Dagur - 09.12.1953, Page 12

Dagur - 09.12.1953, Page 12
12 Bagub Miðvikudaginn 9. desember 1953 Brjóstlíkan af Snorra Sigfússyni afhjúpað 1 Barnaskólanum í gær Akureyrarbær lét gera myndina - afhendir Barnaskólanum til varðveizlu í gær var afhjúpuð í Barna- skóla Akureyrar brjóstmynd úr eir af Snorra Sigfússyni fyrrv. skólastjóra. Gerði Ríkharður Jónsson myndhöggvari myndina, en Akureyrarbær réði listamann- inn til þess og á myndin að varð- Teitast í Bamaskólanum. Við athöfnina í gær voru mætt- ir, auk Snorra Sigfússonar, kennar- ar skó.lans, Fræðsluráð bæjarins, forseti bæjarstjórnar og ýmsir gestir. Formaður Fræðsluráðs, Brynjólfur Sveinsson mennta- skólakennari, bauð gesti velkomna og lýsti tilefni þess, að myndin var gerð og uppsett í Barnaskólanum. Fór hann viðurkenningarorðum um starf Snorra Sigfússonar fyrir skólamál bæjarins. Þá tók til máls Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæj- arstjórnar. Avarpaði hann heiðurs- gestinn og þakkaði honum langt og ágætt starf í þágu Barnaskólans og skólamála almennt. Lýsti hann því, að bæjarstjórn hefði ákveðið að votta Snorra Sigfússyni þakkir sínar og virðingu með því að láta gera eirlíkneski þetta og afhenti hann það síðan Barnaskólanum til varðveizlu. Hannes J. Magnússon Glæsibæjarhreppi úrskurðaður hluti af útsvari togaranna Yfirskattanefnd Akureyrar og Eyjafjarðar úrskurðaði á fundi sínum 1. okt. sl., að útsvör Ut- gerðarfélags Akureyrar h.f. og Guðmundar Jörundssonar út- gerðarmanns fyrir árið 1951 skuli skiptast þannig í milli Ak- eyrar og Glæsibæjarhrepps, að hreppurinn fái 35000 kr. af út- svari Ú. A. og 12000 kr. af útsvari Guðmundar. Á fundi sínum -5. f. m. ákvað bæjarráð að áfrýja úr- skurði þessum til ríkisskatta- nefndar. Mál þetta mun sprottið af viðskiptum togaranna við Krossanes á árinu 1951. skólastjóri veitt gjöfinni móttöku fyrir hönd skólans og flutti um leið þakkir samstarfsmanna og stofnun- ar til Snorra Sigfússonar fyrir starf hans og alla samveru. Að lokum kvaddi sér hljóðs Snorri Sigfússon og þakkaði þann heiður, er honum var sýndur, og minntist skólans og hlutverks hans í bæjarlífinu. Að athöfninni* og afhjúpuninni lokinni bauð skólinn til kaffi- drykkju og voru þ’ár einnig ræður fluttar. Snorri Sigfússon gegndi skóla- stjórastarfi hér á Akureyri frá 1930 til 1947, en hefur síðan verið néms- stjóri í Norðlendingafjórðungi. 100 ára afmælisrit Akureyrar Akureyrarkaupstaður á 100 ára afmæli árið 1962 og var ákveðið á bæjarráðsfundi 26. f. m. að leggja til að bæjarstjórn kjósi 4 manna nefnd, ólaunaða, til að vinna að undirbúningi og sjá um ritun sögu Akureyrar, er verði það snemma tilbúin að hún geti komið út á 100 ára afmæli bæjar- ins. Sé nefndinni og falið að safna myndum af mönnum, mannvirkj- um og atburðum úr sögu bæjar- ins. Rithöfundakvöld í Varðborg Að tilhlutan félagsheimilis templara var efnt til rithöfunda- kvölds í Varðborg s. 1. sunnudags- kvöld og komu þar fram skáld og rithöfundar úr bænum. Heiðrekur Guðmundsson las frumort kvæði, Guðmundur Frímann las frumort ljóð og þýðingar, Einar Kristjáns- son las smásögu og Baldur Eiríks- son fór méð stökur og ljóð. Því miður var samkoma þessi lakara sótt en skyldi því að allt, sem flutt var, var harla athyglisvert og sumt ágætt, og skörulega flutt. Frumsýning annað kvöld Eigi varð af því að frumsýning á ameríska gamanleiknum „Fjöl- skylda í uppnámi“ yrði um sl. helgi eins og ráðgcrt hafði verið, en nú er frumsýningin ákveðin annað kvöld. Leikstjóri er Guðmundur Gunnarsson. Síðan verður leik- urinn sýndur á laugardags- og sunnudagskvöld, en vafasamt að fleiri sýningar verði fyrir jól. Blaðið hefur verið beðið að vekja athygli fastra frumsýning- argesta á því, að þeir þurfa að vitja aðgöngumiða sinna í Bóka- verzl. Eddu í dag ,ella verða mið- arnir seldir öðrum. Aðgöngumiða má panta í síma 1906 kl. 10—12 f. h., en aðgöngumiðasalan í Sam- komuhúsinu er opin frá kl. 5 e. h. leikdagana. Ráðgerf aS reisa íslenzka krisfni- boðsstöð í Eþíópíu Kvikmynd frá landi og þjóð sýnd hér í tilefni af 20 ára afmæli kristnihoðshússins Zíon Á morguu mun Ólafur Ólafsson kristniboði sýna nýja kvikmynd frá Eþíópíu í kristiboðshúsinti Kvikmynd sú, sem hingað er komin, lýsir .landi * og þjóð og Verðlaun fyrir beztu j íslenzka stíla á