Dagur - 09.01.1954, Page 5

Dagur - 09.01.1954, Page 5
5 Laugaragmn 9. janúar 1954 D A G U R 11 ..—.......... iii .... i ..... ■ —— - ' ...■■■■ LAUST OG FAST Helga Rannveig Júníusdóttir AF ÁVÖXTUNUM SKULUÐ ÞÉR ÞEKKJA ÞÁ. Svo er nú komið í sjálfum forstjóraflokknum, að það þyk- ir ósniðugt að vera „stjóri“ þar í sveit, svo sem forstjóri, fram- kvæmdastjóri o. s. frv. Er síð- asti fsl. einlæglega hneykslaður á því, hve margir slíkir menn eru á framboðslista Framsókn- armanna. Getur þess, að þar séu 1 kaupfélagsstjóri, 1 skóla- stjóri, 1 framkvæmdastjóri, 1 ritstjóri o. s. frv. Og er að skilja á blaðinu að öðruvísi sé þetta í Sjálfstæðisflokknum og mun þó einhverjum koma einkennilega fyrir sjónir. En þegar að er gáð sést, að þegar ísl. birti fram- boðslistann 23. des. hafa þessi sniðugheit verið höfð í huga því að þar er Helgi Pálsson framkvæmdastjóri Bygginga- vöruverzlunar Akureyrar h.f. aðeins nefndur erindreki, Jón Sólnes skrifstofustjóri og út- gerðarforstjóri aðeins banka- fulltrúi, Guðmundur Jörunds- son útgerðarforstjóri bara út- gerðarmaður og Sverrir Ragn- ars framkvæmdastjóri Kola- verzlunar Ragnars Ólafssonar h.f. réttur og sléttur kaupmað- ur. Og ekki eru stjórarnir enn taldir. Sjötti maður listans er varaslökkviliðsstjóri bæjarins, hinn sjöundi framkvæmdastj. Verzl. Eyjafjörður h.f., áttundi forstj. Efnagerðar Akureyrar h.f., þá er tilraunastjóri og enn framkvæmdastj. tveggja verzl- unarhúsa í bænum. Loks er skipstjóri, framkvæmdastjóri liúsgagnaverkstæðis, bifreiðar- stjóri og lestina rekur fram- kvæmdastjóri hins gamalkunna firma Electro Co. Innan um þennan fríða stjórahóp er svo dreift „meisturum“ og „frúm“, en þó ekki þéttar en það, að af væntanlegum aðalfulltrúum og varafulltrúum eru allir „stjórar“ utan einn „meistari“, sem þó mun vera a. m. k. hálf- • ur „stjóri“ eða vel það. Það er því ekki furða þótt fsl. vilji fremur kenna þennan lista við erfiðismenn en forstjóra, en almenningur man betur hið fornkveðna en skírnartilburði íslendings: Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. MEÐ BERSERKJUM. í vikunni sem leið hefur fsl. séð fleiri undarlega hluti en fínu mennina á forstjóralista Sjálfstæðisflokksins í fötum erfiðismanna. — Þegar hann rennir augum til Marteins Þjóðvarnarkappa og liðsmanna hans sýnist honum Marteinn líkari berserkjum fornaldar- innar en nokkrum samtíma- mönnum, því að vistaskipti hans eiga að tákna, að 3. bæjar- fulltrúi Framsóknarmanna, sem hefði verið kjörinn leikandi með atkvæðatölum alþingis- kosninganna í sumar (sem voru óhagstæðar fyrir Framsóknar- menn), sé nú fallinn í valinn. Ætti því Marteinn að vera eins margfaldur í roðinu og sannfær ing sumra Sjálfstæðisforingja í stjórnmálum. Foringi Þjóð- varnarliða er að vísu vörpuleg- ur maður, en lýtur þó kosn- ingalögum sem aðrir lands- menn og ræður að sjálfsögðu sínu atkvæði. Hins vegar vita allir, að það vegur lítt á móti því atkvæðamagni sem hverfur frp Þjóðvarnarliðum, af því að menn sjá að þeir eiga ekkert erindi í bæjarstjórn með Kefla- víkurmál sín. Auk þess er það löngu kunn staðreynd, að at- kvæði skiptast