Dagur - 21.01.1953, Blaðsíða 1

Dagur - 21.01.1953, Blaðsíða 1
16 SÍÐUR Þeir, sem skulda síðasta árg. blaðsins hafa frest til mán- aðamóta að gera skil! Dagur D A G U R kemur næst út á venjulegum útkomudegi, sem miðvikudaginn 28. jan. næstk. XXXVI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 21. janúar 1953 3. tbl. Stórhýsi Sameinuðu þjóðanna í New York Mynd.'n sýnir hið mikia stórhýsi, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa látið reisa á Manhattan-eyju í Ncvv York borg. Er aðalskrifstoíu- byggingin skýjakljúfur mikill, cn íundarsalir eru í lægri byggingu áfastri. Myndin er tekin um kvöld og sýnir m. a. umferðaljósin á First Avenue, til hægri. Frá uniræðum í Framsóknaríélagi Akureyrar um f járhagsáætlun Akureyrar 1953 unnu meira að nýrækt og fram- ræztu en oftast áður á s.!. ári Húsabætur í héraðinu hafa farið minnkandi síðan árið 1949 Samtal við OLAF JÓNSSON héráðsráðunaut Framsóknarfélag Akureyrar hafði fjölmennan umræðufund um fjárhagsáætlun Akureyrar- lcaupstaðar og önnur bæjarmál- efni sl. föstudagskvöld og var frummælandi Jakob Fríinanns- son framkvæmdastjóri, sem á sæti í bæjarráði af hálfu Fram- sóknarflokksins. Auk jakobs tóku til máls affrir bæjarfulltrúár flokksins, svo og margir félagsmenn affrir. Erifleikar bæjarstjórnar. Jakol) Frímannsson flutti nijiig frófflegt erindi um fjármál bæjar- félagsins og rakti einstaka liffi fjár- ltagsáætlunar þeirrar, sem um þcss- ar muiulir er aff hljóta fullnaffaraf- •greiffslu í bxjarstjórn. — Eltir aff •frummælandi Uatffi skýrt hvern liff út ai ívrir sig, hóf Itann aff ræffa um affstöffu bæjarstjórnarinnar lil jjess aff ráffa því, hvernig fjárhags- áællunin lítur út í affafatriðum og gera nokkurn samanburff á ástand- inu í dag aff ]>essu leyti og því, scm var fyrir svo sem ivcimur áratug- um. Hann benti á, aff raunverulega væri svigrúm bæjarstjórna til aff ráffa útliti fjárhagsáætlana sinna mjög takmarkaff orffiff, því aff láta mundi nærri, aff y« útgjaldanna væru fyrirfram ákvarffaðir nteff laga- boffi cffa annarri opinberri íhlutun. Væri lilutverk ])eirra, sent semja fjárhagsáætlanir, aff verulegu leyti þaff, aff taka við tilkynningum um tiilur frá opinberum affilum og koma þeim fyrir á skýrslum. I>egar búiff væri aff ætla fé til allra sfíkra lögbundinna útgjalda, væri of fítiff eftir til þess aff standa undir þem framkvæmdunt, sem affkallandi væru hér, enda væru nú mörg verk- efni hálfgerff og naumast byrjað á öffrum, scm þó vær brýn nauffsyn áff hefjast handa um. Benti hann á, aff raunverulega væri nú of litlu fé variff til Tramkvæmda á vegum bæj- arins, t. d. gatnagerffar og vega, og til aff ljúka þeim byggingum ýms- um, sem í smíffum eru. En tekju- (iflunarleiðirnar eru fáar og tor- færar. Framkvæmdirnar verffa aff miffast viff gjaldþol borgaranná, og bæjarstj. hér hefffi nú valiff þann kost, aff sp.yr.ua viff fótum og reyna aff forffast auknar álögur á borgar- ana meff hækkuffum útsvörum. — Eins og útlit væri í dag í fjármálum afmennt, hlyti slík stefna itf hálfu bæjarstjórnar aff