barnaprófi Bókaverzlun POB hér í bæ hef- ur heitið þrennum bókaverðlaun- um fyrir beztu íslenzku stílana, sem fram koma á barnaprófum (lokaprófum) frá Barnaskólanum hér. Verða verðlaun þessi afhent í fyrsta skipti á næstkomandi vori. Ágæt söngskemmtun Kvennakórs Slysavarna félagsins Kvennakór Slysavarnafélagsins hafði söngskemmtun í kirkjunni sl. miðvikudagskvöld, til ágóða fyrir orgelsjóð kirkjunnar. Áskell Snorrason var söngstjóri, en frú Þyri Eydal lék undir á píanó. A söngskrá voru m. a. þrjú lög eftir söngstjórann. Kvennadeild Slysa- varnafélagsins hér er einhver at- hafnasamasti félagsskapur í bæn- um og vinnur mikið og gott starf fyrir ýmis mannúðarmál. Það má kallast þrekvirki að koma upp jafn ágætum söngkór innan þessa félagsskapar. Söngskemmtunin bar þess vott, að kórinn er mjög vel þjálfaður af söngstjóranum, radd- irnar vel samstilltar og voru lögin flutt af smekkvísi. Þessi söng- skemmtun var kórnum, söngstjór- anum og félagsskapnum öllum til sóma. Hefðu áheyrendur mátt vera fleiri. Zíon hér í bæ í tilefni af 20 ára afmæli hússins og til þess að minna á kristniboðsstarfið, sem nú er hafið á vegum íslenzku kristniboðsfélaganna í Eþíópíu. Eru íslenzku kristniboðarnir Felix Ólafsson og Kristín Guð- leifsdóttur nú um það bil að taka við starfi sínu í Konsóhéraði. Kristniboðshús verður byggt. Ólafur Ólafsson skýrði blaðinu svo frá, að ákveðið væri að byggja íslenzkt kristniboðshú? í Konsó eins fljótt og við verður komið. NÝ BÓK eftir Margit Ravn Nýlega er komin út á forlagi Þorst. M. Jónssonar 24. bók hinn- ar vinsælu norsku skáldkonu Margit Ravn. Heitir bók þessi Elín í Odda og er að efni ekki ólík fyrri sögum höfundar, skemmtileg til lestrar og túlkar hollar lífsskoðanir. Bókin er prentuð í Prentverki Odds Bjömssonar og er mjög vönduð að öllum frágangi. Bókin er 187 bls. að stærð. fýlgja henni ágætar skýringar á íslenzku. Má ætla að marga fýsi að kynnast þessu fjarlæga landi og þjóðinni, sem það byggir, og er ágætt tækifæri til þess í Zíon á morgun. Vegleg búð opnuð í stór- hýsi Kr. Kristjánssonar Síðastl. laugardag var opnuð ný verzlun hér í bænum, er Bílasalan h.f. rekur. Er búðin í hinu nýja stórhýsi Kr. Kristjánssonar við Geislagötu, og er mjög stór og smekklega úr garði gerð. Þarna eru á boðstólum alls konar bif- reiðavarahlutir, heimilisvélar og tæki, skrifstofuvéiar o. s. frv., auk þess stillt út heilum bifreiðum og er það nýlunda hér í bæ. Bændaklúbbsfundur n. k. þriðjudag Bændaklúbburinn heldur fund næstk. þriðjudagskvöld á Hótel KEA. Gísli Kristjánsson ritstjóri mætir á fundinum og ræðir um ný viðhorf í nautgriparæktarmál- um Eyfirðinga. V innumiðlunarnef nd „Ættum við ekki að neita líka?“ telur 80-90 mönnum þörf á bæjarvinnu Á fundi bæjarráðs 19. nóv. var rætt um álit vinnumálanefndar þess efnis, að þurfa mundi vinnu- miðlun í milli 80—90 manna sam- kvæmt umsóknum um bæjar- vinnu, er fyrir liggja og upplýs- ingum um fjölda manna í bæjar- vinnu úr miðjum nóv. Upplýst var á fundinum að vegafé væri fyrir hendi til að hafa 15 manna flokk í vegagerð til jóla. Enn- fremur að hægt væri að koma öðrum hóp fyrir í vinnu hjá Vatnsveitunni. Bæjarráð ákvað að heimila vinnumiðlunarnefnd að miðla vega- og vatnsveitu- vinnu til 30—40 manna fyrst um sinn. Verkamannafélagið hefur með erindi 2. des. óskað að fjölg- að verði við bæjarvinnuna upp í 80 manns til jóla og var erindinu vísað til vinnumiðlunamefndar til umsagnar. 1 1 ) Þorsteinn Valdimarsson í Hrísey fimmtugur Hinn 3. des. sl. varð kunnur Eyfirðingur, Þorsteinn hreppstj. Valdimarsson í Hrísey, fimmtug- ur. Verður hans nánar minnst hér í blaðinu innan skamms. Fangaskiptamálin í Kóreu vekja sífellt mikla athygli. Það sannast nú, að þúsundir manna, sem sendir voru út í stríð af kommúnistum, eru alls ófúsir að hverfa heim aftur. Er það einsdæmi í sögu seinni alda og varpar Lirtu á sljórnarhætti og kúgundarástandið í konun- únistaríkjunum. Skopteiknari VVashington Post birti þessa mynd nýlega. Fortölumenn kommúnista ræðast við eftir að hvcr fanginn af öðrum hefur neitað að hverfa heim, og segir annar: „Ætli að ekki sé vissast fyrir okkur að neita líka?“ Á skrifborðinu er mynd af æðsta- presti kommúnista um þessar mundir, Malenkov hinum rússneska.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.