Dagur - 19.11.1952, Page 4

Dagur - 19.11.1952, Page 4
1 D A G U R Miðvikudaginn 19. nóv. 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýiingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Argangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Ferðamálafélag ÞAÐ MUN NÚ orðið sæmilega hljóðbært, að hér er verið að vinna að stofnun ferðamálafélags, en margir spyrja að vonum: Hvað á þetta félag að gera? Hér verður aðeins að mjög litlu leyti reynt að svara þessari spurningu, en þar sem brátt líður að því, að reynt verður að halda stofnfund þessa félags, er rétt að reyna að gera öllum almenningi ljóst hvað í efni er. Félög af þessari tegund munu starfandi víða um heim, þar sem ferðamenn skipta nokkru máli. Þau eru samtök áhugamanna og ýmiss konar fyr- irtækja, er haft geta beina eða óbeina hagsmuni af heimsókn ferðamanna til staðarins. Félögin beita sér fyrir því að bæta skilyrðin til að veita ferða- mönnum móttöku, og kynna þeim sem bezt, hvers vænta má. Þau beita sér fyrir því, að vegir séu lagðir til fagurra og eftirsóttra staða, aðstaðan til að iðka vetraríþróttir, f jallgöngur eða annað sport, sé gerð sem hagstæðust, samgöngur sem greiðast- ar, leiðbeiningar séu við hendina og öll fyrir- greiðsla sem hagkvæmust. Þá beita þau sér enn- fremur fyrir ýmiss konar kynningu í auglýsingum, fræðsluritum og myndum og hafa sambönd við félög og fyrirtæki annars staðar, er vinna að fyrir- greiðslu ferðamanna. FRA NÁTTÚRUNNAR HENDI hefur Akureyri margt til síns ágætis, er ætti að geta skapað henni sess í hópi eftirsóttra ferðamannabæja, og ætti því að vera verksvið fyrir félög af þessu tagi hér. Er ástæða til að gefa skilyrðunum til að stunda vetr- aríþróttir hér fyrst og fremst gaum, því að af ýmsum ástæðum er eftirsóknarverðast að fá hing- að gesti til dvalar að vetrinum. Á þessu sviði er þó margt óunnið. Það þarf að gera aðganginn að skíðalandinu sem greiðastan og hagnýta sem bezt þá einstöku aðstöðu sem hér er til skíðaiðkana' mestan hluta ársins, gera skíðabrautir og skíða- lyftur, byggja hresingarskála, koma upp skauta- brautum o. s. frv. Að þessu og mörgu fleiru á ferðamálafélagið að vinna. Allt, sem gert í þessum efnum, kemur eigi að- eins erlendum ferðamönnum að notum, heldur jafnframt innlendu ferðafólki, og þó fyrst og fremst bæjarbúum sjálfum. Það verður því aldrei unnið fyrir gíg. Það er auðvelt að nefna og rökstyðja tölur, er sýna hvaða hag má hafa af dvöl ferðamanna hér, en það er örðugt eða jafnvel ógerlegt að rekja þann hagnað til fulls, svo víða getur hann komið við í verzlun, iðnaði og öllu atvinnulífi bæjarins. ENGINN VAFI getur leikið á því, að ferðamála- félög munu verða stofnuð hér á landi, svo mjög erum við nú komnir í þjóðbraut. Fjarstæða væri að halda að sér höndum og hafast ekki að. Akur- eyri á að ryðja brautina og gera það með mynd- arskap. FOKDREIFAR Verðlag fyrr og nú. f SKÝRSLU ÞEIRRI, sem samninganefnd þeirra 60 verka- lýðsfélaga, sem hafa sagt upp kjarasamningum frá 1. des. n.k., efhenti atvinnurekendum í vik- unni sem leið, eru fróðlegar sam- anburðartölur um verðlag á ýmsum