öðruvísi í bæj- arstjórnarkosningum en al- þingiskosningum, sem eðliegt er, og af þeim sökum mun Framsóknarflokkurinn nú vinna það fylgi aftur og ríflega það, sem hann tapaði í sumar. Ef menn gera því upp kosn- ingahorfurnar eftir líkum, er auðsætt að Framsóknarmenn hafa eins miklar líkur til að koma 4. manni sínum að og Þjóðvarnarliðar 1. manni. Og hugleiðingar ísl. um fimm full- trúa eru aðeins karlagrobb. Það hvarflar eldd að þeim sjálf um að þeim auðnist að geua betur en halda í horfinu frá því í síðustu bæjarstjórnarkosning- um, enda hafa þeir ekkert til þess unnið og vita það manna bezt. LJÓSRAUÐUR FLOKKUR. Þjóðvarnarmenn vilja ekki játa, að rétt sé hermt frá at- kvæðagreiðslunni um samfylk- ingartilboð kommúnista, í fé- lagi þeirra hér og hefur form. félagsins hringt til blaðsins og skýrt frá því, að tölur, sem nefndar voru hér í blaðinu á miðvikudaginn, séu alrangar, enda hafi mikill meirihluti at- kvæða fallið gegn samfylking- unni. Með því að blaðið veit að formaðurinn er grandvar mað- ur tekur það þessa frásögn hans trúanlega, þótt þær heimildir, sem blaðið hafði fyrir fregn- inni, mætti telja áreiðanlegar að öðru óreyndu. En þótt at- kvæði kunni að hafa fallið á þá leið, sem nú er hermt, í félaginu hér, er það eigi að síð- ur vitað, að meðal Þjóðvarnar- manna almennt var verulegur áhugi fyrir samfylkingu við kommúnista, enda hefur flokk- urinn „meldað lit“ svo greini- lega nú í vetur, að ekki verður um villst. Þingmenn flokksins báðir, sem raunar eru fyrrver- andi kommúnistar, lýstu því yfir á Alþmgi að þeir vildu heldur kommúnista í útvarps- ráð og menntamálaráð en Al- þýðuflokksmenn og tryggðu Moskvumönnum þannig full- trúa í þessum menningarstofn- unum. Víða á framboðslistum nú til bæjarstjórnarkosning- anna getur að líta kommúnista, núverandi og fyrrverandi, og er framboðslistinn hér í bæ engin undantekning. En Þjóðvarnar- liðum tekst betur en Moskvu- mönnum að ginna lýðræðis- sinna til þess að lofa flokknmn að flagga með nafni sínu og dylja þannig hina réttu ásýnd. Þetta er þó gamalt kommún- istaherbragð, og er furðuleg einfeldni þegar grandvarir menn loka augunum fyrir því. Þjóðvarnarflokkurinn er að vísu ekki eldrauður á að líta eins og sellufyrirtæki heldur ljósrauður, eins og bókmennta- klúbbar kommúnista og aðrir slíkir hálfrefir sem löngum hafa þjónað undir Moskvuvald- ið hér á landi. Ljósaperur Höfum fyrirliggjandi eftirtaldar stærðir af perum: 6 volta: 15 W 25 W 40 W 12 volta: 40 IV 60 W 32 volta: 15 W 25 W 40 W 60 IV 100 W 110 volta: 25 W 40 W 60 W 75 W 100 W 220 volta: 15 W 25 W 40 W 60 W 75 W 100 W 150 W 200 W Véla- og búsáhaldadeild Þó að við dag hvern heyrum dánartilkynningar og jarðarfarir, og þó að við oft á dag fréttum um manntjón í lofti, á láði og legi, þó að við fréttum að hamfarir sjálfr- ar náttúrunnar, svo sem að felli- byljir, snjóflóð og jarðskjálftar eyði heilum byggðum, svo að ná- lega komast engir undan, þá er það samt svo, að í hvert sinn sem dauðinn heggur í okkar eigin frænda- og vinasveit, sviptir það okkur jafnvægi og minnir okkur á hvað við erúm í raun og veru lítils