Dagur - 22.11.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 22.11.1952, Blaðsíða 7
Laugardaginn 22. nóvember 1952 D A G U R 7 - Lystigarðurinn (Framhald af 5. síðu). það Minningai-lunli Jóns biskups Arasonar, sem ég ætíð mun minnast með þakklæti. EG ÆTLA EKKI að benda á stað fyrir hinn nýja lystigarð, þrátt fyrir það að ég hef fundið stað, sem að mínu áliti er mjög hentugur. En þess vil eg geta, að eg hef hugsað mér að byggður yrði útsýniturn í hinum nýja lystigarði. Ef garðurinn yrði gerður á þeim stað, sem eg hef valið, þarf turninn ekki að vera hærri en 25 til 30 metrar. Efst í turninum væri hægt að hafa litla veitingastofu, auk þess væri smám saman hægt að koma fyrir í turninum áletruðum brons- myndum af merkum samvinnu- mönnum. Ef það yrði gert mundi turninn verða mjög merkilegur að nokkrum áratugum liðnum. Það fyrsta, sem þarf að gera, til þess að nefndur lystigarður geti orðið að veruleika, er að fá land fyrir hann, þar næst að útvega peninga til þess að framkvæmdir geti byrjað. En hvaðan eiga pen- ingarnir að koma? Væri það nokkuð ósanngjörn tillaga að allt starfsfólk samvinnufyrirtækjanna í bænum og nágrenni hans gæfi jafn margar krónur og það er margra ára að aldri? Væri nokkuð ósanngjarnt að fara fram á að KEA gæfi 5% af þeirri upphæð. sem það selur vörur fyrir í öllum sínum sölu- búðum á síðasta vetrardag og síðasta sumardag á næstkomandi ári? Væri nokkuð ósanngjarnt að sækja um styrk hjá SÍS? Auk þess væri'hægt að halda hlutaveltu, . en—náttúrlega ættu allir vinningarnir að vera af framleioslu shmvinnufyrirtækja. Og ekki má"gl0j'ma sjálfboða- vinnunni, af henni fengist vafa- laust mikið. Það eru margar fleiri leiðir, sem eru arðbærar til fjár- söfnunar en;.j6g: láet hér staðar ■ numið. .ú wA’X" .. Það er ósk mín og von, að ekki ;yerði rætt njeíra um hinn nýja garð en náuðsy.n krefur, heldur •hafizt handa,- og að forráðamenn samvinnufyrrrtaekjanna og starfs fólk þeirra taki höndum saman og byrji sem allra fyrst að vinna Aðvorun í tilefni af spellvirki því, sem framið var á háspenntu línunni frá Laxárvirkjun sl. sunnudag, er almenningur alvarlega varaður við þeirri hættu sem stafað getur af því að henda hlutum upp í vír- ana eða brjóta einangrara á staurum. Ef vír slitnar af þessum eða öðrum orsökum og fellur til jarð- ar, fer straumur út frá honum í allar áttir og getur orsakað dauðaslys á þeim sem koma nálægt vírnum eða snerta hann. Þess vegna viljum við mælast til þess að hver sá, sem verður var við að raftaugar liggi á jörðu, tilkynni það strax til rafveitunn- ar, varizt að koma nálægt vírn- um og standi vörð þangað til við- gerðarmaður er kominn á stað- inn. Rafveita Akureyrar. Surfla enn. Menn erun en að hugsa um ör- lög Iierdísarvíkur Surtlu. Sjúkl- ingur í Kristneshæli sendir blað- inu eftirfarandi með ósk um birt- ingu: Surtla þú varst íslenzk hetja, sem ekki þurfti hvetja. Slappst úr höndum margra manna þar til skotvopn fékk þig kanna. Illir vættir að þér sóttu og aðfavirnar slæmar .þqttu. . Fjárgræðgi og frægð þig Vinna sviftu þér úr höndum hinna. Hermann Jakobsspn, Kristneshæli. að því að koma garðinum upp. Ef ykkur þykir vænt um bæinn, þá sýnið það. í verki með því að auka fpgurð hans. Því fallegri sem bærinn verður, því betur mun fólkið kunna við sig í honum. Og minni hætta verður á því að það flytji burt úr honum.