Dagur - 10.12.1952, Síða 5

Dagur - 10.12.1952, Síða 5
Miðvikudaginn 10. desember 1952 D AGUR 5 SEXTUGUR: Ólafur Thorarensen bankasfjóri í dag, 8. des., mun margur lleyti, sem það getur til hrokkið. kunnnginn heilsa upp á Ólaf Því að banki verður vitanlega að Thorarensen útbússtióra á Akur- sjá um sig líka. Hann á í stöð- eyri vegna sextugsafmælis hans. Og þótt eg geti ekki tekið í hönd hans langar mig samt til að vera einn í hópnum, sem árnar honum heilla nú, þegar hann siglir fyrir þennan merkistanga æfinnar. En þetta verður aðeins stutt kveðja til manns, sem ekki kærir sig um langlokur frá manni, sem ekki kann að skrifa þær. Ólafur er fæddur og uppalinn á Akureyri, sonur Þó'rðar Stef- ánssonar gullsmiðs Thorarensen og Önnu Jóhannsdóttur Eyjólfs- sonar, konu hans, Standa að hon- um góðir stofnar, og hygg eg að hann sverji sig- í marga beztu kosti ættar sinnar. Ólafur fór snemma að vinna fyrir sér, og er ekki langskólagenginn maður. Þó hygg eg að margur, sem lengi hefur setið skólabekkinn mætti vara sig á honum, því að hann er vel að sér um margt, vel lesinn og stálfróður. Ól. Th. er einn þeirra allt of fáu manna, sem veit hvað hann vill. Hann hefur ékkf hri'nglað milli starfsgreina í leit að einhverju, sem e. t .v. væri betra en það, sem fyrir hendi var. Heill og óskiptur hefur hann unnið Landsbankan- um í nær hálfan fimmta áratug, fyrst hér á Akureyri, þá í Rvík um 13 ára skeið, og síðan hér aftur sem stjórnandi útbús bank- ans. Hann hefur því náð tökum á starfinu, og það orðið honum góð- ur skóli. Hann hefur vaxið með því og af því. ugri glímu við sína eigin getu og þarfir þeirra og möguleika, sem vilja ávaxta fé hans. Og þá einnig þýðingu þess fyrir heildina. En það er víst sannast sagna, að stundum sé ráðlegra að setja hemla á bjartsýni „viðskiptavin- arins“, enda þótt það sé ekki talið vinsælt verk. Þó hef eg það eftir góðum manni og gegnum, er sagðist vera í æfilangri þakkar- skuld við bankastjóra, sem neit- aði honum um lán, af því að hon- um leizt ekki á „bjartsýnina“. Og um það þarf ekki að deila eða fást, að alltaf eru einhverjir ósigrar á þessum leiðum, hversu vel sem unnið er. Hitt er höfuð- atriðið, að ráðdeild og trú- mennska sitji í öndvegi, og hæfn- in og drenglundin haldi um stjórnvölinn. Þá verður mestu borgið og lengst komist, á hvaða vettvangi sem er. Nú mun vini mínum, Ólafi,' þykja nóg komið, því að eg veit að honum leiðist þetta spjall. En við svona hluti, og aðra verri, verða sextugir menn að sætta sig úr því að þeir hafa til þess unnið. Við þekkjum svo sem hógværð Ólafs og hlédrægni, sem okkur finnst stundum um of. En þetta er hans eðlisfar, og Ólafur hefur alltaf verið sjálfum sér trúr. Buslugangur á yfirborðinu er honum fjarlægur, en hann er þéttur fyrir og fastur við sinn keip, hvar sem hann tekur í ár, öruggur starfsmaður og traustur. Ólafur Thorarensen er kvænt- ur ágætiskonu og mikilli hús- móður, Maríu F rímannsdóttur Jakobssonar og Sigríðar Bjöms- dóttur. Eiga þau tvö efnileg, upp- komin börn. Og heimili þeirra hjóna er í fremstu röð þeirra ágætu menningarheimila, sem bæinn prýða. Heill sé því og þeim í dag og alla daga. 8. des. 