Dagur - 22.11.1952, Blaðsíða 2

Dagur - 22.11.1952, Blaðsíða 2
2 D AGUR Laugardag'hin 22. nóvember 1952 Jafnrétti þegnanna Dagskrármál landbúnaðarins: Um f óðurblöndu og amerískt kúaf óður Lýðræði. Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, sem tvímælalaust eru voldugustu og víðtækustu al- þjóðasamtök, sem stofnuð hafa verið til þessa, hófust rökræður milli þjóðanna um helztu vanda- mál samtíðarinnar. Það kom fljótt í ljós, að skilningur manna á sumum hugtökum var breyti- legur. Þannig var ósamkomulag um skilning á hugtakinu lýðræði. Leiddi það til þess, að í stað þess að nota þetta hugtak var farið að tala um austrænt lýðræði, sem á að tákna lýðræði á» vísu þeirra austur þar. Hins vegar til að að- greina það, sem aðrir telja lýð- ræði. Vestrænt lýðræði, eða 1 ýð - ræði eins og flestir íslendingar skilja það, er hins vegar oft mjög misnotað hugtak. Þó eru tvær megin skilgreiningar á hugtak- inu. Fyrir það fyrsta, að það táknar stjórnarfyrirkomulag, sem byggist á þjóðarvilja — og ekkert annað. Þá eru aðrir, sem segja að lýðræði sé meira en stjórnarfyr- irkomulag. Það sé innra þjóð- félagsástand, sem feli í sér rétt- læti, ábyrgð og frelsi, sem öll þjóðin sé þátttakandi í. Það skipt- ir í sjátfu sér engu meginmáli, um þennan mismunandi skilning. Sá síðarnefndi er fyllri. Sá fyrr- nefndi óhjákvæmilegt skilyrði. Einstaklingar þjóðfélagsins. Á íslandi er lýðræðisþjóðfélag, þar sem allir eru frjálsir gerða sinna innan takmarka laga og réttar. Hér ríkir fullkomið skoð- anafrelsi. Einnig frelsi til að tjá skoðanir í ræðum og ritum. Vegna.þessa þjóðfélagsforms get- um við, ' einstáklingarnir, hafið baráttu fyrir jafnrétti þegnanna, þ. e. baráttu fyrir því, að menn njóti jafnréttisaðstöðu, hvar sem menn eru búsettur á landinu. — Það má lengi deila um það, hvernig þjóðartekjurnar eigi að skiptast milli einstnklinganna. En citt ætti að vera sanngirnismál og það er að þúseta manna á ekki að ráða því. Borgríki. Straumur fólks til Reykjavíkur hefur verið áhyggjuefnf mjög margra manna. Það er alls ekki sanngjarnt að áfellast fólkið sjálft. Sjálfsbjargarhvötin býður hverjum manni að lifa þar, sem bezt bítur og brennur. Hitt er annað mál, hvort það er gæfuveg- ur fyrir þjóðina að yfirgefa það land, sem forfeður vorir námu í öndverðu. Land, sem hefur verið byggt um 11 aldir. Land, sem er vettvangur sögu þjóðarinnar og stolt hennar. Það eru tiltölulega fá ár síðan ísland varð frjálst og íullvalda ríki. Við yiljum vera sjálfstæð þjóð, því að frelsi og fullveldi þjóðarinnar er talandi tákn þeirra framfara og umbreyt- inga á þjóðlífinu, sem átt hefur sér stað síðan 1918. En við meg- um ekki gleyma því, hve fá- mennir við erum, dvergsmæð okkar á alþjóðlegum vettvangi. Væri æskilegt, að flestallir lands- menn flyttu saman í eina borg? Væri ekki sjálfstæði þjóðarinnar í hættu, ef svo yrði? Hyrning- arsteinarnir eru málið og sér- stæð menning. Hvort tveggja væri í hættu, ef svo yrði, að ís- land gerðist borgríki. Fjármagnið og þjóðin. í nútíma þjóðfélagi er fjár- magnið meginaflgjafi fram- kvæmda. Þar sem nægilegt fjár- magn er fyrir, þar er næg atvinna og allir una glaðir við sitt. Því miður er því ekki til að dreifa, að nægilegt fjármagn sé til í land- inu tii að, fullnægja 'þeim verk- efnum sem fyrir liggja og leysa þarf. Hitt er annað, að það fjár- magn, em til er, safnast í vax- andi mæli saman í Reykjavík eða nágrenni. Á þessu þarf að verða breyting. Það þarf að beina fjár- magninu miklu meira út um landsbyggðina. Þá kemur jafn- vægið í kjölfarið og menn hætta að flykkjast til