Dagur - 09.01.1954, Page 4

Dagur - 09.01.1954, Page 4
4 D AGUR Laugardaginn 9. janúar 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hvar eru verkin þeirra? í NÚ EINS OG ÆVINLEGA ÁÐUR, þegar kosn- ingar fara í hönd, eru andstæðingar Framsóknar- manna teknir að kyrja gamla sönginn um að þeim einum sé treystandi til þess að ráða giftusam- lega fram úr aðkallandi framkvæmdamálum bæj- arins. Sósíalíska hersingin, sem trúir á kredduna, brígslar Framsóknarmönnum um afturhald, en Sjálfstæðismenn halda því hins vegar fram, að hið marglofaða einkaframtak þeirra sé miklu lík- legra til þess að hrinda málum fram en samvinnu- menn. Nú ætti það að vera ákaflega auðvelt fyrir fólkið í þessum bæ að ákveða það sjálft, hvar sé kyrrstaða og hvar framsókn, með því að líta til liðins kjörtímabils. Hvar eru verkin þeirra, sem nú saka samvinnumenn um kyrrstöðu og aftur- hald? Hvaða nýjum atvinnufyrirtækjum hafa þeir komið á fót? Hverja forustu hafa þeir veitt mikil- vægum hagsmunamálum byggðarlagsins? Ef menn líta á framboðslistana og rifja upp athafnasemi frambjóðendanna á liðnu kjörtímabili ætti að vera auðvelt að benda á verkin, séu þau nokkur. Tök- um fyrst Alþýðuflokkinn. Hvaða atvinnufyrir- tækjum hafa bæjarfulltruar hans á liðnu kjör- tímabili komið á fót og hvert hald hefur efnahags- afkomu borgaranna reynst í ræðuhöldum þeirra á bæjarstjórnarfundum og blaðaskrifum? Ekki er vitað til þess að foringjar Alþýðuflokksins hér í bæ hafi beitt sér fyrir nokkrum nýjungum á sviði athafnalífsins eða að afkoma fólksins hér væri hóti lakari en hún er, þótt þeir hefðu aldrei nálægt bæjarmálum komið. Ekki er glæsilegra um að lit- ast innan kommúnistaflokksins. Þegar síðast voru hér bæjarstjórnarkosningar, var hér starfandi eitt fyrirtæki á þeirra snærum, en nú er það horfið af sjónarsviðinu og ekkert hefur komið í staðinn. Framkvæmdasemi þeirra hefur sem fyrr reynst mest í munninum, en úti í lífsbaráttunni sjálfri hefur ekkert hald reynst í þeim og þeir hafa eng- um framkvæmdamálum komið í höfn. Um garm- inn hann Ketil, Þjóðvarnarliðið, þarf ekki að ræða. Þeir ætla nú að leiða herstöðvamál sín inn í bæjarstjórnina, en hvert erindi þau eiga þangað, er öllum hulin ráðgáta. i SJALSTÆÐISFLOKKURINN á sem fyrr meg- instoð sína meðal kaupmanna bæjarins og þótt þar séu , sem í öðrum stéttum og flokkum, margir nýtir menn, hefur farið lítið fyrir því að þeir gerð- ust brautryðjendur í atvinnulífinu. Smásöluverzl- un er nauðsynleg atvinnugrein, en ekki lifir byggðárlagið á henni. Meðal frambjóðenda þeirra, er til mála koma sem aðalmenn í bæjarstjórn, eru tveir framkvæmdastjórar verzlana í bænum, sem eru reknar með sama sniði og var i upphafi síðasta kosningaslags, og tveir útgerðarforstjórar, sem lagt hafa nokkurn skerf til eflingar atvinnulífinu og þó einkum annar, enda eiga útgerðarmálin að verða aðalhaldreipi Sjálfstæðismanna í þessari kosningahríð. En þótt leitað sé með logandi ljósi um gjörvallan bæinn, finnst ekkert nýtt atvinnu- fyrirtæki, sem nokkurt verulegt hald er i, sem hið marglofaða einkaframtak hefur komið á fót síðan í janúar 1950. \ ÞEGAR LITIÐ ER YFIR atvinnusvið bæjar- málanna, sjá allir heilskyggnir menn, að