Dagur - 10.12.1952, Side 2

Dagur - 10.12.1952, Side 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 10. desember 1952 ÚR BÆNUM: Svipazt um í verzlunum eítir hentugri jólagjöf Á SUNNUDAGINN var jóla- stemning í miðbænum, einkum í kringum Kaupvangstorg. Jólasýn- ingar voru í flestum verzlunarglúgg- um og birtan frá jólastjörnunni, sem KEA hefur látið koma fyrir við Kaupvangstorg, lýsti upp þennan miðdepil bæjarlífsins. Gjallandi músík bergmálaði um nágrennið, og fjöldi bæjarmanna var á rjátli um aðalgöturnar til jiess að líta á dýrðina. Mikið bar á börnunum, bæði stálpuðum, sem horfðu hug- fangin á ýmsa útstillingarmuni, og óvitum í kerrum og barnavögnum, sem feður og mæður ýttu á undan sér. „Mikil lifandi ósköp eru af börnunum," varð einum vegfar- anda að orði, um leið og hann smeygði sér fram hjá barnavagni á gangstéttinni. Og satt var það. Það er vottur heilbrigðrar þróunar — þrátt fyrir allt — og góðrar lífsaf- komu þjóðarinnar nú hin síðari ár, að börnin eru fleiri en fyrrum. Þannig á það líka að vera. Það er nóg að gera á íslandi fyrir alla í fyrirsjáanlegri framtíð. EN ÞETTA átti ekki að vera spjall um barneignir heldur um jólagjafir og búðarvörur. Eg var enn á ferðinni á suiinudaginn að skoða • gluggasýningarnar, og á mánudaginn að líta í búðirnar. Ef eg ætti að veita verðlaun fyrir beztu útstillinguna á sunnudaginn var, þá mundi cg yelja Blómabúð Kl\A. Þar var. faljegúr bfónnjgarðiir, með útspriinguum bfóiúuin ven ýmsunr munum smekklega fyrir komið í kring. Eg lýsti nokkrum lrlutum, sem eg 'sá þar, í síðustu viku. Eg sá núna, að til eru þar Ijómandi fallegar blómstrandi pottaplöntur, íyrir viðráðanlegt verð, t. d. Alpa- fjólur, en að öðru leyti vísa ég til þess, sem ég sagði í síðasta þætti. En fleiri útstillingar vorti mjög svo skemmtilegar. Til dæmis þótti niér mjög fallega gengið frá nýlendu- vörudeilcl KEA. Sú búð er jafnan ein hin snyrtilegasta í bænum. Menn leita þangað til að kaupa nauðsynjar fremur en jólagjaíir, enda er þar mikið úrval af alls konar matvöru, er til jólanna þarf, og ýmsar tegundir svo ódýrar ,að erfitt mun að benda á sambærilegt verð annars staðar á landinu. En ýmsar vörur m áþó sjá þar, sem vel koma til mála sem jólagjafir. Til dæmis konfektöskjur, sem kosta frá kr. 15.00 til 75.00, ágæt fröiisk ilmvötn, sem kosta frá kr. 25.00 til 115.00 glasið, skrautkerti, alls kon- ar, og úrval af snyrtivörum, ekki sízt fyrir karlmenn. Ef verkfallið leysist í tæka tíð, fyllist búðin auk þess af alls konar suðnenum ávöxt- um, en fyrir eru þar ótal tegundir af sælgæti til þess að setja í jólapok- ana. ÞEGAR EG leit inn í véla- og varahluladeild KEA á mánudaginn var, var þar marga eigulega hluti að sjá, en ílestir kosta nokkra fjár- niuni. Eigulegustu hlutirnir eru heimilisvélarnar, sem ekki verða yfirleitt gelnar í jólagjöf, nema að fjölskyldan slái sér saman og gefi sjáifri sér eitt myndarlegt tæki í stað þess að hver og eiini sé með gjöf. Þetta er líka hægt að gera, t. d. ef íjölskykluineðlimir eru nokkrjr fullorðnir. Af smærri tækjunum koma lielzt til greina rafmagns- vöíílujárnin, sem eru liin mestu þarfaþing. Kosta þau frá kr. 244.00 upp í 515.00, og eru þau síðar nefndu sjálfvirk og mjög fullkóm- in. Bntuðrist'ar' kust.