höfuðstaðarins. Kaupfélögin og landsbyggðin. Sjálfstæðismenn hafa löngum alið á því, að skattleggja beri kaupfélögin miklu meira en nú er gert. Er betta kappsmál fyrir þá, sem vilja efla kaupmanna- vald og gróðaaðstöðu. En hvern- ig myndi þetta verka á landslýð- inn? Fyrstu beinu og augljósu áhrifin yrðu þau, að meira fé drægist suður til Reykjavíkur. Kaupfélögin gætu þá ekki fest fjármagn í ýmiss konar fram- kvæmdum eins og þau gera nú. Það myndi þýða enn aukinn samdrátt úti um landið, minni at- vinnu og stuðla að þeirri óheilla- þróun að gera landið að borgríki. Fengin er reynsla fyrir því, hvernig flestir kaupmenn ávaxta fé sitt. í mörgum tilfellum flytja þeir af staðnum til Reykjavíkur, þegar þeir eru búnir að græða álitlegan auð. í fæstum tilfellum leggja þeir fé sitt í framkvæmdir, sem veita atvinnu. Herðum sóknina fyrir rétti landsbyggðarinnar. Það er engum til góðs að ala á tortryggni milli Reykjavíkur annars vegar og landsbyggðarinn ar hins vegar. Hitt er nauðsyn að jafnréttis sé gætt. Framsóknar- 'flokkurinn hóf baráttu fyrir al- mennum framförum í þjóðlífinu fyrir, þájfum fjórða áratug. Hann hefur:' mésí óg bezt barizt fyrir rétti landsbyggðarinnar. Engum sérrétti henni til handa, heldur jafnrétti. Þessari baráttu mun hann halda áfram í þeirri trú, að það sé gæfuvegur ísjenzku þjóð- inni að byggja allt landið. En sá hnúturinn, sem þyrfti að leysa er sú sérhagsmunaklíka, sem stjórn- ar mestu fjármagni þjóðarinnar. Baráttunni fyrir jafnrétti þegn- anna, hvar sem þeir eru þúsettir á landi voru, verður að halda áfram. „Iðja” sendir Alþýðusam- bandsþingi ályktun um fjárhagsmál iðnaðarins Á almennum félagsfundi í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akur- elri sem haldinn var þann 22. sept. sl., var samþykkt að senda 23. þingi Alþýðusamband íslands ályktanir, sem verða mættu til þess að samþykktar yrðu að ein- hverju eða öllu leyti til viðreisn- ar þeim iðnaði, sem nú er rekinn í landinu og lamaður er stórkost- lega vegna hins takmarkalausa innflutnings á erlendum iðnað- arvarningi. Ályktanirnar eru þessar: 1. Að bannaður verði með öllu innflutningur á sams konar eða svipuðum iðnaðarvörum, sem íslenzkar verksmiðjur eða vinnustofur geta framleitt handa landsmönnum og svarað geta fullkomlega eftirspurn. 2. Innfutningur á hráefnum til iðnaðarframleiðslunnar verði gefinn frjáls. 3. Söluskatturinn verði afnum- inn. 4. Lækkaðir verði tollar af inn- fluttum hráefnum. K.F.U.K. stofnað á Akureyri Á laugardagskvöldið, 15. þ. m., var mikil hátíð í kristniboðshús- inu Zíon við Hólabraut. Salurinn var allur uppljómaður og lang- borð skreytt og búin dýrindis kræsingum. Þarna var saman kominn stór hópur af ungum stúlkum og kon- um. Margra ára draumur var að verða að veruleika. Þessi hátíð var stofnfundur K. F. U. K. (Kristilegs félags ungra kvenna) á Akureyri. Eins og mörgum mun kunnugt hefur Kristniboðsfélag kvenna, þessi trúfasti, ötuli hóp- ud, haldið uppi starfi fyrir telpur og ungar stúlkur um margra ára skeið. Upphafið var það, að dæt- ur meðlima félagsins mynduðu með sér samtök, sem þær svo gáfu nafnið „Frækornið". Þetta litla frækorn festi rætur og dafn- aði í kyrrþey í skjóli kæi'leikans, við yl og birtu árdagssólarinnar. Nú hefur rótin fengið safamikinn stilk sem ber nú fagurt blóm, er þrpir að breiða úr blöðum sínum til yndis og blessunar, og vonandi þarf það ekki að krenkjast af kuldagusti skilningsleysis og af- skiptaleysis. Það var fallegur hópur æsku- meyja, sem gerðust stofnendur þessa félags. Kvöldstundin var hátíðleg og fögur úti og inni. Séra Ragnar Fjalar Lárusson, sem kom til þess að vígja félagið, gaf hverri stúlku ritningai'orð í vegarnesti um leið og hann nefndi nafn hennar og bauð hana, velkomna í K. F. U. 