Dagur - 18.11.1953, Page 12

Dagur - 18.11.1953, Page 12
Baguk 12 Efnt til kynningarviku á fram- leiðsluvörum Sjafnar Merkar nýjungar í starfi sápuverksmiðjunnar Hafin er kyningarvika á fram- leiðsluvörum Sápuverksmiðjunn- ar Sjafnar hér í bæ, en verksmiðj an er fullkomnasta sápu- og hreinlætisvörugerð landsins, var endurbyggð fyrir fáum árum og er búin ágætum vélakosti. Kaupfélag Eyfirðinga hefur gert sérstaka gluggasýningu af Sjafnar- vörum í aðalverzlunarhúsi sínu í miðbænum og auk þess hefur verk- smiðjan nú sent sýnishorn af hinum nýju sápuspónum, er verksmiðjan framleiðir, á livert heimili í bænum til þess að gefa húsmæðrum kost á að reyna framleiðsluna. Ragnar Olason framkvæmdastjóri Sjafnar, hefur skýrt Degi svo frá, að sápuspænir liafi náð liinum miklu vinsældum sínum erlendis sökum J>ess, að J>eir liafa reynzt fara sérlega vel með allan við- kvæman J>vott. Sápuspænir eru, eins og nafnið bendir til, fyrsta flokks sápa, sem er flísuð niður, og er reynslan sú, að spænirnir leysist fljótar upp en venjuleg sápa og í J>vott.avélar eru [>eir mjög hentugir. Sumar húsmæður hér á landi hafa náð mjög góðum árangri í J>votta- vélum með J>ví að blanda sarnan Sólar-sápuspónum og Perlu-J>votta- dufti. Ragnar kvaðst J>ess fullviss að íslenzkar húsmæður mundu læra að meta ]>essa nýju vöru, en í trausti ]>ess hóf Sjöfn fyrst íslenzkra sápu- verksmiðja framleiðslu sápuspóna, Fundur í FUF í kvöld Félag ungra Framsóknarmanna hér heldur fund í skrifstofu flokks- ins í Hafnarstræti 93 í kvöld kl. 8,30. Skorar stjórn félagsins á félagsmenn að mæta og taka með sér nýja félaga. sem eru, eins og önnur vara verk- smiðjunnar, fyllilega sambærilegir við erlenda spæni og ]>ar að auki ódýrari. Nýjungar í umbúðum. Rágnár var spurður, Kváð hclzt væri að frétta af starfsemi Sjafnar, sagði hann, að um ]>essar mundir væri unnið að því að fá nýjar og fullkonmar umbúðir um nokkrar vörutegundirnar. Hann benti á, að flestar hreinlætisvörur væru J>ess eðlis, að mikilsvert væri fyrir húsmæðurnar, sem nota }>ær, að fá þær í góðum wnbúðum. Sól- sápan kom fyrst í nýjum umbúðum hjá Sjöfn, og er nt'i eitt stykki í hverjum pakka, í stað J>ess að þeirn var áður pakkað J>rem saman. Ragnar benti sérstaklega á ]>á byltingu, sem orðið hefur í með- ferðf grænsápunnar. Eyrir nokkrum árum kont hún í döllum í búðirnar og var tckin úr þeim með tréspöð- um og sett í pappír. Nú cr hún fyrst sett í plastpoka og síðan kassa þar utan um. Eru J>etta nú hinir þrifalegustu pakkar, sem geta staðið í búðarhillum eða á borðum heim- ilanna. Sjöfn itefur staðizt samkeppnina. Fáar iðngreinar hafa orðið fyrir eins harðvítugri samkeppni frá inn- fluttum vörum og sápuiðnaðurinn. En Sjöfn hefur staðizt }>essa sant- keppni. Salan á vörum verksmiðj- tinnar hefur aldrel verið meiri en síðustu tvfi ár, og eru allar horfur á, að líðandi ár verði sízt verra. — I>etta traust neytendanna til verk- smiðjunnar gerir henni kleift að halda áfram að auka fjölbreytni frantleiðslunnar og vinna að tak- marki sínu, sem er að tryggja þjóð- inni fyrsta flokks viirur fyrir sem lægst verð. Fjölmenni heiðraði séra Sigurð Stefánsson á 50 ára afmæli hans Eins og frá var greint í síðasta blaði varð séra Sigurður Stefáns- son prestur að Möðruvöllum í Hörgárdal 50 ára fyrra þriðjudag. Heimsótti hann fjöldi manna af því tilefni, úr sóknum hans, héðan úr bænum og víðar að. Margar gjafir bárust frá sóknarbömum og öðrum vinum, margar ræður voru fluttar og kvæði. Munu á annað hundrað gestir hafa komið að Möðruvöllum þennan dag og þágu allir rausnarlegar veitingar. Séra Sigurður Stefánsson nýtur óskiptr- ar virðingar og vinsælda í héraðinu og kom það glöggt í ljós á þessum merkisdegi í ævi hans. Ærin bar 12, nóvember Það bar til tíðinda hér í bæ 