«I'kú. .2<f6,Ofer *- d* lítlar og handhægar, og stærri, sjálfvirkar, kr, 436.00. Þá eru hræri- vélar, ryksugur, strauvélar og svo framvegis, cn þetta eru allt dýrari tæki. Af öðrum rafmagnstækjum má nefna ameríska borð- og stand- lampa með nylonskermi og svokiill- uð „fluorescent" ljósarör, sem ryðja sér til rúms til að lýsa t. d. bað- lierbergi og eldhús. Þar á meðal svokallað sólargler, scni ætlað er fyrir baðherbergi og á að verka sem Ijósalampi á þann, sem í baðkerinu cr. Af smærri hlutum, sem mcr leizt bezt á þarna og nota mætti sem jólagjöf, man ég helzt eftir raf- magnsvindla- og vindlingakveikj- urum, sem eiga að standa á borði og vera til taks, þegar á þarf að lialda. Þarf ekki annað en að halla þeim, til að fá glóð, sem kveikir í vindli eða vincllingi á augabragði. Þetta litla áhald kostar kr. 68.30. Loks má nefna, að þarna er margt að íinna, sem gengur í augun á þeim, sem eiga bíl. EF MAÐUR yfirgaf Kaupvangs- torg á sunnudaginn — sem þá var skemmtilegasti hluti miðbæjarins — og rölti út á Ráðhústorgið, var líka þar sitt hvað að sjá, flestar verzlan- ir með jólavarning í gluggunum og ýmsar skreytingar til þess að minna á árstíðina. Þó. var ekkert slíkt utan dyra. Eiiin bjartasti og skemmtilcg- asti glugginn var í liinni riýju verzl- un Axéls. Kristjánssonar h.f., sem vetzlar, incð alls konar málningar- og járiniirur ■ og sitt hvjtð fleira. Þessi búð' hfefur fjölbréýttan varn- ing að bjóða og augsýnilega í þjón- ustu sinni smekkvísa menn, sem hafa íág á að gera búðina aðíað- andi. Kannske læt ég verða af því að líta þar inn — og í íleiri búðir — áður en vikan er liðin. Einn úr liópníim. Ljósmyndastofan er opin frá 1—6 alla virka daga. G. Funch-Rasmussen, Gránufélagsgötu 21. Trúlofunar- hringar alltáf fyrirliggjandi. Sigtryggur og Eyjólfur, gullsmiðir, Skipagötu 8, Akureyri. ■ Sími 1524. — Pósthólf 116. Tómas Árnason lögfrœðingtir Hafnarstæti 93, 4. hæð. Sími: 1443, 1628. Viðtalstími: Kl. 1.30—3.30. Laugardaga kl. 10—12. Fimm manna fólksbifreiö í ágætu lagi ,til sölu. Verðið mjög hagstætt. A fgr. vísar á. <:: BORÐSTOFUSETT úr eik, birki og níahogny. Einstök BORÐSTOFUBORÐ og stólar. SKRIFBORÐ úr birki og eik. SÓFABORÐ úr eik, birki og hnolu. STOFUSKÁPAR úr birki. BÓKAHILLUR úr .eik óg birki. SKATTHOL úr birki, mahogny og hnotu. VERKSTÆÐI ÓLAFS ÁGÚSTSSONAR & CO. - Sími 1120 - M.s. Snæfell kom hingað í gær frá Þýzkalandi og Bretlandi. — Skipið flutti koks til Þórshafnar og Raufarhafnar. Lítið notuð dökk föt til SÖlll. Jón G. Sólnes.' Radíógrammofónn Frá Húsmæðraskóla Akureyrar Seljum heimabakaðar kökur fyrir jólin. Húsmæður, notið tækifærið og sendið pantanir! i t ★ ★ ★ Námskeið í niatreiðslu, ijtsaum og fatasaum byrja aftur eftir áramótin. * Valgerður Árnadóttir. Á mánudaginn: Svartar modelkápur VERZLUN B. LAXDAL Olíukyndingarfæki Vegna breytinga á npphit- nn er olíukyndingartæki í góðu lagi til sölu með tæki- HOSIERY Grkn.s/>loaA. (IcjmfaA/Siockn^, vandaður, amerískur, 10 lampa, til sölu. Bylgjusvi'ð 13—2000 m. Tekur a skipabylgjur. Nánari t lýsingar gefur Viðgerðarstofa útvarpsi. Ka upvangsstræti. færisverði. Vitið þér hvers vegna Afgr. vísar á. Nýkomin dönsk Barna-þríhjót fyrir.2—6 ára. Verð 250-300 kr. Reiðh jólaverkstœði Hanncsar Halld ó.rssonár, Hólabraut 19. Stemin-sokkar eru mest notaðir á íslandi? Þeir eru fallegri, enclingarbetri og ódýrari en aðrir sokkar. GANGIÐ 1 STERNIN-SOKKUM!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.