Dagur - 18.11.1953, Síða 10

Dagur - 18.11.1953, Síða 10
10 D A G U R Miðvikudaginn 18.nóvember 1953 »• S I Ævintýri í Afríkn 1 I 1 9. DAGUR. WMWfálðlftöWm (Framhald). Eg kynntist dálítið lífi þeirra 30 manna eða svo, sem eru atvinnu- veiðimenn í brezku Austur-Afríku. Þessir menn hafa mikið erfiði og lifa í sífelldri hættu fyrir minna kaup en veitingaþjónn í New York fær fyrir sinn snúð. Þeir eru flest- ir ógiftir, vegna þess að engin eig- inkona endist til þess að biða heima níu mánuði ársins meðan bóndinn er að elta hlébarða úti um skóga. Þeir leggja ekki fyrir fé. Það sem ekki fer til að halda bíln- um þeirra við, gufar upp í Nairobi í milli leiðangra. Þessir atvinnumenn eru alls ólikir veiðimanninum sem maður les um í skáldsögum og sér á kvikmyndum. Samkvæmt þeim bókum á hann að vera langur sláni, sem leikur sér að því að stinga út úr fullu vatnsglasi af óblöndbðu, skýtur ljón með skammbyssu og tekst á við kyrkislöngur. Tvo at- vinnumenn sá eg, sem voru í engu líkir þessu fólki. Annar þeirra var lítill maður og ákaflega grannur, hinn minnti helzt á sællegan kaup- mann. Og öldungurinn í hópnum, sem kenndi Harry listirnar, er stæðilegur herramaður, sem minn- ir ekki svo lítið á Blimp offursta. En allir þessir menn hafa kosið sér það ævistarf að fást nær dag- lega við ljón og hlébarða, að ógleymdri þrenningunni, sem hættulegust er, nefnilega buffaló- inn, fíllinn og nashyrningurinn. Þeim hefur tekist að varðveita líf- tóruna, en hafa allir ör eftir horn eða klauf eða kjaft, og bera mikla virðingu fyrir hættulegum villi- dýrum. Og ef slys hendir þá, er það nær ævinlega vegna þess, að mað- ur, sem þeir eru að fylgja hefur á örlagastund reynzt klaufi eða kauði eða hvort tveggja. Samt er aldrei frá því skýrt opinberlega, ef sá, sem kostar leiðangurinn, hefur reynzt kauði með byssuna, og allir koma þeir með Ijónsfeld í eigin nafni. Atvinnumaðurinn ber ábyrgð á leiðangrinum allan tím- ann og verður að fylgjast með líð- an leiðangursmanna og gæta ör- yggis þeirra. Hann er leiðsögumað- ur um óbyggðirnar, á veiðidýra- slóðunum, og hann verður að sjá til þess, að klaufabárðurinn með byssuna komizt í viðunandi færi. Hann er allt í senn, skipstjóri, líf- vörður, túlkur, leiðsögumaður, félagi og viðgerðarmaður. Ef maður særir villidýr, er það skylda atvinnumannsins að fara á eftir því inn í þykknið og bana dýrinu, bæði vegna þess að enginn heiðarlegur maður skilur sært dýr eftir, og svo vegna þess, að sært ljón inni í skógi er víst til að hremma næsta svertingja, sem á leið um skóginn og af því stafar sí- felld hætta, meðan það tórir. Og þegar maður myndar sig til að skjóta hættulegt dýr, stendur at- vinnumaðurinn að baki manns, til- búinn að grípa fram í, ef illa tekst til. „Eg gef ekki neitt fyrir menn, sem þykjast geta klofið matbaun á 300 metra færi, en maðurinn, sem stehdur keikur og ósmeykur þegar buffaló á ekki eftir nema sex fet að honum, er minn maður.“ „Þessir náungar sumir hafa dá- lítið sérkennilegan humor,“ sagði Harry. „Gamall náungi í faginu, Murray Smith að nafni, fór eitt sinn í þykknið með skjólstæðingi sínum, á eftir særðum nashyrningi. Skepnan geystist fram úr fylgsni við trjábol, og þegar Murray karl- inn ætlaði að vinda sér undan árásinni, varð honum fótaskortur og lá kylliflatur þegar nashyrning- urinn kom að honum. Murray gat lítið gert sér til bjargar annað en freista þess að ná taki á horninu með báðum höndum og það gerði hann, en skepnan hentist með hann fram og aftur unz skjólstæð- ingurinn renndi byssuhlaupinu í eyrað á henni og hleypti af. Seinna spurði einhver Murray að því, um hvað hann hefði verið að hugsa meðan nashyrningurinn var að reyna að hrista hann af sér. „Allt og sumt, sem mér kom í hug á meðan,“ sagði karl, „var að hornið á honum var mun lengra heldur en eg hafði haldið þegar við völdum hann úr hjörðinni.