teljast efffileg. enda þótt jafnaugljóst væri, að Jólaævinlýri Dickens á kvikmynd hér Skjaldborgarbíó sýnir um þess- ar mundir enska kvikmynd, sem er gerð eftir Heimsfrægri sögu Charles Dickens um „Scrooge“, og heitir myndin „Jóladraumur" á íslenzku. Kunnir brezkir leik- arar fara með aðalhlutverkin, þ. á. m. Alastair Sim, sem leikur Scrooge, gamla maurapúkann, sem sá að sér á jólunum og tók upp nýja lifnaðarhætti. Þessi saga Dickens er skemmtileg og falleg og flytur hverjum manni athygl- isverðan boðskap. Lesendur Dags rekur minni til að hún birtist hér í myndasöguformi fyrir nokkrum árum og var vinsæl. Má óhikað mæla með þessari mynd fyrir unga sem gamla. Nýju fjöiskyldubæiiirnar nema 14 millj. kr. - 150 þúsund kr. hækkun á úfgjaldaáætlun bæjarins Nýju fjölskyldubæturnar, sem samið var um í desember sem lið í kjarabótum verkamanna og annarra, munu nema alls um 14 millj. króna. Hefur ríkisstjórnin lagt fram frv. á Alþingi um þetta efni. Þessum 14 millj. er ýafnað niður á tekjustofna trygginganna, en þeir eru iðgjöld tryggðra og atvinnurekenda og framlög ríkis- ins og sýslu- og bæjarsjóða. Er hér um verulega útgjaldaaukn- ingu að ræða fyrir sýslu- og bæj- arsjóði, svo og ríkissjóð. Til dæm- is varð bæjarstjórn Akureyrar að hækka framlag sitt til Almanna- trygginganna á fjárhagsáætlun bæjarins um 150 þús. kr. Er út- gjaldabálkur bæjarins til al- manna- og sjúkratrygginga þá kominn upp í 1.465.000 kr. þörf væri fyrir meira fé til ýmiss konar framkvæmda. Fjármál hafnar, rafveitu o. fl. Dr. _Kristinn Guffmundsson bæj- arfulltrúi ræddi í sinni ræffu eink- um um fjármál hafnarinnar og þær framkvæmdir, sem hafnarsjóffur helur nieff höndum. Vcrffur affgerð Torfunefsbryggjunnar lokiff í sum- ar, og í athugun er aff ráffast í aukn- ar cndurbætur á Oddeyri norffan- verffri, bæffi viff dráttarbrautirnar og togarabryggju sunnan nýju lialn- armannvirk janna. Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæjarstjórnar, ræddi m. a. um hús- eignir bæjarins og þau útgjöld, er bærinn Iiefur af þeim. Affrir ræffumenn voru; Jón Krist- jánsson, Haraldur Þorvafdsson, Brýnjóifur Sveinsson, Þorsteinn Stefáhsson, Haukur Snorrason og Guffniundur Gufflaugsson. Framli. li 10. siðu. Tvær tegundir jarðabóta hafa farið fram úr meðallagi á sl. ári á félagssvæði Búnaðarsanibands Eyjafjarðar, nýræktir og fram- ræzla, en húsabætur hafa verið með minna móti. Þessar upplýs- ingar fékk blaðið hjá Ólafi Jóns- syni héraðsráðunaut nú eftir helgina, en hann hefur nýlokið við að vinna úr skýrslum um jarðabætur fyrir sl. ár. Á árinu 1952 voru nýræktir á félagssvæði Búnaðarsambandsins 255 ha. að stærð og er það mun meira en árið á undan. Þá voru nýræktir 187 ha. Mest var unnið árið 1950, þá voru nýræktir 285 ha. Minni húsabætur. Bygging áburðarhúsa og safn- þróa hefur farið mjög minnkandi síðustu árin. Mest var byggt af þeim ál’ið 1949, þá 2744 ten.