12. nóv. sl., að svört ær, er Valdimar Arnfinnsson, Hafnar- stræti 11 á, bar þá um daginn og átti svarta gimbur, snoturt lamb. Þessi sama ær bar í maí sl. og var þá tvílembd, og gekk hún síðan í venjulegum högum í sumar. - Aukin þjónusta á vegum (Framhald af 1. síðu). A sunnudag lögðu sex bílar á heiðina að norðan, en sneru við, en komust þó suður yfir um kvöldið. Og nú eftir helgina hefur um- ferðin verið svipuð og umbrota- færð haldist mest allan tímann. Hér er um að ræða stóra vöru- flutningabíla, sem flytja varning á markað og vörur til héraðanna. I öllum hreppum fjórðungsins bíður fólk eftir að fá varning úr höfuð- staðnum — einu innflutningahöfn landsins — og vegna skipunar sigl- ingamálanna, gegna flutningarnir á bílum þýðingarmeira hlutverki i efnahagslífi landsbyggðarinnar en nokkru sinni fyrr. Þessir flutningar munu fara vaxandi, er nær dregur jólum, ef leiðin verður þá sæmi- lega fær. Ytur við heiðarnar. Ráðstafanir þær, sem vegamála- stjórnin hefur nú undirgengist eru í aðalatriðum, að hafa tvær ýtur til taks við Holtavörðuheiði, norðan og sunnan heiðar, og fylgjast með snjólaginu og möguleikum til að halda veginum greiðfærum. Við Oxnadalsheiði verður þriðja ýtan staðsett og gegnir þar Sams konar hlutverki. Þrekraun bílstjóra. Bílstjórar, sem aka flutningabif- reiðunum, eru ekki í nokkrum vafa um að þessar ráðstafanir muni verða til mikilla bóta og til öryggis. Þeir eru líka manna kunnugastir því, hvað unnt er að gera til úrbóta og hvaða ráðstafanir eru líklegar til að koma að gagni. Annars er vert að minnast þess, að þeir öku- menn, sem fara þessa leið með stóra flutningabila, leysa oft á tið- um af hendi hina méstu þrekraun, er þeir eru kannske heilu dægrin að brjótast yfir heiðarnar í vond- um veðrum. Ef þörf á þvi, ef unnt er, að létta einhverju af þvi erfiði af þeim, því að þetta starf má ekki fólksins vegna falla niður. Með þeim aðgerðum, sem nú eru ákveðnar, er stigið stórt spor í rétta átt. Sérstakur íuglaathug- imardagur í næsta mánuði Á sl. ári gekkst Náttúrugripa- safn rikisins fyrir því að nokkrir einstaklingar gerðu athuganir á fuglalífi í nágrenni sínu á sama degi, sem var 21. des. og var mark- miðið að afla vitneskju um fugla- líf að vetrarlagi í ýmsum lands- hlutum. Samkvæma frásÖgn Finns Guðmundssonar fuglafræðings í síðasta hefti Náttúrufræðingsins gáfu þessar athuganir svo góða raun, að ákveðið var að halda þeim áfram og hefur sunnudagur- inn 20. des. næstk. verið valinn fuglaathugunardagur í ár. — Óskar Finnur eftir, að allir er áhuga hafa á þessum málum, gefi sig fram til liðveizlu, en skilyrði er, að menn þekki til hlítar 'islenzkar fuglateg- undir, þvi að heimildir, sem aflað er með slíkum athugunum, verða að vera óvéfengjanlegar. Á sl. ári tóku 9 menn í ýmsum landshlutum I þátt í athugunum þessum, en hér um slóðir aðeins einn, Kristján Geirmundsson, umsjónarmaður j náttúrugripasafnsins hér. Miðvikudaginn 18.nóvember 1953 Tvö Ákureyrarskip lenlu í hrakn- ingum í ofviðrinu um helgina Snæfell og Súlan í vanda stödd undan Svörtu- loftum og á Rreiðafirði í ofviðrinu, sem geysaði um Suður- og Vesturland, lentu mörg skip í hrakningum og erfiðleikum, fyrir utan það hörmulega slys, sem varð á Grundarfirði og annars staðar er skvrt frá. Meðal þessara skipa voru vél- skipin Súlan og Snæfell héðan frá Akureyri. Vélbilun í Súlunni. Vélskipið Súlan, eign Leós Sig- urðssonar útgerðarmanns, hélt til síldveiða á Grundarfirði, ásamt fleiri skipum héðan, en varð fyrir því óhappi, er 15 mílur voru ófarnar á síldarsvæðið, að gír í aflvélinni, er er aðeins 5 mánaða gömul Listervél, brotnaði. Dró m.s. Akraborg Súluna inn á Grundar- fjörð og varð Súlan af síldveiðinni. Var síðan samið við Utgerðarfélag KEA að m.s. Snæfell, sem einnig var