langsamlega veigamestu ’ breytingarnar sem orðið hafa síð- an 1950 og til ,,nýsköpunar“ má telja, eru annars vegar hinar miklu iðnaðarframkvæmdir sam- vinnufélaganna, sem hafa hér fest milljónafúlgur í verksmiðju- byggingum og nýjum fram- kvæmdum, en hins vegar aukn- ing togaraflotans. Þetta eru þær tvær meginstoðir, sem atvinnulíf bæjarfélagsins hvílir á í dag. Og hvernig hafa Framsóknarmenn unnið að þessum málum? Hinn stóraukni vex-ksmiðjurekstur og byggingar samvinnusamtakanna hér á Akureyri á rót sína að rekja til þess, að hér var fyrir öflug- asta kaupfélag landsins, og for- ráðamenn þess hafa unnið kapp- samlega að því að gera Akureyri að höfuðmiðstöð iðnaðar sam- vinnufélaganna. — Framsóknar- flokkurinn hefur stutt þessa þró- un, sem aðra heilbrigða starfsemi samvinnufélaganna. Um togara- kaupin er það að segja, að aukn- ing togaraflotans á þessu kjör- tímabili er að sumu leyti ox’ðin til fyrir beinar aðgerðir forustu- manna Framsóknarflokksisn í bæjarmálum. — Togarar Útgerðarfélagsins hefðu ekki 'hingað komið nema fyrir stuðn- ing Framsóknarmannanna í bæj- arstjórn og síðasta skipið var beinlínis fengið hingað og þau kaup undii’búin af Jakob Frí- mannssyni, þótt andstaða væri af hálfu sumra bæjarfulltrúa Sjálf- stæðsmanna. Það mál sýnir betur en flest annað, hvert gildi það hefur fyrir bæjarfélagið að hafa í bæjai'stjói’n framkvæmdamann sem hann er. Þessi fjögra áx-a saga sýnir því allt aði’a útkomu en andstæðingar Framsóknar- manna vilja vera láta. Hún sýnir, að Framsóknai’menn leitast hvai’vetna við að efla atvinnulíf bæjai-ins með skynsamlegum ráðurn. Það hefur reynzt hag- kvæmt í bæjarmálum að nota sömu starfsaðferðir í fi-am- kvæmdamálum og vel hafa gefizt innan samvinnusamtakanna: und irbúa framkvæmdir vel og treysta aðstöðu alla, og hefjast síðan handa af dug og bjartsýni. Fyrir- tæki, sem á slíkum stoðum hvíla, eru líklegust til þess að verða til frambúðar. Þessi sannindi munu einnig gilda á kjörtímabili því, er nú fer í hönd og áður. FOKDREIFAR Ástaljóð himbrimans. HAFIÐ ÞIÐ nokkurn tíma heyrt ástaljóð himbrimans? Vafalaust þekkja margir Islendingar þau, en eg hafði ekki heyrt þau fyrr en sl. mánudagskvöld. Þetta vox-u ís- lenzk ástaljóð, sungin á Þing- vallavatni sl. sumar og komu nú til okkar í gegnum brezka út- varpið. Kunnur „fuglamaður“ i Bretlandi, Ludwig Koch að nafni, flutti mjög skemmtilegt erindi í brezka heimaútvarpið á mánu- dagskvöldið, sagði frá íslandsför sinni og lofaði hlustendum að heyra til himbrimans og íslenzk- an þrastaklið. Þessi maður er löngu þekktur í Bretlandi og víð- ar og sérgrein hans er fuglar himinsins og þó einkum söngur þeirra og hefur hann tekið upp fuglasöng nú um langan tíma fyr- ir brezka útvarpið og fleiri út- vai'psstöðvar, og lætur svo fugl- ana syngja fyrir hlustendur. Hef- ur reynslan sannað, að þetta er mjög vinsælt útvarpsefni, bein- línis skemmtilegt og auk þess fróðlegt og til þess fallið að auka þekkingu manna á fuglalífinu og veita þeim tækifæri til þess að þekkja betur en áður kliðinn úti í náttúrunni. Fimm sólarhringa vinna — fimm mínútna útvarpsefni. SLÍK UPPTAKA er þolinmæð- isverk og hún kostar góð upp- tökutæki. Ludwig Koch