann vill, þá er það staðreynd, að heimilin eru varnarlaus gagn- vart þessu óhófi. Foreldrar eru algjörlega vanmáttugir við að halda börnum sínum heima um helgar, þegar dansleikur er í hverju samkomuhúsi nærliggjandi sveita. Verður þetta slíkur fjórplógur, að heimilin rísa ekki undir. Auk þess er hófleysið svo mikið, að æskan fer tilhlökkunarlaus á dansleikina og kemur þaðan gleðilaus. Hér verður því að leita einhverra úr- bóta. Engin sýnileg ástæða virðist til að einstakir menn haldi dans- leiki til persónulegs hagnaðar fyrir sig. Þeir dansleikir mega því falla niður. Þá er það alkunnugt, að margir þeir dansleikir, er hótel og greiða- sölustaðir halda til eigin hagnaðar, eru illræmdir fyrir óreglu og er hvergi verra að koma við löggæzlu. Hlutverk þeirra staða er allt ann- að, enda samrýmist ekki opinber dansleikur og gisting fyrir þreytta ferðamenn. Það er því einnig skað- laust, þó að fækkað sé dansleikjum sem þessum nemur. Færzt hefir mjög í vöxt að und- anförnu, að hinar svonefndu „dans- hljómsveitir", aðallega úr höfuð- staðnum, ferðist um landið þvert og endilangt, einkum á slættinum, og haldi dansleiki til eigin hagnað- ar. Kemur fyrir, að 2—3 slíkar „sveitir" eru samtímis í sama hér- aðinu. Að þeim er enginn menn- ingarauki, og slíkur fjöldi dans- leikja, sem utanhéraðsmenn standa fyrir og taka hagnað af, standa í vegi fyrir því, að félagasamtök í héruðunum sjálfum geti haldið samkomur til fjáröflunar fyrir sig, eða til skemmtunar og menningar fyrir sveitirnar. Auk þess eru ýms- ir miklu velkomnari gestir úr höf- uðstaðnum og sem hafa upp á miklu meira að bjóða, er alls ekki komast að samkomuhúsunum fyrir þessum svokölluðu hljómsveitum, og geta ekki fengið aðsókn vegna þess, hve hlaðið er á tíma og gjald- þol sveitafólksins. Það er því full nauðsyn að þessari plágu sé aflétt. Þætti það eigi fært, kæmi til mála, að hver danshljómsveit yrða að kaupa vegabréf af stjórnarvöldun- um, svo sem Sölvi Helgason varð að gera í gamla daga. Um áttunda tölulið. Ekki þörf greinargerðar. Eftirmáli. Með tillögum þessum er stefnt að auknu öryggi fyrir líf og limi borgara í sveitum lands- ins, að aukinni hófsemi í skemmt- analífinu, gegn fjárplógsstarfsemi manna, sem eru í orlofi, og gegn (Framhald á 7. síðu). Erlingur Blöndal Bengtson er mikill snillingur Cellósnillingurinn Erling Rlön- dal Bengtson hélt tónleika hér sl. föstudagskvöld á vegum Tónlist- arfélags Akureyrar. Dr. Victor Urbancic aðstoðaði. Þetta voru hrífandi tónleikar og þakkarvert, að geta notið slíkrar kvöldstundar hér norður undir heimskautsbaug. Slík tök á hljóðfærinu kunna ekki aðrir eri beztu listamenn, sem sjaldan stíga fæti út fyrir landamerki heimsborganna. En við njótum þess, að Erling er íslendingur í aðra ættina og naut fyrirgreiðslu Tónlistarfélagsins í Reykjavík meðan hann var lítt kunnur. Er þetta í annað sinn sem hann gistir Akureyri, og er nú orðin mikil breyting á tækni hans og mynd- ugleik síðan síðast. Efast áheyr- endur hér ekki um, að rétt sé hermt að hann sé nú orðinn einn fremsti cellósnillingur veraldar, gangi næst sjáfum Piatagorski, enda nam hann hjá honum um skeið vestan hafs, en er nú ráðinn til Kgl. tónlistarskólans í Khöfn, svo *sem áður er frá skýrt hér í blaðinu. Á efnisskrá voru aðalverkin cellókonsert i Brahms í c-moll, óp. 38 og sóló-sónata, óp. 8, eftir Kodály. Auk þeirrá 5 smærri verk, eftir Cordelli, Boccherini, Sibelius, Poper-Cassado og Martinu (tjlbrigði um stef eftir Rossini). Flutningur Bengtsons á þessari efnisskrá allri var með ágætum. Hin stórfurðulega tækni minnir á sagnirnir um Paganini, er lék svo á fiðlu sína, að engu var líkara en heilhljómsveit væri. Mun flutningur þessa verks ekki á færi annarra en mestu „virto- usa“. En Bengtsson á meira en gífurlega tækni, hann á stór- brotna listamannsskapgerð, sem brýzt fram undan yfirlætislausri framkomu listamannsins, í flutn- ingi hinna ágætustu tónverka. Hið stórfagra verk Brahms naut sín því ágætlega í höndum hans og um flutning hinna smærri verka er það að segja, að þar var hvert um sig perla, heilsteypt og hrífandi, á þau féll hvergi blettur eða hrukka frá hendi listamanns- ins. Ekki má gleyma þætti dr. Urbancic í tónleikum þessum. Hann er yfirlætislaus undirleik- ari, en hárviss og smekkvís og átti sinn þátt í hinum ágæta heild arbrag þessara tónleika. Hrifning áheyrenda var mikil og var lista- mönnunum báðum óspart klapp- að lof í lófa. — A. Aðalfundur F. IL F. á Akureyri Aðalfundur Félags ungra Fram- sóknarmanna á Akureyri var haldirin að Hótel KEA sl. sunnu- dag. Fundurinn var vel sóttur og mikill áhugi ríkti um að efla félagið og halda uppi fjörugri starfemi. Kosningar fóru svo: Stjóm: Lárus Haraldsson, for- maður, Valdimar Jónson, ritari, Valdimar Baldvinson, gjaldkeri, Guðjón Styrkárson, varaform., Halldór Stefánsson, meðstjórn- andi. Varastjórn: Jóhann Lárus Jón- asson, Kristján Jónsson, Stefán Þorláksson. í fulltrúaráð Framsóknarfélag- anna á Akureyri voru kosnir: Lárus Haraldsson, Valdimar Baldvinsson, Valdimar Jónsson, Jón Kristinsson og Ríkharð Þór- ólfsson. Endurrivoðendur: Ásgeir Hall- dórson, Níels Halldórsson. Allmargir nýir félagar gengu í félagið og hafa milli 20 og 30 nýir meðlimir bætzt í félagið nú í haust.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.