'K.' Nokkrar af yngstu konunum úr kristni- boðsfélaginu gengu einnig í K. F. U. K. Heillaskeyti bárust ásamt fögrum blómvöndum og Ijóðum, þar á meðal skemmtilegt ljóð frá séra Friðrik Friðrikssyni. Ekki dró það heldur úr ánægjunni að stjórn K. F. U. M. heiðraði félagið með nærveru sinni og færði því viðeigandi kveðjur. Fulltrúar voru mættir frá K. F. U. K. í Reykjavík, og urðu þeir til mikillar uppbyggingar með fögrum söng og ræðum. For- stöðukona kristniboðsfélagsins hélt skörulega ræðu og óskaði hinu nýfædda barni allra heilla. Einnig töluðu fleiri, milli þess sem kaffi var drukkið og andleg ljóð sungin. Má það teljast stór viðburður, þegar æskan þorir og vill taka sig út úr fjöldanum og stofna með sér samtök til verndar og hjálpar í baráttu við freistingar og and- lega upplausn, því að fyrir for- göngu nokkurra ungra stúlkna er þetta félag stofnað. Heill þeirri æsku, sem gengur fram hjá for- arvilpum heimsins og snýr sér til hinnar hreinu uppsprettu. „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum?“ Með því að gefa gaum að orði Drottins. Áhorfandi. Til sölu: Rafha-eldavél, í góðu lagi, og English Electric þvotta- vél, Htið notuð. Upplýsingar í síma 1937. Fatasaumur Sauma allan fatnað á drengi og stúlkur. Jóna Kjartansdóttir, Sigurhæðum. í síðasta hefti Freys er grein eftii' ritstj., Gísla Kristjánsson, um fóðurblöndur þær og annað kúafóður, sem hér er á markað- inum, og er greinin skrifuð vegna fyrirspurna, sem tímarit- inu hafa borizt frá bænSum. Með því að hér er um málefni að ræða, sem hér er einnig á dagskrá, leyfir landbúnaðarþátturinn sér að endurprenta hér greinina úr Frey. Þar segir svo: „Frey hafa borizt fyrirspurnir um, hvernig varið er vérzlun ineð lynar ýmsu fóðurblöndur, sem bændum eru boðnar til notkunar handa mjólkandi kúm. Eru sum- ar fyrirspurnirnar um verðmis- mun en aðrar um gæðamismun. í þessu sambandi hefur þess verið getið, að um útlendar fóður- blöndur sé að ræða, að minnsta kosti stundum. Um þetta mál er það áð segja, að náttúrlega getur verið verð- mismunur á fóðurblöndum eftir því áf hvaða frumefnum þær eru gerðar. En líklegt er, að gildi þeirra sé þá einnig misjafnt. Sé miðað við kúa-fóðurblöndur, — og yfirleitt munu ekki blöndur gerðar hér nema handa kúm eða hænsnum — munu fóðurvöru- verzlanir yfirleitt ekki hafa haft nema eina tegund af hvorri. Hvort þær eru fullkomnar handa kúm með mismunandi nythæð, skal ósagt látið. Um það ræður próteinmagn og magn fóð- ursalta nokkru. Verðið er svo sér á parti og er erfitt um það að segja eða 'ómögulegt ' néma vitað sé um hvað hráefnin hafa kostað og hve mikið sé af hvei'ju, en vér teljum sennilegt að nú séu fóðurvörur seldar sanngjörnu verði. Hitt er annað og alvarlegra, að svo virðist sem vissar fóðurvörur séu seldar undir fölsku flaggi. Ur sveitum berast fregnir um, að völ sé á útlendri fóðurblöndu sem heiti HOMINY FEED') og' að hún sé keypt og eftir henni sótzt af því að hún sé ódýrari en aðrar ’) Maísfóður mætti kalla það á íslenzku. Látin sæmdarkona í gær var til moldar borin að Völlum í Svarfaðardal frú Arn- fríður Sigurhjartardóttir hús- freyja að Hofi. Hún andaðist á Ríkisspítalan- um í Kaupmannahöfn eftir upp- skurð. Var það önnur för hennar þangað, en í milli hafði hún legið hér heima á Landakotsspítala, en ekki fengið bata, og átti nú að gera það sem unnt var til að bæta henni kvalafullan og lang- varandi sjúkdóm. En