dvaldi fimm sólai’hringa samfleytt úti í lítilli eyju í Þingvallávatni til þess að ná söng himbrimans. — Þessi fimm sólai’hringa vinna gaf í aðra hönd útvarpsefni í örfáar mínútur. En það var líka gott efni og skemmtilegt og rétt eins og himbrimahjónin væru að dúett- söng sínum inni í stofunni hjá manni. Koch segir að himbriminn vei’pi hvergi í Evrópu nema á ís- landi. Hann er sjaldgæfur fugl, einnig hér, en stór og föngulegur og rödd hans heillandi fögur og þó stei’k, með ákaflega séi’kenni- legum hljóm. Dásamlegt væi’i að njóta þessa söngs eina bjai’ta júnínótt við fagurt fjallavatn, í kyrrð og ró. Fjölskrúðug náttúra. FLESTIR ei’lendir ferðamenn, sem þetta land gista, og á annað boi’ð hafa nokkui’t vit á náttúru- lífi, hafa orð á því í ferðabókum og blaðagreinum, að náttúrulíf íslands sé ótrúlega fjölbreytt, ekki sízt fuglalíf. Hér eiga margir fuglar enn friðland, þótt þeir tímar séu löngu liðnir fyrir þá í öðrum löndum. En við, sem ferð- umst daglega um þetta land, sjá- um þetta mörg hver alls ekki og þekkjum naumast þessa fögru gesti, sem hingað sækja á ári hverju með hækkandi sól. Eitt af því, sem gæti aukið þekkingu oklcar á náttúru landsins væri einmitt útvarpsefni af því tagi, sem Ludwig Koch bauð brezkum hlustendum upp á. Og þetta var ekki talið ómerkilegt efni þar í landi. Áður en því var útvai’pað um brezku heimastöðvarnar, til milljóna manna, hafði útvarps- blaðið brezka kynnt það rækilega, með frásögn af ferð Kochs til fs- lands og mynd af honum. Hví skyldum við þui’fa að opna fyrir brezka útvarpsstöð til þess að heyra óbó-tóna himbrimans, því er ekki hægt að lífga upp daufa dagskx’á hér heima í skammdeg- inu með íslenzkum fuglasöng? Auðvitað er það hægt. Til þess þarf aðeins góð uþptökutæki, langa snúru og míkrófón, og svo natni og þolinmæði af hálfu ein- hvers, sem hefur yndi af fuglalífi og ofui’lítinn skilning á eðli þess. Eg er viss um, að mörgum þætti fengur að því að heyi’a til ís- lenzku fuglanna einmitt nú í skammdeginu. Er hér ekki ein- mitt hugmynd um gott útvarps- efni? EÞhafizt væri handa í vor, mættum við eiga von á dýi’legum fuglasöng fyrir næstu jól, eina litla stund í stað dómkii-kjukórs- ins í Regensbui’g eða Comedian Harmonists, og væi’u góð skipti. Sjötíu og fimm ára varð 4. þ. m. Benedikt Einai-sson frá Skóg- um, bóndi og bústjóri á Bægisá Þjónustuhugsjón samvinnusteínunnar Á SEINNI ÁRUM hefur sótt í það hoi’f hér í bæ, að verzlanir og önnur fyrirtæki, sem almenningur skiptir við, láta heimilunum í té betri þjónustu en áður tíðkaðist. Þetta eru mei’ki framfara og má gjarna rifja upp. Mér flaug í hug fyrir jólin, þegar KEA opnaði hina stóru og mjög vistlegu véla- og búsáhaldadeild sína, að með þeirri framkvæmd hefði félagið innt af hendi þjónustu við fólk í bæ og sveit, sem er meira virði en margur hyggur að óathuguðu máli. Fallegar, rúmgóðar og bjai’tar vex’zlunarbúðir eru ekki aðeins menningar- og framfaravottur, heldur jafnframt aukin þjónusta við fólkið, sem sækja þarf vörur í búðirnai’. Það er orðinn mikill munur á beztu verzlunarbúðum bæj- arins í dag og þeim, sem hér voru mest sóttar fyrir aldarfjórðungi, og það er ekki smáræðis munur á nýjustu og beztu