megnug og algjörlega á valdi okkar eigin örlaga. Þó að okkur sé fullkunnugt um, að hvert ein- asta augnablik lífs okkar getur verið hið hinzta, þá erum við alltaf í raun og veru óviðbúin og finnst dauðinn jafn óskiljanlegur og óeðlilegur og öllum syrgjend- um allra alda hefur fundizt. Svo varð mér er eg sat við hljóðnemann og heyrði um and- lát vinkonu minnar, Helgu Rann- veigar Júníusdóttur, hennar sem var svo rmg, hennar sem var einkadóttir sinna öldruðu for- eldrg, hennar, ungu eiginkon- unnar og móðurinnar. Hvaða vit og hvaða sanngirni er í svona ráðstöfunum og það af algóðum guði? Eg hafði frétt að Helga Rannveig var mikið veik, en eg vonaði að eg frétti fyrir jólin að hún kæmist heim til ástvina hress og glöð. Mér varð hugsað til þess, er eg fyrir nokkrum árum sat og hlustaði í tækið mitt, eins og nú, en þá frétti eg að Helga Rannveig hafði unnið svigkeppni og fengið verðlaun, þá varð eg svo glaður að eg sendi henni heillaskeyti, hverju hún svaraði um hæl með mjög skemmtilegri stöku. Helga Rannveig var greind, vel uppalin, menntuð og listhneigð stúlka. Hún var eina dóttir þeirra merkishjóna Soffíu Jóhannsdótt- ur og Júníusar Jónssonar verk- stjóra á Akureyri. Mér fannst dóttirin alltaf sólargeislinn á þeirra hlýlega heimili, þó að hún oft væri vanheil og oftast önnum kafin, fyrst við nám og síðar við ljósmyndagerð, og svo nú síðast við heimilisstörf. Maður hennar er Sævar Hall- dórsson ljósmyndari. Það er þungur harmur að því heigiili kveðinn. Samt er það svo, að sorgin og hvers konar mótlæti, sem mannlegur máttur fær sigr- ast á, færir mann nær guði sínum og sú er trúa mín að það sé rétt, „að þeir sem guðirnir elska, deyja ungir“. Er það ekki trú vor krist- inna manna, að þeir sem elskast og þrá að vera saman hér í heimi, megi njótast og fylgjast að á landi ljóssins, lausir við kvíða, sorg og þraut? Er ekki nokkurs virði minning um elskulegan ástvin, sem er svo björt og h'rein, að þar hefur enginn skuggi fallið á? Ósk mín til vina minna, hinna sorg- mæddu foreldra, eiginmannsins harmi lostna, dótturinnar litlu, bróður, allra frænda og vina hinnar framliðnu er, að þeir megi huggast látast og lifa í þeirri trú að: „Að anda, sem unnast, fær aldrei eilífð að skilið“. Því að einasta huggun og ljós þess, sem lifir, að lifið þið einnig, sem flutt hafið yfir“. Skrifað á jólanótt 1953. Guðmundur Eiríksson. Færilampar (stórir). Véla- og búsáhaldadeild. Ungir Framsóknarmenn! !; Mætið til starfs á kosningaskrifstofimni i; i; (Ráðhústorg 7) kl. 1,30 e. h. á simnudaginn! i; |í Stjórn F.U.F, jj Kosningiskriistofa Framsóknarmanna | er tekin til starfa í Ráðhústorgi 7 (þar sem ii áður var skrifstofa Rafveitunnar). Skrifstofan er opin daglega kl. 10-12 f. li. ]; og 1-7 e. h. og einnig á kvöldin frá kl. 8,30. i Skorað er á Framsóknarmenn að hafa sam- ji band við skrifstofuna, tilkynna um kjósend- ij ur, sem verða fjarverandi eða flutt hafa í i; bæinn, mæta til starfs og veita skrifstof- i; unni yfirleitt alla þá aðstoð, er þeir mega. ;| - Símí skrifstofunnar er 1443. -

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.