1952. Snorri Sigfússon. „Hugur og hönd” Á fáu ríður ríki voru meir en góðum starfsmönnum, reglusöm- um, trúum og dyggum. Þar er Ó. Th. til fyrirmyndar. Hann er hinn sterki og reglusami hús- bóndi útibúsins og ágæti þjóðar- þegn. Enginn mun hafa af honum önnur kynni. Slíku er vert að halda á lofti, ekki sízt nú, þegar Bakkus herjar fast á liðsveitirnar með óreiðuna og eymdina í eftir- tTragi. - þörf leiðbeiningabók frá Norðra Dr. Broddi Jóhannesson hefur þýtt merka danska bók um vinnusálfræði og skyld efni og Norðri hefur gefið myndarlega út. Á íslenzku er fátt bóka til leið Sjálfsagt er það ekki vanda- laust að vera vörður og miðlari hins „gyllta leirs“ nú á dögum, — og hefur líklega aldrei verið það. Margur á þung spor í og úr banka. Oft þarf þar að ræða per- sónuleg vandamál. Þá er gott að hitta þar fyrir góðan mann ,við- ræðuprúðan, sanngjarnan og drenglyndan. Góð ráð og holl eru þá stundum mikilvæg, hvernig sem fer um kaup og sölu víxilsins, en slík erindislok eru, sem kunn- ugt er, oft háð ýmsu því, sem lítt eða ekki verður við ráðið. En það ætla eg, að þá sé mikil þröng í búi ef heiðarlegir menn og skilamenn þurfa að fara von- sviknir og sárir af fundi banka- stjórans. Góðvilji hans og hjarta- hlýja sér um það, að svo miklu beiningar í verkmenningu, en þörfin gerist æ brýnni fyrir auk- inn fróðleik á þeim vettvangi. Þessi bók er líkleg til að gegna þar nauðsynlegu hlutverki. í for- mála fyrir bókinni, segir þýðand- inn, dr. Broddi, m. a. á þessa leið: „Eg trúi því ,að bók þessi eigi gott erindi til allra; er segja fyrir vex-kum eða ráða fyrir mönnum, hvort heldur er á landi eða sjó. Hún er einkum ætluð verkstjór- um, en hún á einnig erindi til kennara, og hún er þarft náms- efni ýmsum skólum, ekki sízt þeim, er búa menn undir verk- stjórn og viðskipti, svo sem iðn- skólum og verzlunai'skólum.“ Gamanleikurinn Aumingja Hanna Frumsýningin var síðasfliðið laugardagskvöld Leiksfjóri: Guðmundur Gunnarsson Bæjarbúar hafa ekki um langa. hríð átt völ á betri skemmtun en að sjá „Aumingja Hönnu“ í leik- húsi bæjarins, enda má tclja lík- Iegt að meira fjöhnenni gisti lcikhúsið í þetta sinn en oft áður og cr það fagnaðarefni út af fyr- ir sig. Leikfélaginu er þörf á þeirri uppörvun, sem góð aðsókn veitir og þeim fjárhagslega styrk, sem vel heppnaðar sýningar af þessu tagi ættu að geta orðið og það er kominn tími til þess fyrir bæjar- menn að sýna það í verkinu, að þeir telji sig geta sótt skemmtun og.aðra andlega uppörvun í leik- húsið. Má því vænta þess að allir geti verið ánægðir með það, hvemig leikfélagið heldur úr hlaði á þessu leikári. „Aumingja Hanna“ er fjörug kómedía eftir brezkan höfund og gædd beztu kostum brezkra gamanleikja af þeirri tegund, sem Bretar kalla „Comedy of manners". Fjölskyldan og heim- ilið er vettvangur atburðanna, senuútbúnaður allur er einfaldur og engin stórtíðindi gerast á svið- inu, kjarni gamanleiksins er ekki látbragðið heldur orðið og þarna er mikið af bráðfyndnum „replik- um“, sem vekja ósviknn hlátur. Höfundurinn, Kenneth Horne, er kunnur gamanleikjahöfundur og er maður, sem kann sitt fag. Með hraðri atbui'ðarás og hæfilegum