vei’zlunarbúðum bæjai’ins í dag og þeim elztu. Það er gott til þess að vita, að kaup- félagið er í fararbroddi í því að búa verzlunarbúðir hér í bæ myndai’lega og menningarlega úr garði. Þegar félagið flutti í aðalhús sitt laust fyrir 1930 var stórt stökk tekið á þeirri leið, að gera verzlun- ina yfir búðai’borðið einfaldari, geðþekkari og hagan legi’i fyrir viðskiptamennina. Sú breyting, sem þá vai' gerð, hefur staðizt kröfur tímans 1 meira en tvo áratugi Og með opnun nýju deildarinnar fyi’ir jólin er stigið nýtt skref — í samræmi við kröfur tím- ans. Menningai’legar vei-zlunai’búðir er réttmæt krafa fólksins, sem telur sér ekki samboðið að því sé boðið upp á dimmar búðai’holur, enda sanna dæmi KEA að verzlunin er nægilega arðsöm til þess að standa undir gei’ð og rekstri slíkra búða. -----o----- FRYSTIHÓLF ÞAU, er kaupfélagið Ieigir félags- mönnum voi’u kærkomin nýjung, er félagið hóf þessa stai’fsemi fyrst allra hér á landi, og hólfin hafa sannað gildi sitt á hvei-ju ári síðan, erida hefúr sams konar þjónusta verið tekin upp annái’S staðar á landinu. Þessi starfsemi er aukin þjónusta við heimilin, sem húsmæðurnar kunna ekki sízt að meta, ekkert stórvirki í sjálfu sér, er sýnir, hvernig hægt er að ryðja nýjar brautir ér framk'væmda- menn starfa með þjónustuhlutverkið í'hugá. Ymislega fleira mætti hér nefna,' sem sýnir þró- unina. -----o----- ATHYGLISVERT ER ÞAÐ, þegar litið er yfir þetta svið, sem snertir heimilin, að það eru sam- vinnusamtökin, sem þarna hafa forustuna. Hér eru starfrækt mörg ágæt einkafyrirtæki, er hafa hæf- um mönnum á að skipa, en samt sést miklu minna eftir þau á þessum vettvangi. Þetta er ekki af því að getu vanti eða vilja til þess að láta gott af sér leiða, heldur er ástæðan einfaldlega sú, að þjón- ustuhugsunin á ekki neitt svipaðar rætur í einka- rekstri og í samvinnurekstri. í einkarestrinum gilda önnur sjónarmið, — hagnaðarsjónarmiðin — fyrst og fremst, og einkafyrirtæki ráðast ekki í fram- kvæmdir til þess eins að þjóna hagsmunum fólksins, heldur til þess að græða á þeim. Rekstur samvinnu- félaga þarf að sjálfsögðu að bera sig og er engin góðgerðarstarfsemi, en hvert samvinnufélag hlýtur jafnan að taka til úrlausnar ýmis verkefni vegna félagsmanna sinna, sem ekki gefa fé í aðra hönd, en miða fyrst og fremst að þægindum og hagsmunum þeirra, sem mynda félagsskapinn. Þannig er þetta hér og alls staðar þar sem kaupfélagsskapur á sterkar og lífrænar rætur. En þegar menn venjast því að þjónusta sé látin í té, fara þeir að líta á hana sem sjálfsagðan hlut og gleyma því, hvað til þurfti til að koma henni á. Margvísleg þjónusta kaup- félaganna við heimilin er þannig svo fallin inn í daglegt líf fólksins, að hún er talin sjálfsögð og auð- vitað er hún það líka, en aðgætandi er þó og vert að muna, að undirstaðan þarf að vera örugg. Sam- vinnufélagsskapurinn þarf að vera öflugur og í sí- felldum vexti til úrlausnar nýjum verkefnum. Að honum er jafnan sótt úr ýmsum áttum og í margs konar myndum. Það er ekki ófróðlegt fyrir hinn almenna borgara að gera sér í hugarlund hvernig umhorfs mundi t. d. í bæ og héraði, ef aldrei hefði (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.