Dagur - 22.11.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 22.11.1952, Blaðsíða 5
Laugardaginn 22. nóvcmbcr 1952 5 Eiríkur Gíslason frá Merkigili NOKKUR MINNINGARORÐ 40 ára leikaraafmæli í dag Um mánaðamótin ógúst-sept. sl. andaðist að heimili sonar síns að Tyrfingsstöðum í SJcagafirði Eir- ákur Gíslason, er oftast var kennd- ur við Merkigil í Austurdal, því þar mun hann hafa dvalizt lengst x sama stað. Fæddur mun Eirikur hafa verið að Höskuldsstöðum í Blönduhlið um miðjan desember 1871, og í Akrahreppi átti hann heima alla aevi, utan tvö ár, er hann var vinnu- maður að Bústöðum í Austurdal. Foreldrar hans voru hjónin María Olafsdóttir, bróðurdóttir síra Jóns Hallssonar, síðast prófasts að Glaumbæ, og Gísli Þorláksson, Finnbogasonar, Þorkelssonar á Vatnsskarði, bróður Olafs á Frostastöðum, Jónssonar, og er það merkur ættleggur. Var Gísli vinnumaður og verkstjóri hjá síra Jóni Hallssyni. Þau hjón voru snauð af fjár- munum en rík af börnum, er leiddi til þess að þau urðu að fara úr j foreldrahúsum jafnskjótt eða fyrr en þrekið leyfði. Af systkinum Eir- íks munu a. m. k. tvö vera á lífi enn: Jóhanna, nú búsett á Siglu- firði, móðir Gunnlaugs Tr. Jóns- sonar, fyrr ritstjóra og bóksala á Akureyri, og þeirra systkina, og Gísli, búsettur í Blönduhlíð. Eiríkur ólst upp í Blönduhlíð fram yfir tvítugs aldur, en þá réðst hann vinnumaður að Merkigili til hinna nafnkunnu hjóna þar, Egils Steingrímssonar og Sigurbjargar Jónatansdóttur, sem sátu það höf- uðból meira ep hálfa öld. Þótti hann ágætur til allra verka, en þó einkum fjárgæzlu, enda sérstaklega hneigður fyrir hana. í nokkra vet- ur hirti hann sauðfé á Miðhúsum, sem éru beitárhús frá Merkigili, og er talin vera ein hin lengsta beitarhúsaganga sem var í Skaga- firði, og eigi hættulaus sakir svella- laga. En þrátt fyrir þá löngu göngu munu ótaldir þeir eldiviðarpokar, sem Eiríkur bar á bakinu heim af húsunum á kvöldin, því að enn var sá siður sums staðar að leggja slíkt aukastarf á beitarhúsamann- inn. Framundir síðari búskaparár þeirra hjóna var fært frá á Merki- gili á sumrum, oft á annað hundr- að ám. Það kom tíðum í hlut Eir- íks að smala þeim heim til mjalta á kvöldin eftir að hætt var að sitja hjá þeim. Var hann vel til þess fallinn, og meðal annars fyrir það að hann hafði venjulega ágætlega vanda fjárhunda, eins og flestir góðir smalar höfðu á þeirri tíð. Land Merkigils er víðáttumikið og all-vandleitað. En svo var trú- mennska Eiríks mikil, að illa leið honum, ef ærnar komu ekki allar að kvöldi. Eitt lítið atvik úr þeim verka- hring Eiríks var haft að gamni manna á milli þar í Dölum á sinni tíð. Að Merkigili kom oft margt gesta, einkum um helgar á sumrin, og sumir langt að. Var þar ætíð veitt af rausn mikilli, og þá stund- um vín í boði. Sunnudag einn, er svo stóð á, varð Eiríkur ölvaður nokkuð, svo að hann fann að sjón sín hafði sljóvgazt það, að ekki sæi hann nú kindur í fjarlægð. En án- um vildi hann umfram allt smala heim. Fékk hann þá stúlkukrakka, 10—12 ára, sem var þar á heim- ilinu, með sér til að „sjá“ fyrir sig, að hann sagði. Reiddi hann hana á hnakknefinu fyrir framan sig á góðhesti sínum, og eftir hennar til- vísun sendi hann svo fjárhund sinn