á Grundarfirði, tæki skipið í drátt til Reykjavíkur. Lentu í veðrinu. Á sunnudagsmorgun lögðu skip- in af stað til Reykjavíkur og hafði Snæfell Súluna í togi. En veður tók brátt mjög að spillast og er kom undir Svörtuloft, var ekki unnt að halda áfram og lögðust skipin þar. En veðrið versnaði enn og varð ekki verið um kyrrt þar leng- ur,enda höfðu dráttartaugar slitnað hvað eftir annað. Var þá lagt af stað og var ætlunin að komast til Ólafsvíkur. En vegna veðurofsans og erfiðleikanna að draga vélbilað skip, var óskað eftir aðstoð björg- unarskipsins Maríu Júlíu, og lagði það af stað frá Reykjavík, en komst ekki til hjálpar vegna veður- ofsans. En Snæfell og Súlan kom- ust heilu og höldnu til Ólafsvíkur um miðnætti á sunnudag. Um nóttina herti veðrið enn, og slitnaði Súlan þá upp og rak út á Breiðafjörð. Hélt Snæfell fljótlega á eftir henni, enda þótt veðurofsi væri þá mikill. Hafði skipið fengið lánaða dráttarvíra úr m.s. Selfossi, sem lá á Ólafsvik. Tókst að koma þeim í Súluna og draga hana til Ólafsvskur og var komið þangað um kl. 2 á mánudag. Voru skipin úti á Breiðafirði, er mesti veðurofs- inn gekk yfir á mánudagsnóttina og mánudagsmorguninn og munu hafa lent í miklum erfiðleikum. 1 þessum hamförum missti Súl- an báða nótabátana, en nótin var í lest og hafði aldrei verið tekin þaðan. Þá mun yfirbyggings skips- ins hafa brotnað. Snæfell mun hafa laskast eitthvað, en ekki alvarlega. Er vafalaust, að útivistin í óveðri þessu hefur verið hin mesta þrek- raun fyrir skipshafnir beggja skip- anna. Skipstjóri á Súlunni er Björn Baldvinsson, en á Snæfelli Bjarni Jóhannesson, báðir búsettir hér í bæ og alkunnir garpar og dugnað- armenn. Má samfagna þeim og skipshöfnum þeirra með giftusam- leg endalok þessarar erfiðu raunar. Súlan mun verða dregin frá Ól- afsvík til Reykjavíkur strax og veður leyfir. Hin árlega bókavika Bókaverzl. Edda efnir um ]>essar mundir til hinnar árlegu bókaviku, sem ýerzlunin og ýmsir bókaútgef- endur gangast fyrir, og verða nú, að venju, mjög margar bækur á boðstólum við tækifærisverði. Vaxandi aðsókn að æskulýðsheimili templara Forstöðumaðlif æskulýðsheimilís templara að Varðborg, Hermann Sigtryggsson, hefur skýrt blaðinu svo frá, að aðsókn unglinga að æskulýðsheimilinú sé vaxandi. Fá ]>eir aðgangsl^ort að lesstofum og leikstofum og öðru, er }>ar fer fram, til þriggja mánaða í senn, fyrir vægt gjald, og hafa þegar á annað hundr- að unglingar keypt slík kort. Er jafnan fjölmenni 1 salarkynnum þeiip, sem þessari starfsemi er ætluð í Varðborg, og sagði forstöðumað- urinn að umgengni væri góð og allt útlit fyrir að þessi starfsemi nyti velvildar og vinsælda hjá æskulýð bæjarins. Síldveiðin á Akureyrar- polli orðin 2300 mál í gær var síldveiði hér á Akur- eyrarpofli og í grennd orðin 2358 mál og byrjaði Krossanesverk- smiðjan að bræða í gærmorgun. — Engin síldveiði hefur verið síðustu 2 dagana vegna óhagstæðs veðurs. Aflinn skiptist þannuig á skipin: Gylfi 291 mál, Garðar 973 mál, Hannes Hafstein 286 mál, Bjarmi 154 mál, Björgvin 243 mál, Von 315 mál og Þorsteinn 86 mál. Síðustu fréttir af vega- málunum í gær voru tvær ýtur komnar að starfi á Holtavörðuheiði með þeirn árangri, að bílar fóru yfir lieiðina á 2 klst., sem cr margfalt skemntri tími en áður var. I>á var og ýta komin til starfs á Öxnadalsheiði. Ætti vegurinn til Reykjavíkur því senn að verða greiðfær flestum stærri bílum. Komið er út nýtt hefti af Félags- tíðindum KEA. — E| þar m. a. greint frá breytíngu á skipulagi og starfsem fræðsludeilda félags- ins, birt greinargerð um horfur í mjólkursölumálum, rætt um nauðsyn þess að selja neyzlu- mjólk einvörðungu í flöskum, grein um byggðasafnsmálið, gróðurhús félagsins o. fl.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.