“ Sjóstakkar 02 Vinnuvettlingar Jám- og glervörudeild. Loftskermar Veggljós Jám- og glervörudeild. Eldhúsvaskar (emel.) Klósett, compl. Baðker Skólprör, 4” Miðstöðvardeild KEA Vœntanlegt: 0 f n a r, 4 súlu K a 11 a r, ýmsar stærðir. Miðstöðvardeild KEA • • •• "v ■ . HEKLUOFNAR 4 gerðir. Afgr. með stuttum fyrirvara. Miðstöðvardeild KEA Kirkjan. Messað á Akureyri á morgun kl. 5 e. h. — F. J. R. Sextugur varð sl. piánudag Steingrímur Sigurðson taóndi á Hjaltastöðum í Svarfaðardal. Sjötug er á morgun, frú Rósa Þorsteinsdóttir, ekkja Svanbergs Jónassonar verkstj., og áttu þau hjón heima hér í Eyjafirði og á Akureyri alla sína búskapartíð. Rósa dvelur nú á heimili dóttur sinnar, Hrísateig 35, Reykjavík. Björgunarskútusjóði Norður- lands hafa borizt 1000.00 kr. að gjöf frá Aðalheiði Albertsdóttur, til minningar um 100 ára ártíð foreldra sinna, Ragnhildar Jóns- dóttur og Alberts skipstjóra Finnbogasonar. Beztu þakkir. F. h. Bjöi’gunarskútusjóðs Norður- lands. Sesselja Eldjárn. Til nýja sjúkrahússins. Safnað í Fellshreppi kr. 700.00. — Gjöf frá Erni Ingólfssyni, Hafnarfirði, kr. 1000.00. — Áheit frá N. N. kr. 100.00. — Ágóði af uppboði í af- mæli kr. 25.00. — Áheit frá Bald- vin Sigurðssyni, Dalvík, kr. 100.00. — Með þökkum móttekið. G. K. Pétursson. (f næst síðasta blaði var misritað U. M. F. Neisti, Aðaldal, átti að vera Geisli, Að- aldal, sem gefið hafði sjúkrahús- inu kr. 1200.00. G. K. P.). Hafin er vinna við að leggja veg úr Brekkugötu, skammt frá Klöppunum. í átt að fyrirhug- aðri Glerárbrú á Gleráreyrnm. ; Vorið, tímarit fyrir börn og unglinga, 3. hefti 18. árg., hefur nýlega borizt blaðinu. Heftið hefst á smáleik í 4 þáttum eftir Eirík Sigurðsson, ,.Margrét á Möðruvöllum“, og er þetta sögu- legt leikrit. Annað efni er m. a.: Þegar eg var hræddur við prest- inn eftir Hannes J. Magnússon skólastj., Fiskimaðurinn, kvæði eftir Hjört Gíslason, saga úr verðlaunakeppni ritsins, saga fyrir yngstu börnin, grein um áfengi og tóbak og margt fleira til skemmtunar og fróðleiks fyrir börn og unglinga. Gangleri, tímarit Guðspeki- félagsins, 2. hefti þessa árg., flyt- ur m. a. þetta efni: Af sjónarhóli, grein um Jakob Kristinsson fyrr- verandi fræðslumálastj. sjötugan, eftir ritstj., Grétar Fells, Guðir í útlegð, þýdd grein, Hugur og heimur eftir Grétar Fells, Sjálfs- hyggja, þýdd grein, Guðspeki fegurðarinnar eftir ritstj., Á tímamótum eftir Þorlák Ofeigs- son, auk þess ljóð o. fl. efni. í frásögn af árshátíð Fram- sóknarmanna í Dalvík, í síðasta tbl., féll niður að geta þess, að undir borðum söng Jóhánnes Jó- hannesson á Þrastarhóli í Dalvík gamanvísur, sem þóttu hin bezta skemmtun. Leiðrétting. Það var ranghei’mt hér í blaðinu fyrir skemmstu, að cellósnillingurinn Erling Blöndal Bengtsson hefði leikið hér nú í vetur í annað sinn. Þetta voru þriðju hljómleikar hans hér á Akureyri. Fyrst kom hann hér árið 1946, þá unglingur, og hélt hér tónleika á vegum Tónlistar- félagsins, með aðstoð frú Mar- grétar Eiríksdóttur. Næst kom hann hér 1949 og lék þá með að- stoð dr. Urbancic eins og nú síð- ast. Þátttakendur í Noregsferð með Heklu sl. vor er vilja taka þátt í samkomu er Geysir heldur á mánudagskvöld í Lóni fyrir skipshöfn Heklu, láti Harald Helgason í Kjötbúð KEA vita fyrir hádegi á sunnudag. Ólafar Ólafsson kristniboði talar á samkomu í Zíon næstk. sunudag kl. 8.30 e. h. Allir vel- komnir. Upplýsinga- og hjálparstöð I. O. G. T. og áfengisvarnanefnd- anna á Akureyri, fyrir drykkju- sjúka menn og aðstandendur þeirra, verður framvegis opin á taverjum föstudegi kl. 6—7 síðd. í herbergi nr. 66 á Hótel Norður- landi. &rmmm&mAM'm/mMmMmA/mmm/mm/mmmNmmi ÁBU RÐARDREI F.ARAR Þeir bændur, sem kyimu að vilja tryggja sér áburðardreifara næsta vor, ættu að tala við oss hið allra fyrsta. ★ Hér er um að ræða áburðardreifara fyrir liúsdýraáburð, búna til samkvæmt uppgötvun Guðmundar Jóhannessonar, ráðsmanns á Hvanneyri. ★ Verð dreifaranna er ákveðið kr. 11.900.00. Landssmiðjan, Reykjavík ■r^mmm/mm/mmwmmmwmmmmmmmmwwmwmm&

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.