nauðsynjavörum í októ- ber 1947 og í október síðastliðn- um. V erðhækkanir hafa Orðið miklar, sem kunnugt er, og hef- ur kaffi hækkað mest, eða um 533% skv. þessum skýrslum. En fyrir þá, sem sífellt eru að reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú úm, að engar vörur hafi hækkað eins mikið og landbúnaðarvörur, eru þessar upplýsingar athyglis- verðar: Á meðan mjólk hækkaði um 62% hækkaði ný ýsa frá fisk- sölum um 78%, á meðan kinda- kjöt hækkaði um 62% hækkaði nýr þorskur um 68%, á meðan skyr hækkaði um 67% hækkaði harðfikur um 104% og meðan innlend fataefni — kambgarns- efni — hækkuðu um 117% hækkuðu erlendu efnin um 208%. Þessar tölur minna á, að fleiri hafa þótzt þurfa að fá meira fyrir framleiðslu sína en bændur. Þeir hafa samkvæmt þessum skýrslum verið hófsamir um verðhækkanakröfur. Þó virðist einn vöruflokkur landbúnaðar- vara hafa hækkað stórum meira en aðrir. Það er hrossakjöt og nernur hækkunin á því síðan 1947 243% og er ekki nema um tvennt að ræða: annað tveggja hefur verið á því verð stórlega of lágt 1947 eða þessi hækkun er óeðlileg miðað við verð á öðrum landbúnaðarvörum Gömul saga. AUÐVELT ER að sanna að kaup manna hafi ekki fylgt eftir öllum þessum verðhækkunum upp á síðkastið og nú stendur fyrir dyrum að kippa því í lag. Við eigum að fá fleiri krónur í lófana til þess að borga með hin- ar dýru vörur eftir 1. des., segja forgöngumenn launasamtakanna, þá verði þessi met jöfnuð. En landsmenn hafa þegar langa reynslu af slíkum kjarabótum, eða hvar eru þær allar, kjarabæt- urnar, sem knúðar hafá verið fram á liðnum árum? Skólaganga manna í dýrtíðarskóla hins ís- lenzka þjóðfélags ætti þegar að vera orðin nægiega löng til þess að menn vissu, að enginn vei'ður feitur á því að blekltja sjálfan sig. Gott væri ef þjóðartekjurnar hefðu vaxið og framleiðslan auk- izt til þess að standa undir raun- verulegum kjarabótum. En eftir síldarleysið og aðra erfiðleika út- vegsins — þar á meðal yfirstand- andi lokun brezka markaðsins — er synt, að um slíka raunveru- lega aukning er ekki að ræða. Og þá sígur í gamla farveginn aftur, kauphækkununum fylgir ny dýrtíðaraldra, og launþegarnir missa „k j arabæturnar“ út um greiparnar á sér, en þjóðarbú- skapurinn í heild stendur verr að vígi eftir en áður. Miklar líkur eru fyrir því, að raunverulegar kjarabætur til handa landsmönn- um verði að sækja eftir öðrum leiðum en þeim, sem tíðfarnastar hafa verið undanfarin ár. Og ekki er gott í efni þegar komm- únistar þrengja sér í framvarð- stöður í hinni nýju „kjarabóta11- baráttu. Óhugnanlegasta sjón þreyttra ferðalanga á eyðimerk- um suðlægra landa, eru gamm- arnir, sem koma á vettvang þegar þorsti og þreyta fara að sækja fast á, og fylgja vegfarandanum því fastar, sem meira dregur af honum. Kommúnistar hlakka yfir því að þeim muni auðnast að kroppa augun úr hinu íslenzka lýðræðisþjóðfélagi. í þeirri við- leitni er dýrtíðardraugurinn þeim liðtækur bandamaður. Erum við af hátíðlegir? EKKI FÁUM við íslendingar mikið orð fyrir það með öðrum þjóðum að vera skemmtilegir, enda munum við lítið hafa til þess unnið. Okkur hættir til að