fyrir ærnar, sem hann ekki sá, og kom seppi með þær til þeirra, og er ekki annars getið, en að þær hafi allar mætt til mjalta þá um kvöldið. Eirikur var aldrei búandi, heldur alltaf í vinnumennsku, eða lausa- maður. Aldrei mun hann hafa eign- azt nautgrip á æfinni, en um skeið átti hann margt sauðfé og venju- lega tvo hesta eða stundum fleiri. Eftir að Egill á Merkigili minnk- aði bú sitt, nokkru eftir aldamót, hafði Eirikur Miðhús til eigin af- nota um nokkur ár. — Með skepn- ur sínar fór hann afburða vel, enda voru þær fallegar. Hann átti oft góða hesta. Einna minnisstæðastur þeirra er þeim, er þetta ritar, rauð- ur hestur, glófextur, er hann nefndi Glóa. Fór hann oft með hann í fjallferðir, og skilaði þá vel áfram, ef þörf gerðist. Eitt sinn urðum við saman í göngum við Eyfirðinga- polla á Nýjabæjarafrétt, þannig, að hann fór austan við þá, en ég að vestan. Ætið hefur það verið talin ófæra að fara um Polla með hesta j vegna rótleysis og foræðis. Eiríkur reið Glóa og teymdi annan hest. Þegar hann hafði skammt farið, spretta upp tvö lömb og hlaupa út í Pollana. Þarna er „rústar“-lands- lag, háir og sprungnir þúfnahrauk- ar, miklir um sig, en á milli þeirra eru forarlægðir, oft með miklum tjarnargróðri þó. Sést því illa yfir þetta svæði. Eiríkur sleppti nú lausa hestinum og hugðist ríða fyr- ir lömbin, en þau urðu fljótari til og komust út í Pollana. Urðu þarna harðar sviptingar. Sá ég annað slagið ofan á manninn og faxið á Glóa, sem sveiflaðist til sem í stormi væri. Hina stundina hvarf allt niður í lægðirnar. Bjóst ég við á hverri stundu að hesturinn sykki. Að síðustu fór þó svo, að lömbin urðu sigruð. — Er við hittumst, spurði ég Eirík hvernig honum hefði þótt reiðfærið um Pollana. Eg hafði engan tima til að hugsa um það, svaraði hann, en hann Glói minn fór yfir það allt ein- hvern veginn, og bjargaði okkur báðum. Eiríkur var kunnasti fjárleitar- maðurinn um hina erfiðu Nýjabæj- arafrétt annar en Hrólfur bóndi Þorsteinsson á Stekkjarflötum, enda sjálfsagður förunautur hans um langt skeið í flestar fjallgöngur og eftirleitir þar, á meðan heilsan leyfði. Lá hann þá marga haust- nóttina úti suður í óbyggðum við kuldaleg kjör. Hann hafði unun af að tala um allt þar að lútandi, og virtist meta ám sínum það frekar til gildis að þær voru oft f jallsækn- ar umfram aðrar. Það var engu líkara en virðingarhreimur væri í rómnum, er hann minntist þeirra, enda taldi aldrei eftir sér að elta þær uppi. Eiríkur kvæntist aldrei, en son eignaðist hann á unga aldri, Jó- hann, nú bónda á Tyrfingsstöðum. Síðar bjó hann mörg ár saman með annarri stúlku, en þau eignuðust ekki börn. Eiríkur var jarðsunginn að Á- bæjarkirkju, að eigin ósk. Ábær hefur nú verið í eyði undanfarinn áratug, innstur býla í hinum svip- mikla Austurdal. Ér því kyrrt um Eirík þar og hávaðalaust. En svo var ævi hans öll. — En ef til vill hefur hann hugsað sér að verða enn um sinn eins konar útvörður austdælskrar byggðar og nábúi fjallanna þar fram, þar sem svo margar minningar hans voru við bundnar. Auðveldara hefði verið að flytja lík hans til Reykjavíkur eða Aust- fjarða heldur en þessa 15—20 km leið frá Tyrfingsstöðum og fram að Abæ. Var bæði gamli og nýi DAGUR