- metrar, en á sl. ári aðeins 674 ten.metrar. Af hlöðum var mest byggt 1948; þá 15460 ten.metrar, en nú aðeins 5724 ten.metrar. Votheyshlöður voru á sl. ári 2480 ten.metrar, voru 4692 ten.metrar 1951, sem var metár fyrir þessar framkvæmdir. Miklir framræzluskurðir. Þær jarðabætur, sem mest kvað að á sl. ári hér um slóðir, var framræzlan, enda störfuðu 5 skurðgröfur í héraðinu allt sum- arið og hin sjötta um tíma á Ak- ureyri. Hefur aldrei verið grafið eins mikið hér og á sl. ári. Voru skurðirnir alls 70 km. rösklega, 296.756 rúmmetrar. Árið 1951 er næst hæsta árið, þá voru skurð- irnir 57 V2 km., 244.738 rúmmetr- ar. Alls er búið að grafa í hérað- inu skurði sem eru 377 km. að lengd og 1.382.495 rúmmetrar, síðan fyrsta skurðgrafan kom hingað árið 1942 og hóf að grafa á Staðarbyggðarmýrum. Gröfurnar hafa allar unnið vel. Grófu þær frá 42000 ten.metrum í 70000 ten. metra hver, en aðstaða er misjöfn til afkasta og vélarnar einnig misjafnlega afkastamiklar. Olafur Jónsson sagði, að yfir- leitt mætti telja árangur af þess- ari framræzlu hér góðan, enda væi'i vaxandi ánugi fyrir þessum framkvæmdum hjá oændum eftir að árangurinn af fyrri fram- kvæmdum er farinn að koma f ljós. Hann taldi næg verkefni fyr- ir allar vélarnar næsta sumar, enda mundu framkvæmdirnar hefjast sti-ax og unnt væri í vor og biðu margir bændur óþreyju- fullir eftir því að fá vélgröfurnar til starfs í landi sínu. Aðrar framkvæmdir. Um aðrar framkvæmdir í hér- aðinu á sl. ári, sagði Olafur Jóns- son blaðinu þetta m. a.: Fram- kvæmdir við girðingar fara nú aftur í vöxt, þær drógust saman um tíma vegna efnisskorts. Á sl. ári var girt talsvert meira en næstu árin á uncTan, þarf að fara aftur til áranna 1947 og 1948 til að finna sambærilegar fram- kvæmdir. Girðingar í héraðinu voru alls 16157 metrar á sl. ári. Framkvæmdir við opna skurði og lokræsi hefðu verið svipaðar og áður. Vandamál ræktunarinnar. Ólafur Jónsson sagði að lokum, að hann teldi yfirleitt hefði verið vel unnið að þessum fram- kvæmdum, en vandamál ræktun- arinnar hér væri mörg og sum erfið viðfangs. Til dæmis sú reynsla, sem fengist hefði af því að rækta kartöflur í unnu landi áður en grasfræi er sáð. Arfa- vöxtur á þessu landi spillti ár- angri nýræktarinnar og væri arfinn orðinn verulegt vandamál sums staðar og yrði tæpast upp- rættur nema með því að nota til þess heilt sumar og láta landið standa ónotað á meðan. Af þess- um sökum væru sumar nýræktir ekki eins gagnsamar og æskilegt væri. Fjárhagsáætlunin afgreiddí gær Bæjarstjórn hafði scinni um- ræðu um fjárhagsáætlun bæj- arins í gær, en endanleg niður- staða var ekki kunn er blaðið fór í pressuna. Bæjarráð hafði gert nokkrar breytingartillög- ur: lántaka vegna Laxárvirkj- unnar og Krossaness verði 800 þús. kr. í stað 500 þús., framlag til almannatrygginga hækki um 150 þús., framlag til hygginga- lánasjóðs lækki um 50 þús., en lagt verði til útrýmingar heilsu spillandi húsnæðis 110 þús. — Yrði þá niðúrjafnað kr. 7.C62.850.00 og er það nokkru lægri upphæð en var áætluð við fyrri umræðu og yrði hækkun frá sL ári þá mjög óveruleg. Blaðið mun skýra nánar frá afgreiðslu málsins síðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.