hafa hátíðlegt og þunglamalegt snið á hlutunum.V ið höfum þungt og virðulegt form á mannfundum okkar, og þyrftum að kippa þeim upp úr þeim farvegi. Fjöldi manna er hættur að sækja fundi, enda þótt þeir séu skilvísir félags menn í mörgum félögum. Er ekki grunlaust, að ein ástæðan sé sú, að fundir eru oft þrautleiðinlegar samkomur. HÁTÍÐLEGHEITIN setja líka svipmót sitt á blöðin. Þau eru að vísu lítið hátíðleg í orðbragði á stundum, en skammirnar eru oft- ast leiðinlegar. Við eigum marga snjalla hagyrðinga, sem geta ett hugsun sína skemmtilega fram í stöku, en fáir eru þeir, sem geta komið saman skemmtilegri blaðagrein. Eitt af því, sem veld- ur þessu, er, að við veljum okkur oft of hátíðleg viðfangsefni. Menn skrifa í heimspekilegum tón um hversdagslegustu hluti og þó er lakara, að mörgum finnst hvérs- dagslegir hlutir umtalaðir með hversdagslegum orðum eigi ekki erindi á síður blaða og bóka. Þeir, sem lesa að staðaldri erlend blöð, komast eldii hjá því að sjá, að æði oft er þar tekið léttari og Ijðlegri tökum á málefnum en hér. Virðulegir leiðarahöfundar sumra erlendra stórblaða bregða sér stundum á leik eins og kálfar á vordegi, taka niður hina lands- föðurlegu og hátíðlegu grímu og tala við lesendurna eins og kunningi við kunningja. Væri það hægt hér? MUNDI HUGLEIÐING SÚ, sem hér fer á eftir,hafafengiðinni á ritstjórnarsíðu íslenzks blaðs? Hún birtist undir ritstjórnarhaus hins virðulega stórblaðs „Cinncinnati Post“ í Bandaríkj- unum nú fyrir nokkrum dögum: „Hinir fornu Rómverjar, sem voru þjóða bezt mannaðir, iklæddust víðum, skósíðum skikkjum. Arabar og vitringar Indlands og annarra Austur- landa klæðast enn í dag slíkum kyrtlum. En hér hjá okkur girða afkomendur landnem- anna sig þröngum buxum, vestum, flibbum, hálsbindum og þröngum skóm. Og þessum meinlætum linnir ekki þótt komið sé í rúmið, því að menn- ingin hefur þröngvað þeim í náttföt, ókarlmannlega upp- finningu, sem hvorki er fögur né þægileg. En vonin lifir þó enn. Skoð- anakönnun meðal vefnaðar- vörukaupmanna leiðir í Ijós, að gamli góði náttserkurinn á sér enn áhangendur og þeim virð- ist fara ört fjölgandi Kannske eru hér að verða þáttaskil í menningarsögu þjóðarinnar. — Tímabil náttserksins var líka gullaldartímabil í sögu þjóðar- innar. Mennirnir, sem sváfu í nattserk, namu hin ókunnu vesturhéruð landsins, sköpuðu iðnaðarveldi ríkisinn og létu ekki bjóða sér neina ósvífni, hvorki frá konum né tízku- herrum. Þar við bætist, að. góður náttserkur ætti að endast hverj um manni í mörg ár.“ Og líkegast hefur þessi virðu- legi leiðarahöfundur lög að mæla. Ekki munu þeir hafa sofið í nátt- fötum, Egill Skallagrímsson og Skarphéðinn Njálsson. Á að taka upp þráðinn frá í fyrra? í bréfi, sem ritstj. kvennadálksins, frú Anna S. Snorradóttir, skrifar frá Kaupmannahöfn nú fyrir nokkrum dögum, segir m. a. á þessa leið: „Lömunarveikisfaraldur gekk hér yfir í haust, og var ægilegur vágestur, enda hinn versti, sem hei hefur komið. Mikill fjöldi fólks tók veikina án þess að lamast, og margir fengu lömun, sem aðeins stóð stutta stund, og náðu þeir kröftum aftur er veikin