BRÉF: Nýr Lystigarður á Akureyri Guðm. Jónsson garðyrkjumað- ur skrifar blaðinu á þessa leið: „ÞAÐ VORU KONUR Akur- eyrarbæjar, sem komu Lysti- garðinum upp. Það stendur líka á skilti í garðinum „Konur gerðu gai-ðinn“. Það var stórvirki, sem konurnar réðust í þegar þær ákváðu að gera garðinn. En þær sýndu þá, sem oftar, að þegar þær ákveða að gera eitthvað, láta þær ekki sitja við orðin tóm. En mörgum erfiðleikum hafa þær vafalaust mætt, því að þá voru lystigarðar lítt þekktir hér á landi, erfitt að fá plöntur, lítið eða ekkert af fagmönnum til að leiðbeina og þar við bættist að fjárhagur almennings var yfir- leitt mjög þröngur. Margt hefur breytzt síðan kon- urnar gerðu garðinn. Meðal ann- ars hefur Akureyri hlotið nafnið garðabærinn og á hún það nafn með réttu, því að garðar eru nú við næstum öll íbúðarhús, að vísu eru þeir yfirleitt frumstæðir, en verst er þó að margir þeirra hefðu getað verið fallegri án þess að kosta meira en þeir hafa kost- að, ef þeir hefðu verið betur skipulagðir. Þrátt fyrir það, að ræktun skrúðgarða er tiltölulega stutt á veg komin hér á landi, hefur fólk haft garða við hús sín síðan í fomöld, þeir fyrstu garðar, sem sögur fara af ,eru hengigarðarnir í Babýlon. En miklum breyting- um og framförum hafa garðarnir tekið á umliðnum öldum. Þó mest á seinni hluta síðustu aldar og á yfirstandandi öld. En ég ætla ekki að rekja sögu garðanna hér, því að það yrði of langt mál. En til að sýna fram á, hvað lítið við eigum af lystigörðum, samanbor- ið við aðrar þjóðir, skal eg geta þess, að nýjustu skipulagskort borga og bæja í nágrannalöndun- um reikna með að stærð opin- berra lystigarða sé 16 fermetrar fyrir hvern íbúa. Auk hinna op- inberu lystigarða bætast við margir lystigarðar sem einstakir menn og félög gera, en oftast nær er ætlast til, að þeir séu aðeins til afnota fyrir eigendur og búendur íbúða í þeim byggðahverfum, þar sem þeir eru, og ekki má gleyma verksmiðjugörðunum, það er ekki smáræðis fé sem iðnfyrir- tækin eyða í að prýða umhverfið við byggingar sínar, og þar að auki er það ekki orðið óalgengt að verksmiðjur eigi íþróttasvæði, sem starfsfólkið má nota ókeypis eftir vild í frístundum sínum. — Ætli það sé ekki kominn tími til að Akureyri eignist nýjan lysti- garð? Eg held, að það sé alls ekki of mikið að þeir séu tveir, síður en svo.'En hver á að gera garð- inn? Eg leyfi mér að koma með þá tillögu að samvinnufyrirtækin og starfsfólk þeirra geri það, því að þótt samvinnufy rirtækin hafi byggt margar myndarlegar bygg- ingar hér í bænum og nágrenni hans, veit eg ekki til að þau hafi nokkurs staðar látið gróðursetja tré eða blóm eða á nokkurn hátt prýtt umhverfi húsanna með gróðri. Er því hægt að segja með góðri samvizku, að á því sviði séu þau á eftir tímanum. Þó skal þess getið að KEA hefur styrkt Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga myndar- lega og höfðinglegan styrk veitti (Framhald á 7. síðu). tíminn í förum þar. Fyrst var kist- an flutt á jeppakerru, síðan borin yfir hið mikla og ferlega Merkigil, þá flutt á hestkerru og síðast um þverbak á hesti, eins og í gamla daga. Camall kunningi. í dag eru 40 ár liðin síðan Ágúst Kvaran kom fyrst opinberlega fram á leiksviði. Hinn 