stíganda leiðir hann gest heimil- isins alla leið upp í rúm heima- sætunnar og leysir síðan hnútinn með skjótum og skemmtilegum hætti í síðasta þætti! Sýning Leikfélagsins á þessum leik, undir leikstjóm Guðmund- ar Gunnai'ssonar, er vel heppnuð. Leikurinn gengur rösklega yfir sviðið — og er það mikill kostur — og frammistaða leikenda er ánægjuleg og eins góð og hægt er með sanngii'ni að krefjast við þær aðstæður, sem leiklistin á hér við að búa. Leikurinn gei'ist á sveitaseti'i Wilton-hjónanna og eru pei'són- urnar heimilisfólkið og ungur Lundúnabúi, sem kemur til að heimsækja aðra dótturina. Hjón- in leika þau frú Sigríður P. Jóns- dóttir og Bjarni Finnbogason. Frú Sigríður leikur þessa teprulegu brezku hefðarfrú örugglega og skemmtilega. Bjai-ni mun vei'a nýjiði á senunni hér, en honum tekst að mörgu leyti vel að sýna hinn uppstökka og fremur treg- gáfaða eiginmann, sem hefur betri skilning á golfleik en sálar- lífi dætra sinna. Dætumar tvær leika þær frk. Brynhildur Stein- grímsdóttir og frú Ingibjörg Rist. Betty er kaldrifjuð heimskona, sem vill sigla i'akleitt acS'því tak- marki að klófesta vel fjáðan eig- inmann, en rekur sig á óþægilegt sker á þeii'ri braut, sem enginn vissi þó að væri hættulegt, en það er „aumingja" Hanna systir í öskustónni. Frú Ingibjöi'g gerir hlutvei'ki uppáhaldsdótturinnar góð skil, leikur hennar er óþving- aður og látlaus. Hlutverk „Aum- ingja Hönnu“ er stórt og vanda- samt, en frk. Brynhildur leysir það prýðisvel af hendi. Hún hef- ur oft leikið hér áður og ævinlega þannig, að ánægju hefur vakið, en þarna hefur henni tekizt bezt. Ömmuna á heimilinu, þýðingar- mikla persónu fyrir rás atburð- anna, leikur frú Sigurjóna Jak- obsdóttir og gerir það afbragðs- vel. Amman verður í senn skemmtileg og eftii-minnileg per- sóna. Unga mannin og elskhug- ann leikur Guðmundur Gunn- arsson. Þetta er annað stærsta hlutvei-k leiksins. Guðmundur getur verið ágætur gamanleikari og fellur vel einmitt í slíka leiki sem þennan, þar sem þurrleg kímni nýtur sín vel. Fi-ammistaða hans á senunni er séi'lega ánægju leg að þessu sinni. Briggs, þjón- inn á heimilinu, sem lítur ekki upp til fjölskyldunnar, leikur Júlíus Ingimarsson. Briggs segir fátt, en svipbi’igði lýsa því, hvernig honum er innanbrjósts og tekst Júlíusi allvel að koma tilfinningum sínum á framfæri við áhorfendur. Frk. Elín Odds- dóttir fer þarna með lítið hlut- vex'k. Hún er gestur á heimilinu, en kemur lítið við sögu. Ungfrú Elín er nýliði á sviðinu og í'eynir ekki mikið á leikarahæfileika að þessu sinn, en vissulega ,,puntar“ hún upp á sviðið. Svei'rir Thoi'oddsen hefur þýtt leikinn á lipurt mál. Leiktjöld gerði Haukur Stefánsson, ljósa- meistari er Ingvi Hjörleifsson en búninga gei'ði Guðrún Scheving. Hafa þessir aðilar allir lagt fi-am sinn skerf til þess að gera sýningu leiksins ánægjulega. Á frumsýningunni var leik- endum og leikstjóra óspart klappað lof í lófa og bái’ust marg- ir blómvendir. „Langt inn í liðna tíð” - merkir þjóðfræðiþættir frá Norðra Bókaútgáfan Norðri hefur sent á bókamarkaðinn stóx-a og eigu- lega bók sem heitir „Langt inn í liðna tíð“ og ei'u í henni ýmsir þjóðfi'æði- og