“ Hvað fá svo þessir atvinnu- menn út úr þessu lifi þegar á allt ej. litið? Þeir eru miklir útilífs- menn, hafa sannkallað j’ndi af hinni frjálsu náttúru og dýrum merkurinnar og sjá ekki að þeir fái fullnægingu óska sinna neins staðar nema á hinum miklu víðátt- um Afríku. Þessir menn una sér ekki í borgunum. Selby vinur okk- ar ratar varla um Nairobiborg, enda þótt hann þræði örugglega rétta leið úti á sléttum og skógum. Þessir menn eru allir mjög stoltir af starfi sínu og þeim er annt um heiður sinn. Þeir kæra sig ekki um auðvelda bráð. Þeir vilja eiga við verðuga andstæðinga og tefla drengilega. Það er þeirra æðsta boðorð. Við eyddum nokkrum tíma á Iringa-svæðinu uppi á hásléttu Tanganyika og reyndum að kom- ast í tæri við hinn vandfundna risa, kudu-dýrið, en án árangurs. Þá héldum við til baka út á slétt- unrar hjá Kiteti til þess að reyna enn við nashyrning. En við sáum þá enga nashyrninga. En dag einn sáum við hvar einhverjir svartir dílar voru í hæðardragi í um það bil tveggja mílna fjarlægð. Adam, einn af byssustrákunum, benti okkur á þetta og sagði um leið: „Mbogo,“ en það þýðir buffaló- tarfar. Eg fann strax og eg heyrði nafnið, að magavöðvarnir herpt- ust saman af samblandi af ótta og taugaspenningi. Eg hafði séð fjóra eða fimm griðunga af þessu tagi áður, bölvandi og öskrandi, og sú sjón hafði skotið mér skelk í bringu. Þessar skepnur eru heljar- stórar, og í þeim leynist hræðileg- ur náttúrukraftur. Skepnan er »0 G ALUMINIUM: Þakplötur, báraðar Sléttar plötur höfum við fyrirliggjandi. BÁRUPLÖTUR 6, 7, 8 og 9 feta langar SLÉTTAR PLÖTUR 0.9 mm og 1.25 mm þykkar Aluminium er létt og meðfærilegt, sterkt, fallegt og ryðgar ekki. Aluminium nagla m?ð sérstökum skífum, sem hindra leka, seljum við með þakplötunum. BÍLASALAN H.F. Geislagötu 5. )©( Starfsstúlkur vantar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri frá 15. desember næstkomandi. — Byrjunarlaun kr. 1043.00, auk fæðis, þvotta og vinnufatnaðar. — Aðrar upplýsingar hjá Yfirhjúkrunarkdnunni. raunar ljót, illúðleg og ofsaleg. Það er engu líkara en.aö hún hati mann persónulega af öllu hjarta. Hún horfir á mann eins og maður skuldi henni peninga. Manni dett- ur í hug, að dýrið ætli að drepa mann, í stað þess að veiðimaðurinn leggi það að velli. Við lögðum af stað í átt til tarf- anna. Það er að segja við gengum og skriðum til skiptis ,og Ioks kom að því að maður mjakaði sér áfram á maganum og ýtti rifflin- um á undan sér, löðursveittur, ör- þreyttur og með þyrna standandi hingað og þangað í holdinu. Og þegar tíminn var kominn, átti Sel- by að rjúka á fætur og hlaupa þétt að því dýri, sem hann hafði valið úr hjörðinni, með öskrum og ópum. Þessi tækni átti að gera tarfinum svo bylt við að hann stæði kyrr í 30 sekúndur, og sá tími átti að duga til þess að ráða örlögum hans. Og þá gildir að hitta á réttan stað, því að það er ekkert gaman að elta særðan tarf inn í þykknið þar sem hann getur legið í leyni og ráðist á mann á örstuttu færi. (Fratnhald). ATVINNA Ungan pilt eða stúlku vantar til skrifstofustarfa, helzt vélritara. VÖRUKA UPADEÍLD KEA. NYKOMNIR: nr. 26—44 Reimiffir sfrigaskór nr. 22-33. Skódeild Rarnaskór í miklu úrvali (rauðir, hvítir, bláir, svartir, brúnir) Skódeild

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.