Dagur - 22.11.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 22.11.1952, Blaðsíða 1
DAGUR kemur næst út á miðviku- dag. Auglýs. sé skila'ð fyi- ir kl. 2 á þriðjudag. Áskrifendur úti á landi, sem ekki hafa innleyst póstkr. fyrir árgjaldinu, eru áminntir um að gera það hið fyrsta. XXXV. árg. Akureyri, laugardaginn 22. nóvember 1952 47. tbl. Kantötukórinn syngur í Nýja Bíó á morgun Kantötukórinn minnist 29 ára afmælis síns með hljómleikum í Nýja-Bíó á morgun kl. 2 síðd. Björgvin Guðmundsson stjórnar. Á söngskránni eru ýmsir þættir úr söngskrám fyrri ára, m. a. úr Alþiiigii hátíðarkantötu Björgvins, en auk þess ný Iög, þ. á. m. lög eftir Jóhann O. Haraidsson og Áskel Snorrason, sem ekki liafa áður verið flutt hér opinberlega. Togarinn Jón forseti frá Rvík lauk við að landa 4089 kits af fiski í Grimsby á fimmtudags- morguninn og seldist aflinn fyrir 11.358 síerlingspund, sem er ágæt sala. Gekk löndun og sala greiðlega og árekstralaust. Voru notuð tæki hins nýja félags, Island Agencies Ltd., sem stofnað var eftir að brezkir togaraeigendur ákváðu að leigja íslendingum ekki löndunartæki sín, í hefndar- skyni fyrir útfærzlu fiskveiða- landhelginnar. En þegar er kunn- ugt varð um komu íslenzka skipsins, héldu togaraeigendur og félag yfirmanna á togurum fund, og samþykktu að láta. koma til framkvæmda liótun sína um að leggja skipum sínum í mótmæla- skyni við löndun íslendinga. Skýrði brezka útvarpið svo frá í fyrrakvöld, að þeir togar- ar, sem þá voru í höfn í Grims- by og Hull mundu ekki fara á veiðar, og skipunum, sem úti cru, mundi verða lagt, jafnótt og þau koma í höfn. Með þessum aðgerðum brezku togaraeigendanna, er málið kom- ið á nýtt stig og alvarlegt, því að með þessum ráðstöfunum neyða þeir brezku ríkisstjórnína til ein- hverra aðgerða í málinu, því að fisskortur er fyrirsjáanlegur í landinu. Ekki heimilt að barma íslendingum löndiin. Á fimmtudaginn kom til snarpra orðaskipta í brezka þinginu út af þessu máli og vildu Verkamannaflokksþingmenn fá umræður um það þegar, en for- seti deildarinnar hafnaði þeirri beiðni. í tilefni af fyrirspurnum, lýsti sjávarútvegsmálaráðherr- ann, Sir Thomas Dugdale, yfir því, að ríkisstjórnin hefði ekki heimild til þess að banna íslenzk- um togurum löndun, né heldur til að skipa brezkum togaraeigend- um fyrir verkum meðan þeir héldu sig við lög og rétt, en þeir hefðu engin lög brotið. Lofaði ráðherrann þó að gefa þinginu skýrslu um málið n.k. mánudag. Framhald orðasennu frá þt í í október. Orðaskiptin í brezka þinginu á fimmtudaginn má skoða sem framhald orðasennu, sem þar varð um þessi málefni hinn 20. október sl. Er fróðlegt að kynnast því, hvernig orð féllu þar, og fer því hér á eftir þýðing á umræð- um þessum, sem voru í spurn- ingatíma. Aðalspyrjandinn var frú Braddock, Verkamanna- flokksþingmaður frá Liverpool, en fyrir svörum varð aðallega matvælaráðherrann, Lloyd Ge- orge (sonur hins heimsfræga stjórnmálamanns með samanafni, sem látinn er fyrir nokkrum ár- um). Orð féllu á þessa leið: Frú Braddock spurði matvæla- ráðherrann ,hvort honum væri ljóst, að togaraeigendur í Grims- by og Hull hefðu neitað að lána löndunartæki íslenzkum fiski- skipum í þessum höfnum, og þar sem þessar ráðstafanir sviptu Bretland miklu magni af fiski og hefðu í för með sér verðhækkun á þeirri vöru, óskaði hún að vita, hvaða ráðstafanir hann hefði í hyggju að gera. Lloyd George ráðherra svar- aði: Ríkisstjórn hennar hátignar hefur nánar gætur á því, sem í þessu máli gerist, en engum væri hagur að þvi að gefa nánari skýr- ingar á þessu stigi málsins. Frú Braddock: Er ráðherran- um Ijóst, að húsmæðurnar telja að sérhver ráðstöfun gerð af einkafyrirtækjum, sem sviptir þær matvælum, refsiverðan (Framhald á 8. síðu). Heimsfræg skáld- saga kemur út lijá Bókaforlagi Odds Björnssonar Um þessar mundir er verið að prenta í Prentverki Odds Björnssonar h.f. skáldsöguna „Egyptinn“ eftir finnska skáld- ið Mika Waltari og mun sagan koma út innan skanuns. Þetta er heimsfræg skáldsaga, kom fyrst út 1945 í Finnlandi og var brátt þýdd á fjölda tungumála. f Bandaríkjunum náði hún óvenjulegri útbrciðslu, varð fljótlega metsölubók og sehlist engin bólc betur þar mánuðum saman en þessi skáldsaga Finn- ans frá horfinni mcnnihgartíð hins forna Egyptalands. Sagan gerist fyrir daga Móses, um daga Eklinatons fa’-aós, sem gerði tilraun til að stofna