rénaði. En sagan er ekki öll þar með sögð. Svo foi, að margir lömuðust illa, og hefur öundunarfæi’a" lömun verið töluverð og hafa margir dáið. Her i Vangeleddet (í nágrenni Kaupmannahafnar) óo lítið barn og í næta húsi við okkur vissi eg um 27 ára heimilisföður, sem var fluttur á sjúkrahus i öndunartækjum. Það eiga margir um sái't að binda í sambandi við þessa veiki nú í haust. Nú kom sei vel fyrir Dani að hafa öflugan félagsskap starfandi, sem stóð í náinni samvinnu við félögin í Svíþjóð og Noregi. Norðmenn og Svíar lánuðu öll tseki, sem þeir gátu misst, og voru sum flutt í herflugvéluni til Danmerkur. Eg átti í fyrra tal við eina af nuddkon- unum, sem stunduðu ísl. sjúklingana frá 1949, og var hún þá nýkomin til Danmerkur fra Noregi, en þar hafði þá gengið lömunarveikifaraldur og lan" uðu Danir þá allt, sem þeir gá.tú, þæði tæki og hjúkrunarfólk. Nú fá þeir það endurgreitt og þann- ig hafa þessar þjóðir mikla samvinnu sín í rnilh og hjálpa hver annarri þegar á þarf að halda og unnt er. Og mikill er munurinn og miklu er auðveldai a fyrir slík félagssamtök að biðja um hjálp heldur en einstaklinga, hvort heldur er um lækni eða sjukling að ræða. Ef eg væri heima núna, mundi ég vilja beita mér fyi’ir félagsstofnun af þessu tagi. Vaið aldréi neitt úr tilrauninni í fyrra? . ...“ Spurningu frú Önnu má svai'a bæði játandi og neitandi. Reykvíkingar komu á stofn félagsskap hja sér og er hann nú byrjaður að starfa af miklum myndai'brag. Hann hefur hafizt handa um fjáröflun til stax-fsins — og sýnt þar hugkvæmni og dugnað —‘ og hefur þegar sett sig í samband við hliðstæðan félagsskap erlendis m. a. með tilliti til þess að koma hjúkrunai’fólki í þjálfun. Var birt fróðlegt viðtal við foi-mann félagsins um byrjunarstai’fið í einu sunn- anblaðanna nú fyrir nokkrum dögum. En hér hjá okkur er aðra sögu að segja, því mið- ur, og er ekki vanzalaust að þurfa að viðurkenna það. í fyrrá voru gerðar tvær tilraunir til þess að koma á stofn Akureyrardeild í þessum félagsskap- Eftir rækilegar ábendingar og auglýsingar hei 1 blaðinu, var boðað til stofnfundar, en of fáir msettu þar til þess að unnt reyndist að stofna deildina og 0 fáir létu ski'á sig á félagslista til þess að félagið yi ði stofnað. með sæmilegum myndai’brag. Hefur rnáhð legið niði’i síðan. Reynlan ætti þó að hafa kennt okkur, hver nauðsyn er að bæta aðstöðu þá, selT1 lömunarsjúklingar hafa hér átt við að búa. Engmn veit, hvort framtíðin ber í skauti sér hörmungm a borð við þær, sem mæddu á þessum bæ 1948, en andvaralaust er að gera ekki ráð fyrir því og veia betur búinn -undir að mæta því en þá var. í stöndum við litlu betur að vígi hér en 1948. Stai félagsins í Reykjavík er að vísu að búa í haginn, en léleg frammistaða verður það að teljast, að geia ekki veitt því stuðning héðan einmitt með þvl a hafa hér stai'fandi myndai’lega deild. Vilj a menn tak ^ upp þráðinn frá í fyrra? Menn geta enn látið skia sig félagsmenn á skrifstofu blaðsins. Ef nógu maig1 gefa sig fram, mætti boða til stofnfundar fljótlega hefja raunhæft starf.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.