Dagur - 18.11.1953, Blaðsíða 5

Dagur - 18.11.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 18.nóvember 1953 D A G U R 5 Siuff sendibréf fii Sveinbjarnar skáids é Draghálsi Heill og sæll, Sveinbjörn bóndi! Þú sæmir mig alúðlegu bréfi á opinberum vettvangi (Dagur, 58. tbl. þ. á.), og þakka ég þcr fyrir það. Er skylt, að ég geri þér söniu skil. Þú ert mér „ekki sannnála um allt scnr ég nefni“ í ummælum mínum um Bragfræði þína og Háttatal. Svo hefur löngum verið, að „sínum augum lítur hver á sillr- ið,“ og verður sérhver, er birtir skoðanir sínar, að sætta sig við það. En það cr mannlegur háttur að leitast við að styðja og árétta ntál sitt gegn andmælum, og ætla ég að íylgja þeim liætti með þvf að fara örfáunt orðum um nokkur hcl/tu andmæli þín. Verð ég þá að tilfæra eftir þér nokkrar vafasamar setn- ingar frá nn'nu sjónarmiði og segja nokkur orð um hvert atriði fyrir sig: „Eg taldi hentugra að hafa þessa bragfræði stutta, liélt hún yrði nógu leiðinleg samt.“ Að vísu er ritgjörð þín of stutt til þess að gerð verði í henni „glögg grein til bragar" eins og Snorri kemst svo vel að orði. Hitt er þó lakara, að hún er ekki nógu skipu- leg. Að ytra útliti sýnist hún aðeins vera í einum kafla. En vitanlega bar að hafa afmarkaðan kafla fyrir hvert höfuðatriði bragfræðinnar. — Leiðinleg —? Hvort ritgjörð verður leiðinleg, fer ekki eftir því, hvort hún er stutt eð'a löng. Þar ræður mestu um, hvernig hún er rituð. Enginn skyldi setja það efni á prent, hvorki langt né stutt, er hann heldur sjálfur, að verði lcs- endum leiðinlegt. „Eg vikii íorðast allt málfræði- stagl, það tr sanu ílóg af slíku til Iirellingar og plágu.“ Þessi uunnæli eru samboðnari á- hugalitlutn skólastrák en þér og þínum líkum. Vel riluð málfræði verður aldrei stagl. Okkur Islend- ingum á að þykja vænt um okkar dýrmætu málfræði. íslenzk tunga verður aldrei þróuð og vcrnduð án liennar. — Aiinárs er mér ekki ljóst, livers vegna þú þurftir að óttast of mikið „inálfræðistagl“ í alþýðlegri, íslenzkri bragfræði, ' „Velja ngttti betra orð en hver- legi til að sýna þnliö í fornháttum, en Jietta er nú samt þríliður, smbr.: „Kerlögur Biilverks er reiddur í sterklegum liornum." (Jón Hclga- son).“ Á þetta að vera röksemd? Þú hlýtur að sjá, að í vísuorðum Ey- vindar: Meðan hans ætt í liverlegi, hlýtur hverlegi að vera tveir liðir (enda valið samsett orð); i er for- liður, og auk forliðar getur vísuorð í fornyrðislagi aldrei verið styttra en tveir bragliðir. Enda þckkti Ey- vindur ekki liugtakið þriliður. Þrí- liðaháttur var þá enginn til í nor- rænu bragarmáli. Dr. Jón Helgason yrkir aftur á móti kvæði sitt undir þrlliðahœtii, og þar er auðvitað hvert [jvíkvætt orð lientugt í þrí- lið, kerlögur sem livert annað. Orð- ið hverlegi mætti að sjálfsögðu einnig nota scm þrílið i þriliða- hcelti. Það hetði Eyvindur skálda- spillir skynjað, ef liann liefði nú verið uppi. „Þér hefur missýnzt nokkuð um það, sem ég scgi um þríliðanotkun í rínium. Þú heldur, að ég vilji una við slík dæmi, sem nefnd eru á bls. 16. Ekki er svo, að mér hafi missýnzt. En hitt er satt, að ég veit ekki vel, livað ég á að halda um liug þinn til dæmanna. Þú tilfærir þarna þrjú dæmi með'.röngum áherzlum, cr þú getur þó ekki iim, en segir á cftir: „Ekki fer vel á þessu,“ en lieldur síðan ál'ram og segir, að annað dæmið sé „beira“ en liitt — og í bréfi þínu: að þú hefðir þar átt að segja „skárra". Slík unnnæli í brag- fræði virðast mér ótæk. Þar á að segja afdráttarlaust, hvað sé rétt og hvað sé rangt, hvað hccfl og hvað óhccft. Þar stoðar ekki að krympa sér við að grípa á kaununi góö- skáldanna. Þau hafa ekki öll verið næsta bragfróð. En sum þcirra liafa annan sprettinn að engu haft ís- lenzkar bragreglur; og í slóð þeirra fara nú „atómskáldin". Góður á- vöxtur getur ekki sprottið af illu sæði. „Að telja höfuðstafina með stuðl- um cr’ ekki mín uppfinning, al- menningur gerir þetta, og Jón pró- fessor Helgason mælir með því Þar scm ég þekki til hefur al- menningur stundum kallað alla rímstafina hlióðstafi (en ekki stuðla). Enda talar alþýða utn stuðla og höfuðstafi, eins og ég hef áður bent á. Hér er ekki um neitt að villast: Stuðull er stuðull og höf- uðstafur er höfuðstafur að vitni Snorra-Eddu og allra fróðra fvrri manna. Umbylting á því á engan rétt á sér, hvort sem tillaga um hana kemur frá almenningi eða prófessori. Rangt er hjá þér, að hv í vísu- brotinu úr KormákssÖgu cigi að stuðla við kv; þarna á aðeins að vera einn stuðull í frumlínu. Það sýnir framhald bögunnar: Góðr þykkir soðinn mörr syni Ögmundar." Hvaða röksemd er þetta? Og hvaðan er þér runnin sú staðhæf- ing, að þetta sé rangt hjá mér? — Fyrst og fremst segi ég hvergi, að hv í vísuorðinu eigi að stuðla við kv, heldur sagði ég, að þetta hv mundi stuðla við k í orðinu ketils. Um þetta sýnir „framhald bögunn- ar“ ekkert. Ef við, þú og ég, yrkt- uni saman vísu með fornyrðislagi, þá væru víst báðir óbundnir um það, hvort við hefðum i frumlínu einn stuðul eða tvo. Sama máli hcf- ur efalaust gegnt um þá Kormák og Narfa. Og sízt þurfti Kormákur skáld að apa sönm stuðlun eftir Narfa, sem hann metur auðsjáan- lega lítils, sbr. áframhaldið til Narfa: Hvat skalt, orfa Ali, ófróðr of mat ræða, — þér vas þeirar kerski þörf eng við mik, Narfi. „Ekki var það rétt af Snorra að krefjast þess, að einn stuðull væri í frumlínum fornyrðislags. Þetta er ýniist í fornum kvæðum, svo sem Völuspá, og réttlætist þannig.“ En ég tel óvit að ætla sér að knésetja Snorra í þessu etiii. Haun mun hafa þekkt eðli og skipun fornyrðisíags miklu betur cn við. Honum er einnig miklu kunnugri Völuspá en okkur og veit vel, að í Völuspá er stuðlað ýmist mcð stuðl- un fornyrðislags, bálkarlags eða starkaðarlags. En hann cr að semja bragfræði, er hann skrifar Eddu, og seiur fram reglur sínar fyrir því, hvcrnig eigi að kveða. Hann veit, að Völuspá cr engin braglræði, né önnur einstök fornkvæði. „Eg breytti háttarnafninu Hrynj- andi í Draghent vegna þess, að orð- ið hrynjandi liefur öðru verkefni að sinna en að vera nafn á bragar- hætti." Eg vil láta Árna skáld Böðvars- son um nafnið á hættinum. Það er algengt í íslenzku máli, að eitt orð liafi tvær eða fleiri merkingar, og verður því, liéðan af, varla brevtt. Eða vildir þú, að við legðum niður orðið hamar sem heiti á tóli, af því að það þýðir einnig standbjargt — Auk þess hygg ég, að Árni liafi skoðað þetta háttarnafn sitt sem karlkynsorð, og svo vil ég að það sé. En hrynjandi sú, er þú scgir að „liafi öðru verkefni að sinna“, er kvenkynsorð, og er sá kynferðis- munur næg skilgreining á orðunum og merkingum þeirra. „Fráhendu vildi ég ekki slíta frá ferskeyttum liætti, vegna þess m. a., að í öllum víxlrímuðum bragættum er til fráh., cn ófært að slíta þær allar sundur þess vegna.