22. nóv- ember 1912 var frumsýning á leikritinu „Verkfallið“ í Reykja- vílí og þar lék hami hlutverk Nikolaisen, þá aðcins 18 ára gam- all. Á þessu 40 ára skeiði hefur Kvai’an ekki aðeins ieikið fjölda hlutverka bæði í Reykjavík og h'ér á Akureyri, heldur á hann einnig að baki langa og glæsilega starfssögu sem leikstjóri og leið- beinandi. Mega Akureyringar sérstaklega minnast beggja þess- ara þátta í leiklistarstarfi þessa fjölhæfa og ágæta leikhúss- manns. Á árunum 1912—1927, meðan Kvaran átti heima í Reykjavík, lék hann fjölda hlutverka á veg- um leikfélagsins þar syðra og kom þar brátt í ljós að hann var miklum leikarahæfileikum gædd ur, enda vakti hann brátt athygli leikhússgesta og gagnrýnenda. Á meðal hlutverka hans á þessu tímabili eru þessi: Torfi í Lén- harði fógeta, Bergkóngur í Kinn- arhvolssystrum, Laroqe í Frú X, Álfakóngurinn í Nýjársnóttinni, Björn hreppstjóri í Fjalla-Ey- vindi, Lutz í Alt Heidelberg, Ver- mundur í Ævintýri á gönguför, Guðm. Álfsson í Veizlan á Sól- haugum, Ógautan í Öansinn i Hruna, Scrubby í Á útleið, Príor- inn í Munkunum á Möðruvöllum og Kári, í Fjalla-Eyvindi, í sam- bandi við Alþingishátíðina árið 1930. Eftir að Ágúst Kvaran flutti hingað til bæjarins hóf hann brátt þátttöku í leiklistarlífi bæj- arins og varð koma hans hingað til þess að færa nýtt líf í leiklisl- arstarfið hér. Á meðal eftirminni- legra hlutverka, sem hann hefur farið með hér nyrðra, má nefna þessi: Nathan í Dauði Nathans Ketilssonar, Ógautan í Dansinum 4 í Hruna, Scrubby í Á útleið og séra Sigvaldi í Manni og konu og Þóroddur skattkaupandi í „Fróð- á“. í leik sínum skapaði Kvaran heilsteyptar og eftirminnilegar persónur. Hann er tvímælalaust einhver glæsilegasti skapgerðar- leikari, sem stigið hefur á fjal- irnar hér nyrðra, listamaður, sem lifir í hlutverkinu og lyftir því til þess að verka sannfærandi á áhorfandann. Annar þáttur í leiklistarstarf- semi Kvarans — og engu ómerk- ari — er leikstjórn hans. Hann hefur stjórnað sýningum margra sjónleika fyrir Leikfélag Akur- eyrar, nú síðasta „Uppstigningu“, Ókunna manninum og Ævisög- unni, er hann setti hér á svið nú hin síðustu ár eftir nokkurt hlé á þátttöku í starfi Leikfélagsins. Áður hafði hann sett hér á svið þessi leikrit: Ævintýri á göngu- för, Tveir heimar, Franska ævin- týi’ið, Landafræði og ást, Fröken Júlía, Hinrik og Pernilla, ímynd- unarveikin, Maður og kona, Á útleið, Skugga-Sveinn, Ðansinn í Hruna, Fróðá, Þorlákur þreytti og Skrúðsbóndinn. Ennfremur söngleikinn Alt Heidelberg á vegum Geysis. — Hann er fram- úrskarandi vandvirkur leikstjóri, smekkvís og öruggur, kröfuharð- ur við sjálfan sig og aðra. Hafa og leiksýningar hans hlotið verð- skuldaða viðurkenningu. Þessi upptalning sýnir, að hér er merkrar starfssögu að minnast. Bæjarmenn mega vel staldra við í dag og þakka Ágúst Kvaran margar ógleymanlegar stundir í leikhúsinu hér. Skerfur hans til þess að gera lífið hér norður við heimskautsbaug ánægjulegra og menningarlegra en ella er veru- legur. Leikur hans og leikstjórn hafa veitt okkur útsýn til leik- listarmenningar fjölmennisins. — Slíkur árangur er eigi lítið dags- verk á hálfnaðri ævi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.