árangurs- laust. Hún kom heim liðið lík. Frú Arnfríður varð rúmlega G8 ára. Hún var ein hinna mörgu Urðarsystra, fædd á Urðum og uppalin þar. Hún var, eins og þær allar, glæsileg kona, vel gefin og ágætum kvenkostum búin á alla lund, enda afbragðs eiginkona og móðir. Frú Arnfríður var gift Jóni Gíslasyni bónda á Hofi, duglegum og ágætum manni, og var heimili þeirra í fremstu röð að myndar- og menningarbrag. Þau eiga einn uppkomin son, Gísa stud. mag. Frú Arnfríður var virt kona og vinsæl, og mun sárt saknað af ölhun þeim, er til hennar þekktu. blöndur, en bess er líka getið, að kýr mjólki ekki vel af þessari blöndu. Hér skal ekki fullyrt, að smá- söluverzlanir eða heildverzlanir nefni vöru þessa fóðurblöndu — en ef svo er, þá er það nafna- fölsun, því að hér er ekki um blöndu að ræða, heldur sérstaka tegund fóðurs, sem er ágætt handa geldneytum og öðrum gripum, er þui’fa viðhaldsfóður, og reyndar líka handa mjólkandi kúm, ef í fóður þetta er blandað hæfilegu magni próteinríkari fóðurtegunda, svo sem síldar- mjöli, fiskimjöli eða karfamjöli. Bændur skulu hér með aðvar- aðir um að nota ekki HOMÍNY FEED sem fóðurblöndu handa mjólkandi kúm, því að þetta er engin blanda, heldur efni, sem nota má í blöndu. . . . En HOM- ING FEED er,þrátt fyrir það,gott fpður, aðeins þarf að gefa með því einhverja tegund mjöls úr fiski eða nokkurt magn undan- rennu, svo að hægt sé að búast við að góðar kýr mjólki af fóðri þessu. Eitt kg. af Hominy Feed og 6 lítrar undam-enna hefur til samans hæfilegt magn pióleins til mjólkui'framleiðslu í þeirn tveim fóðureiningum, sem felastí þessu fóðurmagni. 1 kg. Hominy Feed ásamt 200 gr. af góðu síldarmjöli hefur samanlagt hæfilegt magn próteins til mjólkurframleiðslu. Annars er auðveldast að kaupa tilbúnar fóðurblöndur handa mjólkandi kúm.þ, ; ,, Söfnuður Stærra-Árskógs- kirkju kveður presl sinn Samsæti hélt söfnuður Stærra- Árskógskirkju sl. laugardags- kvöld (8. nóv.) séra Stefáni Snæ- varr á Völlum, er þar hefur þjón- að síðastliðin 11 ár, en hefur nu látið af þeirrí "þjönústu samkv. nýju lögunum frá 1952 um skipan prestakalla, en eftir þeim myndar Stærra-Árskógssókn nýtt presta- kall ásamt Hríseyjarsókn. — Samsætið var fjölmennt og fór virðulega fram. Boðsgestir, auk prestshjónanna frá Völlum, voru prestshjónin úr Hrísey, séra Fjal- arr Sigurjónsson og kona hans, og Vald. V. Snævarr á Völlum og kona hans. — Samsætinu stýrði skólastj. Jóhannes Óli í Árskógi og fór það fram í hinum vistlega sal skólans þar. Fyrir hönd sókn- arnefndarinnar flutti Jóhannes Óli prestinum þökk fyrir störf og samvinnu þessi ll ár í ræðu og bað honum blessunar. Hið sama gerðu fleiri ræðumenn, svo sem Marinó oddviti Þorsteinsson, Sig- urvin Edilonsson. Valves Kára- son o. fl. Vald. V. Snævarr minntist byggðarlagsins með fá- um orðum, en Kristján hreppstj. á Hellu þeirra þresta, er þjónað hafa söfnuðinum frá Völlum og þakkaði þeim öllum störf þeirra. Ennfremur bauð hann hinn nýja prest, séra Fjalarr Sigurjónsson, velkominn að starfi. — Þá las Kristján Vigfússon í Litla-Ái'- skógi upp frumort kvæði um kirkjuna, starf hennar og þýð- ingu. Þá voru og sýndar kvik- myndir. ,.Kvartett“ karla söng undir stjórn kirkjuorganleikar- ans, Kára Kárasonar, nokkur lög og var góður rómur gerður að söngnum. Ennfremur var mikill almennur söngur. Að lokum var stiginn dans. — Sóknarnefndin sæmdi séra Stefán góðri gjöf: Ljósmynd af Stærra-Árskógs- kirkju f. h. safnaðarins. — Sam- sæti þetta var í alla staði hið myndarlegasta og söfnuðinum til sóma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.