“ „Þetta skil ég ekki vel. Ég álít, að þú hefðir ekkert „slitið", þó að þú liefðir farið að dæmi sr. Helga og haldið Fráhendunni í sérstakri ælt. Til þess er hún bcrsýnilcga nógu frábrugðin öllum öðrum bragætt- um: Fyrsta og þriðja vísuorð, livort fyrir sig, sér um innrhn, cn helm- ingarnir aðeins skeyttir saman með endarími í öðru og fjórða vísuorði. Ég kýs enga nýja undantekningu frá því, að ferskeyttur háttur sé víxlrímaður með endarími. Og þó að fráhend dæmi kunni að finnast innan um fornar rímur með fer- skeyttum hætti, þá kalla ég það enga sönnun fyrir réttri ættfærslu. Þetta cru þá einkum athugasemd- ir mínar út af bréfi þínu. Vona ég, að það verði okkur ekki að kunn- ingsskaparslitum, þó að ég vilji framfylgja skoðunum mínum. Það er eins og [ni segir, að við þyrftum að geta ræðzt við. Líklega eigum við nóg sameiginlegra liugðarefna, og nóg ágreiningsefna til þcss að tognað gæti úr tali okk- ar. En sannarlega þykir mér helzt til langt að bíða sanifunda okkar þangað til „í sjöunda himni“. Hitt væri mér skapfelldara, að við hitt- umst þegar hér „í holdsvistinni" — annaðhvort á Oddeyrartanga eða undir Draghálsi. — Auðna ræður því sem öðru. Eiri þér og unni íslands vættir heilsu, langlífis, hróðurs og frama. Sittu lieill og sæll með sauðahjörð í búsælum Borgarfirði. Konráð Vilhjálmsson. Svefnbeddi sem nýr, til sölu. Tæki- færisverð. Uppl. í Ránargötn 19. (niðri). Eldri-dansa-ldúbburinn í Skjaldborg n. k. laugardag 21. þ. m. Hefst kl. 10 e. h. STJÓRNIN. Lítill trillubátur til sölu. Bátur og vél í ágætu standi. Afgr. vísar á. WILLYS JEEP Viðgerðir V a r a h 1 u t i r umboð á Akureyri. Lúðvík Jónsson & Co. SÍMI 1467. BÍöðin „Þjóðviljinn" í Reykja- vík og■ „Verkamaðurinn" á Akur- eyri hafa þ. 13. þ. m. birt lesendum sínum stórorðar og feitletraðar æs- ingagreinar, þar sem stjórn Sam- bands Nautgriparæktarfélaga Eyja- fjarðar (S. N. E.) cr <borin þcim sökum, að liafa nú nýlega sagt upp starfsmanni sínum, Bjarna Arasyni, vegna stjórnmálaskoðana lians. -- Bæði blöðin segja, að þessi starfs- maður hafi daginn áður, ásamt fleirum, stofnað svokallað „Þjóð- varnarfélag Akureyrar“. Þessa þátt- tiiku starfsmanns síns í framan- greindu félagi hafi stjórn S. N. E. ekki getað þolað, og því sagt lion- um upp starfi sínu þá þegar. En með þessari uppsögn mánnsins telja blöðin að liafi verið framið pólitískt ofbeldisverk og muni mega vænta fleiri slíkra óhæfuverka hér um slóðir að undirlagi Framsóknar- manna. Þar sem skrif þessara blaða, mál- færsla þeirra öll og fullyrðingar hér að lútandi eru að flestu lcyti svo fjarri sanni, en öll málsmeðferð þeirra sýnilega gerð í þeim tilgangi að gera þennan umgetna starfs- mann að eins konar pólitískum píslarvotti og jafnframt reyna til að vekja óánægju og sundrung inn- an félagssamtaka S. N. E., þá tclur stjórn S. N. E., að því miður verði ekki hjá því komizt að skýra þetta mál í opinberu blaði, og vill því taka fram eltirfarandi: 1. 