frásagnaþættir, flestir fi'á öldinni, sem leið, en ski'áðir af mönnum, sem lifðu atburði þá, sem frá er sagt. Þarna er t. d. bráðskemmtilegur þátt- ur frá þjóðhátíðinni 1874 eftir Ara Ai-ason lækni á Flugumýri — ki-ydduð með frásögn af kynn- um hans af kóngum þar og í Danmörk, — þáttur eftir Böðvar á Laugarvatni um fjárrekstra fyrir aldamót, Ferðavolk á sjó og landi eftir Guðm. Björnsson, Minningaþættir eftir ísleif Gísla- son á Sauðái'króki, nokki-ir fróð- legir og skemmtilegir þættir eftir Stefaníu Ferdínantsdóttur, og fleiri þættir ei'u í bókinni. Krist- mundur Bjafnason sá um útgáf- una. FRÁ BÓKAMÁRKAÐINUM Mika Waltari: Egyptinn. Bókaforlag Odds Bjöms- sonar. Björn O. Bjöms- son þýddi með leyfi höf- undar. Eg hef fyrir satt, er sagt hefur verið um skáldsögu þessa, að hún sé ein þeirra sagna er mestu gengi hefur átt að fagna á bóka- mai'kaði heimsins, og ber ýmis- legt til að svo sé. Hún er sjálfs- ævisaga egypska læknisins Sín- úhe og gei'ist á árunum 1390— 1335 f. Kr. — Athafnasvið sög- unnar er geysimikið, því þótt að- alþættir hennar gerist í Egypta- landi, þá tekur hún einnig til alli-a eða flestra annarra landa við Miðjarðarhafið og helztu borga þeirra. Lýsingar sögunnar á lífi þjóða og einstaklinga eru mei'kilegar og djarft dregnar og verða lesendum minnisstæðar en minnisstæðast- ur verður egypski læknirinn er í-ekur sögu sína og segist lifa í hverri manneskju er á eftir sér komi. í soi'gum hennar og ang- ist, í gi'áti hennar og gleði, en þó lifað einmana alla sina daga. F. H. B. „Eins og nxaðurinn sáir.“ Eftir Kristj. Sig. Krist- jánsson. — Bókaútgáfan Norðri 1951. Fyrir nokki'u las eg ofangi-einda bók, og þar sem eg minnist þess ekki að hafa séð ritdóma um hana, vildi eg með öi'fáum orðum vekja athygli á henni, því að hér er um allóvenjulega bók að ræða. Hún vekur til umhugsunar á möi'gum viðfangsefnum mannlegs lífs. Hún boðar fegui'ð og speki í nýstárlegu foi'mi og heldur hik- laust fram ákveðinni lífsskoðun. Aðalpei'sónur sögunnar eru meira en venjulegt fólk og allir mundu vilja fylgja því í breytni sinni, ef þeir á annað borð vilja gott gera. í sögunni koma fram harðir árekstrar, bæði í ástamálum, þjóðfélagsmálum og þó einkum trúmálum. En allt er þetta afleið- ing breytninnar, því að sérhver vei'ður að uppskera eins og hann sáir, Öll áform og allar frsm- kvæmdir verða til vegna hugsun- ar. Hugsunin er það afl, sem þarf að temja og beina í ákveðna far- vegi. Vald hennar og styi'kleiki er skapandi ki-aftur. Og þegar náð er vissu marki, gerast kraftavei'k. Prestshjónin, Reynir og Björk, í sögu þessari, geta gert þau og er með því verið að sýna áhrifavald hugsananna og hvemig hægt er þannig að auðga og bæta mann- lífið, deyfa hatrið og draga úr þunga sorgarinnar. Ef til vill finnst sumum, að svona efni ætti betur heima í er- indaflokkum eða fræðibók. En í sögubúningi nýtur það sín vel. Verður það möi'gum auðskildara og aðgengilegi-a þannig, erí sem þurr fræðaþula. Auk þess hefur höfundi tekizt að gera úr þessu hugljúfa skáldsögu og munu margir geta lesið hana sér til gamans að skoða. — Á. M. R.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.