Frið- arríki á jörðu. Sagan er talin afburða „spennandi“ og skemmtilega skrifuð. Nú segja Danir að handritin séu 100 milljón dollara virði Líklegl að Danir bjóðist til að „gefa” íslendingum nokkurn hluta af íslenzkum handrifum og skjölum í þeirra vörzlu Mörg dönsk blöð fluttu frétta- greinar og ritstjórnargreinar um handritamálið í vikunni sem leið og er tilefnið, að frumvarp ríkis- stjórnarinnar um afhendingu handrita til íslands er væntanlegt á næstunni, sennilega í þessum mánuði. Skýra blöðin svo frá, að menntamálaráðuneytið sé nú að ganga frá tillögum sínum um handritamálið. Þegar þær séu til- búnar, verði þær lagðar fyrir rík- isstjórnina í heild og ríkisráðið og síðan fyrir þingið. Búast blöð- in við því, að tillögurnar komi fram um næstk. mánaðamót. Úrval sem „gjöf“. Blöðunum ber yfirleitt saman um, að tillögurnar muni gera ráð fyrir að íslendingum verði af- hent „sem gjöf“ nokkurt úrval úr Árnasafni og e. t. v. eitthvað af handritum og skjölum, sem geymd eru annars staðar. Eitt blað tekur sérstaklega fram, að Flateyjarbók verði ekki afhent. Blöðin telja að málið muni verða mjög umdeilt á þingi. Vilji sumir þjngmenn afhenda íslendingum öll íslenzk handrit í vörzlum Dana, en aðrir — og háskólinn styðji þá — berjist gegn afhend- ingunni. Ríkisstjórnin mun þó málinu hlynnt og fullvíst er talið að einhver afhending vei'ði sam- þykkt. 100 millj. dollara. Það mun vekja nokkra athygli hér heima, að nú, þegar hillir undir einhverja lausn málsins, eru nokkur dönsk blöð farin að verðleggja handritin og nefna öll 100 milljón dollara, sem hæfilega upphæð. Kaupmannahafnarblöð- in, t. d. Berl. Tidende, benda þó aðeins á að fjárhagshlið málsins sé ekki til umræðu, því að enda þótt á morgun kæmi tilboð frá Ameríku um að greiða 100 millj. dollara fyrir handritin, mundi því ekki verða tekið. En þegar þessi 100 millj. dollara saga er komin í blöðin úti á landi, hefur hún fengið annan hljóm. T. d. segir Vejle Amts Folkeblad 14. þ. m.: „Amerískir safnarar hafa boðið allt að 100 millj. dollara fyrir safnið (Árnasafn) en safn- stjórnin vildi ekki selja. . . . “ — Önnur blöð, t. d. „Ærö Avis“ 15. nóv. og „Langelands Avis“ 14. nóv. birta samhljóða frétt um þetta efni og segir þar m. a.: „Kunnáttumenn telja, að fyrir safnið mundu fóst a. m. k. 100 millj dollara, ef það væri boðið til sölu.“ Og svo bæta blöðin við: „Men man sælger jo ekki den Slags.“ Hver skyldi tilgangurinn vera með því að koma þessari 100 millj. dollara sögu — á framfæri einmitt nú? Það er þægileg tala, 100 millj. dollara, og fer vel í munni, og líklega er þægilegra að nefna hana á ókomnum dögum en „Arnamagnæansk Samling“, sem er langt og stirt nafn. Verum höfðinglegir, segir B. T. Kaupmannahafnarblaðið B. T. ræðir handritamálið alt í leiðara 14. þ .m. og lýkur honum með þessum orðum: „Heyrzt hefur að ætlunin sé að takmarka gjöfina einmitt við þetta safn (þ. e. Árna- safn) og verður þá til dæmis hin fræga Flateyjarbók, sem íslend- ingar telja jafnvel enn dýrmæt- ari, undanskilin. En skyldi þetta vera skynsamlegt? Ef við ætlum að vera höfðinglegir, megum við ekki vera það aðeins að hálfu leyti eða að einum fjórða. Við hér í Danmörk höfum ekki verið hrifnir af öllu, sem frá íslandi hefur komið á seinni árum. En látum oss þá á viðsjárverðum tímum, þegar örlög heimsins velta kannske á því, hvort þjóð- irnar geta eða geta ekki slegið af tilbúnum fornum réttindum sín- um, gefa fordæmi, sem er heil- steypt og hreinlegt og eftir- breytnisvert.“ Skemmtanir ti! ágóða fyrir sjúkrahúsið Alþýðuflokksiélögin hcr í bæ halda kvöldskemmtanir núna um helgina til ágóða fyrir nýja sjvikra- lnisið. Kru skemmtanirnar í Sam- komulnisi bæjarins en dansleikir á Hótel Norðttrlandi. Leikflokkurinn „Glaðir gestir" er hér kominn á vegum félaganna og sýnir gamanleikinn „Karólina siivr sér að leiklistinni" eftir Har- altl /\. Sigurðsson. Fyrsta skemmtunin var í gær- kvöldi, og fltitti ]>á Guðm. Karl Pétursson ávarp, og Guðmundur Frímann las upp. í kvöld les Héið- rekur Guðmundsson upp úr verk- um sínunt, Jóh. Konráðsson syngur einsöng, og einsöngvari verður og Sigurður Friðriksson, 12 ára, sem ekki hefur komið fram opinberlega fyrr. Þá mun Emilía Jónasdóttir fara með gamanvísur, og Karl Guðmundsson ef til vill með eft- irhermur, auk þess sem gaman- leikurinn er sýndur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.