1 liinum almennu og algengu vinnusamningum á milli vinnu- þiggjenda og vinnuveitenda hefir hvor aðili um sig rétt til uppsagnar starfssamnings með þar til greind- um uppsagnarfresti, svo sem kunn- ugt er. í liinu umrædda tilfelli liefir Bjarna Arasyni verið sagt upp starfi sínu með sex mánaða. fyrirvara í samræmi við áður gcrðan sanming. Þetta mun vera það eina, sem satt er Sagt frá í frásögn umgetinna blaða varðandi þetta mál. 2. Þjóðviljinn og Verkamaður- inn hafa í skrifum sínum túlkað þessa uppsögn sem atvinnukúgun eða atvinnuofsókn á hendur stjórn- málalegum andstæðingi og telja, að ef til vill muni fleiri slíkra ofbeldis- verka að vænta af hendi Framsókn- armanna. Máli sínu til stuðnings segja blöðin, að liinn umræddi starfsmaður hafi verið rekinn frá starfi af þeiin ástæðum, að hann hafi verið einn af stofnendum hins svokallaða „Þjóðvarnarfélags Akur- eyrar“ og gerzt ábyrgðarmaður að blaði [icss. Ef þetta sjónarniið hefði legið til grundvallar lyrir starfsuppsögn mannsins, þá virðist, að legið hefði beint íyrir að sú uppsögn liefði komið fram strax, er hann gerðist þingmannsefni Þjóðvarnarflokksins sl. vor. Fullyrðingar þessar og illkvittnis- legar getgátur í þessu sambandi eru fjarri öllum sanni, því að öll þau ár, sem S. N. E. hefir starfað, hafa ráðunautar þess og aðrir starfsmenn talið sig til hinna ýmsu stjórnmála- flokka í landinu, enda hefir aldrei verið spurt um pólitískar skoðanir þeirra, þegar þeir liafa verið ráðnir til starfs. Eins og kunnugt er, er S. N. E. samband bænda við Eyjafjörð, og stofnað og starfrækt til eilingar í búfjárrækt og framleiðslu og þar með til bættra afkomumöguleika bænda. I þessu samstarfi hefur þess aldrei gætt, þótl pólitískar skoðanir félagsmannanna væru ólíkar. Og hjá stjórn S. N. E. hefir það sjónar- mið eitt ráðið við val starfsmanna, að lnin teldi mennina störfunum vaxna og að Jieir ynnu þau jafn- an af áhuga og skyldurækni. 3. Bjarni Arason, sem S. N. E. hefir í nokkur ár haft í þjónustu sinni sem ráðunaut í búfjárrækt og frainkvæmdarstjóra fyrir sæðiiigar- stöðina, er að okkar dómi vel gerð- ur maður að mörgu leyti og ljúf- menni í allri umgengni. En við tcljum, að störf hans og áhugamál hafi að undanfönu, í vaxandi mæli, beinzt til annarra og óskyldra við- faiigsefna, er dragi það mikið úr starfsgetu hans og áhrifum í jiágu starlsins fyrir S. N. E., að við teljum nauðsynlegt að fá annan mann í hans stað, sem geti óskiptur gefið sig við því starfi. Ráðunautsstörf hjá S. N. E. hafa, ekki sízt á síðari árum, orðið það margþætt og umfangsmikil, að stjórnin telur óhugsandi, að þessi þýðingariniklu störf verði rækt svo vel sé, ncma að sá ntaður, sem til starfans er valinn hverju sinni, vilji af heilum liuga og óskiptitr vinna því máli allt það gagn, sem hann getur. 4. Framangreindar ákvarðanir liefir stjórn S. N. E. tekið að mjög vel athuguðu máli, og munum við, sem stjórnina skipa, vera reiðubún- ir, hvenær sem er, til að standa S. N. E. og félagsdeildum þess reikningsskap gerða okkar í þessu máli sem öðru, er félagssamtökin varðar. — Hins vegar er það ekki ætlun okkar að taka þátt í deilum eða svara illkvittnislegum getsökum frá einstaklingum eða blaðamönn- um varðandi þetta mál. í stjórn S. N. E. Halldór Guðlaugsson. Ketill S. Guðjónsson. Jónas Kristjánsson. Skemmtiklúbburinn ALLIR EITT Dansleikur í Alþýðuhúsinu laugard. 21. þ. m. ld. 9 e. h. Fclagsskírteini afgr. á laugar- dagskvöldið frá lcl. 8—9 á sama stað. — Borð ekki tekin frá. STJÓRNIN. JEEP! varahlutir — viðgerðir, Umbjóðendur á Akureyri ÞÓRSHAMAR h.j. Sími 1353

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.